Leita í fréttum mbl.is

Vinstri sveifla en er hún til góðs? Evrópuflokkur?

Ég sem jafnaðarmaður fagna náttúrulega að fólk skuli átta sig á að til að manneskjulega verði tekið á þeim vandamálum sem við göngum nú í gegn, verði það að leita til þeirra flokka sem leggja áherslu á jöfnuð. En til þess að við fáum einhverja almennilega framtíðarsýn er ég þó hugsi vegna andstöðu Vg við aðildarumsókn að ESB.

Því tel ég grundvöll nú fyrir að fólk úr öllum flokkum sem vilja taka upp viðræður við ESB kljúfi sig út evruflokkurinnúr sínum flokkum og myndi tímabundið flokk sem hefði það að höfuð markmiði að ganga í ESB. Önnur helstu baráttumál þess flokks yrði einskonar sáttmáli milli ólíkra aðila í Evrópuflokknum. Flokkurinn gæti sett sólarlag um hversu lengi hann ætlaði að starfa og yrði slitið eftir að við erum gengin inn í ESB eða fyrir næstu kosningar þar á eftir. 

Síðan yrði þá samstaf við Samfylkingu eftir næstu kosningar um aðildarumsókn að ESB

Held að vegna þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn ætla ekki að taka tillit til vilja meirihluta þjóðarinnar sé þetta eini möguleikinn ef við ætlum ekki að bíða í 10 eða 20 ár eftir ákvörðun eða næsta hruni efnahagslífsins.


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér hefur verið sagt að það gæti verið um 3 til 5 milljarðar sem við borgum umfram það sem við mundum fá frá ESB. ENNN þá er ekki verið að tala um hag neytenda sem mundu borga mörgum milljörðum fyrir neysluvörur. Skuldir mundu bera lægri vexti og verðtrygging mundi leggjast af enda yrði gengið stöðugt. Og þar mundu sparast milljarða tugar.

Þannig að ég fá + út úr þessu dæmi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband