Laugardagur, 13. júní 2009
Eins gott að framsókn geri sér grein fyrir því að þar með eru þau persónulega ábyrg fyrir afleiðingunum!
Furðulegur flokkur Framsókn! Nú alykta miðstjórn flokksins, sem ég geri ráð fyrir að sé ein æðsta stofnun flokksins milli landsfunda, um mál sem þau vita bara alls ekki nóg um.
Þó að formaður þeirra sé viss um að við þurfum ekkert að borga. Þetta sé eins og annað hjá honum eitthvað sem útlendingar eiga bara að taka á sig, þá er ég ekki viss um að það sé skoðun Breta og Hollendinga. Og ekki nóg með það þetta er ekki skoðun þeirar heldur eru Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Írland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland sömu skoðunar. Auk þess Noregur.
Lönd sem taka undir skilning Sigmundar eru: ? ! Ó jú ekki neitt ríki stendur með okkur.
Gerir framsókn sér grein fyrir því hvaða ferli tekur við ef við neitum að veita ríkisábyrgð á þessi lán? Þetta er jú ríkisábyrgð á láni sem innlánsjóður tekur með veði í eignum Landsbankans. Sigmundur gerir lítið úr þessum eignum en staðreyndin er sú að á rúmu hálfu ári hafa þær gefið af sér yfri 50 milljarða sem eru jú um 8% af skuldinni eins og hún var í síðustu viku. Þetta eru afborganir af eignum Landsbankans í Bretlandi.
En nei framsókn er öll í þessu að við litla Ísland getum komist hjá því að borga þetta. Þetta sé ósanngjarnt af Hollendingum og Bretum. Hann ætti kannski að funda með stjórn sveitarfélagsins í Hollandi sem varð að segja af sér af því að þau töpuðu milljörðum í Icesave og fá ekki borgað. Hann ætti kannski að muna Bretar leggja til meira í þennan samning heldur en við. Hann ætti kannski að hugsa út í það að spítalar, góðgerðafélög, bæjarfélög og sveitarfélög eru að tapa milljörðum á icesave.
Það eru jú 2 lögfræðingar og annar sérfræðingur sem halda fast við þá skoðun sem við höfðum í upphafi að það væri einhver glufa í EES samningi sem gerði það að verkum að við gætum neitað að borga. En gerir hann sér grein fyrir því hvað skeður þegar að kannski 28 ríki beita sér öll gegn okkur sem og þá öll þau félög og fyrirtæki í Bretlandi og Hollandi sem áttu innistæður í icesave. Held að fólk ætti að spyrja eldri kynslóðina um stöðuna hér þegar við vorum að ganga í gegnum viðskiptaþvinganir síðast. Þá voru það Sovétríkin sem björguð okkur með því að standa í vöruskipum við okkur. Við fengum olíu, bíla og jeppa frá þeim fyrir fisk. En hér var allt í skömmtunum. Er það þannig sem framsókn vill koma okkur út úr kreppunni. Ekki viss um að það takist.
Hefur framsókn einhverja vissu um að Hollendingar og Bretar fáist aftur að samningaborðinu? Eða að það sé leið fyrir okkur með málið í dóm fljótt? Ef ekki þá eru þau að gera sig persónulega ábyrg með svona yfirlýsingum áður en þau hafa allar upplýsingar. Og afleiðingarnar af því að hafna þessum samningum verða á þeirra herðum.
Það væri líka gaman að Sigmundur færi að tala um annað en hvernig við látum útlendinga greiða þetta og hitt.
Miðstjórn Framsóknar: Þingmenn styðji ekki Icesave samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Sæll.
Er ekki allt í lagi hjá þér.
Ég segi bara eins og Jón Baldvin: "Á vegagerðin að bera ábyrgð á ölvunarakstri".
Það vantar Malt í þig, eða hvað, ætlar þú að láta kúga þig athugasemdalaust?
Kv. JAT
Jón Arvid Tynes, 13.6.2009 kl. 23:20
Að vera framsóknarmaður er ekki að hafa skoðanir á stjórnmálum. Að vera framsóknarmaður er að ganga með erfðasjúkdóm...
Nostradamus, 13.6.2009 kl. 23:26
Mugabe mundi aldrei skrifa undir svona samninga. Ahmanidejad ekki heldur. Kim Jong Il? Not a fat chance. Svo hvers vegna getum við þá ekki bara rifið kjaft einsog þeir?
Gísli Ingvarsson, 13.6.2009 kl. 23:32
Hvað eru framsóknarmenn að væla þeir voru ekki í síðustu stjórn og ekki þessara og næstu nú er það SF sem ræður, reindu að skilja það Sigmundur Davíð
Sveinbjörn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:37
Svo hjartanlega sammála þér, enda sendi öllum þingmönnum bréf fyrr í vikunni þ.s. bað þá að hafa hina miklu ábyrgð sína í huga. Ég reyndi að vera eins málefnaleg og mögulega auðið þ.s. mín afstaða til málsins skiptir ekki máli. En var fyrst og fremst að höfða til þeirra sem ætla að hafna samningum (sem eiga náttúrulega að gera EF telja sig hafa fullvissu um betri niðurstöðu fyrir þjóðina, but better be sure!!!!). Og líka til þeirra sem ætla sér að sitja hjá en þeir aðilar bera að mínu mati ábyrgð á niðurstöðunni hver sem hún verður, bara án þess að hafa neitt um hana að segja. Auk þess að sennilega munu í framtíðinni reyna að slá sig til riddara um að hafi ekki samþykkt samninginn og halda að það fríi þá af allri ábyrgð af því "sátu hjá". Í mínum huga eru það raggeitur sem taka ekki afstöðu í einu mikilvægasta máli sem hefur verið lagt fyrir Alþingi frá upphafi og persónulega finnst slíkt fólk ekki hafa neitt erindi á þing.
Meðfylgjandi afrit af bréfinu:
----- Forwarded Message ----
To: atlig@althingi.is; alfheiduri@althingi.is; arnipall@althingi.is; arnij@althingi.is; arnithor@althingi.is; asbjorno@althingi.is; asmundurd@althingi.is; arj@althingi.is; birgir@althingi.is; birgittaj@althingi.is; birkir@althingi.is; bjarniben@althingi.is; bgs@althingi.is; bvg@althingi.is; einarg@althingi.is; eygloha@althingi.is; gudbjarturh@althingi.is; glg@althingi.is; gudlaugurthor@althingi.is; gudmundurst@althingi.is; gunnarbragi@althingi.is; helgih@althingi.is; hoskuldurth@althingi.is; illugig@althingi.is; johanna@althingi.is; jb@althingi.is; jong@althingi.is; jrg@althingi.is; katrinja@althingi.is; katrinj@althingi.is; kristjanj@althingi.is; klm@althingi.is; lrm@althingi.is; liljam@althingi.is; magnusorri@althingi.is; margrett@althingi.is; oddnyh@althingi.is; olinath@althingi.is; olofn@althingi.is; petur@althingi.is; rea@althingi.is; ragnheidurr@althingi.is; marshall@althingi.is; sdg@althingi.is; ser@althingi.is; sii@althingi.is; sij@althingi.is; siv@althingi.is; skulih@althingi.is; sjs@althingi.is; svo@althingi.is; svandiss@althingi.is; tryggvih@althingi.is; ubk@althingi.is; vbj@althingi.is; vigdish@althingi.is; thkg@althingi.is; thorsaari@althingi.is; tsv@althingi.is; thrainnb@althingi.is; thrainnb@althingi.is; ogmundur@althingi.is; ossur@althingi.is
Sent: Thursday, 11 June, 2009 15:09:00
Subject: Ábyrgð þingmanna
Kæru þingmenn
Icesave málið er ekki flokkapólitík heldur eitt stærsta mál sem við Íslendingar sem þjóð höfum staðið frammi fyrir. Vissulega verður hvert ykkar að kjósa eftir eigin sannfæringu en ætlast til að þið kynnið ykkur vandlega allar hliðir málsins og mögulegar afleiðingar þeirra kosta sem í boði eru. Sennilega ekki oft á lífsleiðinni sem atkvæði ykkar mun vega jafn þungt og í þessu máli.
Hvort sem Icesave samkomulagið verður samþykkt eða hafnað af Alþingi þá berið þið sem fáið að kjósa um málið ábyrgð á niðurstöðunni. Að sitja hjá í þessu máli er ekki valkostur. Þið sem það gerið eru ábyrg gagnvart þjóðinni fyrir hvorri niðurstöðunni sem verður, bara án þess að hafa nein áhrif á hvor leiðin verður farin.
Hvora leiðina sem þið kjósið að fara þá verðið þið að vera tilbúin að axla þá ábyrgð sem sú niðurstaða gæti haft í för með sér fyrir þjóðina. Þið standið frammi fyrir tveimur slæmum kostum, en þið berið ábyrgð á að velja skásta kostinn fyrir okkar hönd.
Fyrir hönd þjóðarinnar, vinsamlegast vandið ykkur sem aldrei fyrr og veltið mögulegum afleiðingum vandlega fyrir ykkur. Þið verðið að taka afstöðu í þessu máli og þið verðið að vera tilbúin að taka ábyrgð á þeirri afstöðu ef hún verður ofan á.
ASE (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:38
JAT hvaða upplýsingar hefur þú um að okkar málstaður sé réttur? Nokkrir lögfræðingar sem halda þessu fram! En það eru 28 ríki sem halda öðru fram.
Það væri líka gaman að vita hvort þú og aðrir gerið ykkur grein fyrir því að Ísland er búið að vera í baráttu í 8 mánuði fyrir því að ná lausn sem við ráðum vð? Það er ljóst að deilendur okkar vilja ekki fara með málið fyrir dóm. Og ef við reynum þá leið verður hún torsótt og tekur ár eða áratugi. Halda menn virkilega að Bretar og Hollendingar hafi ekki lögfræðrök fyrir sínu máli?
Það vantar ekki malt í mig. Ég vill bara fara að vinna okkur út úr þessu. Og ég er ekki trúaður á að drengur eins og Sigmundur ný útskrifaður hagfræðingur sem borgarskipulag sem aðalfag viti betur en starfsfólk í ráðuneytum okkar sem hefur unnið við samskipti við erlend ríki í áratugi.
Bendi þér á að hlusta á þáttinn í vikulokin. Þar talaði Tryggvi Þór Herbersston. Hann vill reyndar að við reynum að fá betri kjör á samningin. EN hann sagði frá því að fólk mundi ekki trúa pressunni sem Ísland var undir í október s.l. Þar sem 27 ríki pressuðu á okkur að ganga til samninga því annars fengjum við enga aðstoð. Minni þig á að við höfum ekki ennþá fengið lán frá neinum nema AGS og gætum lent í því að fá engin lán ef við semjum ekki.
Þetta segir Jón Daníelsson prófessor:
Og einnig
Það verður nefnilega litið á okkur sem ríki sem lýsir yfir gjaldþroti ef við neitum að borga. Eins minni ég á að eignir Landsbankans hafa þegar skila inn 50 milljörðum í London. Það eru greiðslu af þessum eignum sem framsókn neitar að horfa til
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2009 kl. 23:52
AGS flott framtak hjá þér. Einmitt það sem ég vill að fólk geri. Þ.e. að Alþingismenn greiði ekki atkvæði eftir því sem þeir lesa í fyrirsögnum eða frösum. Heldur láti kanna málið ofan í kjölinn. Og taka upplýsta afstöðu. Ekki hlaupa eftir einhverjum leiðum sem virðast flottar á papírnum en hafa ekkert með raunveruleikan að gera.
Ég persónulega vill trúa því að að samingamenn okkar og fólk innan stjórnsýslunar hafi í þessa 8 mánuði barist fyrir bestu lausninni fyrir okkur. Það var t.d. ahyglisvert að fyrir utan að núverandi stjórn skipti út Baldri Guðlaugssyni fyrir Svavar Gestsson úr nefndinni þá voru allir fulltrúar hennar valdir af ríkisstjórn Geir Haarde.
Magnús Helgi Björgvinsson, 13.6.2009 kl. 23:59
Gísli Ingvarsson: Þú er væntanlega að grínast en samt er það kannski athyglisvert að skoða stöðu landana sem þú nefnir
Þetta eru náttúrulega þjóðir sem neita að semja við aðrar.
Zimbabe með nokkur þúsun % verðbólgur, Íran þar sem í dag er í dag alveg út á kannti í samskiptu við aðrar þjóðir og lífskjör hrapa. Og svo náttúrulega Norður Kórea eitt ömurlegasta land í heimi og skýrt dæmi um þjóð sem ekki vill semja við önnur ríki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 00:04
Sæll Magnús.
Mikið er ég feginn að nóg er af Maltinu. Tek til baka þá spurningu.
Minn punktur var sá að ná betri samningum,ef ljóst er að við sem þjóð erum ábyrg fyrir einkafyrirtækjum. Við stóðum jú við alla samninga EES samkomulagsins um ábyrgðasjóði bankanna. Ég er ekki viss. Það er nokkuð víst að sá stóri er að kúga þann littla. Í þessu máli verður lausnin að vera pólitísk. Á þeim vettvangi eigum við að vera stolt og ræða málin af einurð og festu. Mér sýnist að með með þessum drögum að samkomulagi séum við að leysa alvarlegt pólitískt vandamál stóru þjóðanna ekki síður en okkar eigin. Og mér finnst það allt of dýru verði keypt fyrir okkur. Það eru ekki góðir samningar sem maður gerir þegar snúið er upp á hendina á manni við samningsgerðina.
Að lokum finnst mér Sigmundur Davíð vera að spyrja eðlilegra spurninga tengdum ýmsum flötum á þessu máli. Og lái honum hver sem vill þó hann hafi áhyggjur af framtíðinni með samningsdrög sem þessi uppi á borðinu.Alla vegana er mér ekki sama.
Kv.JAT
Jón Arvid Tynes, 14.6.2009 kl. 00:25
Ísland er komið með alveg nýtt tromp til að segja að Iceslave sé ekki á okkar ábyrgð ! Alister Darling þvertók fyrir það að Bretar væru skuldbundnir til að ábyrgjast innistæður fyrir eigendur bankainnstæðna á eyjunni Mön þar sem þeir greiddu ekki skatt til Bretlands, því spyr ég: greiddu innistæðueigendur Iceslave skatt til Íslands og ef svo er ekki, hvað er Ísland frábrugðið Bretum, þeir segja nei, við ábyrgjumst ekki innistæður annarra landa vegna þess að þeir borga ekki skatt til þeirra, og á þá Ísland að ábyrgjast innistæður Iceslave þegar innistæðueigendur greiddu skatt til Breta en ekki Íslands ?
Sævar Einarsson, 14.6.2009 kl. 01:22
Contents
[hide]Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.6.2009 kl. 02:22
Anna takk fyrir þessar slóðir. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að svona mikið væri komið um þetta á wikipedia.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.