Leita í fréttum mbl.is

Er ekki allt í lagi með Bandaríkjamenn?

Þessi frétt fjalla um það að einhver stofnun The Media Watchdog Group  er að kvarta yfir því að fréttastofur hafi ekki fjallað nóg um dauða Anna Nicole. Fréttastofur leyfðu sér að rjúfa fréttir um Önnu til að fjalla um stríðið í Írak. Þeir tala um að:

Carol Foyler, talskona samtakanna sagði á blaðamannafundi í Washington að fréttastofurnar virtust ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill áhugi væri á málinu og hversu mikil áhrif dauði Önnu Nicole hefði haft á þjóðina. „Í stað þess að segja stöðugar fréttir af málinu gerðu fréttastofurnar stundum hlé á umfjöllun sinni sekúndum saman til að segja fréttir frá Írak,” sagði hún. „Fyrir þjóð sem var að takast á við missi var þetta eins og að snúa hnífnum í sárinu.

Það er bara rætt um Önnu eins og hún hafi verið forseti Bandaríkjana. Þetta var manneskja sem varð fræg af endemum fyrir að giftast einhverju gamalmenni og sitja fyrir í Playboy.

Frétt af mbl.is

  Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole
Veröld/Fólk | mbl.is | 14.2.2007 | 13:22
Anna Nicole Smith í febrúar í fyrra. Bandarísku samtökin The Media Watchdog Group sem m.a. sinna sjálfskipuðu eftirliti með bandarískum fjölmiðlum hafa gagnrýnt 24 stærstu fréttastofurnar þar í landi fyrir ófullnægjandi fréttaflutning af andláti fyrirsætunnar og leikkonunnar Anna Nicole Smith fyrstu 72 klukkustundirnar eftir lát hennar. Þetta kemur fram á fréttavef Yahoo.


mbl.is Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú bara rangt hjá mbl.is.

Ég var líka stórhissa, svo ég fór að kanna málið, og þessa frétt er bara að finna á einum stað á netinu

http://www.jewishworldreview.com/0207/borowitz021407.php3

 og sá pistlahöfundur er augljóslega grínisti. Einhver hjá mbl.is hefur ekki fattað djókið og talið að um raunverulega frétt væri að ræða.

 Gaman samt hvað fólk er tilbúið til að trúa um leið hvaða heimsku sem er upp á bandaríkjamenn.

Andrés (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er líka búðið að breyta fréttinni á mbl.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.2.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband