Leita í fréttum mbl.is

Held að ríkisstjórnin ætti að flýta sér hægt núna!

Hef verið að velta fyrir mér hvað er réttast að gera í þeirri stöðu sem nú er komin upp  hér á landi!

  • Það er nokkuð ljóst að til þess að ná niður verðbólgunni verður m.a. nauðsynlegt að:
    • Minnka neyslu
    • Draga úr framkvæmdum sem auka þenslu
    • Auka sparnað

Í framhaldi af þessu er maður að velta fyrir sér eftirfarandi:

  • Það stendur til að ráðast í álversframkvæmdir í Helguvík og maður veltir þá fyrir sér eftirfarandi:
    • Varðandi orkuöflun fyrir álverið. Mér skilst að Hitaveita Suðurnesja ætli að skaffa þeim einhvern hluta og OR eða Landsvirkjun rest. Hvernig er með lánakjör sem bjóðast þessum fyrirtækjum núna verða þetta ekki rándýr lán?
    • Eða hvernig er með lán fyrir Norðurál í Helguvík. Er það fyrirtæki ekki skráð hér á landi og þarf að sætta sig við íslensk kjör á lánum.
    • Getur verið að tími þessara framkvæmda eigi eftir að valda orkufyrirtækjum okkar vandamálum í framtíðinni

 

  •  Eins þá fer maður að velta fyrir sér að ef að Seðlabanki auðveldar bönkum aðgengi að fjármagni. Fara þá bankarnir ekki aftur af stað með húsnæðislánin fyrir alvöru? Og leiðir það ekki til að húsnæðisverð fer aftur að hækka og þar með verðbólgan líka.
  • Væri ekki skynsamlegt að setja nú inn tímabundið  einhverjar reglugerðir eða lög sem hvetur fólk til að spara. T.d. að fé sem lagt er inn á reikninga sem eru bundnir í 12 mánuði séu frádráttarbærir frá launum eins og lífeyrisgreiðslur í dag.

Held að allir sem eru að kalla eftir aðgerðum vegna stöðumála verði að leggja fram heildstæðar tillögur sem taka á öllum þáttum þessara vandamála. Ég er orðinn þreyttur á því að fólk sé að kalla eftir aðgerðum en koma svo ekki með neinar tillögur. Það eitt að reka Davíð og bankastjórina dugar ekkert. Það eitt að taka gjaldeyrislán og tryggja gjaldeyrisforða dugar ekkert sér.

Við verðum auðsjáanlega að hægja á hér á landi og ég vill fá vel útfærðar aðgerðir. Engar skyndilausnir þar sem að árangur getur orðið verri en enginn.


mbl.is Spáir 10% verðbólgu í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband