Leita í fréttum mbl.is

Skoðun mín á nokkrum atriðum fjárlagafrumvarpsins 2014

  • Nokkuð ljóst að ég er ekki ánægður með að auðlegðarskattur var tekinn af. Veiðigjald lækkað, vsk. á gistinætur lækkaður. En í stað þess eru sett þjónustugjöld á sjúklinga, aukin gjöld á þá sem skrá sig í háskóla og skorið niður í rannsóknum og nýsköpun.  Þ.e. það er verið að flytja þessar byrgðar á milli þeirra sem hafa það hvað best núna yfir á þá sem standa lægst.
  • Það er talað um að leggja 5 milljarða í að draga úr skerðingum á bótum almannatrygginga síðustu ára. En gera menn sér grein fyrir því að með óbreyttum skattleysismörkum kemur rikð til með að taka sennilega um 37% til baka í sköttum.
  • Ég er algjörlega mótfallinn því að ríki sem er í hópi þeirra 20 ríkja í heiminum þar sem fólk hefur það best skeri niður þróunarsamvinnu. Enda má líta á að þetta sé mögulega fjárfesting til framtiðar því að komist samstarfsríki okkar upp úr eymdinni þá verða þau kaupendur að vöru og þjónustu m.a. t.d. vörum og þjónustu varðandi háhita.
  • Ég vill meina að ef við hefðum haldið t.d. vsk. á gistingu og hærri veiðigjöldum en um leið haldið útgjöldum í hófi þá þyrftum við ekki að setja á legugjöld, ekki hækka skráningargjöld í HÍ og fleiri skólum og samt sem áður átt milljarða umfram til að greiða niður skuldir.
  • Þá er ég á því að t.d. náttúrumynjasafnið verði að komast í almennilegt húsnæði þar sem við þurfum að huga að því t.d. að geta boðið þessum væntanlega milljónum ferðamanna upp á fjölbreytni og þar gæti það safn komið sterkt inn.
  • Eins og fjárlagafrumvarpið er í dag með 500 milljóna afgangi sé dæmt til að mistakast. Þar sem þar eru vanáætluð útgjöld og niðurskurður í starfsmönnum og verkefnum ráðuneyta er ekki skynsamlegur og gengur ekki upp nema að ráðherrar ætli að vera nær verklausir . Það eru jú starfsmenn sem vinna að framgangi og útfærslna ákvarðana ráðherra og þings.  Sem og alla umsýslu málefna viðkomandi ráðuneytis og þeirra málaflokka sem falla undir þau. 

mbl.is Las upp sparnaðartillögur SUS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband