Leita í fréttum mbl.is

Ég hvet fólk til að lesa heimasíðu Björns. Nú á að kæfa ESB umræðu aftur.

Mér er t.d. hulin ráðgáta af hverju alltaf er verið að vitna í Jón Daníelsson eins og hann hafi hina einu réttu skoðun. Hann m.a. predika að prenta seðla og taka í kjölfarið á okkur gríðarlega verðbólgu. Í hann vitnar björn um að hættulegt sé að tala um evru og ESB að svo stöddu.

Og m.a. vitnar Björn í viðtal við Jón Daníelsson sem segir:

„Það er langtíma pólitísk spurning, sem íslenska þjóðin getur tekið afstöðu til þegar stundir líða fram. Það er fullkomlega ótímabært. Þar fyrir utan hefur Evrópusambandið nóg að gera og hefur engan tíma til að taka afstöðu til Íslands um þessar mundir. Ef landið verður svo rjúkandi rúst eftir einhverja mánuði er vafamál að sambandið hafi áhuga á að fá Íslendinga í hópinn.“

Þarna er Jón farinn að gefa sér full mikið finnst mér. Hvað í ósköpunum á maðurinn við? Heldur hann að þarna séu bara nokkrir starfsmenn? Og hvað eigum við að hans mati að bíða lengi. Kannski þar til að næsta hrun skellur á okkur. Menn hafa bent á að nær allar þjóðir sem gegnið hafa í ESB undafarna áratugi hafa gengið þar inn eftir að hafa orðið fyrir efnahagsáfalli. T.d. Svíþjóð, Finnland og mun fleiri ríki.

Og síðar segir Björn:

Evrópuumræðum verður enn á ný að skipa á þann veg, að þær þvælist ekki fyrir hinum brýnu úrlausnarefnum líðandi stundar.

Held að þetta eigi að vera stefna Sjálfstæðismanna þ.e. að drepa þessa umræðu niður og koma aftur á sama kerfi og hér hefur verið.


mbl.is Ríkisstjórn og seðlabanki verða að ganga í takt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn fjórði stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Stærstur er "Flokkur óákveðinna" með 40%, en næst kemur síðan Samfylkingin með 37% og VG með 27%.

Þú skalt ekki halda að þetta hafi ekki einhver áhrif innan flokksins. Er þetta hefur engin áhrif mun fylgið halda áfram að hrynja og fara niður 15-20%.

Þá er óhjákvæmilegt að annað hægri framboð komi fram á sjónarsviðið til að berjast um þau 45% kjósenda, sem eru óákveðnir. Það væri ekki óvarlegt að álykta að slíkur flokkur næði 20-25% fylgi.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.11.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband