Leita í fréttum mbl.is

Þetta sögðu formaður Sjálfstæðisflokks og þingflokksformaður í lok 2008

Bjarni og Illugi vilja aðildarviðræður við ESB

Vísir Innlent 13. desember 2008 10:09
Bjarni Ben formaður utanríkismálanefndar.
Bjarni Ben formaður utanríkismálanefndar.
Tveir frammámenn Sjálfstæðisflokksins á þingi, Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, lýsa því yfir í Fréttablaðinu í dag að þeir vilji að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið og að innganga í sambandið verði borin undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bjarni og Illugi segja í aðsendri grein í blaðinu að krónan muni reynast okkur fjötur um fót til lengri tíma. Þó megi ákvörðun um aðild ekki eingöngu snúast um gjaldmiðilinn. Þeir segja að stjórnvöldum hafi mistekist á undanförnum árum að tengja saman ríkisfjármál og stjórn peningamála. Vextir hafi orðið ein helsta útflutningsafurð þjóðarinnar og því hafi gengi krónunnar orðið sterkara en verðmætasköpun þjóðarinnar gat staðið undir. Einkavæðing ríkisbankanna hafi þó ekki verið mistök en þeir telja að herða hefði þurft reglur um eignarhald bankanna. Þá hafi Fjármálaeftirlitið verið of veikt og benda þeir á að enn sé það aðeins með um 60% af mannafla Fiskistofu.

Þá segja Bjarni og Illugi að atburðir síðustu mánaða hafi dregið úr trausti fólks á stjórnmálamönnum. Þeir telja því nauðsynlegt að endurskoða kosningafyrirkomulagið. Hvert sú endurskoðun ætti að leiða skýra þeir ekki frekar.
Hvað breyttist eiginlega nema að þeir lentu í því að vera í stjórnarandstöðu? Og þá þurfa menn að vera á móti öllu. Nú eru þeir á móti aðildarviðræðum, vilja minnka eftirlit og nú segja þeir að ekkert hafi verið að einkavæðingu bankana. Þetta hafi bara verið "meint hrun" og alþjoðleg vandamál. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já. það er nú svo.

Fólk er mikið að gleyma atburðum eftir Sjallahrun. Málið var ð nánast allir vildu aðildarumsókn að Sambandinu. Hver reyndi að yfirbjóða annan. Framsókn vildi líka aðildarumsókn fyrir kosningar 2009.

það sem fólk samt, almennt, á Íslandi neitar að horfast í augu við eða enginn segir því frá því, að eftir Sjallahrunið var traust á landinu í núlli. þetta var álitið barbaristaríki. þessvegna var bráðnauðsynlegt að sækja um aðild að ESB til að reyna að byggja upp eitthvert traust á landinu. það var óhjákvæmilegt í raun að aðildarumsókn færi í gang.

Nú síðan lentu þeir Simmi&Baddi úti í kuldanum kosningarnar 2009 og eftir það hafa þeir verið að lýðskrumast eitthvað í einhverjum leikaraskap því þetta eru auðvitað lítt reyndir menn pólitískt og virðast ekki alveg skilja pólitík. þeur halda að allt sé bara einhver leikur. Kannski skiljanlegt því báðir eru aldir upp með gullskeið í munni og fengið allt fyrir ekkert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2013 kl. 16:59

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Öfga esb trúðurinn Ómar Bjarki er ekki marktækur.Hvenær ætlar þú að skilja að þið samfíósar voruð í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum? Vil benda þér á að Jóhanna hefur verið ráðherra í 13 ár og Össur í ein 8 ár en væntanlega vita þau ekki að þau hafa verið ráðherrar þessi ár? Og varðandi það sem menn sögðu 2008 þá er ÖLLUM frjálst að skipta um skoðun.Svo held ég að þið esb trúðarnir Magnús og Ómar ættuð að fara að anda að ykkur fersku íslensku lofti en ekki vera með nefið fast í endaþarmi esb.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 20.1.2013 kl. 17:22

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarna er slegið fram ýmsum fullyrðingum sem standast enga skoðun og nægir að nefna eftirfarandi:

Fyrst, eg hef ekkert með SF að gera. Eg er hlutlaus flokkspólitískt séð.

Í annan stað, þá er það náttúrulega ein staðreynd og tilgangslaust að vera að hártoga það, að hrunið 2008 var fyrst og fremst Sjöllum að kenna og á ábyrð þeirra. það var þeirra stefna í tugi ára sem leiddi til hrunsins. Hallá. Við erum að tala um meginlínur. Grunnstrúktúr. það hvaða stóll var í hinu eða þessu herberginu íþeim meginstrúktúr er irrelevant.

þýðir ekki að neita þessu. Sjallar höfðu öll meginvöld í sinni hendi og hafa haft allt frá Lýðveldisstofnun. þar fyrir utan var eg á móti samstjórn Sjalla og SF á sínum tíma. það var ekki skynsamlegt á þeim tíma.

Númer þrjú, að maður ,,skiptir ekki um skoðun" í slíku grunnmáli landsins eins og þessu. þetta er ekkert hérna einhver leikur í sandkassa uppí Garðabæ. Langt í frá. ,,Skipti um skoðun" já. Sko, pólitík er ekkert eingöngu einhver leikur. þó leikaraskapur og sýndarmennska komi vissulega oft við sögu í pólitík - þá er ekki þar með sagt að pólitík sé bara leikur. Við erum að tala um málefni er varða stjórn ríkisins sko.

Menn verða að passa sig á því að vera ekki alveg útí skurði með sinn málflutning. Gengur ekkert.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.1.2013 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband