Leita í fréttum mbl.is

Farið nú að hætta þessu! - þetta er að verða bull.

Þetta er nú að verða full langt gegnið. Það er búið að segja Forstjóra FME upp og hann á nú bara óvart sín réttindi sem embættismaður ríkisins. Á hann hefur ekki verið sönnuð brot í starfi. Hann hefur starfað eftir þeim reglum og lögum sem um hann voru sett. Og ég er alveg óskapleg þreyttur á því að menn séu alltaf að tala um starfslok sem eina greiðslu. Þetta eru laun í uppsagnarfresti. Held að fólk átti sig á hvað þetta er hallærislegt. Ef maður með 600 þúsund á mánuði er sagt upp þá eru það starfslok upp á 1,8 milljón. Hingað til hefur verið talað um tíman og hann er að fá 12 mánaða starfslok. Held að þetta sér skv. lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eða hluti af ráðningasamning hans nema hvoru tveggja sé. Þessi laun greiðast m.a. af gjöldum sem fyrirtæki greiða til FME held ég.

Eins nú þegar stjórnin er búin að segja af sér og næsta stjórn kemur til með að hreinsa út úr Seðlabanka, þá finnst mér að Raddir Fólksins ættu nú að fara að vinna að einhverju uppbyggilegu eins og að koma með hugmyndir að því hvernig þeir vilja byggja hér upp. Það er óþarfi að drulla hér yfir alla þingmenn. Það verður jú kosið fljótlega.

Raddir fólksins hljóta að gera sér grein fyrir að þó það sé nauðsyn að breyta hér stjórnarskrá, kosningalögum, og koma á virkara lýðræði þá er ekki hægt að smyrja því ofan á brauð. Við erum á víðsjárverðum tímum þar sem við þurfum að leggjast á árar við að byggja hér upp og skapa verðmæti til að geta komist hér út úr kreppunni. Það verður ekki gert á stjórnlagaþingi. Og það ætti öllum að vera ljóst að stjórnarskrá verður ekki tilbúinn fyrir næstu kosningar.Einfaldlega vegna þess að stjórnarskrá þarf að taka mið af hagsmunum þjóðarinnar ekki bara hugmyndir nokkra aðila sem kalla sig grasrót. Þar þarf að fara um allan heim og týna til í hana öll þau bestu atrið sem aðrar þjóðir hafa gert. Þetta krefst vinnu og þolinmæði, því annars situm við uppi með handónýtt gagn sem við förum ekki eftir eða eigum auðvelt með að fara í kring um.

Flestir stjórnmálamenn sem talað var við í dag og forsetinn voru einmitt að opna á stjórnlagaþing og er það ekki það skynsamlegasta. Til þessa þings yrði boðið öllum þeim færustu sérfræðingum sem við eigum í Siðfræði, stjórnsýslufræðum, lögfræði og mannréttindamálum. Þessu þingi yrði falið að skila af sér t.d. í lok ársins og á næsta ári yrði þing rofið og kosið um nýja stjórnarskrá.

En fyrir alla muni leyfið nú nýrri stjórn og Alþingi að fara að vinna að því sem skiptir máli núna og á næstu mánuðum/misserum.


mbl.is Áfangasigrar í langri baráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband