Leita í fréttum mbl.is

Getur einhver nefnt mér einhverja erlenda sérfræðinga sem hafa talið að við ættum að fara með þetta dómstólaleiðina

Eins og ég hef áður bloggað um í dag þá segir Lee Buchheit í Fréttablaðinu:

Því hefur verið haldið fram að Buchheit hafi á fyrri stigum málsins talað fyrir því að fara dómstólaleiðina svokölluðu frekar en að leita samninga við Breta og Hollendinga. Spurður hvort þetta sé rétt segir Buchheit: „Nei, það sagði ég ekki. Ég sagði hins vegar að þegar horft væri á þrönga lagalega ágreiningsefnið sýndist mér að Ísland stæði vel að vígi og fyrir því eru ýmis rök. Málið er hins vegar flóknara en það og fyrir því má einnig færa rök að Íslendingar hafi skuldbundið sig strax haustið 2008 til þess að greiða þessa skuld. Það sem skiptir þó mestu á þessu stigi málsins er að komin er fram lausn á deilunni sem er mjög vel viðunandi

Einu erlendu lögfræðingar sem hafa hvatt okkur í dómsmál eru lögfræðistofur sem um leið hafa viljað flytja málið enda taka þær milljarða í laun. Allir aðrir hafa sagt að við yrðum að semja líka Lee Buchheit sem fólk hefur verið að leggja orð í munn hér og sagt að hann teldi dómsmál auðunnið. Hann segir líka í Fréttablaðinu hann Lee

„Á Íslandi kýs þjóðin fulltrúa á þing. Þeirra verkefni í flóknu máli eins og þessu er að fara mjög nákvæmlega yfir það, eins og ég veit að hefur verið gert. Það er hins vegar ekki nóg að skoða bara samninginn heldur þarf líka að fara yfir afleiðingar þess fyrir Ísland að klára málið ekki með samningi,“ segir Buchheit og bætir við: „Ókosturinn við þjóðaratkvæðagreiðslu er að almenningur býr ekki að þessari nánu greiningu þingmanna.

Hér byggir fólk sína skoðun á Sigmundi Davíð sem hefur logið skoðunum upp á Buchheit án þess að blikna. Og Indefence og svo einhverjum áhugamönnum sem enga þekkingu hafa af samningum millilanda eða evrópskum lögum nema það sem þeir lesa af Netinu. Meira að segja fulltrúi framsóknar og sjáfsstæðismanna í samninganefndinni mælti með þessum samningum. Bendi sérstaklega á orð Lee Buchheit um að almenningur er ekki í nokkri stöðu til að mynda sér upplýsta skoðun. Þeir sem berjast gegn Icesave hika ekki við að ljúga svell kallt upp tölum og fleiru. Man engin eftir því að þeir hafa talað um að við þyrftum að borga 1000 milljarða, það væru engar raunverulegar eignir í þrotabúi Landsbanka og svona væri hægt að halda áfram.


mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, hversvegna ekki að svipta tjöldunum frá Icesave-hneykslinu svo almenningur geti myndað sér upplýsta skoðun. Ég er hræddur um, ef það væri gert, myndi almenningur snúast 95% á móti samningnum alræmda.

Jóhannes Ragnarsson, 19.2.2011 kl. 20:44

2 identicon

Alain Lipietz.

Annars var Buchheit ekki kallaður til sem sérfræðingur í Evrópurétti - sem  hann er enda ekki - til þess að meta réttarstöðu Íslands heldur sem sérfræðingur í skuldasamningum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Alain Lipietz. er hagfræðingur ekki lögfræðingur. Sbr http://en.wikipedia.org/wiki/Alain_Lipietz

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.2.2011 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband