Leita í fréttum mbl.is

Helvítis fjórflokkuinn?

„Helvítis fjórflokkuinn!" er eitthvað sem maður heyrir gjarnan núna. Það er talað um þetta eins og þeir séu bara 4 menn sem ráði hér öllu. En ef fólk skoðar þetta eru þetta fylkingar fólks sem hefur svipaðar lífsskoðun. Og dekka litrófið nokkuð vel þ.e. flokkar til vinstri nálægt miðju og svo til hægri.  Nú er þessir flokkar mismunandi byggðir upp og áhrif sumra kannski allt of mikil í sumum þessara flokka.  En samt sem áður eru þeir þannig byggðir upp að ef fólk er óánægt með störf og stefnu hafa almennir flokksmenn möguleika á að breyta þar um stefnu og stjórnendur. Það þarf bara að taka þátt og tjá sig. 

Svo ef fólk skoðar þá eru 6 flokkar á Alþingi nú og nokkrir Alþingismenn utan flokka.  Þannig að það er ekki bara "Fjórflokkur"

Nú er verið að stofna fullt af nýjum flokkum sem ætla sko að vinna öðruvísi en "fjórflokkurinn" en þetta eru oft mjög takmarkaður hópur manna svona klíka sem kemur saman og oftast út af einu stöku máli eða hugmynd.  Sé ekki í fljótu bragði að þessi nýju framboð hafi hingað til sýnt neitt raunhæft hvernig þeir ætli að breyta málum hér.

Við sáum hvernig Borgarahreifingin fór. Hún klofanði strax og hún komst á þing þar sem þingmenn klufu sig frá flokknum sjálfum. 

Við sjáum t.d. framboð eins og Alþýðufylkinguna sem er nær eingöngu að berjast gegn ESB. Sama við Jón Bjarnason sem er bara heltekin  af  ESB andstöðu. Svo er Borgarhreyfingin tekin aftur saman við Hreyfingunna og Frjálslindir sem eru jú hægri menn komnir þar inn en þetta er jú mjög takmarkaður hópur. Lýðræðisvaktin ætlar að koma stjórnarskrá í geng og breytingum skv henni á lögum og reglugerðum.  Hægri Grænir sem byggja á hugmyndum Guðmundar Franklíns sem stofnaði flokkinn og hefur talað og skrifað mest af því sem sá flokkur hefur fram að færa. 

Hvað er það sem fólk heldur að þessir flokkar hafi framyfir "Fjórflokkinn" Þarna eru nokkrir menn sem bjóða fram krafta sína en hvarð segir okkur að þeir muni breyt stjórnmálamenningu hér. Hefur fólki t.d. fundist að Þorvaldur Gylfason hafi stundað mannasætti svona almenni í sínum málflutningi? Hefur Jón Bjarnason sýnt einhver afrek sem ráðherra og komið hreint fram við félaga sína í stjórn? Hefur fólk trú á að fyrrum verðbréfasali hafi lausnir fyrir Ísland?  Og við getum haldið áfram svona.

Sýnist að flest smærri framboð núna séu lítill hópur fólks sem vill vera í kastljósinu eða hefur ofurtrú á sjálfum sér. Nú eða að þeir eru helteknir af hatri t.d. á ESB og svo framvegis. 

Hefur fólk athugað t.d. ef það fylgir einhverjum t.d. 4 flokkan að málum varðandi þá stefnu sam þeir standa fyrir en eru óánægð með stefnu þeirra að reyna að safna liði innan þeirra og fá því breytt?


mbl.is Starfsáætlunin „ekkert heilög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er rétt ábending. þetta ,,fjórflokkstal" er mikið til bara píp.

Það er líka eitt í þessu. Aðmargir þessara smáflokksbrota sem bjóða fram, svona krönsíframboð, að afar ólíklegt að margir þarna gæfu nokkurntíman kost á sér til að vera í stjórn og þurfa að taka ábyrgð. Margir þarna vilja bara endalaust mjálma eitthvað og leika einhvern bjargvætt eða hróa hött og jafnvel bara að fá þægilega innivinnu - en munu passa uppá það þurfa aldrei að taka neina ábyrgð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.3.2013 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband