Leita í fréttum mbl.is

Ef við hefðum hlutstað á sérfræðingana?

Svona í framhaldi af Silfri Egils í dag þar sem hann á tímabili byrjaði að ausa úr viskubrunni sínum yfir Árna Pál um að við hefðum nú getað með því að grípa til aðgerða 2007 eða snemma árs 2008 gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta hrun sem varð hér. En semsagt í framhaldi af þessu þá datt mér í hug hvað sérfræðingar hafa verið að ráðleggja okkur. Bara það sem mér dettur í hug í bili:

  • Taka upp nýjan gjaldmiðil einhliða. Menn hafa nefnt:
    • Evru: En margir ráðlagt okkur frá því
    • Dollar: Margir talið það glapræði
    • Norska krónu: Norðmenn vilja ekki sjá það
    • Svissneska franka

Er skrítið að ríkisstjórn eigi vanda á höndum að ákveða sig þegar allir tala í hringi.

  • Ef að við hefður farið í aðgerðir gegn bönkunum og útþennslu þeirra 2007 eða 2008
    • Eru líkur á að lánshæfismat þeirra hefði hækkað
    • Gert hefði verð áhlaup á þá
    • Þeir hefðu lent í þroti mun fyrr og við verð komin í bullandi kreppu 5 mánuðum eða meira áður hún raunverlega skall á
  • Skuldir heimila og fyrirtækja
    • Fella niður flatt 20% af öllum skuldum. Þykir mjög hæpið af mörgum
    • Afnema verðtryggingu. Sumir segja að það sé algjört rugl
    • Hjálpa þeim sem eru í mestri neyð með greiðsluaðlögun

Þetta síðast talda er að koma til framkvæmda

  • IceSave:
    • Neita að borga og fara með þetta fyrir dómstóla. Þrátt fyrir að á þeim tíma hafi öll viðskipti okkar við útlönd og með gjaldeyri verið lokuð og bönnuð
    • Semja við Breta um þessar skuldir: Það er nú einmitt verð að því.
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
    • Ekki taka lán frá honum því þá komi hann til með að stuðla að því að við mundum missa allar auðlyndir okkar
    • Semja við AGS sem allra fyrst. Margir sem halda því fram að það hafi ekki verið gert nógu snemma vegna andstöðu m.a. innan Seðlabanka við að leita til þeirra.
  •  Ekki setja neyðarlög frekar gjaldþrot bankana.
  • Rannsóknir á hruninu:
    • Setja alla sem komu að málefni banka og útrásar í fangelsi. Þetta gætu verið 2 til 500 manns.
    • Frysta allar eigur þessara mana. Jafnvel þó þær séu erlendis. Veit ekki alveg hvernig  við eigum að geta fryst eitthvað sem er í banka sem er í örðu landi.
    • Rannsóknargögnum eytt. Það hefur verið talað um það að bankarnir muni eða hafi eytt göngum vegna þess hvað rannsóknin hefur dregist. En staðreyndin er víst sú að FME tók afrit af öllum rafrænum gögnum bankana strax eftir hrun og eru þau geymd í tvíritum
    • Rannsókn farið allt of seint af stað. Menn gleyma samt að þingið skipaði rannsóknanefnd sem hefur verið starfandi um mánaðaskeið og sérstakur saksóknari er búinn að vera við störf í mánuð. Eva Joly finnst mér fullyrða full mikið miðað við að hún hefur takamarkaðar upplýsingar eftir 2 daga veru hér á landi um hægagang. Enda sagði hún líka í norska sjónvarpinu að fámenni sérstaksaksóknara væri eitthvað sem
  • Framtíðarsýn: Egill blés á það að það væri nauðsynlegt að fara að tala um ESB það kæmi okkur ekki að neinum notum nú. En samt eru flestir sérfræðingar á því að það hjálpi okkur.
  • Og eins tala um blóðugan niðurskurð held ég ekki viðeigandi. Gunnar Smári benti á að nú væri kannski tími til fyrir okkur að ákveða hvað svona lítil þjóð ræður við að halda úti af þjónustu. Benti t.d. á að við ættum kannski að fara að semja við önnur lönd um aðgerðir og fleira sem eru t.d. fáar á ári. Og eins um nám á háskólasting. Að nemendur sæki það erlendis. Það er náttúrulega víst að næstu ár höfum við ekki efni á að halda hér á landi dýru námi, aðgerðum á spítölum og annarri hátækniþjónustu. Hana verðum við að semja um við erlend ríki og fyrirtæki.

Að ofansögðu er nema von að stjórnvöld taki sér tíma. Hér borgar sig heldur að fara hægt. Heldur enn að rjúka af stað gera alvarleg mistök og þurfa kannski að taka aðra dýfu ofan í þessa sem við erum í núna. En líka ef við færum eftir öllum álitsgjöfum og sérfræðingum okkar þá værum við virkilega komin í vandræði, því þeim kemur ekki saman og leggja til ólíkar stefnur.

Eins legg ég vara við að vitna í stöku sérfræðinga erlendis sem halda fram hinu og þessu. Hefur einhver kannað t.d. hvort að það sem þeir leggja til hafi verið reynt einhverstaðar? Og hvernig það dugði.

Ég fagna Evu Joly, en minni á að ég las að hennar rannsókn á ELF tók 9 ár og því ætti nú fólk að anda rólega.

Svo þegar verið er að dæma ráðherra væri nú kannski gott að menn eins og Egill og fleiri gerðu sér grein fyrir því að jafnvel hæfustu sérfræðingar okkar vöruðu okkur ekki sérstaklega mikið við hér fyrir hrun. . Þeir eru ekki sammála um viðbrögð og leiðir. Hvað þá ráðherrar! Ráðherrar eru nú sjaldnast sérfræðingar á sviðum björgunar úr kreppu

En þó má segja að helstu sérfræðingar okkar eru flestir á því að hluti af lausninni fyrir okkur er að sækja um aðild að ESB en það mátti Árni Páll ekki ræða við Egil í dag.


mbl.is Hálft ár liðið frá því kreppan skall á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það eru tvær hliðar á öllum málum nema ESB?

Það liggur ekkert á þar sem annars staðar og í því máli er það sérstaklega mikilvægt að skoða sig um og vita nákvæmlega hvað maður er að gera. Þjóðir endurheimta ekki sjálfstæðið jafn auðveldlega og þær missa það. ESB hefur ekkert að bjóða eins og er. ESB löndin eru of upptekin við að bjarga eigin skinni.

Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 04:30

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem við fengjum strax eða fljótlega við inngöngu og ég horfi á er

  • Lækkun á matvörum vegna niðurfellingu tolla og afnám hafta á innflutningi. Það kæmi sér væntalega vel fyrir fjölskyldur landsins núna
  • Við kæmumst inn í myntsamstarf sem mundi tryggja okkur gegn gríðarlegum sveiflum á gengi.
  • Lækkun vaxta í mun meira mæli
  • Aukið traust þar sem að krónan yrði bunin evru

Held að við mundum græða á þessu strax.

Bendi á að við höfum grætt og fengið betri samninga í öllu alþjóðlegu samstarfi en aðrir

  • Marshall aðstoðinn: Fengum hærri styrki en aðrar þjóðir þrátt fyrir að við lentum nú lítið í stríðinu miðað við þær.
  • EFTA þar fengum við undanþágur og sérstaka aðstoð. En margir töldu að þar með værum við að selja Ísland
  • Norræna samstarfið. Þar fengum sérstakar ívilnanir og styrki þegar við gegum í samstarf við þá innan Norrænaráðsins
  • EES þar fengum við fullt af undanþágum

Og þetta hefur lagt grunnin að því að við fórum frá því að vera fátækasta land Evrópu fyrir 50 árum yfir í að verða ein sú ríkasta

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2009 kl. 08:08

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

- Við getum sjálf lækkað tolla. Það sem vantað hefur er áhugi hjá ráðamönnum.

- Evran, pundið og dollar eiga eftir að sökkva á komandi mánuðum. Viljum við tengjast þeim núna á því gengi sem krónan er á og taka áhættuna á hún sökkvi enn dýpra?

- Við getum lækkað vexti. Það var Seðlabanki Íslands sem ákvað háa vexti. Nú hefur IMF hækkað þá enn meira og innganga í ESB mun sennilega ekki breyta því til skammst tíma. Þar fyrir utan er ESB innganga ekki skammtímalausn.

- Krónan er blóraböggull eins og er, en það er af því hún varð fyrst til að hrynja. Pundið hefur fallið um 50% (minnir mig) á einu ári. Kreppan er bara rétt að byrja. Viljum við varanlega afsala okkur fjárhagslegu sjálfstæði fyrir ástand sem mun vara 2-3 ár?

- EES samningurinn er hluti af ástæðunum fyrir núverandi ástandi. Hann gerði margt gott, en hann var ekki fullkominn eins og komið hefur á daginn.

Villi Asgeirsson, 16.3.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú ekki trú á því að við lækkum tolla eða opnum á aukin innflutning á matvöru án þess að við fáum tolllækkanir á móti. En það gerist við inngöngu í ESB. Ef við kæmust í evru umhverfi þar sem að krónan yrði bundin evru og síðar upptaka á evru þá yrðu sveiflur ekki svona griðarlega.

Var að lesa um þegar við gengum í EFTA þá var sama umræðan um að útlendingar mundu sækja hingað og ná undir sig öllum fyrirtækjum. Og eins um að við mundum missa fullveldi og svo framvegis. Ég kaup þetta ekki.

sjá hér um umræður á Alþingi 1968 og 9 http://bjss.bifrost.is/index.php/bjss/article/viewFile/21/45

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2009 kl. 09:13

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

P.s. við verðum alltaf með hærri vexti en ESB þar sem vð þurfum að verjast því að fjármagn rjúki hér úr landi. Sem og að við þurfum að eyða miklu í að eiga gjaldeyrisvarasjóði á meðan krónan er.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband