Leita í fréttum mbl.is

Svona kannski rétt að benda Sigmundi Davíð á eftirfarandi

Það var ekki ESB sem höfðair mál fyrir EFTA dómsstólnum. Það var jú EFTA stofnun sem er jú stofnun okkar, Noregs og Licehtenstein.  ESB, Holland og Bretland sóttust síðar eftir aðilda að því máli. Vill hann kannski að við segjum okkur úr EFTA og kannski EES til að mótmæla þessu? Honum er líka algjörlega ljóst að flestir sérfræðingar töldu að það væri tæpt að við myndum vinna þetta mál. Sigurinn er afrek lögfræðingateymisins sem við völdum til að vinna að þessu máli. Og miðað við árangur þá er þessi sigur afrek þeirra og þeirra ráðherra tóku að sér að undirbúa varnir Íslands eftir seinni þjóðaratkvæðagreiðsluna. Og hvernig sem hann lætur þá var það núverandi ríkisstjórn sem stóð að þeirri vinnu með samvinnu við alla aðila síðustu 2 árin sem skiaði þessu. Forsetinn sendi jú málin í Þjóðaratkvæði upp á von og óvon og við fórum í þetta mál þó að það væri með öllu óljóst um niðurstöðu þar til klukkan 10:30 í morgun.

Ég verð að viðurkenna að ég vanmat rök Indefence og eflaust hafa verið gerð mistök. En með samningaviðræðum þá tryggðum við þó að við fengum neyðarlán, við borgum nú ekkert af Icesave og ættum því öll að fagna.

Fólk man kannski að það var búið að leggja grunn að samningum með okurvöxtum þegar sjálfstæðisflokkur fór með þessi mál í nóv 2008. Þannig að ef að á kenna um þá koma nú flestir flokkar við sögu.  Reynar ekki Framsókn og Hreyfingin en þó unnu þau að samningunum með fyrirvörunum. Þetta var vandræðamál af því við komum þvi ekki fyrir dóm fyrr en að ESA kærði okkur. 

Ég leit svo á að við þyrftum að borga þetta en gleðst yfir því að þurfa þess ekki. Þetta sparar okkur milljarða upp í þann kostanð sem við höfum þurft að greiða í hærri vöxtum á meðan þessi deila stóð og rúmlega það. 

Svo ég er glaður í dag!


mbl.is „Ætlið þið að biðjast afsökunar?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. samningurinn var óviðunandi og flumbrugangur J&S með hann er ámælisverður

2. samningur var viðunandi

En það er álit þess sem borgar í stöðumælir (þó það sé ósanngjarnt) en spilar í lótto- það eru meiri líkur þar en að sleppa við sekt

Stöðumælir (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 17:52

2 identicon

Já, Magnús Helgi, mikið var það gott að þú og þínir líkar fengu ekki að ráða.

Annars var aldrei nein spurning að greiða skuldina, það hefur verið gert að mestu leyti úr eignasafni Gamla Landsbankans, en að láta almenning greiða þessa skuld, eins og var vilji bæði ESB-sinnanna í Samfó og VG svo og dusilmennanna úr Sjálfstæðisflokknum, var glæpsamlegt.

Allflestir þeir bloggarar, sem fullyrtu að Íslendingar myndu alveg örugglega tapa málinu, eru nú farnir í fýlu, að sjálfsögðu ósáttir. 

Pétur (IP-tala skráð) 28.1.2013 kl. 18:06

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru menn eins og þú sem drýja landráð á hverjum degi með að viðhalda núverandi stjórnkerfi!

Sigurður Haraldsson, 28.1.2013 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband