Leita í fréttum mbl.is

Ég lýsi formenn stjórnarandstöðunar persónulega ábyrga ef að við klúðrum þessum samningum nú!

Ég er ekki sáttur við að stjórnarandstaðan sé farin að stoppa sérfræðingana sem þeir þó samþykktu að færu fyrir þessum viðræðum. Nú var samninganefndin tilbúin með tilboð sem hún ætlaði að leggja fyrir Breta og Hollendinga en stjórnarandstaðan stoppaði það. Ef að ekki takast samningar og þetta mál dregst áfram lýsi ég stjórnarandstöðuna ábyrga fyrir því áframhaldandi kreppuástandi sem verður hér. Og þeim afleiðingum sem þetta mál er búið a hafa fyrir okkur frá því síðasta sumar. Ég geri ráð fyrir að til lengri tíma litið séu þessar tafir búnar að kosta okkur mörg hundruð milljarða vegna seinkunar á öllum áætlunum og endurreisn.

Get fyllilega tekið undir með Guðmundi Gunnarssyni þar sem hann segir:

Það blasir við að þessir pótintátar í þingliðinu eru búnir að koma um 2000 manns á atvinnuleysiskrá með athöfnun sínum undanfarna 10 mánuði og koma allnokkrum fyrirtækjum fram af brúninni. Fyrir liggur að athafnir þessara lýðskrumara eru búnar seinka uppbyggingu efnahagslífsins um a.m.k. eitt ár og koma okkur mun neðar í táradalinn, þannig að uppgangan verður mun erfiðari en hún þurfti að vera.



Það liggur ekkert fyrir um að það náist betri samningur svo neinu sérstöku nemi. Vaxtaálag landsins ásamt viðskiptavild er það mikið óhagstæðari, að skaðinn af því einu þurrkar út þann ábata sem nú liggur á borðinu og vel það. Þar til viðbótar kemur svo skaði atvinnulífs og heimilanna.

Vek sérstaka athygli á þessum hluta hér fyrir neðan


Einnig blasir við að öll þau gífuryrði um kostnað vegna Icesave eru della. Það kemur úr búi Landsbankans nær fullnaðarkostnaður og það sem kemur úr tryggingarsjóði og þær tekjur sem hann mun hafa næstu árin stendur fyllilega undir öllum kostnaðinum.

Þegar þetta allt er skoða liggur fyrir að tilgangur sjálfstæðismanna var sá einn að komast hjá því að ræða Hrunið og aðdraganda þess. Enda er helmingur þingliðs flokksins og forysta hans uppvís að vera beinir þátttakendur af ósómanum, sem er að lenda á skattgreiðendum þessa lands og lífeyrissjóðunum.


mbl.is Svör Breta mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

?

D. Gunnar (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 09:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

D.Gunnar kíktu aftur á færsluna hjá mér var að bæta við hana?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 09:17

3 Smámynd: TómasHa

Hvernig væri þá áð ríkisstjórnin færi að fara eftir ráðum þessara góðu manna.

TómasHa, 3.3.2010 kl. 09:25

4 identicon

Allir sem hafa fylgst með þessum hryllingi frá hruni vita nákvæmlega að þetta er allt satt og rétt hjá þér Magnús. Stóra áfallið kemur er lýðnum verður ljóst hvað töfin hefur og mun kosta.

Hafþór (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 09:30

5 Smámynd: Bergþór Gunnlaugsson

Þetta er sennilega rétt það sem Þráinn Bertelsson sagði í gær, í Bítið á Bylgjunni!

Bergþór Gunnlaugsson, 3.3.2010 kl. 09:42

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bergþór er þetta pilla á mig eða hina?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 09:47

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tómas hvaða ráðum. Er þessi samninganefnd ekki þarna út á vegum allra flokka? Og ef nefndin er að semja gagntilboð er það þá ekki vegna þess að hún telur það borga sig. En svo er það stoppað af stjórnarandstöðunni af því að það hentar þeim í áætlun sinni að veikja ríkisstjórnina hér svo þeir geti leikið sé að henn þar til þeir eru tilbúnir að taka við þegar allt það erfiða er búið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 09:52

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helgi Hjörvar alþingsmaður sf sagði í gær að ljóst sé nú að það hafi verið mistök hjá ríkisstjórninni að vinna ekki með stjórnarandstöðunni með Icesave málið áður en þeir skrifuðu undir þennan skelfilega samning 5.júní. Hversvegna hefur ríkisstjórnin reynt að gera lítið úr þjóðaratkvæðagreiðslunni og hversvegna hefur ríkisstjórnin horfið frá þverpólitísku samkomulagi flokkanna ? mundu Magnús að Lee Buchheit telur glapræði að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna - segir það okkar besta vopn - hversvegna vill ríkisstjórnin sem ber alla ábyrgð á Icesave samningnum sem nú liggur fyrir leggja svona mikla áherslu á að veikja okkar samningsstöðu ?

Óðinn Þórisson, 3.3.2010 kl. 10:06

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af því að þjóðaratkvæðagreiðslan eins og hún er sett upp þýðir bara að þessu samning sem gerður var í haust er  hafnað. Lögin frá því í ágúst eru enn þá lög þá. Og þau eru líka ófrágengin. Og vegan þess er ekki verið að kjósa í raun um neitt því að við höfum þega mun betra tilboð. Og Breta og Hollendingar eru því væntanlega ekki að stressa sig yfir því hvernig sú atkvæðagreiðsla fer. Það er ekki eins og þetta mál sé að tefja þá í endurreisn hjá sér. Það erum við sem þetta mál bitnar mest á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 10:36

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og þú sérð núna hvernig það er að hafa alla 5 flokkana í þessu. Endalausar tafir og rugl. Eins og í sumar þegar það tók 3 mánuði að ná niðurstöðu um fyrirvara sem svo flokkanri gátu ekki verð sammála um að standa á bakvið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.3.2010 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband