Föstudagur, 29. maí 2009
Þetta er hætt að vera fyndið hvernig fólk lætur!
Það láta allir hér eins og allt sem kemur frá ríkinu sé vitleysa og jafnvel að stjórnvöld séu vísvitandi að varpa birgðum á hina og þessa! Nú kemur ferðaþjónustan og kvartar. Þau eru náttúrulega búin að gleyma því að sá hluti hennar sem semur um ferðir í erlendum gjaldeyri er að fá helmingi meira nú en á síðasta ári vegna falls krónunar gagnvart erlendum gjaldmiðli Halda menn þá að starfsfólk ráðuneyta sem og sérfræðingar sem hingað hafa verið fengnir hafi verið að leika sér í hálft ár. Þetta ár hefur m.a. farið í að finna leiðir til að koma okkur út úr þessari kreppu.
Og til þess þarf að greiða upp fjárlagahalla upp á milljarða sem er m.a. til kominn vegna þess að við ætlum að halda áframa að reka sjúkrahús, skóla og almannatryggingar. Til að ná hallanum niður nú þegar tekjur ríkisins hafa minnkað um nærri 1/3 þá þarf að afla nýrra tekna strax til að vandmálið verði ekki enn stærra sem og að spara allt sem hægt er að spara. Fólk verður að átta sig á að við eigum eftir að fá á okkur allskonar gjöld og skatta næstu árinn. Örðuvísi er ekki hæft að komast út úr þessu.
Ég kýs að trúa því fólki betur sem og Jóhönnu og Steingrími sem hafa mun betri forsendur til að sjá málið í heild. Þessir sjálfskipuðu sérfræðingar sem fara mikin í blöðum og tala um afskriftir hér og þar hafa bara ekki allar forsendur. Bendi fólki til að lesa þessa grein eftir Ólaf Arnarson sem er með afbrigðum. Óábyrgir menn m.a. þingmenn eru búnir að prenta inn í fólk að þetta sé bara spurning um að láta allan skellinn lenda á erlendum kröfuhöfum og fólk trúir því að það sé hægt. Þetta eru samt allt menn sem aldrei hafa tekið þátt í að semja við svona kröfuhafa og heldur ekki í milliríkja deilum en fullyrða að ríkið hefði bara átt að neyta að semja um IceSave, jafnvel þó hér hafi allt verið orðið stopp þegar við stóðum í deilum við Breta. Og engir peningar skiluðu sér til okkar. Þessum mönnum kjósa menn að trúa og halda að hér verði þá allt sem áður. Lánin lækki og allir fari bara út að kaupa eins og brjálæðingar. Þeir gleyma því að bæði er fólk varkárt og mun ekki verða ginkeypti að rjúka af stað sem og að sérfræðingar
Seðlabankans telja að svona niðurfelling kosti ríkið frá 285 milljörðum upp í 900 milljarða eftir því hvað er verið að tala um af lánunum. Og þetta mundi bætast við 170 milljarða halla á ríkissjóð, skuldum vegna IceSave og svo lán AGS og nágranaþjóa til okkar. Við höfum ekki séð neina samninga við erlenda kröfuhafa og þeir virðast ekki vera að flýta sér að semja því þeim liggur ekkert á. Þetta eru stærstu bankar Evrópu og kunna að innheimta eins mikið af sínum lánum og þeir geta. Og fyrr en samið hefur verið við þá væri það ekki klókt að vera fyrirfram búin að gefa þeim upp hvað ríkið og bankarnir telja að þeir geti innheimt af þessum lánum.
Lýsa furðu á skattahækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Ég hef nokkrum sinnum lesið pistlana þína og yfirleitt fundist þeir mjög málefnalegir. Ég er mjög sammála þessum nýjasta pistli þínum. Það vekur mér endalaust undrun hversu margir virðast enn í afneitun og vilja að einhver veifi töfrasprotanum og það verði aftur 2007, þegar við vorum "rík og falleg og skemmtileg og áhyggjulaus".
Sem mun aldrei gerast, þeir tímar munu aldrei koma aftur þ.s. þeir voru ekki raunverulegir. Við vorum aldrei ríkasta þjóð í heimi, við vorum bara þjóð sem tók fullt af lánum og hélt fyrir vikið að væri rík. En núna er komið að skuldadögunum, þeir verða ekki umflúnir. Því miður!!!
ASE (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 23:44
Já var það ekki Kristján. Er ég "föðurlandssvikari" af því að ég efast um að flatur niðurskurður á skuldum allra og fyrirtækja sé mögulegur án þess að hér fari allt á hliðina. Þá get ég alveg eins kallað þig föðrulandsvikara að vilja leiðréttingu lána án þess að afleiðingarnar fyrir okkur, börn og barnabörn séu könnuð áður. VIð erum ekki að borga þeirra skuldir. Það eru skuldir venga lána sem ég, þú og flestir skirfuðu undir við banka og fjármálastofnanir. Ekki við ríkið. Síðan féll gengið og bankar hrundu og það sköpuðust aðstæður sem eru erfiðar. En góði Kristján þegar ég keypti mína fyrstu íbúð var hér 30% verðbólga og það var 1989. Þá fengu engir leiðréttingar! Og síðan kom þjóðarsátt og þá hækkaði kaupið ekkert og ég missti íbúðina og seinna þá næstu. EN enginn talaði um niðurfellingar.
Ef að þú Kristján ert ekkert tilbúinn að leggja á þig til að koma okkur út úr þessari kreppu og villt vara auka skuldirnar er það þú sem ert "Föðurlandssvikari"
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2009 kl. 00:08
Og ég frábið mér að skoðanir mínar séu alltaf tengdar við Samfylkinguna. Ég hefu mínar eigin skoðanir og er ekkert blindur á að ýmsilegt mætti betur fara. T.d. að upplýsa fólk almennilega og á mannamáli um stöðu okkar.
Þú Krístján veist að eina raunverulega athugunin sem gerð hefur verið á t.d. 20% lækkun lána sýnir að hún kostar okkur frá 250 til 900 millörðum. Allar tekjur ríkisins eftir hrun eru 350 milljaðrar. Þannig að þetta er frá því að vera tæplega allar tekjur ríkisins í 1 ár og upp í allar tekjur ríkisins í 3 ár. Og fyrir það eru skólar, sjúkarhús og almannatryggingarkerfið rekið. Og ofan á þetta bætist 170 milljarða halli sem nú er þegar komin á fjárlög næstu ára. Þannig að til þess að greiða niður lánin þyrfti að taka lán ofan á allt annað sem við gætum ekki borgað því að vextir af kannski 1000 milljörðum í viðbót væru 100 milljaðar á ári.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2009 kl. 00:15
Já þú ert að líkindum himinsæll með "úrræði" ríkisstjórnarinnar um að hækka bensín og áfengi og sem skila nettó 2,4 milljörðum í ríkisstjórn og jafnframt þýðir þessi aðgerð að skuldir heimilanna og fyrirtækjanna um 16 milljarða, 8 hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum og 8 hjá heimilum þessa lands. Þessi aðgerð bitnar líka fyrst og fremst á millistéttinni og láglaunafólkinu sem nú þarf að herða ólarnar á meðan þetta skiptir engu máli hjá 500 þús.kr. fólki og þar yfir. Þetta er jafnaðarmannaflokkurinn þinn sem stendur að þessu rugli og sveit attann. Hvers vegna er þessi skattheimta ekki tekin af hátekjufólkinu. Sestu í sófann þinn og hugsaðu um það og hættu að bulla í vörninni fyrir þessa ríkisstjórn sem er andvana fædd.
ÞJ (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 12:38
ÞJ ég hef nú meiri áhyggjur af því að við komumst einhvern tíma út úr þessari verðbólgu. Minni þig á að fólk þarf ekki að greiða þessi lán í morgun. Þetta er eitthvað sem dreifist á tugi ára. Hef meiri áhyggjur af þeim sem eru með gengistryggð lán. En vonandi nær krónan sér á strik aftur og þau lækka.
Ég hefu hinsvegar meiri áhyggjur af því að fólk viriðist ekki gera sér grein fyrir að ríkið hefur misst tekjur nú upp á 100 til 150 milljarða af þeim 450 sem áætlaðir voru til að reka landið. Og flestir viriðast heimta að ríkið leggi til 300 til 900 milljarða til að lækka lánin. Peningar sem ekki eru til! Og allar aðgerðir sem stjórnin fer í til að loka þessum fjárlagagati upp á 170 milljarða láta men eins og það séu árásir á fólkið. Það er eins og allir séu búnir að gleyma því að Ísland er fólkið og fólkið er Ísland og það er enginn annar til að borga þetta. Þannig að ef vð lækkum lánin flatt á alla þá verðum við líka að borga það! Þannig að það sem við leggjum út verðum við að ná til baka með sköttum. Því gæti lækkun á lánum flatt á alla kostað það að hér verði t.d. að hækka skatta. Á þessu ári var reiknað með að tekjuskattur yrði um 111.000 milljónir á einstaklinga. Þannig að fólk sér að það þyrfti að hækka hann gríðarlega til að ná inn fyrir þessum 285 millörðum sem að 20% lækkun á heimilinn kostar.
Skatta á vörur og þjónustu eru reiknaðir sem 203.427 milljónir þannig að þetta tal um að velta í þjóðfélaginu muni skila þessum peningum strax til baka er kjaftæði. Þessir 2 stofnar eru þeir stærstu sem fara í að reka allt ríkiskerfið og ég sé ekki ef að almenn lækkun lána kostar svona gríðarlega hvernig það er hægt. Held að þá séum við endanlega gjaldþrota.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.5.2009 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.