Leita í fréttum mbl.is

Í framhaldi af þessu er rétt að benda á þetta

Rakkst á þetta á facebook eftir einstakling sem hefur jú góða tengingar í ýmsar heimildir:

Í fyrsta lagi má deila um það hvort samningurinn sé yfirhöfuð sigur og í öðru lagi var þetta niðurstaða sem búið var að landa, að mestu, fyrir kosningar 2013. Mínir heimildarmenn úr stjórnkerfinu og slitastjórnum segja að fulltrúar kröfuhafa hafi verið búnir að fallast á þessa leið fyrir tæpum þremur árum og upphæðin hafi verið nánast sú sama. Eftir kosningar fór málið í undarlega bið, misserum saman var ekkert rætt við kröfuhafa sem skyldu hvorki upp né niður í taktíkinni. Enda ekki furða. Sett var af stað innanlandspólitískt leikrit sem gengur aðeins upp röklega í sýndarveruleika stjórnarflokkanna; í leikritinu var sett fram sýndarhótun um stöðugleikaskatt, bull um að það þurfi að veifa gaddakylfum og gulrótum í kröfuhafana, til þess eins að fá þá til að samþykkja eitthvað sem þeir voru búnir að samþykkja 2 1/2 ári áður. Það þurfti heldur ekki langan tíma fyrir 99% kröfuhafa að segja já, amen og takk -

kristinnhrafnsson.jpg

 


mbl.is Er hugsi yfir forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þetta er satt og rétt er það stórfréttir, vegna þess að núverandi stjórnvöld hafa alla tíð eignað sér þennan "sigur yfir kröfuhöfum".   Og setur forsætisráðherrann í ennþá verra ljós en áður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2016 kl. 14:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nafnlaus heimildarmaður og frásögn sem er ekki studd neinum sönnunargögnum - hmmm... Ég gæti svosem líka sagst þekkja mann sem segist þekkja mann sem heldur ýmsu fram, en myndi hinsvegar bera meiri virðingu fyrir lesendum mínum heldur en að bera slíkar órökstuddar fullyrðingar á borð fyrir þá.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2016 kl. 16:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Maðurinn er vissulega ekki nafnlaus og þessi færsla hans hefur gengið á facebook með nafni. En ég bað ekki um leyfi að birta þetta hér á blogginu og því setti ég yfir nafnið. Margir búnir að sjá þetta. Þetta fyrrum frétta og blaðamaður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.3.2016 kl. 17:26

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þar sem ég er ekki á facebook og hef því aldrei séð viðkomandi aðila nafngreindan, hef ég engar forsendur til að leggja mat á sannleiksgildi neinna fullyrðinga um slíkt.

Það væri hinsvegar ekki úr vegi ef viðkomandi aðilid myndi:

1) Styðja frásögn sína sönnungargögnum.

2) Í stað þess að segja bara hálfsannleik, að klára þá frásögnina. Til dæmis með því að upplýsa hverjir hinir meintu heimildarmenn eru og hvers vegna þetta var þá ekki klárað árið 2013 eins og gefið er í skyn að hafi verið mögulegt.

Nú ég er ekki að halda neinu fram um hvað sé satt og rétt. Það má vel vera að eitthvað sé til í þessari frásögn. Ef svo er, þá inniheldur hún hinsvegar ekki nægar upplýsingar til að vera nytsamlegt innlegg í umræðu um þá atburðarás. Til þess eru þetta allt of óljósar fullyrðingar, og órökstuddar.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2016 kl. 17:43

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega bara staðreynd það sem stendur þarna.

Eða hvað er rangt þarna?

Það eru engar heimildir um að framsóknarmenn hafi verið eitthvað snjallari öðrum varðandi þetta uppgjör þrotabúa hinna föllnu banka.  Það er enginn sem segir það, - nema framsóknarmenn sjálfir!  Og þeirra fjölmiðlar spila með náttúrulega.

Uppgjörið var eiginlega samið af kröfuhöfum um 2012 í meginatriðum.  Lausnin er sú sama og var á borðum þá.

Að öðru leiti er alveg merkilegt hve þessum manni tókst að spila með og blekkja margan innbyggjan hérna.  Það er merkilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.3.2016 kl. 18:19

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Guðmundur Ásgeirsson,mjög líklegur spuni.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2016 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband