Leita í fréttum mbl.is

Hann gleymdi nokkum atriðum!

Hann talar í ræðunni sinni um að við hefðum getað keypt hér allar kröfur á bankana á hrakvirði. Hvernig í ósköpunum reiknar hann með að bankar og fjármálafyrirtæki hefði selt Íslenska ríkinu skuldir sem þeir áttu hér á landi fyrir hrakvirði.

Hann talar eins og vogunarsjóðir séu glæpafyrirtæki. Þetta eru óvart algjörlega löglegir sjóðir og mörg af fjárfestingarfyrirtækjum hér eru einmitt vogunarsjóðir í raun. Þ.e. sjóðir sem taka nokkra áhættu í fjárfestingum. Mörg fyrirtæki hér gætu verið vogunarsjóðir.

Og hvar hefðum við átta að fá peninga til þess. Að kaupa allar kröfur í bankana. Það voru óvart um hvað 10.000 milljarðar og væntanlega hefði því kaupverðið verið örugglega nokkur þúsund milljarðar fyrir afskriftir. 

Síðan varðandi gengistryggðu lánin og yfirfærslu þeirra í nýju bankana. Hefði hann viljað þau væru frekar áfram í höndum skilastjórna gömlu bankana? Hefur það gefist vel með Droma?

Síðan vantar okkur að vita hvar hefðu átt að fá peninga til að lækka öll lán um 20%. Og fyrst að gengistryggð lán voru dæmd öllögleg hefði ríkð þá ekki verið búði að eyða fullt af peningum í að lækka þau án þess að fá nokkuð til baka. 

Og síðan talar hann um aukin útgjöld í hitt og þetta hvaðan á að fá peninga til þess? Eins og hann nefndi t.d. að auka laun í heilbrigðisgeiranum.

Ég kaupi ekki þessa froðu. En skv. skoðunarkönnunum virðast um 20% kaupa þetta. Og um 35% sjálfstæðismenn. Því er ljóst að þjóðin vill endilega fá hagsmunafélög bænda og útgerðamenna hér aftur til valda. Svo ég segi bara 

ALLAR GÓÐAR VÆTTIR VERNDI OKKUR EFTIR KOSNINGAR!  

En ætti kannski ekki að hafa áhyggjur því skv. þessari ræðu Sigmundar Davíðs verðum við öll orðin milljónamæringar og skuldlaus á næstu misserum. 


mbl.is „Skjaldborgin sneri öfugt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Allir þessir penigar hefðu komið fyrir peningana sem JóGríma ættlaði að gefa bretum og hollendingum, manstu.

Vogunarsjóðir eru kanski löglegir, en ekki eru þeir þekktir fyrir að starfa siðferðislega.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 17:06

2 identicon

Vogunarsjóðir og mr Brown

passa vel saman - Löglegt en siðlaust

Grimur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 18:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er alveg hissa á að hann ætli ekki að ,,kæra Breta fyrir hryðjuverkalög á íslendinga" sem kallað er og ennfremur er eg hissa á að hann ætli að borga vondu útlendingunum varðandi bankana. Eg hefði búist við að nú myndi hann boða eignaupptöku hjá útlendingum. En sjáum til. Helgin er ekki liðin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 18:33

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar minn Bjarki, ertu búinn að skjalsetja áfrýun á dómsorði EFTA í IceSave ferlinu?

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 18:52

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Með icesaveskuldina sérstaklega, að þá er langt síðan að það mál var leyst. Skuldin verður öll borguð uppí topp í gegnum Landsbankann og það allt frágengið.

Þessi þvarg í dómssölum um skuldina og formsatriði var því í raun merkingarlaus og eins og hvert annað þjóðrembingsprump.

það hefði þó verið í sjálfu sér allt í lagi - ef ekki hefði fylgt sá böggull skammrifi að gífurlegur skaðakostnaður lagðist á land og lýð vegna fíflagangsins.

Margir íslendingar hafa fallið fyrir lýðskrumsbulli í kringum umrætt skuldarmál. Íslendingum hefur verið talið trú um að þessi skuld, sem er aðeins brot af heildarskaðakostnaði sem hlaust af Sjallahruninu, sé eitthvað afmarkað dæmi sem hægt sé að pikka út úr öllu öðru og þvarga um án samhengis við heildarmyndina. Algjörlega fráleitt og mikill barnaskapur að trúa slíku.

þessi skuld er bara hluti af heildarskuld landsins sem varð til vegna fádæma ósvífinna aðferða þeirra Sjalla og framsóknarmanna. þessi hluti verður alltaf hluti af heildardæmi.

Með því að sína lágmarkssiðferði og semja um þessa skuld á formlegan hátt - þá hefðu allir aðrir hlutar heildardæmisins verið miklu mun auðveldari. þetta þvar hefur ekki gert annað en auka á skaðann.

Sumir íslendingar hafa aldrei getað considerað eftirfarandi: það fannst öllum eðlilegt að Ísland semdi um þetta efni á formlegan hátt. Annað væri ekki sæmandi fullvalda vestrænnni ýðræðisþjóð.

þessi dómur EFTA er í raun merkingalaus fyrir efni máls. það er búið að stórskaða Ísland með þessari vitleysu.

Ef um hefði verið að ræða eitthvað sem skipt hefði máli - heldur fólk virkilega að það komi þá ekki fram í áliti lánshæfismatsfyrirtækja? Átti ekki Ísland að verða ,,Kúba Norðursins" ef þessi skuld yrði borguð? Áttu ekki allir að fara að vinna í kolanámum í Bretlandi? Mig minnir það!

Afhverju er þá lánshæfismat hr. Múddý óbreytt eftir dóminn? Einfaldlega vegna þess að það er fyrir löngu búið að semja um að borga þessa skuld til hliðar við formlegt samþykki og eðlilegan framgangsmáta.

Eftir situr að vegna málsins er orðspor Íslands stórskaddað til lengri tíma og ísland stiplað óreiðuland sem ekki sé treystandi í samningum eða fjármálum. Og heldur fólk virkilega að það hafi ekki áhrif? Að sjálfsögðu hefur það áhrif. Hingað upp mun nánast enginn vilja lána peninga eða koma neitt nálægt - nea erlendir stóriðjuauðhringir sem fá fríja orku fyrir að skapa einhverjum 2-3 framsóknarmönnum vinnu á vöktum.

það er nú svona sem þetta mál liggur í aðalatriði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 19:11

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ómar Bjarki,

Ég hélt að þú hefir boðist til þess að afrýja EFTA dómsorðinu?

Ef það var svo augljóst að dómararnir í EFTA dómstólnum vissu ekki hvað þeir væru að gera, þá hlýtur að vera auðvelt mál að afrýja þessu er það ekki Ómar Bjarki?

Ég held nefnilega að Ísland hafi sýnt að almennur borgari á ekki að ábyrgjast skuldir óreiðumanna auðmanna elítunar og orðstýr Ísland komi út úr þessu smelling like a rose.

Farðu nú að drífa í þessu áfrýjunarmáli sem þú tóks að þér drengur ;>)

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 19:32

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hélt nú að flestir vissu það að eigi er hægt að áfrýja dómum Efta dómsstóls. þ.e.a.s. flestir þeir sem eru þokkalega læsir og kunna sirka bát að leita sér lágmarksupplýsinga. En það eru svo sem ekkert allir sem geta það.

Hitt er allt önnur umræða, að dómur í umræddu innstæðutryggingamáli vekur almennt mikla furðu heilt yfir línuna og þykir hann bæði illa rökstuddur og sérkennilegar æfingar við að komast hjá því að horfa á aðalatriði málsins. Flestir telja dóminn ekki í samræmi við Evrópu laga og regluverk. Jafnframt sem þeir telja hann ekki vera neitt fordæmi vegna ofannefndra ástæðna.

En svo er sér umræða hvort dómurinn opni þá ekki á aðrar leiðir sem gætu orðið Íslandi verulega skeinuhættar til lengri tíma litið. Aðrar leiðir sem aðilar máls gætu hugsanega farið - en það er svo sem engin ástæða til þess að ætla það því þessi skuld verður öll borguð uppí topp eins allir hafa marglýst yfir á Íslandi. Bæði stjórnvöld, stjórnarandstaða og forsetagarmurinn. Allt uppí topp.

þegar svo er, allt borgað uppí topp á 6-8% vöxtum til 2010 - þá fylgir álag á eftir með einum eða öðrum hætti. það má ná álaginu með ýmsum aðferðum - þ.e.a.s. ef menn vilja það.

það hvernig margir íslendingar líta á umrædda skuld er hreinn barnaskapur og fáviska um hvernig hlutir ganga fyrir sig in the real world. Sem dæmi, þá eins og skilja sumir íslendingar alls ekki að landið og lýðurinn hefði stórhagnast á því að haga sér eins og siðað fólk og samið um efnið. Skaðann af vitleysisganginum má ma sjá að mun minni hagvöxtur var á Íslandi undanfarin ár en búist var við. það er bara vegna fíflagangsins með þennan skuldarræfil. Innbyggjar margir hinsvega eins og bókstaflega skilja það ekki. það er vegna þess að þeir halda að þeir geti pikkað þessa skuld úr heildarsamhengi hrunsins.

Að þetta sé bara einhver pláneta sem sé sjálfstæð og óháð afstöðu annarra himinhnatta í geyminum. Margir íslendingar sína barnalega afstöðu varðandi efnið og jafnframt mikla fáfræði. En sanna að vísu að elítan hérna getur spilað með þá alveg í drep með því að beita þjóðrembingsagninu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.2.2013 kl. 21:45

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nú ég hélt að þú hafir verið að tala um að það þyrfti að áfrýja þessu dómsorði EFTA?

í það minsta léztu í það skína mánudaginn 31. janúar 2013 í athugasemd um dósorð EFTA á mbl.is blogginu?

Þess vegna spuði ég hvert mundir þú áfrýja þessu, fyrir hvaða dómstól?

Ég kann að lesa og á auðvelt með að lesa sum dómsorð og EFTA dómsoðið var mjög skírt og var STÓRSIGUR ÍSLADS Á HOLLENDIGUM, BRETUM og ESB!!!

Ef þú skilur það ekki þá kanntu bara ekkert að lesa.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 22:21

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig hefði átt aðvera hægt að áfrýja dómi dómsstóls sem ekki er hægt að áfrýja dómi frá? það er, eðli máls samkv. barasta alls ekki hægt!

En það er einkennileg hugyndafræði hægrimanna og ruglingsleg svo af ber.

Hitt er annað. að ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) og EU COMMISSON lögðu upp ákveðið upplegg varðandi ábyrgð ríkisins samkvæmt Evrópu laga og regluverki í þessu ákveðna skuldarmáli landsins.

Mér fannst það upplegg allt mun meira í línu við lögin og regluverkið. það meikaði allt pörfiktlý sens röklega. Og langsamlega flestir eru sammála því uppleggi og starfa eftir því. þ.e. að neytendaréttur sé tryggður og ríkin beri ábyrg á því auk þess sem mismunun eftir þjóðerni er algerlega bönnuð samkvæmt Samninglögum.

Nú, Dómsstóllinn hinsvegar, skipaður dómurum frá Íslandi, Líktenstæn (sem er skattaskjól og heldur verndarhendi yfir vafasamri fjármálastarfsemi og hefur lent í veseni með þó þeir hafi sæst á bætur, að mig minnir) og Noregi, tekur á sig ótal hlykkjur og feikilegar brettur til að túlka lagaverkið á afar sérstæðan hátt.

Eg stórefa að European Court of Justice myndi dæma svona. Eg trúi því ekki fyrr en eg sé það á prenti. Reyndar tel eg að ECJ sé búið að dæma ríki ábyrgt þessu viðvíkjandi í dómi 222/02, Peter Paul og fl. gegn þýska ríkinu. ECJ bókstaflega segir þar að ef ríki sjái til að lágmark sé greitt samkv. regluverki - þá verði ríki ekki ábyrg umfram það. þ.a.l. hljóta ríki að era ábyrg fyrir lágmarkinu.

EFTA dómur fer skringilega leið framhjá þessari staðreynd sem og öðrum staðreyndum í þessu ákveðna tilfelli. það eru nánast allir fræðingar afar hissa á þessum dómi. Menn eru hugsi yfir þessu.

Hinnsvegar má alveg spyrja hvort þessi dómur opni á aðrar leiðir ef í harðbakkann slægi arðandi endurgreiðslu skuldarinnar. það er bara tæplega ástæða til þess fyrir B&H beinlínis. þessi skuld verður öll greidd uppí topp plús álag. Skaðinn er sennilega enginn hjá þeim. Skaðinn er allur á Íslandi með laskað orðspor og stimplað vanskilaríki sem ekki sé treystandi í samningum eða fjármálalega séð. það kostar alveg gríðarlega.

Sigmundur Davíð mun aldrei geta fellt niður neinar skuldir vegna skaðans sem hann olli með þessum fíflagangi. það er þannig sem þetta raunverulega er. Margir íslendingar eru hinsvegar slegnir blindu vegna kjánaþjóðrembings. þeir sjá allt með spes hönnuð gleraugum úr kjánaþjóðrembingsverksmiðjunni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2013 kl. 00:07

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afhverju gafstu þá það í skyn að það væri hægt að áfrýja í athugasemd á mbl.is bloggi 31. janúar 2013, ef ég man rétt þá var það mánudagur?

Ég vissi að það var engin áfrýjunarleið, en þú reindir að telja lesendum í trú um að það væri hægt Ómar Bjarki.

ÍSLAND VANN STÓRSIGUR Á HOLLENDINGUM, BRETUM OG ESB, vertu ekki með þennan ESB rembing það fer þér ekkert vel.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 00:15

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg held bara að þú hafir ekki lesið nógu vel og verið of upptekinn af einhverjum tröllalátum úr hægri. Helst á því.

Varðandi sigur eða ósigur, þá er það þannig, að vegna þess hvernig málið var vaxið - þá gat Ísland aldrei unnið sigur á einu eða neinu.

Sko, málið var svo ljótt! Afhverju heldur fólk að öll vestræn ríki hafi talið og telji að skynsamlegt sé fyrir Ísland að semja um skuldina? Afþvíbara? Eða afþví að þau ,,séu svo vond"? Að sjálfsögðu ekki. það var vegna þess að málið var svo ljótt af íslands hálfu. Framferði sjalla við ekkert annað en það sem má kalla fjármálalegan vasaþjófnað. Til að Ísland, sem fullvalda, siðlegt vestrænt ríki, héldi sinni stöðu þokkalega - þá fannst öllum að nauðsynlegt væri fyrir landið að semja um þetta efna eða þennan skaðapart Sjallahrunsins.

Eg er sammála því mati alþjóðasamfélagsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2013 kl. 00:43

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góði bezti Ómar, þú ruglar og ruglar alveg eins og þú ruglaðir og ruglaðir mánudaginn 31. janúar um að það ætti að áfrýja þessu EFTA dómsorði.

Nú segir þú að það sé ekki hægt að áfrýja, make up your mind, og hættu þessi endemisrugli að hitt og þetta hafi verið skrýtið eða afverju fór Ísland dómsleiðina þeir áttu að fara einhverja samningaleið af því að þér finnst það eigi að vera svo. En af því að þeim bar ekki að greiða óreiðaskuldir auðmannaelítunar, þess vegna var dómsleiðin farin.

Írar eru að reina að fara íslenzku leiðina en það er of seint, þeir fóru samningaleiðina þína af því að ESB hótaði þeim öllu illu ef þeir færu ekki eftir því sem ESB vildi og sitja uppi með Ríkisábyrgð á öllum pakkanum.

Svo skrifar Vísir:

Samþykkt var með miklum meirihluta í nótt á írska þiningu að lýsa risabankann IBRC gjaldþrota.

Bankinn var reistur á rústum Anglo Irish Bank og sparisjóðsins Irish Nationwide Building Society. Með því að lýsa bankann gjaldþrota vonast írsk stjórnvöld til þess að létta mjög á skuldabyrði ríkisins en seðlabanki Evrópu á eftir að samþykkja þessa ráðstöfun.

Bankinn hefur reynst Írum þungur baggi en írsk stjórnvöld skuldbundu sig til að greiða rúmlega 3 milljarða evra á ári fram til ársins 2023 til að fjármagna bankann. Í heild hefði þetta kostað írska ríkið um 36 milljarða evra eða yfir 6.000 milljarða króna.

Á vefsíðu BBC er haft eftir Enda Kenny forsætisráðherra Írlands að það hafi löngu verið orðið tímabært að láta þennan banka hverfa úr fjármálalandslagi Írlands. Ef kostnaðurinn við að endurreisa írska bankakerfið hefði ekki komið til væri opinber skuldastaða Írlands betri en Þýskalands.

En hvað írar líta siðlega út, en IceSave EFTA dómsorðið lýtur ennþá betur út,

ÍSLAND RASSKELTI HOLLENDINGA, BRETA og ESB FYRIR EFTA DÓMSTÓLNUM og UNNU STÓRSIGUR.

Ef þú lest þetta nógu oft Ómar þá kanski skilur þú það.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 00:58

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er helst að það rugli bara eitthvað hjá þér. þú hefur ekki lesið nógu vel eða ekki ag nægilegri athygli.

Eins og áður segir er afskaplega erfitt að áfrýja dómi dómsstóls - sem er EKKI HÆGT að áfrjýja dómi frá. Eg er eigi að sjá hvernig það á að gerast.

Hinsvegar er það allt önnur umræða, að dómurinn dæmir ekki um Jafnræðisbrotið auk þess sem dómurinn gæti alveg opnað leiðir sem eg ætla ekki að fara útí hér.

það er samt hugsanlega ekki beinlínis ástæða til þess fyrir B&H. Ísland borgar þessa skuld uppít opp plús álag. Allt löngu samþykkt og frágengið.

Málið snerist bara um formlegan frágang málsins af landsins hendi útá við. það er búið að fótumtroða virðingu landsins og stórksða land og lýð fjárhagslega meðfíflaganginum.

þetta með banka á Írlandi - þá hefur umræða um það hér uppi og víðar öll verið í skötulíki og mestanpart tóm steypa.

það er engin ein bankaaðferð á Írlandi og ennfremur er ekkert til einhver ,,íslensk leið" í bankakreppum. það eina sérstaka við Ísland er - að þeir breittu kröfuröð eftirá! það er auðvitað hrein villimennska sem eitt og sér á eftir að skaða til lengri tíma litið og sérstaklega vegna þess að Ísland mismunaði eftir þjóðerni.

það að banki fari á hausinn og gjaldþrotameðferð- það eru ekkert ný tíðindi. það hefur barasta margoft gerst í gegnum söguna.

Ennfremur er það hvort ríki eigi að koma inní banka, yfirtaka að hluta eða öllu eða veita tímabudinn stuðning etc. - það er alltaf matsatriði hverju sinni. Öll ríki í kringum bankakreppu 2008 eða lausafjárskreppuna töldu að ríkin kæmu betur út með tímabundnum stuðningi með einhverjum hætti. Öll ríki gátu það - nema Ísland. Sjallar og hægri rugludallar höfðu fokkað svo með þetta aumingjans land hérna og níðst á því á allan hátt - að þeir urðu að breyta kröfuröð eftir á og mismuna eftir þjóðerni. það var nú öll snillin. Svo halda einhverjir tveir hérna uppi í fásinni, að þessi aðferð íslands hafi engin áhrif til lengri tíma litið. Að þetta sé einhver fyrirmynd. það eru margir sem skilja ekki einu sinni í hverju Neyðarlögin fólust.

Talandi um Neyðarlögin svokölluðu, þá er líka alveg nokkuð skrautlegt hvernig EFTA Dómsstóll réttlætir þau. þau eru, að sumu leiti, í eðli sínu gegn EES Samningum. Jafnframt er auðvitað líka skrautlegt hvernig Hæstiréttur Íslands réttlætir þau.

Dómar eru oft umdeildir og það er ekkert tabú að tala um umdeilda dóma og hvernig þeir eru uppbyggðir í það og það skiptið. það sem vekur oft athygli við dóma er ef þeir bregða útaf vana eð hefð í túlkun laga og regluverks. Dómurinn í skuldarmáli landsins gerir það tvímælalaust. Hann fellur undir þá kategoríu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.2.2013 kl. 02:00

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Eins og áður segir er afskaplega erfitt að áfrýja dómi dómsstóls - sem er EKKI HÆGT að áfrjýja dómi frá. Eg er eigi að sjá hvernig það á að gerast." kvótað frá þinni athugasemd Ómar.

Af hverju sagðir þú Ómar Bjarki að það væri hægt að afrýja , máudaginn 31. janúar 2013.

Varstu bara að bulla.

Allt veit Ómar betur en aðrir og svo þegar hlutirnir eru reknir niður í hann eins og þetta bankamál og þetta áfrýjunarmál hans þá segir hann allt annað.

ÍSLAND VANN STÓRSIGUR á HOLLENDIGUM, BRETUM og ESB FYRIR EFTA DÓMSTÓL er LÍKAST RASSKELINGU.

Lestu þetta 20 sinnum og kanski sekkur það inn, ef ekki lestu það 20 sinum aftur, og aftur þangað til þú nærð þessu.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 9.2.2013 kl. 02:13

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar minn, taktu pillurnar þínar.

Theódór Norðkvist, 9.2.2013 kl. 04:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband