Leita í fréttum mbl.is

Jón Baldvin les yfir stjórnarandstöðunni.

Það var frábært að horfa á Jón Baldvin í Silfri Egils. Hann þrumaði yfir stjórn og stjórnarandstöðu.

  • Hann lagði áherslu á heilsstæða og markvissa stefnu sem miðaði að því að koma efnahagslífinu niður á það stig sem gerist í efnahagslífinu í kring um okkur
  • Hann eins og aðrir lofaði greiningu Guðmundar Ólafssonar í 10 liðum um ástandið hér á okurlandi.
  • Hann sagði að til að koma vöxtum og verðbólgu hér niður gæti komið sársaukafullur tími.
  • Hann sagði eins og fleiri að krónan væri handónýt og hér væri í raun komin annar gjaldmiðill sem héti verðtryggingar króna.
  • Hann sagði að ef Samfylkingin tæki sig ekki saman í andlitinu þá kæmi fram annað framboð þar sem færu saman umhverfissinnar og menn sem fylgja nýjum leiðum um framtíð Íslands eins og Ómar, Guðmundur Ólafsson, Andri, og Stefán Ólafsson gætu farið fram fyrir. Þetta væru menn sem töluðu af skynsemi og öfgalaust og kæmu lausnir á móti vandamálum Hann sagðist vera á móti því að flokkar væru sífellt að bregðast við umræðum í fjölmiðlum. Þeir þyrftu að vera með lausnir á þróun mála og standa fast á þeim.
  • Hann sagði fyrst og fremst þyrfti að koma þessari stjórn frá þar sem að stefna þeirra hefði beðið skipbrot
  • Hann sagði að alls ekki ætti að selja Landsvirkjun þar sem að einkaaðilar hefðu ekki sýnt að þeir létu okkur njóta þess að þeir hafi fengið bankanna gefins. (vaxtamunur upp á rúmlega 13%)
  • Stöðva allar risaframkvæmdir eins og virkjanir og álver til að kæla niður hagkerfið.

Það sem er dálítið gaman er að Ingibjörg Sólrún kom inn á margt af þessu í gær. En ég er sammála honum um að Samfylkingin má ekki verða svona upphrópanna flokkur sem ríkur í fjölmiðla við hverja frétt. Heldur að koma fram með tillögur að lausnum og halda þeim á lofti.

Og fleira og fleira


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Það geislar af Jóni Baldvin,hugmyndaríkur,stórgreindur hugsjónamaður sem alltaf er gaman að hlusta á.Ég held að það sé hárrétt hjá honum að Samfylkingin þarf að koma með tillögur að lausnum sérstaklega í efnahagsmálum og fylja þeim fast eftir,en vera ekki með ótímabærar umræður um mál,sem vikta létt í kosningaslagnum

Kristján Pétursson, 28.1.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, Jón Baldvin hefur einstakt lag á að tala skýrt og og skorinort um kjarna hvers máls.  Vonandi hafa sem flestir horft á þennan þarfa pistil. Ekki síst þeir sem trúa í blindni á efnahagsóstjórnarflokkana sem nú halda um stjórnartaumana hér.

Þórir Kjartansson, 28.1.2007 kl. 23:14

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þeir sem misstu af þættinum geta séð hann hér

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

Ég fékk alveg gæshúð þegar hann talaði um Stefán Ólafs, Ómar Ragnars, Andra Snæ og fleiri..... ef þessi færu saman gæti ég vel hugsað mér að breyta mínu atkvæði.

En já Jóni Baldvin hefur alltaf skemmtilega framkomu. En stjarna þáttarins fannst mér nú samt vera Þráinn Bertelsson. Myndgerir svo skemmtilega hlutina fyrir okkur einfalda fólkið.

Björn Benedikt Guðnason, 29.1.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já frábær samlíking á landbúnaði og sjúklingi í öndunarvél (líknandi meðferð) Hann var alveg frábær. Sem og Jón og skammarræðan hans. Alveg sammála þér með þennan hugsanlega flokk ef að samfylkingin hisjar ekki upp um sig og fer að leggja áherslur á lausnir og framtíðarsýn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.1.2007 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband