Leita í fréttum mbl.is

Svona til upprifjunar vegna umræðu um Guðna Th og Icesave

Nú keppast allir við að reyna að klína einhverju á Guðna Th og fer Davíð Oddsson þar fremstur í flokki. En menn eru auðsjáanlega farnir að ruglast eitthvað í sögunni.

Fyrst um samningana:

  • Svavarssamningurinn var aldrei afgreiddur út úr Alþingi.
  • Þingmenn sátu yfir honum og settu inn allskonar fyrirvara sem síðan var afgreitt síðsumars samþykktur af Alþingi.
  • Olafur Ragnar skrifaði undir þau lög.
  • Bretar og Hollendingar samþykktu ekki þessa útfærslu og því var gengið aftur til samninga
  • Sá samningur sem náðist þá var samþykktur af Alþingi en forseti synjað þeim lögum samþykktar eftir undirskriftasöfnun.
  • Þá var enn og aftur reynt að semja og Lee Bucheit leiddi þá samninga og náði mjög ásættanlegum samningum skv því sem hann sagði. Alþingi samþykkti þá en forsetinn synjað þeim undirritunar eftir undirskriftasöfnun og þeir voru feldir í þjóðaratkvæðagreiðslu 60/40

Guðni Th var jú á þessum tíma sagnfræðingur og því bara almennur borgari. Hann kom ekkert að þessum samningum eins og við flest. Hann hefur sagt að hann greiddi atkvæði gegn Icesave 2 en sagði já vð Icesave 3 enda treysti hann á dómgreind manns sem var með þeim fremstu í heiminum í svona samningum.

Ég er svona að velta fyrir mér í vitleysis rausinu sem nú gengur að fólk sé bara ekki alveg í lagi. Ólafur neitaði að skrifa undir eftir að hafa fengi undirskriftir tugþúsunda manna. Hvað hefði Ólafur gert ef svo hefði ekki verið? Heldur fólk virkilega að Guðni hefði ekki gert slíkt hið sama ef hann hefði verið í stöðu Ólafs og fengi slíka áskorun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að því hvernig Davíð ræðst á Sjálfstæðisflokkinn. 

Flestir þingmenn flokksins, þar á meðal Bjarni Ben og Ólöf Nordal, greiddu atkvæði í Icesave eins og Guðni.

Völd ráðherra, sem jafnframt eru þingmenn, eru miklu meiri en völd forseta. Málflutningur Davíðs ber því með sér að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu óhæfir.

Sannleikurinn er sá það var rétt að samþykkja Buchheit-samninginn vegna þess að miklu meiri áhætta fylgdi því að hafna honum.

Halda menn virkilega að dómgreind þeirra sem vildu hafna samningnum hafi verið betri en samninganefndarinnar sem þótti einstaklega vel valin? 

Það er afleit stjórnsýsla að treysta á að vinna í fjárhættuspili. Þó að það takist einu sinni kemur að því að menn tapa stórt. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.5.2016 kl. 07:48

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er skot framhjá hjá honum.  Boltinn fer lengst uppí stúku.  

Jú jú, icesavekrossfararnir og þjóðrembingsbullurnar kætast, - en þær eru hvort sem er harðkjarnafylgi Davíðs.

Svona upplegg henta ekki akkúrat núna, að mínu mati.  Höfða ekki til breiddarinna.  

Þjóðrembingshjalið er orðið soldið þreytt eftir að hafa tröllriðið hér húsum í nokkur ár.  Allt loft farið úr því núna í bili, held ég.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.5.2016 kl. 09:42

3 identicon

Og það má nefnilega einmitt bóka að Davíð hefði skrifað undir Bucheit-samninginn, enda var hann samþykktur af flestum sjálfstæðismönnum á Alþingi, þar á meðal Bjarna Ben. Davíð hefði aldrei sent hann í þjóðaratkvæði, sama hvað mörgum undirskriftum "skríllinn" hefði safnað. Sama mun gerast næst þegar sjálfstæðisflokkurinn á þingi samþykkir umdeilt frumvarp (gjafgjörning til útvalinna). Þá mun Davíð ekkert tillit taka til vilja "skrílsins", sama hve margar þær verða undirskriftirnar. Það er alveg pottþétt og fyrirsjáanlegt og því má alls, alls ekki kjósa þennan mann í embættið.

Bjartur B. (IP-tala skráð) 18.5.2016 kl. 17:09

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið vinstri mennirnir eruð allir með ykkar samanteknu ráð um að falsa hér hlutina og m.a. að bera það á Davíð Oddsson, að hann hafi ekki verið á móti Buchheit-samningnum! En hann var ekki síður harður á móti honum heldur en þingflokkur Framsóknarmanna og fáeinir sjáfstæðis-þingmenn (Birgir Ármannsson og örfáir aðrir) sem gerðu uppreisn gegn Bjarna Ben. og hans "kalda mati" í málinu, en með því var Bjarni að svíkja yfirlýsta stefnu Landsfundar flokksins og ekki í síðasta sinn!

Leiðari Morgunblaðsins 11. apríl 2011 (aðalritstjóri: Davíð Oddsson):

11. apríl 2011 | Ritstjórnargreinar | 530 orð

Þjóðin fór með sigur af hólmi

Þjóðarnauðsyn og forgangsmál að ríkisstjórnin fari frá

Þjóðin stóð af sér atlöguna. Það var stórvirki. Ríkisstjórnin og aukinn þingmeirihluti sótti að henni. Baugsmiðlarnir, 365 og Fréttablaðið og RÚV hömuðust með ríkisstjórninni gegn þjóðinni. Samtök fjármálafyrirtækja settu stórar fjárhæðir til jámanna. Aðilar á vinnumarkaði, Samtök atvinnulífsins og ASÍ höfðu í hótunum við almenning um þróun kjarasamninga og Seðlabankinn, sem á þó að vera sjálfstæð stofnun, endurnýtti hluta af hræðsluáróðrinum sem hann hafði farið með við atkvæðagreiðslu um Icesave II.

„Fræðasamfélag“ Háskólans brást ekki heldur. Virðulegir og ágætir fyrrverandi ráðherrar vitnuðu um afstöðu sína í auglýsingum já-hópsins og þannig mætti lengi áfram telja. Meira að segja hæstlaunuðu lögfræðingar landsins, sem hafa haldið svo vel utan um gömlu útrásarvíkingana, létu til sín taka. Samkvæmt öllum viðmiðunum og lögmálum hefði þetta átt að vera ofurefli liðs og ósigrandi. En fólkið í landinu lét hvorki hótanir né hátignir rugla sig. Það sýndi þá staðfestu sem leiðtoga þess skorti svo hrapallega. Nærri 60 prósent kjósenda sagði nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ríkisstjórnin hefur sagt að Icesave-málið og samningar hennar um það sé mikilvægasta málið fyrir íslenska endurreisn. Þjóðin hefur í tvígang beinlínis hafnað leiðsögn ríkisstjórnarinnar í þessu stórmáli. Ríkisstjórnin hefði auðvitað átt að segja þegar af sér eftir fyrsta rassskellinn. En þá var afsökunin sú að hún hefði ekki tekið virkan þátt í baráttunni heldur setið í fýlu heima á meðan þjóðin greiddi atkvæði. Því var ekki til að dreifa þegar ríkisstjórnin var flengd í annað sinn. Það er fullkomlega siðblind ríkisstjórn sem ætlar að rembast við að sitja eftir jafn afgerandi afgreiðslu þjóðar á meginverkefni hennar eins og nú hefur gerst. Hún mun fljótlega átta sig á að henni verður ekki sætt að óbreyttu.

Nú gera stjórnvöld því skóna að reynt verði að misnota stofnanir í Evrópu, ESA og EFTA-dómstól, gegn Íslendingum. Ríkisstjórnin hefur andmælt röksemdum þjóðarinnar í tvö ár en þykist samt vera besti kosturinn til að gæta hagsmuna Íslands. Þeirri skoðun deilir enginn með ríkisstjórninni. Efnahagsráðherrann var kominn í sjónvarpsviðtal á kosninganótt til að ítreka að hann myndi þegar taka til við að flýta málarekstrinum gegn Íslandi. Í hvað liði er sá maður eiginlega?

Og ekki var björgulegt það sem Sky-fréttastofan hefur eftir Jóhönnu Sigurðardóttur: „The Icelandic Prime Minister Johanna Sigurdardottir has predicted „political and economic chaos as a result of this outcome“, but did not say if the government would resign.“ (Íslenski forsætisráðherrann hefur gefið sér að „stjórnmálalegt og efnahagslegt öngþveiti muni leiða af þessari niðurstöðu“ en upplýsti ekki hvort ríkisstjórnin myndi biðjast lausnar.) Og ekki var djarflegra upplitið á Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í BBC.

Augljóst er að þessir tveir sitjandi forystumenn ríkisstjórnarinnar annaðhvort geta ekki eða vilja ekki tala máli Íslands, hvorki inn á við né út á við. Það er ömurleg staðreynd. Allt önnur mynd var á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum. Þar fann hann að auki að framgöngu talsmanna atvinnulífsins, sem væru úrtölumenn og töluðu ekki máli sinnar eigin greinar. Því miður verður að taka undir þessi sjónarmið forsetans. Hinu er þó ekki hægt að neita að jafnógeðfelldar sem hótanir aðila vinnumarkaðarins í garð launamanna voru hefur sennilega ekkert eitt atriði tryggt að Nei yrði svo afgerandi niðurstaða sem raun varð á eins og það. Það er sjálfsagt að þakka þótt tilgangurinn með framtakinu hafi sjálfsagt verið annar.

Jón Valur Jensson, 18.5.2016 kl. 23:04

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og óvenjulega stutt ritstjórnargrein Moggans hér:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1374192

9. apríl 2011 | Ritstjórnargreinar | 37 orð

Nei er jákvætt

 

Víst er það skrýtið, virðist mér,

sem vilja jámenn ná fram:

Að hafa Icesave yfir sér

áfram!

 

 

Þetta viðhorf vel ég ei,

viti og rökum fáklætt.

Við skulum segja nei nei nei.

Nei er jákvætt.

 

                       Þórarinn Eldjárn

Jón Valur Jensson, 18.5.2016 kl. 23:11

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

ættið Og ritstjórnargrein Morgunblaðsins (aðalritstjóri: Davíð Oddsson) á kjördag, þ.e. seinni þjóðaratkvæðagreiðslunnar:

9. apríl 2011 | Ritstjórnargreinar | 504 orð

Nei sendir skýr skilaboð

Með því að segja Nei senda Íslendingar jákvæð skilaboð til umheimsins

Eva Joly skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hún benti á að erlendis væri fylgst vel með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar hér á landi um Icesave. Þar svíður skattgreiðendum að vera látnir taka á sig skuldir einkabanka en hér á landi á almenningur þess kost að hafna því að taka á sig slíkar skuldir.

Ef meirihluti kjósenda hafnar hinni ólögmætu skuldsetningu og vísar kröfunni til föðurhúsanna verða það mikilvæg skilaboð sem eftir verður tekið langt út fyrir landsteinana. Írar horfa til að mynda hingað eins og Lilja Mósesdóttir benti á í Morgunblaðinu í gær. Þar hefur verið tekin sú ákvörðun án þess að spyrja almenning, að hann skuli bera tapið af einkabönkunum, sem áður skiluðu eigendum sínum góðum hagnaði. Þetta þykir mörgum mikið ranglæti og skyldi engan undra.

Sömu sögu hefur Einar Már Guðmundsson rithöfundur að segja í framhaldi af samskiptum sínum við fólk erlendis, eins og fram kemur í athyglisverðri grein í Sunnudagsmogganum, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar er spurt: „Hversu langt er hægt að ganga og fara fram á að venjulegt fólk – bændur, sjómenn, læknar og hjúkrunarfræðingar – axli ábyrgð á föllnu bönkunum? Sú spurning, sem er kjarninn í Icesave-málinu, mun brenna á mörgum í ríkjum Evrópu.“

En Eva Joly lætur ekki þar við sitja að skrifa grein í íslenskt dagblað og hvetja til þess að Icesave-samningum verði hafnað. Hún skrifaði sama dag í breska dagblaðið Guardian þar sem hún í senn hvatti Íslendinga til að hafna ranglæti samninganna og útskýrði málstað Íslendinga fyrir Bretum, sem er nokkuð sem íslensk stjórnvöld hafa algerlega látið undir höfuð leggjast að gera.

Um málið hefur verið fjallað í fleiri erlendum blöðum. Tvö helstu stórblöð heims á sviði viðskipta, The Wall Street Journal og Financial Times, hafa tekið stöðu með Íslandi og gegn löglausum og ranglátum kröfum breskra og hollenskra stjórnvalda. The Wall Street Journal segir að Ísland ætti ekki að þurfa að bera kostnaðinn af aðgerðum Breta og Hollendinga og Financial Times segir að varla sé hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og hún sé að auki ósanngjörn og að Bretar og Hollendingar myndu aldrei endurgreiða kröfur á borð við þær sem þeir gera nú á hendur Íslandi. Allur heimurinn ætti að fylgjast með Íslandi, sagði Financial Times, og bætti við: „Himnarnir hrundu ekki þegar Íslendingar neituðu að borga fyrir mistök íslenskra bankamanna. Ef þeir hafna því aftur gæti það kveikt hugmyndir annars staðar.“

Og það eru ekki aðeins helstu viðskiptablöð heimsins sem taka sér stöðu með hagsmunum Íslands í Icesave-málinu. Helstu viðskiptablöð Íslands hafa gert hið sama. Frjáls verslun bendir á að ábyrgðin á Icesave hvíli ekki á skattgreiðendum og Viðskiptablaðið bendir á að Nei við Icesave gæti orðið fyrsta skrefið í vitundarvakningu almennings í baráttu gegn ríkisvæðingu fjármálakerfisins.

Með því að segja Nei í dag senda Íslendingar tvíþætt skilaboð til heimsbyggðarinnar sem ekki verða misskilin. Nei er hvatning Íslendinga til þess að almenningi verði framvegis hlíft við skuldum einkabanka og Nei er líka skýr skilaboð um að Íslendingar séu sjálfstæð fullvalda þjóð sem láti ekki beygja sig undir löglausar kröfugerðir.

 

Hættið svo að umsnúa staðreyndum, gömu Icesave-geiðslusinnar: Maggi B., ESB-Ómar Bjarki og ESB-Ásmundur!

Jón Valur Jensson, 18.5.2016 kl. 23:18

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ýmsir stafir í lyklaborði tölvu minnar eru orðnir býsna daprir, virka oft ekki! Afsakið það, en textinn skilst samt vel.

Jón Valur Jensson, 18.5.2016 kl. 23:21

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og enn til að kenna ykkur að skrökva ekki:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1374036/

8. apríl 2011 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

STAKSTEINAR

Erlendir fjárfestar í íslenskan banka

Ein helsta röksemd þeirra sem barist hafa fyrir því að íslenska þjóðin samþykkti Icesave I, Icesave II og nú Icesave III, er sú að án þess að bæta himinháum erlendum skuldum á ríkissjóð fáist ekki erlent fjármagn til landsins.

Ein helsta röksemd þeirra sem barist hafa fyrir því að íslenska þjóðin samþykkti Icesave I, Icesave II og nú Icesave III, er sú að án þess að bæta himinháum erlendum skuldum á ríkissjóð fáist ekki erlent fjármagn til landsins.

 

Þessi röksemd er svo vitlaus að flestir fara hjá sér við að ræða hana, en engu að síður skal hér bent á ný og forvitnileg tíðindi í þessu sambandi.

 

Fyrst má rifja upp að þrátt fyrir allar fullyrðingarnar um að ekkert fjármagn fengist til landsins án aukinnar skuldsetningar, hafa mörg innlend fyrirtæki einmitt fjármagnað sig erlendis á liðnum misserum í miðri Icesave-deilunni.

 

Raunar hefur komið fram að Icesave hafi ekki einu sinni borið á góma í þeim viðræðum, hvað þá að það hafi reynst alvarlega hindrun.

Það liggur þess vegna fyrir að þetta með erlendu fjármögnunina eru falsrök.

 

Engu að síður er athyglisvert, í ljósi þess að bankakerfið íslenska hrundi svo að segja í heild sinni, að nú eru sagðar af því fréttir að erlendir fjárfestar séu að koma með umtalsvert nýtt hlutafé inn í íslenskan banka, MP banka.

 

Ef það er rétt að erlendir fjárfestar séu að setja fé í íslenskan banka sem verið er að endurfjármagna vegna erfiðleika, ætli það megi þá ekki teljast enn ein vísbending þess að Icesave, sem snýst um bankareikninga, sé ekki sú fyrirstaða sem haldið hefur verið fram.

 

Eða á að reka þann áróður áfram?

 

Jón Valur Jensson, 18.5.2016 kl. 23:42

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hér kóróna ég skömm ykkar með þessu afriti:

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1374214/

9. apríl 2011 | Staksteinar | 213 orð | 1 mynd

STAKSTEINAR

„Mjög hóflegur“ Steingrímur

Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon

Verðmætamat manna er misjafnt eins og annað mat þeirra og lítið við því að gera. Verðmætamat alþýðuforingjans Steingríms J. Sigfússonar hefur komið smám saman í ljós á liðnum misserum og vekur athygli.

Verðmætamat manna er misjafnt eins og annað mat þeirra og lítið við því að gera. Verðmætamat alþýðuforingjans Steingríms J. Sigfússonar hefur komið smám saman í ljós á liðnum misserum og vekur athygli.

 

Á Alþingi á fimmtudag kom enn eitt dæmið um verðmætamatið fram, en þá var Steingrímur spurður um kostnaðinn vegna Icesave III samninganna, fyrirspurn sem hann hefur með ósvífnum klækjum og um langa hríð vikið sér undan að svara.

 

Ekki fengust heldur skýr svör að þessu sinni, en þó var upplýsandi að heyra lýsingu hans á greiðslum til innlendra aðila. Hann sagði erlendu aðilana hafa verið dýra, en þá innlendu „mjög hóflega“.

 

Þessir innlendu fengu að sögn Steingríms „mjög hóflegar“ greiðslur sem að vísu námu mörgum tugum milljóna króna.

 

Einhverjum kann að þykja þessar greiðslur fyrir hlutastarf í tæpt ár vera nær því að teljast mjög óhóflegar en mjög hóflegar. Sé svo er það aðeins vegna þess að viðkomandi skortir sjónarhorn Steingríms.

 

Þeir sem efast um að tugir milljóna fyrir hlutastarf í tæpt ár séu mjög hófleg greiðsla hafa líklega ekki þurft að sannfæra sjálfa sig og aðra um að greiðsla upp á tugi eða hundruð milljarða fyrir að samþykkja lögleysu sé mjög hófleg greiðsla.

 

En þegar menn hafa árum saman reynt að selja Icesave-samninga virkar allt annað mjög hóflegt í samanburðinum.

[Biðst sérstaklega afsökunar á því, að myndin af Icesave-hrappinum Steingrími fylgir með.  En áttið ykkur á því, að skömmin er hans og Jóhönnu, Össurar, Björns Vals & Co., ekki Davíðs Oddssonar. Og einn nytsami sakleysinginn var dr. Guðni Th. Jóhannesson, sem kaus Buchheit-samninginn, en hefði þó átt að vita betur, hefði a.m.k. getað reynt að sýna, að hann væri LÆS á lög! ---JVJ.]

Jón Valur Jensson, 18.5.2016 kl. 23:50

10 identicon

Þegar Predikarinm er kominn út í horn með allt niður um sig birtist Jón Valur og heldur bullinu áfram. 

Að halda því fram að formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, aðrir ráðherrar og flestir þingmenn flokksins hafi brotið gegn landsfundarsamþykkt er hreinn uppspuni.

Icesave umræðan hefur einkennst af mikilli minnimáttarkennd sem brýst út i þjóðrembumúgsefjun af verstu sort. Sjáið bara hvað gerðist:

Til að gera lokasamninginn voru valdir færustu menn og jafnvel leitað út fyrir landsteinana að formanni samninganefndarinnar. Árangurinn þótti almennt mjög góður og nefndin fékk mikið hrós.

70% alþingismanna samþykkti samninginn og yfir 60% landsmanna var hlynntur honum skv skoðanakönnunum. Ef allt hefði verið með felldu hefði málinu lokið hér.

Þjóðremban sem hófst með málskoti forseta er víti til að varast. Hún hefði getað endað skelfilega en sem betur fór sluppum við með skrekkinn. Það er hæpið að það gerist næst ef þetta heldur svona áfram.

Nú þegar Icesave hefur að fullu verið greitt úr slitabúi Landsbankans má gera sér nokkuð glugga mynd að því sem hefði gerst ef samningurinn hefði verið samþykktur.

Eins og greiðslurnar bárust hefðu vextirnir orðið 67 milljarðar. Þær töfðust hins vegar vegna gjaldeyrishafta sem að lokum var veitt undanþága frá.

Sú undanþága hefði eflaust verið veitt mun fyrr ef ríkið hefði þurft að greiða vextina svo að upphæðin hefði væntanlega verið mun lægri en 67 milljarðar.

Í samningnum var ákvæði sem tryggði okkur gegn öllum viðbótarkröfum. Ef við hefðum samþykkt hann hefðum við ekki þurft að greiða 20 milljarða sem Tryggingarsjóðurinn samdi um greiðslu á til að losna við málaferli. 

Heildarkostnaður vegna Icesave hefði því varla verið meiri en 40 milljarðar. En þá á eftir að taka tillit til þess kostnaðar sem höfnun samningsins leiddi til. 

Þegar ÓRG boðaði til fyrri þjóaratkvæðagreiðslunnar var lánshæfismat Íslands lækkað niður í ruslflokk þar sem það var næstu misserin. Við það hækkuðu vextir ríkisins við útlönd, viðskiptasambönd versnuðu, gengi krónunnar lækkaði ofl.

Að mínu mati hlýtur þessi kostnaður ríkisins að hafa verið meiri en 40 milljarðar sem þýðir að samþykkt samningsins hefði ekki kostað okkur neitt svo að ekki sé meira sagt.

Það hefði þó réttlætt samþykkt samningsins þó að kostnaðurinn hefði verið umtalsverður enda var tilgangurinn með honum að taka ekki áhættu á miklu hærri kostnaði.

Ábyrgir menn taka ekki gífurlegar áhættur fyrir framtíð Íslands og komandi kynslóðir. Það er ekki boðleg stjórnsýsla að taka slíkar áhættur að óþörfu.

Íslendingar þurfa ekki að hafa minnimáttarkennd sem auðveldlega brýst út í þjóðrembu af verstu sort. Það getur ógnað framtíð komandi kynslóða. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.5.2016 kl. 00:18

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Ásmundur", sem sennilega er útsendari Evrópusambandsins, eins og ýmis skrif hans annars staðar benda til (og þá trúlega á launum við slíkt, enda ekkert mál fyrir stórveldi), gengur hér algerlega fram hjá því, að Ísland hafði réttinn með sér í þessu máli, eins og EFTA-dómstóllinn úrskurðaði. 

Fjas "Ásmundar" um "gífurlegar áhættur fyrir framtíð Íslands og komandi kynslóðir" styður hann engum rökum. "Ásmundur" minnist ekki á þau lög, sem Íslendingar höfðu með sér í þessu máli (íslenzka innleiðingu á Tilskipun 94/19EC), hvað þá heldur á hitt, að 60% landsmanna höfnuðu Buchheit-ólögunum.

20 milljarða greiðsla Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta var lögbundin og kom Buchheit-samningnum ekkert við, en sú greiðsla kom ekki úr ríkissjóði, heldur sjóði sem myndaðist með iðgjöldum banka og annarra fjármálastofnana á mörgum árum.

Jón Valur Jensson, 19.5.2016 kl. 11:01

12 identicon

Merkilegt með Jón Val, hann eyðir óhemjutíma í að kynna sér Icesave og skrifa um það en hefur þó ekki hugmynd um út á hvað málið gekk.

Hann heldur að málið hafi snúist um val á milli þess hvort ríkið greiddi Icesave eða ekki. Málið virðist hafa verið of flókið fyrir hann.

En þó að málið sé of flókið fyrir hann er undarlegt að hann hafi ekki velt því fyrir sér hvers vegna var þá gerður samningur. 

Eða hvers vegna samninganefndin mælti með því að greitt yrði skv samningnum úr því að JV telur það hafi verið í boði að greiða ekki neitt. Og hvers vegna vöruðu sjö þekktustu lögmenn landsins við hugsanlegum afleiðingum þess að samningnum yrði hafnað?

Aðalatriði varðandi Icesave er hvort áhættan sem fylgdi því að hafna samningnum hafi veri réttlætanleg og hve mikið við hefðum þurft að greiða ef samningurinn hefði verið samþykktur.

Athyglisvert er að JV hefur lítið að athuga við rök mín fyrir því að við hefðum sloppið mjög vel ef við hefðum samþykkt samninginn. Hvað er þá málið?

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.5.2016 kl. 14:13

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þýðir nokkuð að rökræða við málsvara ofbeldisvalds, mann sem neitar að átta sig á rangindum brezku og hollenzku stjórnanna -- og Evrópusambandsins að taka þátt í þeim rangindum með þeim, þvert á móti löggjöf sjálfs Evrópusambandsins (Tilskipun 94/19/EC)? Sú tilskipun var staðfest af EFTA-dómstólnum sem gild hér í því máli, enda innfærð hér í lög nokkrum árum eftir útgáfu hennar í ESB.

Tjóar nokkuð að deila við mann, sem virðist ólæs á þau lög og heldur því sífellt fram, ranglega, að einhver "áhætta" hafi verið fólgin í því að leyfa þeim lögum að ráða í málinu? Hefur hann aldrei orðið var við rangsnúna og jafnvel keypta íslenzka lögfræðinga á liðnum árum? Tekur hann meira mark á þeim en t.d. dr. Stefáni Má Stefánssyni, prófessor í HÍ í Evrópurétti, auk Sigurðar Líndal, Reimars Péturssonar o.fl.? -- sem reyndust hafa rétt fyrir sér skv. úrskurði EFTA-dómstólsins!

Öllum ríkjum á EES-svæðinu var skv. tilskipuninni óheimilt að tryggja bankareikninga á borð við Icesave, enda væri ríkisábyrgð á þeim bein leið til að raska jafnvægi bankaviðskipta í álfunni, þar sem bankar þeirra landa, þar sem ríkisábyrgð ríkti, myndu soga til sín innlánsfé frá þeim löndum, þar sem engin slík ríkisábyrgð væri. Og er það ekki auðskilið?

Ég veit vel, af hverju Icesave-samningarnir voru gerðir: vegna ógnunarvalds ESB í þágu tveggja meðlimaríkja þess og vegna misnotkunar AGS í þágu þeirrar ógnunar líka. Ísland átti ekki að komast upp með neitt múður, bert valdið átti að knosa okkur og auðsveipna ríkisstjórn Jóhönnu!

Ég staðfesti svo hvergi þær fullyrðingar "Ásmundar" ESB-manns, að "við hefðum sloppið mjög vel ef við hefðum samþykkt samninginn," það hefðum við alls ekki gert, værum nú búin að borga hartnær 80 milljarða króna vegna Buchheit-laganna í einbera vexti, óafturkæfa og í pundum og evrum (sjá hér: Krónuteljari við svartholið Icesave = http://samstadathjodar.123.is/page/32915) og þar að auki orðin formlega ærusvipt (af okkar eigin samningamönnum og 70% alþingismanna!) í augum umheimsins vegna meintra brota landsins (sem engin voru!) gegn Icesave-innistæðueigendum. Enn harðari kárínum hefðum við svo orðið fyrir af upphaflega Svavarssamningnum.

"Ásmundur" hefur aldrei staðið með rétti ríkissjóðs okkar og þjóðarinnar í þessu máli öllu, enda ekki hlutverk hans! Hann er mjög áþekkur í skrifum sínum og þeir dulnefnis-menn, sem á vefjum brezkra blaða voru greinilega að skrifa fyrir Whitehall í þessu máli, eins og þeir gera í fleiri málum til að verja hagsmuni gamla brezka heimsveldisins og réttlæta rangindi Breta, hvort heldur í landhelgismálinu eða Icesave-málinu. En það var frá upphafi rangt að ætlast til, að ríkissjóður okkar væri ábyrgur fyrir Icesave-skuldum einkabankans. Davíð Oddsson hafði frá upphafi rétt fyrir sér, að okkur bar ekki að greiða þessar skuldir óreiðumanna.

Jón Valur Jensson, 20.5.2016 kl. 08:32

14 identicon

Enn sýnir Jón Valur fáfræði sína.

Þeir lögfræðingar sem hann vísar til tjáðu sig eingöngu um þann hluta málsins sem varðaði ábyrgð ríkisins á innistæðutryggingarsjóðnum. Aðeins Veigar vildi að þjóðin hafnaði samningnum. 

Meiri óvissa var um hinn hlutann sem snerist um meinta ólöglega mismunun á innistæðum eftir því hvort þær voru hér á landi eða erlendis. Stjórnvöld höfðu ábyrgst íslenskar innistæður en ekki erlendar sem var talið brot á EES samningnum.

Auk þess hafði AGS og nágrannaríkin sett sem skilyrði fyrir lánum að Ísland semdi um Icesave við Breta og Hollendinga. Þetta voru einu erlendu lánin sem okkur stóðu til boða og við hefðum getað staðið undir.

Öll erlend lán fyrir hrun voru skammtímalán. Okkur bráðlá á nýjum lánum til að geta greitt eldri lán á gjalddaga.

Ég man eftir viðtali við Sigurð Líndal líklega eftir Icesave 1. Honum leist ekki á blikuna en bætti við a við værum sigruð þjóð og yrðum að sætta okkur við þetta.

Að sjálfsögðu var mikil óvissa um hvernig málinu myndi lykta. Jafnvel SDG og ÓRG voru uggandi um niðurstöðuna daginn áður en dómur var kveðinn upp. ÓRG var spurður um ábyrgð sína ef málið myndi tapast.

Hann sagðist ekki bera neina ábyrgð. Ábyrgðin væri öll þjóðarinnar.

Fáfræði Jóns Vals og ruglingur stafar ekki endilega af því að hann skorti greind til að sjá málið í réttu ljósi. Ástæðan er meðal annars að hann er illa haldinn af þjóðerningsrembingi sem er ein tegund af veruleikaflótta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 09:53

15 identicon

Leiðrétting:

Ástæðan er meðal annars að hann er illa haldinn af þjóðernisrembingi sem er ein tegund af veruleikaflótta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 13:42

16 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón Valur. Hættu að svara þessari póliísku raggeit sem er á launum hjá ESB-trúboðinu og Brussel-áróróðursmaskinuinni. Hver nennir að eyða tíma í svona andskotans raggeit sem þorir ekki einu sinni að koma fram undir fullu nafni. ?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.5.2016 kl. 14:01

17 identicon

Í rökstuðningi mínum fyrir því að við hefðum sloppið mjög vel frá því að samþykkja Buchheit-samninginn vildi Jón Valur ekki viðurkenna að 20 milljarða greiðsla tryggingasjóðsins til Breta og Hollendinga hefði skipt máli.

Þó að það sé rétt að sú greiðsla komi ekki beint úr ríkissjóði þá er þetta fé sem almenningur greiðir að lokum vegna þess að bankarnir þurfa auknar tekjur til að greiða sem því nemur í tryggingarsjóðinn.

Þar að auki er ríkið eigandi bankanna að miklum meirihluta. Arðgreiðslur til ríkisins verða því miklu minni þegar útgjöld bankanna aukast um 20 milljarða.

Aðalatriðið er að Íslendingar greiddu Bretum og Hollendingum 20 milljarða umfram það sem slitabú Landsbankans greiddi sem hefði ekki komið til ef Buchheit samningurinn hefði verið samþykktur.

Svo skiptir einnig miklu máli að hér er um að ræða greiðslur í gjaldeyri.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 09:31

18 identicon

Gamli Símahrellirinn (lesist JVJ) ætti að lesa sér til í Rannsóknarskýrslu Alþingis um DO.

thin (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband