Leita í fréttum mbl.is

Alveg er þetta makalaust!

Við erum hér með embættismann. Þessi maður á að leika eitt af lykilhlutverkum í efnahagslífi okkar. Og þáttur embættis hans er eitt það stærsta nú á þessum krepputímum.

Það má segja að í hvert sinn sem hann opnar munninn  þá setji hann allt á hliðina:

Maður man náttúrulega eftir viðtalinu þar sem hann átti í Kastljósi

Ræðan á fundi Viðskiptaráðs

Og nú þetta viðtal við danska héraðsblaðið.

Og þess á milli skeyti frá honum um að hann hafi nú varað við oft og iðulega.

Hann segir að hann hafi sagt ríkisstjórninni í júní að hann hafi talið 0% líkur á að bankarnir mundu lifa af. En Ingibjörg kannast ekki við það og Geir segir skv www.dv.is :

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði um þessi orð seðlabankastjórans, að þarna væri Davíð að vitna í símtal, sem þeir hafi átt í sumar sem hann, Geir, muni þó reyndar ekki sjálfur eftir! Þeim fjölgar því ört dæmunum um frásagnir Davíðs af tveggja manna tali sem viðmælendurnir kannast ekki við. Kannski er ráðið fyrir þá, sem framvegis lenda á slíku hljóðskrafi með seðlabankastjóranum, að hafa með sér segulband til öryggis.

 

Maður spyr sig hvort að öðrum ríkisstarfsmönnum yrði leyft að láta svona?  Ég leyfi mér að efast um það.

Maður spyr sig líka þess að ef hann vissi af því að ástandið var svona slæmt af hverju lét hann nægja að segja svona frá þessu í framhjá hlaupi á fundum. Af hverju kallaði hann ekki opinberlega samráði og barði í borðið. Hótaði afsögn ef ekki yrði brugðist við. Eða best af öllum kom með hugmyndir að lausnum? En það hefði maður haldið að væri einmitt í verkahring Seðlabankastjóra. Þess vegna ráða aðrar þjóðir sérfræðinga í þessa stöðu.

En látum það vera. Fyrst að hann nýtur ekki trausts af hverju er hann ekki settur af. Hann þarf ekki að hafa gert neitt sakhæft, en þjóðarhagsmunir krefjast þess að einhver annar leiði starfið í Seðlabankanum. Það er með öllu óhæft að annar stjórnarflokkurinn treystir ekki manninum. Og það er nóg ástæða fyrir að honum sé skipt út.


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seðlabankinn nýtur ekki trausts, ekki heldur FME.  Hvorki nýju bankarnir né skilanefndir gömlu bankanna njóta trausts.  Ríkisstjórnin hefur sýnt það svo að ekki verður um villst að hún er algjörlega vanhæf og með öllu ófær til að takast á við þann vanda sem nú er við að etja.  Rótækra breytinga er þörf og það strax.

Fannar (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:47

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Davíð sækir í drottningarviðtöl erlendis og talar eins og hann hafi verið eini vitiborni maðurinn á Íslandi, hann hafi varað við þessu öllu saman en landar hans eru svo vitlausir að þeir vildu ekki hlusta. Blaðamenn á Íslandi er svo voðalega undrandi að hann tali við erlenda fjölmiðla en ekki íslenska, auðvitað er betra fyrir hann að halda þessum málum svona til haga. Hann fengi ekkert tækifæri til að bulla svona út í bláinn við íslenska fjölmiðla. Þvílíkur brandi, maður sem hefur stjórnað hérna í 15 ár, byggt upp þetta kerfi og lofað það fram og til baka, klúðraði svo málum svo afgerandi í seðlabankanum að það er Evrópumet ef ekki heimsmet, síðan er maður bara alsaklaus núna. Þvílíkt fífl.

Það á að húðstrýkja manninn opinberlega. 

Jón Gunnar Bjarkan, 6.12.2008 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband