Leita í fréttum mbl.is

Útifundurinn á Austurvelli

Var að hlusta á ræðurnar á Austurvelli áðan.

Fyrri ræðumaðurinn var kynntur sem eini maðurinn sem hefði misst allt sem Hörður hafði fundið sem þorði að tala opinberlega.

Held til að byrja með að menn sem ætla að hafa áhrif á umræðuna verði að að fá einhverja til að lesa ræðurnar yfri fyrir sig. Þó ég skrifi og tali vitlaust þá var þetta svo áberandi hjá honum. Auk þess sem hann talaði út og suður.

  • Hann talaði eins og það væru samantekin ráð hjá fjármögnunarfyrirtækjum, íbúðarlánasjóði, verkalýðsfélögum, líffyrirsjóðum, stjórnvöldum og Alþingi að ráðast að fólki.
  • Hann talaði um að Íbúðarlánasjóður væri ekkert of góður til að fella niður verðtryggingu. Jafn vel þó það sé ljóst að þá mundi hann verða gjaldþrota innan nokkra mánuða. Enda líka ljóst að ef hann einn ætti að afnema verðtryggingu mundi þurfa að hækka vexti í um 20%.
  • Hann talaði um að verkalýðs félögin gengju erinda auðmanna þegar þau styðja ekki afnám verðtrygginga á lífeyrissjóðlán. Hann talaði um að lífeyrissjóðir landsins væru hlutfallslega stærri en olíusjóður Norðmanna. Hann bara gleymdi því að við sjálf eigum lífeyrissjóðina og þeir eru reiknaðir þannig að hver árgangur landsmanna eigi að geta fengið greitt úr þeim þegar þeir eldast. Hann gleymdi því að þeir voru að tapa nú síðustu vikur um 25% af eignum sínum.

Ekki það að ég er á móti verðtryggingu eins og aðrir en ég tel að henn verði ekki aflétt nema að við tökum upp nýja gjaldmiðil eða tengingu við aðra mynt.

En það sem var þó eftirtektarvert hjá honum var að allt þjóðfélagið var undirlagt undir umræðunni hér fram á þetta ár að gengistryggðlánin væru það besta. Og ekkert hlustað á hina sem vöruðu við þessum lánum. Enda voru þau boðin á kostakjörum. En þetta með bílinn hans og skuldir er náttúrulega leiðinlegt og eingöngu milli hans og fjármögnunar fyrirtækis hans. Fyrirtæki eru að fara í þrot út um allt og oft vegna þess að þau eru svo skuldsett. Og dráttarbíll er náttúrulega í sjálfu sér fyrirtæki.  Það er ekki Lýsingu að kenna að gengið féll.

Finnst samt að þeir sem tala þarna og annarstaðar verði að passa sig varðandi staðreyndir. Þeir geta verið skoðanamyndandi fyrir fólk sem ekki hefur kynnt sér málin og því verða þeir að fara með rétt mál.

Eins er ekki rétt að mínu mati t.d. að alhæfa eins og " allir þarna á Alþingi eru algjörir aumingjar" og fleira svona sem ég heyrði og nenni ekki að tiltaka hér.

Gerður Kristný var mjög góð.

Loks ítreka ég eins og ég hef áður sagt að Hörður og co verða að koma með raunhæfa möguleika á því hvað á að koma í staðinn fyrir alla sem þeir vilja að segi af sér. Og hvernig á að velja þá?

 

 


mbl.is „Ábyrgðin er ekki okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Við eigum kreppuna skilið, líkt og ég bendi á á minni síðu Íslendingar farnir að kóga með ráðamönnum og bankaræningjum.

Sævar Einarsson, 6.12.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband