Leita í fréttum mbl.is

Smá spurning um álver

Hefur einhver velt því fyrir sér afhverju að þessu erlendu fyrirtæki sækjast eftir því að framleiða ál hér? Nú hefði maður haldið að þeir gætu fengið ódýrt rafmagn t.d. í Suður Ameríku og í Asíu. Og ódýrara vinnuafl í Austur Evrópu. Og sjálfssagt fengið að virkja þar líka. Hér er skv. því sem sagt er margföld laun á við þar sem er annarstaðar.

Maður hlýtur að álykta að það sé vegna þess að hér fá menn rafmagn á útsöluverði sem og að skattar og gjöld sem samið er um séu óvenju hagstætt.

Við verðum að gera þá kröfu að þau álver sem hugsanlega rísa hér í framtíðinni borgi almennilega fyrir orkunna sem og að þau greiði skatta og skyldur eins og önnur fyrirtæki hér á landi. Við megum ekki hugsa þetta sem ráðstafanir til að bjarga atvinnumarkaði eða eitthvað svoleiðis. Við látum þau berjast um orkunna og metum einnig hversu góðar mengunarvarnir þau ætla að nota. En við bíðum með frekari álver þar til að við eru orðin sátt um umhverfisáætlanir, náttúruvernd og virkjanakosti. (jú ég veit að það verða aldrei allir sammála, en aukinn meirihluti væri góður)

Ofsalega er ég þreyttur á þessu tauti í Jóni Sigurðssyni sem heldur áfram þessum söng sínum á www.ruv.is

Iðnaðarráðherra hafnar stóriðjustoppi

Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir úrslit kosninganna í Hafnarfirði þar sem stækkun álvers Alcan var hafnað ekki þýða að lokað verði á frekari framkvæmdir um land allt.

"Þjóðin mun ekki kjósa yfir sig afturkipp og atvinnuleysi" segir hann. Hann segir að þó að stækkun álversins í Straumsvík "frestist" - hafi það eitt og sér ekki mikil áhrif á efnahagslífið.Hann hafi hvergi heyrt nema kannski hjá hörðustu afturhaldsöflum að það komi til greina að skrúfa fyrir allar áætlaðar framkvæmdir í landinu hérna hafi einungis verið um að ræða eitt fyrirtæki á einum stað.


Jón segir að íslenska hagkerfið hafi aldrei verið sterkara í sögu þjóðarinnar - margir hafi þó haft áhyggjur af því að framkvæmdir í Straumsvík myndu valda þenslu í efnahags og atvinnulífi. Það hefði þó ekki þurft að verða - en nú sé óvíst hvaða áhrif úrslitin hafi á fjárfestinga- og viðskiptaumhverfið í landinu.


Jón telur úrslitin í Hafnarfirði ekki vera fyrirboða fyrir úrslit alþingiskosninganna.

 


mbl.is Mikilvægur áfangi í náttúruverndarbaráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Margir þættir aðrir en orkuverð eru metnir, svo sem stöðugt stjórnarfar,
menntunarstig þjóðarinnar, friðsamlegur vinnumarkaður, jákvætt
samfélag þar sem starfsemin fer fram, ómengandi orka o.s frv.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.4.2007 kl. 10:30

2 identicon

Alveg sammála Guðmundi Jónasi. Látum okkur heldur ekki gleyma þeirri heppilegu staðsetningu landsins í miðju Atlantshafi milli Evrópu og Ameríku.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En súálið kemur jú frá Ástralíu og örðrum fjarlægum stöðum. Hefði haldið að það væri betra að vinna það annarsstaðar nær námunum

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2007 kl. 10:46

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki það að ég sé að hafna því alfarið að hér komi álver framtíðnni. En miðað við að íslensk fyrirtæki eru sífellt að færa framleiðslu sína erlendis þá er skrítið að hingað sæki erlendar stóriðjur nema ef það sé skattar og orkuverð sem vegur upp á móti hærri launum hér og vegalengdum

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband