Leita í fréttum mbl.is

Ég er hund óánægður með Samfylkinguna núna!

Ég var þess fullviss að nú væri Samfylking búin að setja niður áætlun um verkefnin framundan, kæmi með lausnir og talaði almennilega kjark í fólkið en því miður þá finnst mér flokkurinn og ríkisstjórnin alltaf skrefi of sein. Og það eru nokkur atriði sem pirra mig mjög.

  • Af hverju er Jóhanna, Samfylking, Steingrímur og ríkisstjórnin ekki löngu búin að koma fram og tala skýrt um að bankarnir séu ekki að fara eftir þeim tilmælum sem til þeirra eru beint?
  • Af hverju hefur þetta fólk ekki fyrir því að skýra út fyrir þjóðinni á skiljanlegan hátt af hverju hinar ýmsu hugmyndir sem eru í umræðunni ganga ekki upp? Eða þau vilja ekki nota þær?
  • Af hverju er ríkisstjórnin að kvarta yfir að fjölmiðlar segi ekki frá hinu eða þessu jákvæðu sem er að gerast? Af hverju kemur ríkisstjórnin þvi ekki sjálf á framfæri?
  • Af hverju er allt þetta klúður í mannaráðningum í ráðuneytin og fleiri opinber störf? Af hverju að láta hanka sig á svona atriðum sem auðveldlega má komast hjá?
  • Af hverju erum við ekki almennilega upplýst um áætlanir og framtíðarsýn?
  • Af hverju er ríkisstjórnin að hika við að koma fram með frumvarp um Þjóðhagsstofnun?
  • Af hverju er ekki upplýsingaþáttur í ríkissjónvarpi vikulega þar sem ríkisstjórn upplýsir um aðgerðir og tilgang þeirra á mannamáli?
  • Af hverju er enn allt of mikið ógagnsæi í stjórnunarháttum hér?

Ekki það að mér finnst ríkisstjórnin hafa komið mörgu í gegn og staðan hér miklu betri en ég reiknaði með . Ég hélt að nú yrði staðgreiðsluskatta komnir upp í 50% og kaupmáttur minn enn minni. En það hefur ekki ræst.

Síðan skil ég ekki af hverju að Alþingi hefur ekki verið látið axla hlutverk sitt sem æðsta stofnun lýðveldisins og vinna sameiginlega að lausnunum. Finnst að það eigi að dreifa ábyrgðinni sem víðast. Það þarf að sparka þessum þingmönnum til að fara að vinna almennilega saman. Tek undir orð Ólafs Þór Gunnarssonar Vg frá því umræðunum í kvöld

En Samfylkingin þarf að girða sig í brók og fara að vinna í samræmi við stöðu mála.  Og staðan er dauðans alvara fyrir flokkinn.


mbl.is Stjórnmálakreppa í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll of seint!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 00:17

2 identicon

sé ekki að hagur samfylkingar og/eða ríkisstjórnarinnar hafi batnað eftir ræður kvöldsins. þversögn kom úr hverju orði frá bæði samfylkingu og vg, frá öllum með tölu. vegna þess að þegar þeir voru að tala um að gera það sem þyrfti að gera (sem þurfti að vera búið að gera fyrir löngu) þá liggur fyrir fjárlagafrumvarp sem gerir ráð fyrir svo miklum niðurskurði allsstaðar í kerfinu að þeirra tal um að laga eitthvað eða gera eitthvað í þágu okkar þegna er blaður út um gluggann. það sem kom út úr þeirra munni var rugl. ég vil þessa stjórn frá strax. nota bene mér er ekki sama ef þessi mótmæli eiga að snúast um að fá sjálfsæðisflokkinn eða einhvern flokk aftur til valda því við erum ekkert bætt með það. það sem ég vil er einfaldlega hrunfólkið allt af þingi nú þegar sama í hvaða skítaflokki það fólk er. það er búið að valda nógum skaða. nægir að nefna að fólk er neytt út úr heimilum sínum og nú síðast um helgina þá framdi föður vinar míns sjálfsmorð. þetta er sá veruleiki sem þessi ríkisstjórn vill að verði við líði hér og festist í sessi með sinni afturhaldssömu vangefnu skattstefnu sem engu skilar.

Þórarinn (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband