Föstudagur, 22. maí 2009
Nokkur atrið varðandi málflutning andstæðinga fyrningaleiðar
- Hvernig rökstyðja menn að fyrirtæki verði gjaldþrota innan 7 ára ef fyrningarleið verði farin?
- Halda menn að það komi þá ekki aðrir sem geri út á þennan fisk?
- Eru menn í Vestmanneyjum sáttir við að arður af kvótanum þar sé notaður til að kaupa Morgunblaðið, Toyota, Tryggiarmiðstöðina og fleira?
- Hvernig halda menn að nýjum mönnum sem langar að hefja útgerð á t.d. trillu gangi að fjármagna það næstu árin? Nú fá menn ekki lán á næstunni út á hugsanlega kvóta?
- Eru menn sáttir við að stór hluti fisks fari lítið unnin til verksmiðja í Bretlandi þar sem tugir þúsunda vinna hann áfram til manneldis?
- Eru menn sáttir vð að þó nokkur hópur kvótaeigenda lifi á því að leigja öðrum kvótan og leigja menn til að veiða þann hluta sem þeir þurfa að veiða sjálfir og hirða gróðan af okrinu með sér til útlanda?
- Eru menn hressir með að kvótinn sé varanlega kominn í hendur á kannski 600 manns þar sem að hann á eftir að ganga í erfðir? Og kannski 10 til 20 fjölskyldur sem eiga 60 til 70% af öllum kvóta?
- Finnst mönnum bara allt í lagi að menn geti veðsett kvóta í fiski sem þeir eiga ekki?
- Finnst mönnum bara allt í lagi að þjóðin sjálf hafi ekki neinar tekjur af þessari auðlind?
Harma viðbrögð Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Íslendingar eru í DJÚPUM skít. Íslendingar saettu sig vid kvótakerfid í öll thessi ár. Afleidingarnar eru jú ekki gódar. Íslendingar eru sjálfir ábyrgir fyrir ástandinu. Ef kvótakerfid verdur ekki afnumid strax munu íslendingar daema sjálfa sig í enn dýpri skít. Ég spái thví ad íslendingar eigi eftir ad sökkva mun dýpra.
óhlutbundid umvafid althýdubladinu gamla (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 20:57
Tja... það segir sig nú sjálft hefði ég haldið að ef helsta eign fyrirtækis er nýtingarréttur (sem er fullkomlega eðlilegt, bændur geta t.d. átt beitarrétt á þjóðlendur sem ríkið yrði að bæta þeim peningalega til að stöðva) og sá nýtingarréttur mun verða tekinn af þeim þá verður andskotanum erfiðara fyrir það fyrirtæki að fá lán í framtíðinni.
Ég hef í sjálfu sér lítið um þetta kvótakerfi að segja enda uppalinn í landbúnaðarahéraði en voðalega finnst mér skrýtið hvað fólk á erfitt með hugtökin "óbeinn eignarréttur" eða "nýtingarréttur". Það er ekkert sjálfsagðara en að sjómenn geti haft slík eignaréttindi yfir fisknum þrátt fyrir að hann sé í þjóðareigu.
Páll Jónsson, 22.5.2009 kl. 21:18
las ekki í bók samt að Karl í Sjóvá / Milestone ofl ofl ofl ofl ofl ofl ofl ofl (Glatalæk) ætti svo mikinn pening að hann muni endast í 5 (fimm) kynslóðir á venjulegum vöxtum sé þokkalega vel farið með
kvóti hvað !
Jón Snæbjörnsson, 22.5.2009 kl. 21:33
Sko hvers eiga útgerðamenn að gjalda, þeir keyptu kvótann samkvæmt því kerfi sem að var búið til af stjórnvöldum en nú ætla stjórnvöld að hirða hann af honum aftur. Auðvitað er fáránlegt að menn þurfi að kaupa sér óveiddan fisk áður en með fara og veiða hann en það er enn fáránlegra að ríkið ætli að taka fiskinn af þeim aftur eftir að þeir hafa keypt hann.
Fyrirtækin fara á hausinn af þeirri einföldu ástæðu að þau munu sitja uppi með skuldir en ríkið tekur af þeim eignina sem að keypt var fyrir lánin, það er kvótann. Ríkið getur ekki ráðist inn í fyrirtækin með þessum hætti og skilið þau eftir með eintómar skuldir en engar eignir sem er einhvers virði.
Og með það að aðrir komi þá bara og veiði fiskinn. Á að gera heila starfsgrein gjaldþrota bara til þess að fullnægja einhverjum rómantískum hugmyndum um það að þjóðin eigi að eiga kvótann? Er það málið. Fyrir utan þau verðmæti sem að við værum að kasta á glæ sem að bundið er í þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem að starf í greininni í dag þá erum við að stefna í hættu störfum þúsunda einstaklinga, bara svo að einhverjir rómantískir hugsjónasauðir geti sagt að þjóðin eigi kvótann.
Það er ein leið til þess að hefja útgerð á Íslandi, menn kaupa sér skip með veiðiheimildum. Þetta hafa allir gert sem að eru í greininni núna. Við það hefur nákvæmlega engum verið mismunað. 95% þess kvóta sem að er í greininni í dag hefur skipt um hendur, menn hafa keypt kvótann af einhverjum öðrum. Svo er þetta algert bull hjá þér með að kvótinn sjálfur sé veðsettur því að það veðsetur enginn kvótann sjálfan, heldur hafa menn þurft að veðsetja skipin eða aðrar eignir útgerðarinnar.
Ég veit ekki hvað þú átt við með 600 manns eða að 60 til 70 fjölskyldur eigi kvótann. Ég veit ekki betur en öll kvótahæstu útgerðirnar í landinu, Brim, HB Grandi, Samherji, Vinnslustöðin og Síldarvinnslan séu öll hlutafélög með dreifa eignaraðild.
Hvað varðar tekjur af auðlindinni er eitthvað sem að alltaf má ræða. Og í mínum huga er ekkert mál að semja nýtt kerfi við stjórn fiskveiða. Vandamálið snýst um það að breyta kerfinu á þann hátt að fyrirtækin og störfin sem að þau veita lifi áfram og að verðmætum sé ekki kastað á glæ. Það er eitthvað sem að er verðugt verkefni hagsmunaaðila í sjávarútvegi með stjórnvöldum en svona hugmyndir hugsjónasauða eiga nákvæmlega ekkert skylt við þá umræðu.
Jóhann Pétur Pétursson, 22.5.2009 kl. 22:36
Jóhann þú segir að engum hafi verið mismunað,ERT EKKI Í LAGI,það voru bankarnir sem réðu hvert veiðiheimildirnar söfnuðust og fyrst þú veist ekki betur um hvað þú skrifar nenni ég ekki að ræða annað hjá þér...annars hlítur jafnvel þú að sjá að það að eignfæra kvótann í sitt bókhald nógu oft myndar ekki eignarrétt...
zappa (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:29
Zappa, það er ekki alveg rétt varðandi bankamálinn, bankarnir voru alveg sama hverjir voru að fá lán. Bankarnir vildu bara fá peningana í vinnu og voru að pæla lítið hverjir tóku lán, það höfðu allir jafn mikin möguleika til að fá lán fyrir veiðiheimildum og jafnvel bát með fullum búnaði líka.
Það að halda því fram að það voru bara örfáir aðilar sem gátu aflað sér veiðiheimidir til að geta stundað útgerð er bara kjaftæði.
Rúnar (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 02:15
Skal reyna fær góð rök fyrir þessum spurningum.
1. - Útgerðamenn eru með veð í kvótanum fyrir lánum sínum fyrir kvótakaupunum. Ef ríkið fer að taka þetta af þeim þá þíðir það að verð á kvóta hrinur þar sem enginn vill kaupa kvóta ef hann er svo tekinn af mönnum. Nú ef kvótaverðið hrinur þá stendur kvótinn ekki undir því að vera nógu gott veð fyrir láninu. Þá þurfa útgerðamenn að reyna finna nýtt til að veðsetja, sem þeir gera alveg 100% ekki vegna þess hversu hátt verðið er á kvóta. Það kallar á að bankar fara þá að reyna innkalla lánin því það er ekki til veð fyrir þeim lengur. Útgerðamenn geta ekki borgað því þeir geta ekki selt kvótann á skikkalegu verði til að greiða upp lánið. Útgerðamenn fara á hausinn. Bankarnir fá ekkert upp í kröfurnar sínar því kvótinn er orðinn verðlaus. Bankakerfið er komið í hættu um að hrinja aftur. Og við sem almenningur þurfum að borga upp skuldir kvótakerfisins.
2. - Líklega en það þarf að vera til peningur fyrir því og það er ekki líklegt að menn hafi efni á því ef almenningur þarf að borga upp skuldir kvótakerfisins + bankakerfisins. Þá endar það kannski eins og Somalía gerði á sínum tíma, að við munum selja fiskveiðirétteindin til útlanda til að borga upp í þessar himinháu skuldir sem til eru komnar vegna fyrningarleiðarinnar.
3. - ??? Þarft að útskýra betur. Ef þú ert að tala um að menn noti hagnaðinn til að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum þá er það algjörlega undir stjórnendum komið hvernig þeir reka þessi fyrirtæki og ef lélegur rekstur nokkra fyrirtækja á að kostnað þess að það eigi að refsa öllum sem eru núna í greininni þá verð ég að spyrja, er það ekki nokkuð hart? Stór hluti kvótans í dag er í eigu smábáta og útgerðamanna sem eru ekki með stóran fjárfestingarrekstur í kringum fyrirtækin sín.
4. - Veit ekki alveg hvað þú ert að tala um þarna. En í núverandi kvótakerfi er kvótinn nokkuð örugg fjárfesting og mjög létt að fá lán með veði í kvóta. Kvótinn er betri fjárfesting en fasteign í dag. Svo þó að það harni á lánamarkaði þá hefur það lítið með kvótakaup að gera, nema þá að eftirspurn eftir kvóta mun minnka því færri treysta sér út í þær skuldir og ábyrgðir sem fylgja því að eiga kvóta. En það getur enginn keypt sér kvóta næstu árin ef farið verið fyrningarleiðina. Sjá svar 1.
5. - Þegar íslendingar vilja fara vinna í firstihúsum aftur þá skulum við tala saman. Þar sem ég er innanum um fólk í sjáfarútvegi, þá get ég sagt þér það að þó að það séu um 20.000 mans atvinulaus. Þá er ómögulegt að manna stöður í sjáfarútvegi með íslendingum. Því Íslendingar sækja ekki um í fiski og ég þekki fjölmörk dæmi um að það hefur þurft að ráða pólverja eða einhverja aðra útlendinga í staðinn því að íslendingar sóttu ekki um. Menn vilja frekar fá íslendinga en útlendinga í vinnu í sjáfarútvegi, en hinn almenni íslendingur vill ekki vinna í fisk. Svona er staðan í dag. Svo við getum annaðhvort sent fiskin út til vinslu eða flutt útlendingana hingað til lands til að vinna fiskinn. Íslendingar eru búnir að gefa skýr skilaboð um að þeir ætla ekki að vinna fiskinn.
6. - Þessu er nú varla svaraverðu, en það sem þessi saga lifir svo góðu lífi um að menn komist upp með að leigja allan kvótann þá verður maður bara að svara þessu. Kvótaeigendur verða að veiða 60-70% af kvótanum sem þeir eiga. Menn græða ekki mikið á leigu af þessu 30% sem eftir eru. Það að "leigja" menn til að veiða restina. Eru þeir þá ekki að skapa atvinnu? Þeir þurfa að borga þessum mönnum laun og þessi laun eru ekkert slor. Það að kvótaeigandinn fái eitthvað í sinn vasa ætti ekki að vera vandamála. Nema menn séu á þeirri skoðun að þeir sem reki fyrirtæki, sama í hvaða atvinnugrein það er, að þeir meiga ekki græða á rekstrinum þá skil ég þetta sjónarmið.
7. - Ég hefði sleft þessari spurningu því hún sýnir að þú ert ekki mikið inn í kvótamálum. Frá mínu sjávarþorpi þá eru allavega 30 einstaklingar sem eiga kvóta og reka sína trillu. Mitt þorp er undir 900 mans svo um 3% í bænum eiga kvóta. Ef við heimfærum þetta á alla íslendinga þá erum við að tala um 10,500 mans. Og kvóti gengur ekki í erfir.
8. - Við getur nú spurt af því líka, er í lægi að veðsétja íbúðr sem er á landi sem eigandinn á ekki? Kvótinn í dag er orðinn eins og hver önnur fasteign, hlutabréf, skuldabréf os.frm. Það er staðreynd málsins. Og vegna þess að kvótinn er kominn inn í þetta kerfi þá er bara ekki hægt að taka hann út úr því án þess að það verði einhverjar afleiðingar. Og svo vill ég benda á eitt. Fiskurinn í sjónum er í þjóðareign þó að kvótinn er það ekki. Allir íslendingar sem komast úr á sjó meiga veiða úr sjónum. Þú mátt fara og "veiða í soðið" eins og það heitir. Það sem kvótinn gerir er að hann gefur þér leyfi til að veiða það mikið að þú getur stundað hagkvæman rekstur í kringum fiskveiðar. Öll fyrirtæki, hvort sem það er á sjó eða á landi þurfa alltaf að greiða fyrir reksturinn sem þau stunda. Bara kerfið er missmunandi á milli greina og hvernig sú upphæð er rukkuð inn.
9. - Auðvita færð þú og restin af þjóðinn pening af kvótanum. Hvað heldur að það sé þegar trillukallar eða menn sem eiga kvóta þurfa allt í einu að borga mörg hundur milljónir í skatt? Það er ekki afgangur af rekstinum þeirra. Þetta er salan á kvótanum og ríkið hirði 10% af því. Þessi 10% er þ.a.l. fyrir almenning í landinu sem "fær ekki neitt úr kvótakerfinu".
Helgi (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 02:36
Best að byrja á að koma með athugasemd á síðasta ræðumann
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.5.2009 kl. 03:30
P.s. bendi mönnum á að flest stærstu fyrirtækin áttu og eiga kvóta sem þeir hafa aldrei keypt. Þeir fengu hann afhentan 1984 byggaðan á veiðireynslu og eins hafa þeir og aðrir keypt fyrirtæki sem áttu kvóta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.5.2009 kl. 03:31
Rúnar þetta er ekki kjaftæði, vaknaðu maður og kynntu þér málið áður en þú talar um kjaftæði.
Hallgrímur Guðmundsson, 23.5.2009 kl. 06:03
Hallgrímur ég er vaknaður og lengi verið. Margir af þeim sem ég þekki og eru í útgerð eru einyrkjar með 1-2 báta í krókaaflkerfinu, þeir fengu lán til þess að auka sínar veiðiheimildir svo að þeir geti rekið sína útgerð allt árið. því að það er staðreynt að til að geta staðið í útgerð að þá þarf maður að hafa nóg af veiðiheimildum. Það gengur ekki að hafa bara kvóta sem duga bara í nokkra mánuði á ári. og það gengur heldur ekki að reka útgerð með leigukvóta það vita allir með viti og þess vegna hefur fólk verið að afla sér veiðiheimildar svo að þeir þurfi ekki að leigja til sín kvóta.
Rúnar (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.