Leita í fréttum mbl.is

Það væri líka æskilegt að reynt yrði að meta kostnað þjóðarinnar af því að hafa Icesave óleyst

Væri gaman að vita hvað Icesave deilan er búin að kosta fyrirtæki og þjóðina og eins hvað óleyst deilan muni kosta okkur til framtíðar ef Icesave verður fellt.

Sé að Tryggvin Þór er að reyna að áætla þennan kostnað til framtíðar bara fyrir ríkið, Landsvirkjun og Orkuveituna: Á www.visir.is segir:


Tryggvi Þór bendir á að samanlagðar skuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur séu um 1.350 milljarðar króna. Endurfjármagna þurfi hluta þessara skulda og stofna til nýrra vegna nýrra framkvæmda.

Verði Icesave hafnað og lánshæfismatseinkunn ríkisins fari í ruslflokk, eins og matsfyrirtækið Moody's hefur gefið til kynna, er "líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum," segir Tryggvi Þór í grein sinni.

Hann miðar þar við að vextir verði um 2 til 3,2 prósentum hærri fari skuldirnar í ruslflokk. Þennan kost ber Tryggvi saman við líklegan kostnað af því að samþykkja Icesave, sem hann gerir ráð fyrir að verði 47 milljarðar króna. "Þetta er hið ískalda hagsmunamat," segir Tryggvi Þór.

Það er kostnaður af því að fella Icesave fyrir þessa aðila þ.e. okkur er 135 til 216 milljarðar bara vegna endurnýjunar lána. Svo á eftir að bæta við þetta lægri hagvexti þar sem ekki fæst fjármagn á viðráðanlegum kjörum í ýmsar framkvæmdir sem og atvinnuleysi til frambúðar. Sem og margt fleira.  Sem og hættunni á að ESB og EES ríki beiti okkur þvingunum til að þvinga okkur til að bæta fyrir brot á EES samningi.

Við skulum að þessu sinni ekki tala um glataða viðskiptavild og fleira erlendis vegna þess að við erum álitin þjóð sem ekki vil standa við gerða samninga.


mbl.is Svar um kostnað komst á dagskrá en datt svo út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ohhh Maggi minn, féllstu fyrir Aprílgabbinu hjá vísi?

Ég rak upp stór augu þegar ég sá forsíðu Fréttablaðsins þar sem blasti við frétt sem gerði mikið úr ráðleggingum Tryggva Þórs Herbertssonar um IceSave. Það var með ólíkindum hvernig blaðamanninum tókst að fjalla sem í fúlustu alvöru væri, um ráðgjöf til grundvallar fjárhagslegri ákvarðanatöku frá Íslandsmethafa í tapreksti meðalstórra fjármálafyrirtækja.

Svo leit ég á dagatalið og skildi þessa frétt betur.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 08:59

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er skynsamlegt hjá tryggva.  Og reynda blasir bara við með lágmarkshugsun.

þeir sem ætla að segja ,,nei" - þeir eru í raun að samþykkja óútfylltan víxil sem nær langt útfyrir sjálfa skuldina er til mikillar umræðu hefur verið.

Skil ekki fólk sem vill samþykkja óútfylltan víxil.  Eg mundi aldrei skrifa undir óútylltan víxil.  Ekki að ræða það!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2011 kl. 12:31

3 identicon

málið liggur ekki í óútfylltum vixli .. heldur þeirra staðreynd að hér er allt í einu kominn inn borðið víxill ..

og ég er krafin um undirskrift þó svo málið komi mér ekki rassgat við og þekki enga af viðstöddum eða nokkurm þeirra sem nefndir eru í tenglsum við vixilinn.

ég hef heldur ekkert haft með neinn fyrirtækja rekstur að gera og ekki fjárfest í slíku ..ja nema mínum eigin lóðbolta sem ég staðgreiddi með pappírs peningum.

hvaða andskotans yfir gangur er það að krefjast þess að ég greiði vixillinn þegar ekki hefur farið fram rannsókn á málunum og hinir seku í það minnsta handteknir og jafnvel yfirheyrðir.

nei látum okkur sjá þeir sitja enn með fulla vasa af milljörðum og stunda áfram viðskipti ..svo mikið meira að segja að þeir hafa ekki tíma til kíkja í kaffi á stöðina og gefa skýrslu ..

ja svo er það náttla maðurinn sem lærði aldrei hvernig hann gæti hætt að hlaupa á vegg.. fyrir rest þá bara dó hann vegan höfuð áverka...

Hjörleifur (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband