Þriðjudagur, 2. mars 2010
Furðuleg stjórnarandstaða
Ég var að lesa á www.visir.isfrétt sem ég set hér fyrir neðan. Skv. henni virðist stjórnarandstaðan hafa hafnað 2 tilboðum sem stóð til að leggja fyrir Breta og Hollendinga! Finnst þetta allt hið furðulegasta mál. Geri ráð fyrir að samninganefndin með þessum fræga Lee Bucheit sem formanni hefur væntanlega samið þessi tilboð! Get ekki skilið af hverju stjórnarandstaðan bregst svona við. Nema að hún vilji tryggja að málið leysist ekki strax fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu? Eða hún vilji sjálf leggja til atriði í nýtt tilboð þannig að þeir geti svo baunað á ríkisstjórnina að allt gott sé komið frá stjórnarandstöðu? Eða að þau vilji biða með lausnina þar til að stjórnin sé fallin?
Furðuleg frétt:
Vísir, 02. mar. 2010 22:08
Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir nýtt Icesave-tilboð í kvöld
Tilboðið sem átti að leggja fyrir hollensku og bresku samninganefndirnar í kvöld var ekki lagt fram vegna þess að stjórnarandstaðan lagðist gegn því. Þeim þótti tilboðið bæði lélegt og vanhugsað.
Meðal skilyrða í samningaviðræðunum er samstaða stjórnar og stjórnarandstöðunnar hér á landi. Stjórnarandstaðan var ekki sátt við tilboðið sem varð til þess að það var ekki lagt fyrir erlendu samninganefndirnar.
Samkvæmt heimildum Vísis þá stóð til að gera annað tilboð um helgina en stjórnarandstaðan fékk klukkustund til þess að fara yfir það áður en það átti að leggja það fyrir samninganefndir Hollendinga og Breta. Stjórnarandstaðan sætti sig ekki við það og því var fallið frá að senda tilboðið.
Halda átti símafund á milli íslensku sendinefndarinnar og formanna þingflokkanna í kvöld en því var aflýst. Vonir standa til að sá fundur geti orðið í fyrramálið.
Ekki er ljóst hver staðan er í samningaviðræðunum en Bretar og Hollendingar eru fúsir til viðræðna í ljósi þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem á að fara fram að óbreyttu á laugardaginn.
Bretar vilja ræða málin áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Spældur Maggi minn.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 00:12
Ég held það sé kominn tími til að hætta að hafa stjórnarandstöðuna með í þessu. Þetta samansafn landráðahyskis er eingöngu á móti samningum til að þvælast fyrir ríkisstjórninni, það er ekki að hugsa um þjóðarhag og hefur aldrei gert.
Óskar, 3.3.2010 kl. 00:19
Það virðast eingin takmörk fyrir því hve langt á að ganga í skemmdarstarfsemi í þessu landi. Ég er eiginlega að verða orðlaus yfir þeim asnaskap sem viðgengst hjáþeimsemvalist hafa á Alþingi fyrir Hrun-flokkana, svo ekki sé talað um liðið sem liggur við opiðþ
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.3.2010 kl. 00:25
Er í lagi að samþykkja lélegt og vanhugsað tilboð bara til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna? Af hverju óttast þú niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Sérðu ekki eins og nánast allir aðrir samningsstöðuna sem íslendingar eru komnir í? Hugsaðu þér Magnús, mannstu þegar þú og vinir þínir sögðuð að það ætti að samþykkja fyrra Icesave-frumvarpið án fyrirvaranna? Og mannstu þegar þú barðist fyrir samþykkt seinna Icesave-frumvarpsins og sagðir að þetta væri besti samningurinn sem völ væri á. Bara að saþykkja og þegja.
Miðað við það sem hefur áunnist síðan þá, ættir þú vera farinn að sjá að kannski hafa aðrir meira vit á hvernig á að stunda samningaviðræður.
dengsi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 00:29
Hólmfríður og Óskar. Viljið þið og ykkar afkomendur ekki bara taka þetta að ykkur, að borga bretum og hollendingum það sem ykkur finnst þið skulda þeim? Ég skulda þeim ekki neitt svo ég mun að sjálfsögðu segja nei á laugardag.
assa (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 00:59
Dengsi það er samninganefnd okkar sem var að vinna þetta samningstilboð. Eru þar ekki töluvert færari menn en strákarnir Sigmundur og Bjarni og við tölum ekki um Birgittu?
Skv. ruv.is var það nefndin sem vann þetta tilboð og hún á að vera leidd af mjög færum samningamanni Lee Bucheit var stjórnarandstaðan ekki að tala um að við ættum að treysta þeim. En hér er fréttin af ruv.i s
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 01:10
assa hvernig sem allt fer verðum við löngu búin að greiða þessi lán áður en afkomendur okkar þurfi að borga. Enda borga þau ekki neitt beint heldur er það hagvöxtur hér sem borgar ef eitthvað verður að borga. Minni þig á að nú er stefnt að því að lánin verði uppgreidd 2016 skv. nýjum hugmyndum. Annars var það 2024 og þá verður það 100 til 200 milljarðar ef það verður svo mikið sem dreyfast á 8 ár sem gerir um 12 til 22 milljarðar á ári. Og ef miðað við verðbólgu verður þetta enn minna. Því þessi upphæð er ekki verðtryggð. þetta eru um það bil 1% af landsframleiðslu. Svona í mesta lagi sem svarar til tónlistarhúss.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 01:15
Magnús, fyrir hvern er samninganefndin að vinna? Númer eitt tvö og þrjú fyrir ríkisstjórnina. 'Rikisstjórnin gefur þau fyrirmæli að gera nýtt tilboð sem Bretarnir og Hollendingarnir geta ekki hafnað. Allt gert til að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það er alþekkt að þegar fólk er í flýti og í kappi við tímann eru meiri líkur á að gerð séu mistök. Það sem Bjarni og Sigmundur hafa fram yfir ríkisstjórnina er að þeir eru ekki í eins miklum spreng og stjórnin að semja.
En ertu ekki annars feginn að við séum að ná þetta betri samningum en fyrri ósköpin voru?
Dengsi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 01:26
Þetta er mjög einfalt. Stjórnarandstaðan hefur engan áhuga á því að semja um Icesave málið. Þeir sem eru í vafa ættu að tékka á fréttum og meta síðan hegðun þessa fólks.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 01:27
Dangsi. Það var valið í þessa nefnd eftir beiðni Stjórnarandstöðunar m.a. Lárus Blöndal og svo Lee Bucheit sem stýrir nefndinni. Ef að hann telur að það sé ekki þess virði að leggja fram tilboð þá setur hann væntanlega ekki nafn sitt við það. Og nefndinn eins og segir í þessari frétt hefur 2 sinnum verið tilbúin með gagntilboð en stjórnarandstaðan stoppað það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 02:00
Það sem ég er kannski að reyna að segja Magnús er að hvorki þú né aðrir af okkur almúganum, eru í aðstöðu til að gagnrýna Bjarna eða Sigmund. Við vitum ekki út á hvað þetta nýja tilboð gekk. það skýrist kannski síðar.
En þú ert ekki búinn að svara spurningunni minni. Ertu ekki annars feginn að við séum að ná þetta betri samningum en fyrri ósköpin voru?
Dengsi (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.