Leita í fréttum mbl.is

Af hverju stofna fjáfestar félög á aflandseyjum?

Í allri umræðunni um að Sigmundur Davíð megi bara gera allt af því hann sé svo frábær og hafi bjargað Íalandi hefur kannski gleymst af hverju fólk stofnar félög á aflandseyjum eins og Tortola.

Eins og ég skil þetta er tilgangurinn m.a.

  • Að flytja eftir ýmsum leiðum þangað fé og hagnað þar sem þar þarf ekki að borga skatta eða í það minnst lága skatta.
  • Þar er erftitt að fá upplýsingar um félög sem þar eru staðsett og eigendur þeirra
  • Og notað til komast hjá sköttum í því landi þar sem fólk býr.

Mér er fyrirmunað að skilja af hverju að Sigmundur og frú stofnuðu félag sitt þar. Og af hverju þau færðu ekki félagið ef að þau ætluðu ekki að nýta sér ofangreint.  Þetta er mér bara óskiljanlegt.

Svo að öðru. Hvet fólk til að lesa þessa grein sem er á Eyjan.is eftir Gauta Eggertsson. Þar sem hann segir m.a.

En málið er auðvitað miklu stærra en þröngt lögfræðilegt álitaefni, og ekki vil ég gera lítið úr þeim þætti málsins. Mér finnst hann bara blasa meira við, en hin lögfræðilega spurning. Hvernig brugðist er við af íslensku stjórnmálalífi, og raunar af fjölmiðlum, er fordæmisgefandi og mun hafa stór áhrif í framtíðinni fyrir íslenskt samfélag. Mér sýnist einnig á fréttum að mál þessi komi innan skamms til kasta erlendra stórmiðla því að rannsóknin á sér víst rætur þaðan. Við vitum ekki ennþá hvort þar komi fram nýjar uppslýsingar en nú þegar hafa komið fram. Það verður fróðlegt að bera sama fréttamat þeirra við það sem við sjáum í íslenskum blöðum.

Líklega er rétt að benda Alþingismönnum á það, hvar í flokki sem þeir standa, að þeirra næstu skref geta haft stór áhrif á efnahagslegan trúverðugleika Íslands til framtíðar, sem Íslendingar hafa eytt síðustu árum hörðum höndum að byggja upp. Ég get sagt af eigin reynslu, að sá trúverðugleiki er ekki sérlega hár á alþjóðlegum vettvangi, og ég efast ekki um að slíkt hafi áhrif. Því held ég að það væri skynsamlegt að reyna að persónugera ekki málið, heldur spyrja sig þeirrar spurningar hvernig eðlilegt sé að brugðist sé við af upplýsingum að þessu tagi út frá almennum og málefnalegum sjónarmiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband