Föstudagur, 26. febrúar 2010
Og allir saman nú: "Húrra húrra húrra!"
Þetta er nú nýr áfangi í baráttu okkar fyrir því að verða almennt í ruslflokki eins víða og við getum. Til hamingju Indefence og vinir ykkar í framsókn. Bendi á fyrri færslur mína síðan í í dag m.a. um herkostnað stjórnarandstöðu og indefence. Þar sem ég m.a. segi.
Óvissan um lyktir Icesave málsins hefur þannig seinkað efnahagsbatanum að minnsta kosti um hálft ár. Atvinnuleysi mun einnig aukast um tvö prósentustig og ná hámarki á næsta ári.
En á bak við þessi tvö prósentustig erum við að tala um 3.500 manns þannig að þetta er verulega mikið áhyggjuefni og mikilvægt að allt sé gert til að koma í veg fyrir það að þessi spá gangi eftir," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ.
"Og ef að síðan er lagt við þetta sú spá að hver mánuður hér í kyrrstöðu og seinkun á efnahagsbata kosti til lengri tíma um 75 milljarða á mánuði þá má segja að herkostnaður Indefence og stjórnarandstöðunnar sé búinn að kosta okkur um 420 milljarða til lengri tíma. Áætlaður kostnaður okkar eftir nýjustu tilboð Breta og Hollendinga er um 150 til 250 milljarðar . Var áður um 200 til 300 milljarðar. Þannig að það er hægt að segja raunverulegt tap okkar til lengri tíma á þessu kjaftæði og drætti á að ganga frá Icesave séu kannski 150 til 250 milljarðar í dag. Og svo bætist við fyrir hvern mánuð sem líður til viðbótar" Úr fyrri færslu
En ég veit að allir bloggarar hér fagna þessu og tala eins og við séum í einhverju stríði við Hollendinga og Breta. Ef það er rétt hjá þeim er þeim hollt að gera sér grein fyrir að stríð kostar og óvart erum við sem berum allan kostnaðinn hvernig sem Icesave fer. Það er á okkur sem allar tafir á endurreisn bitna á.
En bloggarar almennt sitja eins og sauðir og horfa í aurinn á meðan við eyðum krónum í stríð sem við vinnum aldrei. Og svo er talað um alla vondu útlendingana sem allir eru að ráðstafa á okkur sem gerðum ekkert af okkur nema að leyfa banka að stela fullt af innistæðum frá sumum viðskiptavinum Landsbankans.
Ísland á leið í ruslflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 7
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 969564
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
þegar þú getur ekki borgað af þeim lánum sem þú ert með í dag, borgað það þá sig að þú takir fleiri og stærri lán? þú heldur nú varla að það borgi sig að taka lán til að borga upp lán? eða varstu með í að búa til FL og Sterling lánahringekjurnar og finnst slíkt vera dæmi um góð viðskipti?
Fannar frá Rifi, 26.2.2010 kl. 16:22
Við vorum alltaf í ruslflokki. Alltaf aftast í röðinni. Þetta er bara staðfesting á löngu orðnum hlut. Má segja að þetta geri Ísland meira gagnsætt og má því segja að það stefnumál ríkisstjórnarinnar hafi náð fram að ganga fyrir tilstilli Moodys.
Einar Guðjónsson, 26.2.2010 kl. 16:38
Fannar kostnaður okkar af þessu Icesave fellur á okkur núna vegna versnandi kjara, kyrrstöðu og engri uppbyggingu. Icesave skv. nýjustu tilboðum til okkar kemur ekki til greiðslu fyrr en eftir 6 ár. Og ef við skoðum næsta ár og þarnæsta þá koma háar greiðslur á gjalddaga og af þeim þarf að borga. Það hækkar ekki skuldir okkar. Og allar áætlanir gerðu ráð fyrir að flest stærri lán væru greidd þegar við förum að borga af Icesave sem skv. Tryggva Þór eru um 60 milljarðar+ vextir þegar eignri Landsbankans hafa komið upp í lánin. Og nú er okkur boðið vaxtalaust tímabil fyrir þetta og síðasta ár. Sem þýðir að við verðum væntanlega búin að greiða höfðustól niður í lok þessa árs niður um a.m.k. 1/3 og því leggjast vextir á aðeins um 60% af höfuðstólnum. Og sú upphæð greiðist hratt niður á næstu árum og því verða vextir ekki svo háir þegar við förum að borga. Enda vextir nú libor +2,75%.
Við þurfum að borga mörg hundruð milljarða á næsta og þar næsta ári af lánum m.a. sem Seðlabanki tók. Kannski Fannar að við opnum bara á að útlendingar geti keypt kvótann upp í þær greiðslur. Þá leysum við líka kvótadeilurnar í leiðinni.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 16:45
Einar en þegar við erum komnir í ruslflokk hjá öllum matsfyrirtækjum þá þýðir það til lengri tíma að starfsmenn banka og fjármálafyrirtækja mega ekki lána okkur eða fjárfesta hér. Það verða bara einhverir últra áhættu fyrirtæki sem hugsanlega lána hér á okurvöxtum eða taka þátt í verkefnum með það að markmið að græða á okkur.
Held að fólk eigi ekki að taka þessu svona létt og segja að við höfum hvort sem er verið í ruslflokki. Við vorum það ekki formlega fyrr en nú nema hjá einu matsfyrirtæki.
Það verður t.d. varla virkja hér nema að ríkið noti gjaldeyrisvarasjóð okkar í það. Og þá eigum við ekki fyrir afborgunum á lánum á næsta og þar næsta ári.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 16:49
Sæll Magnús. Hverju orði sannara hjá þér og þarf ekki svo skarpa rökhugsun til að sá samhengið í málinu með þessum hætti.
Það er einmitt skortur á rökhugsun sem er að þjá okkur sem þjóð þessa dagana. Bæði í þessu málið og öðrum. Tilfinningaflóðið er látið streyma óheft og teknar ákvarðanir á þeim forsendum.
Við erum ekki að velja okkur maka eða neitt annað sem krefst tilfinningamats. Við verðum að beyta rökhugsun, fara út fyrir aðstæðurnar og horfa á þær utan frá.
Þannig og aðeins þannig er unnt að sjá forsendur mála af þessu tagi, við erum að tala um peninga.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2010 kl. 17:03
Fyrirsögnin er röng hún á að vara svona, ríkisstjórnin á leið í ruslflokk.
Rauða Ljónið, 26.2.2010 kl. 17:23
Það er engin klár tala á hversu mikið eignasafni LB nær upp í kröfuna. Annars væru Hollendingar og Bretar ekkert að standa í prútti við okkur, því að ef þeir tryðu að þetta væri lítið eitt, þá tæki því ekki.
Sýna þeir því nú tennurnar, og reyna að koma því að borðinu að við lengjum í gálganum og lendum þá bara í undir-ruslflokki seinna meir.
Kvótinn? Er hann ekki veðbundinn þvers og kruss inní kerfinu?
Og virkjanir....umdeildar, og innspýting þess þáttar (Orkusala+stóriðja) sem tekjurtil þjóðarinnar undir bæði sjávarútvegi og ferðaþjónustu....
Berum við nú allan kostnaðinn af "stríðinu"? Sé það ekki, þar sem ekkert samkomulag er í gangi, þá verður farið eftir því (í besta falli) sem samþykkt var í sumar af Alþingi, en ekki NL & UK. Lækkun á lánshæfnismati og þvinganir rýra greiðslugetuna, og grefur þá undan viljanum til að borga neitt yfirleitt annað en það sem fullkomlega er manifestað í regluverkinu. Og þar er það þá dómstólaleiðin sem Bretar og Hollendingar vilja einhverra hluta vegna ekki fara.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 17:37
Matsfyrirtækið Moody's er ruslmatsfyrirtæki sem enginn ætti að taka mark á, alveg fram á síðustu stundu(fyrir hrunið) gaf Moody's öllum bönkum topp einkunn, hvað segir það fólki um slík fyrirtæki ? það segir mér að það sé ekkert að marka þeirra mat á öðrum og ættu þeir að fara í sjálfsmat. Og síðan spyr ég, þurfa matsfyrirtæki ekki að sæta neinni ábyrgð gagnvart fjármagnseigendum ? þau kepptust við að meta allt í topp allt fram að hruni sem fjármagnseigendur kokgleyptu og fjárfestu eftir þeirra mati.
Sævar Einarsson, 26.2.2010 kl. 18:07
Menn telj nú auknar líkur á eiganrsafnir eigi eftir að standa undir öllum höfðstólnum. Það sem Bretar og Hollendingar setja fyrir sig er að þeir vilja ekki hafa óvissa stærð í í sínu bókhaldi. Telja eðlilegt að við höldum utan um þetta á meðan það er að borga sig.
Og hvaða dómstól sérð þú fyrir þér að vilji taka þetta mál.
Það fá engir lán til eins né neins hvorki lítil fyrirtæki sem þurfa lán erlendis vegna viðskipta né stærri sem vilja stækka við sig. Það er allt í kyrrstöð þar sem að menn horfa á icesave. Og þetta kostar okkur gríðarleag núna. Alveg gríðalega! En það loka allir augunum fyrir því. Las þessa greiningu á www.pressan.is sem eru unnin upp úr hollensku blaði.
Held að land sem lætur áhugamannahóp stjórna sér varðandi alvarlegt mál eins og Icesave sé einmitt ekki nokkurri tengingu við raunveruleikan. Held að fólk ætti að átta sig á að við erum í samanburði við Breta og Hollendingar svona eins og fluga sem er að reyna að fella fíl. Ef við færum fyrir dóm þá mundi hver lögfræðingur okkar mæta her lögfræðinga Breta og Hollendinga og öll rök sem ég hef séð eins og að innistæðurtrygginarsjóður átti að tryggja allar innistæður upp að 20,800 evruim, jafnræðisreglu, neyðarlög, yfirlýsingar ríkisstjórna Íslands frá því í Okt 2008 segir mér að við berum ábyrgð á þessum innistæðum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 18:16
Vel mælt.
Þessi bið er kostnaðarsöm. Kannski meiri en 75 milljarnar á mánuði. Kannski minna.
Svo betur fer eru ekki allir bloggarar að missa vitið í stríði við Breta og Hollendinga.
"sláumst í lið með Argentínu í stríði um Falklandseyjar og gefum ESB, U.K og Holland puttan í leiðinni"
Svona eru bloggin nú til dags.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2010 kl. 19:02
Það er kolrangt að þetta séu 75 milljarðar á mánuði!!! Þetta eru 75 milljarðar á sekúndu.
Það er líka kolrangt að 89% skil upp í forgangskröfur þrotabús Landsbankans skili sér upp í Icesave samninginn. Réttari tala er milli 170% - 180% því fyrir hvert 1% sem þrotabúið skilar þá ætla Bretar og Hollendingar að borga okkur annað 1% en ekki taka sjálfir 1%.
Þannig að við munum á endanum græða á þessu öllu saman ef við samþykkjum strax.
Björn (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:46
Björn! Ég er ekki að ná þessu! Sorry!
Magnús Helgi Björgvinsson, 26.2.2010 kl. 23:11
Ég er ekki hissa á því, ég næ heldur ekki hvernig þú færð út að óleyst Icesave kosti 900 milljarða á ári! Sorry!
Björn (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 01:18
Maggi þú veist að þú ert í ruslflokki og það er Hólmfríður vinkona þín frá Hvammstanga líka.
Sigurður Þorsteinsson, 27.2.2010 kl. 06:11
Held að þú Sigurður ættir nú að beita þér frekar í að taka til hjá ykkur Sjálfstæðismönnum í Kópavogi. Ef eitthvað er rusl þá held ég að flestir séu sammála um að það sé X D í Kópavogi! Bendi á að frambjóðandi í prófkjör framsókns hefur lagt fram fyrirspurn til ráðuneytis sveitarstjórnar um hvort að Kópavogur sé á leiðinni í sömu mál og Álftanes. Eftir fjárfestingarfyllerí siðustu ára hér. M.a. í rándýrum íþróttamannvirkjum! Út á einhverja draumsýn um risavaxna Íþróttamenntskóla og Íþróttahótel og fleira.
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 11:27
Björn ég er ekki að fá þetta út. Og ég var ekki að tala um kostnað á ári. Ég er að vitna í grein eftir hagfræðing sem birtist í fréttablaðinu 29. jan þar skrifar Gunnlaugur H Jónsson. Hann segir þar m.a.
Og hann segir líka þar:
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 11:33
Og þú kyngir þessu bara svona gagnrýnislaust?
Björn (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 22:31
Ég er ekki að segja að hann hafi 100% rétt fyrir sér en þó meira heldur en menn eins og Sigmundur, Bjarni og fleiri sem aldrei hafa mér vitandi kannað þetta almennilega enda eru þeir kannski frekar smátt og smátt að grafa undan stjórninni frekar en að ómaka sig við sannleikan. Þeir ætla sér við tækifæri kannski í vor þegar þessi stjórnvöld eru búin með flestar óvinsælar aðgerðir að fella stjórnina og taka við. Jóhann Hauksson veltir því upp að framsókn sé búið að ná völdum á þingi með hópnum hring um Ögmund og segir:
Og síðar segir hann:
Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 23:46
Hvernig er það með Álftanes ? Hverjir voru það sem tóku við stjórn árið 2006 ?
Ef ég man rétt þá voru D menn settir til hliðar og, gott ef ekki, tóku "vinstri" menn við stjórninni.
Ég veit ekki hver tók ákvörðun um sundlaugaruglið, en framkvæmdin byrjaði eftir 2006.
Hver kann ekki með pening að fara ??
Koma svo fólk...ALLIR þessir flokkar eru handónýtir og spilltir inn að beini !!
Því fyrr sem við viðurkennum það og hættum að afsaka spillingu okkar flokks/manna með samskonar spillingu hinna flokkanna, því fyrr stöndum við í lappirnar að nýju.
Allir þessir flokkar hafa komið okkur í þessa stöðu þótt vissulega séu D menn líklegast verstir af öllum þessum glæpaflokkum.
runar (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:55
Álftanes er nú ekki ríkið heldur sveitarfélag og um það gildir annað. En það er rétt að Álftaneslistinn tók þar við og hóf og hélt áfram með uppbyggingu sem var auðsjáanlega mjög hæpin og kostnaðarsöm. Sem og að þeir tóku fullt af erlendum lánum. Ég er hissa á þessu litla sveitarfélagi með ungt og tekjuhátt fólk sem hefði átt að skila nægum tekjum til að auka þjónustu smátt og smátt skildi fara út slíka offjárfestingar. Alveg eins og í Hafnarfirði þar sem Samfylkingin er jú í með meirirhluta. En þetta segir ekkert til um vinstir eða hægri því að þessar fjárfestingar flestar eru dæmigerðar fyrir hægristefnu sem byggist á að skaffa einstaklingu og fyrirtækjum lóðir til að byggja og fjárfesta í.
Magnús Helgi Björgvinsson, 28.2.2010 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.