Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú bara ekki nóg!

Heyrði viðtal við Gissur forstjóra Vinnumálastofnunar sem taldi það til marks um aukið aðhald þeirra að þeir væru nú búnir að fara fram á fjárnám í einu fyrirtæki þar sem það greiddi ekki dagsektir. Fram kom hjá honum að þetta fyrirtæki væri með yfir 70 starfsmenn í vinnu og hugsanlegt að þeir væru leigðir þaðan til annarra fyrirtækja. Þá kom fram í frétt ruv að hópur þessara 1700 óskráðu verkamanna væru að fá laun sambærileg við laun í Lettlandi sem væru um 30. 000 kr á mánuði. Eins þá búa starfsmenn við afleitar aðstæður oft á tíðum.

Úr frétt á www.ruv.is

Sumir hafa unnið hér mánuðum eða misserum saman og þegið fyrir laun eins og þau tíðkast í Litháen eða öðrum löndum Austurevrópu, kringum þrjátíu þúsund, fullyrða talsmenn verkalýðshreyfingarinnar. Aðrir starfa á strípuðum taxta eða þiggja liðléttingakaup og búa við næsta frumstæðar aðstæður.

Af hverju eru þessi fyrirtæki bara ekki stöðvuð strax. Þau hafa ekki leyfi til að vera með starfsfólk í vinnu sem ekki hefur kennitölu og borgar því ekki skatt af sínum launum. Það á ekki að beita neinum vettlingatökum heldur stöðva þau strax þar til að þau hafi komið þessum málum í lag.

Ætlum við að láta það spyrjast út um okkur að við séum að verða gróðrastýja fyrir nútíma þrælahald?


mbl.is Eftirlitsátak vegna erlendra starfsmanna hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband