Leita í fréttum mbl.is

Hélt fyrst að þetta væri aprílgabb

Alveg yrði það það rosalegt ef satt reynist að þarna hafi verið brögð í tafli. Finnst það órtrúlegt að að allt að 700 manns hafi flutt lögheimili sitt til Hafnarfjarðar til þess að geta kosið. Þessu hefðu líka Hagur í Hafnarfirði átt að koma á framfæri fyrr. Því þá hefði verið hægt að kæra kjörskránna. Það er ömurlegt ef að úrslitum íbúakosningar yrði hnekkt vegna þess að fólk hafi svindlað sér inn á kjörskrá en líka er spurning hvort það sé eitthvað svindl og kannski bara löglegt. En hef einhverstaðar heyrt að það sé óheimilt að ljúga til um heimilisfestu og lögheimili.

Frétt af mbl.is

  Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Innlent | mbl.is | 1.4.2007 | 20:15
Samtökin Hagur Hafnarfjarðar segjast hafa um það rökstuddan grun að um 700 manns hafi flutt lögheimili sitt til bæjarins eingöngu til að kjósa gegn stækkun álversins. Haft var eftir Jóhönnu Dalkvist, stjórnarmanni í samtökunum, í fréttum Sjónvarpsins að stjórnin hygðist funda um málið á þriðjudag og ákveða hvort kosningasvik yrðu kærð. ´

Úr frétt á www.visir.is

Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í kosningunum í gær en aðeins munaði 88 atkvæðum á stríðandi fylkingum. Að sögn Jóhönnu Dalkvist, framkvæmdarstjóra Hags Hafnarfjarðar leikur grunur á að um að allt að 700 manns hafi skráð sig með lögheimili í Hafnarfirði gagngert til þess að kjósa gegn stækkuninni en samkvæmt reglum kjörstjórnar þá máttu aðeins þeir taka þátt í korningunum sem skráðir voru með lögheimili í Hafnarfirði fyrir 10. mars síðastliðinn.

Hagur Hafnarfjarðar hyggst funda um málið á þriðjudag og þá verður tekin ákvörðun um það hvort krafist verði rannsóknar á því hvort um stórfellt kosningasvindl hafi verið að ræða að hálfu andstæðinga stækkunarinnar.


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Trúi öllu upp á Vinstri-græna og þá kolvitlausu róttæklinga sem eru
í kring um þá.  Þeir svífast einskins!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2007 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband