Leita í fréttum mbl.is

Frábært - En smá spurning?

Finnst þetta frábært hjá fólki að snúa þessari ofbeldisþróun aðeins við. ÉG var nú búinn að blogga um það oft nú síðustu daga að því þyrfti að breyta.

En er að velta fyrir mér hvort að fólk þurfi nú ekki aðeins að velta þessum mótmælum fyrir sér? Ef fólk er að mótmæla stjórnvöldum þá væri nú kannski í lagi að hafa mótmælin mest á þeim tíma sem menn eru að störfum? Í sjálfu sér allt í lagi að mótmæla allan sólarhringinn en menn endast kannski ekki eins lengi þá.  

Og eitt enn! Eru allir búnir að gleyma Davíð? Af hverju er ekki mótmælt við Seðlabanka?

En frábært að það skyldu ekki koma hópar til að eyðileggja fyrir hinum í dag.

Og til stjórnmálamanna!

Þó að fólk hafi kosið að hafa mótmæli friðsamleg þá skulið þið athuga það að ykkur ber að halda áfram að leita lausna við réttmætum kröfum fólks sem fyrst. Ekki misnota það að fólk kýs að hafa mótmælin friðsamleg.  Frekar að verðlauna það með réttum ákvörðunum. Fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand!


mbl.is Mótmælt í góðri sátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Það er Geir sem ber ábyrgð á því að Davíð er enn að störfum - því er best að beina mótmælunum að honum og hans stjórnarliði.

Birgitta Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 06:23

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er alveg rétt Birgitta. En mér datt í hug að það væri rétt að minna Geir á það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.1.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband