Föstudagur, 7. ágúst 2009
Spurning hvað menn koma með næst sem rök fyrir að borga ekki?!
Ég verð að hrósa Steingrími fyrir Kastljósviðtalið í gær. Þrátt fyrir að Sigmar hafi nánast verið dónalegur og á tíma var ég farinn að halda að hann með ítrekunum ætlaði að koma í veg fyrir að Steingrímur gæti svarað nokkrum af grundvallarspurningum sem hann bar þar fram.
Þar voru t.d. atriði eins og túlkanir Stefáns Már og Lárusar varðandi þá túlkun að við eigum ekkert að borga! Þeir horfa í það að í EES tilskipuninni standi að ríki séu ekki ábyrg fyrir bankahruni. En gleyma eins og fleiri að þar stendur líka að ríki EES og ESB eiga að vera með kerfi sem TRYGGI lámarksinnistæður. Og það er nokkuð ljóst að innistæðutryggingarsjóður gerði það ekki. Langt frá því og því bar ríkinu að gera viðeigandi ráðstafanir. Enda 2 í stjórn sjóðsins fulltrúar ríkisstjórnarinnar.
Síðan bent Steingrímur á að hvergi í gjaldþrotalögum væri tilgreint um forgang innistæðutryggingasjóðs okkar í þrotabú Landsbankans. Og það atrið hafði verið kannað.
Síðan eins og Steingrímur benti á að ef við synjum þessari ábyrgð þá gjaldfalla eðlilega þessir 700 milljarðar. Sem og við getum reiknað með að allar innistæður þar með komist í forgang. Líka það sem lögaðilar áttu eins og sveitarfélög í Hollandi og Bretlandi. Og eins þá verða væntanlega gerðar kröfur í þær eignir sem fluttar voru í Nýja Landsbankann.
En það var flott hjá Steingrími að nefna rök þeirra sem hafna samningnum. Þetta byrjaði jú með að lögfræðingurinn Magnús Thoroddsen lýsti því yfir að hér mundu erlendir aðilar geta gegnið að eignum ríkisins eins og þinghúsinu og fleira. Síðan hefur hvert atriði rekið annað. Og þegar því er svarað þá kemur nýtt. En ekkert reynst standast skoðun. Því veltir maður fyrir sér hvað kemur næst.
Og að lokum var það gott hjá honum að minna fólk á að ef þessi stjórn færi frá þá væri hinn möguleikinn Framsókn og Sjálfstæðismenn. Og finnst fólki þeirra málflutningur traustverður þessa dagana!
„Það er búið að semja!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Erlent
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús, það er ekki verið að tala um að borga ekki. Það er verið að tala um að gera samning sem við eigum og ráðum við að borga.
Marinó G. Njálsson, 7.8.2009 kl. 11:26
Sammála þér um að Steingrímur Sigfússon hafi unnið gott og þarft verk með orðum sínum í Kastljósi í gær.
Ég átti ekki von á að neinn af okkar forustumönnum myndi vinna jafn vel úr spurningum (?) Sigmars. og gera það á "mannamáli" með rökvísi, kurteysi og sannfæringu.
Agla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:35
Marínó! Það hefur verið bent á að þessi samningur sé með því besta sem gerist nú um stundir. Vextir eru undir því sem gengur og gerist, lánstímin er betri en gerist.
En það koma regluleg upp einhverjir sem gagnrýna hann og bera fyrir sig hin og þessi lög. En einmitt eins og þú segir þá er þetta samningur!
Og rökin varðandi það við eigum að eiga ofurforgang í eignir þrotabúsins eru eins og Steingrímur sagði ekki rökstudd í lögum.
Þetta eru ömurlegar aðstæður sem kalla á lausnir sem verða líka alltaf ömurlegar. Það má gagnrýna sumt í þessum samning en rétt að minna menn á að það eru 3 aðilar að þessum samning og það er ljóst að frá upprunalegum kröfum t.d. Breta og sérstaklega Hollendinga þá hafa þeir slegið mjög af sínum kröfum. Munum það Marínó að upprunalega vildu þeir að við greiddum allar innistæður á þeim grundvelli að við lýstum því yfir að allar innistæður íslendinga hér á landi væru tryggðar. Bæði einstaklingar og fyrirtæki og aðrir. Síðan var krafan að við tækjum lán fyrir allir upphæðinni. Og við skirfuðum undir samningdrög upp á 6,7% vexti á láni til 10 ára með fyrstu afborgun eftir 3 ár. Þannig að núverandi samningur eru langtum betri enn þessi drög. Og um leið erum við að kaupa okkur frið næstu 7 árin.
Agla sammála þér. Steingrímur hefur eftir að hann komst í þetta embætti vaxið að mínu áliti verulega.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.8.2009 kl. 11:52
Ég sem hélt ég væri búin að ná þessu Icesave klúðri að mestu leyti en svo kemur Marinó , sem hefur sérhæft sig á þessu sviði og hver er ég.
Ég hef þá kannski ekki skilið það rétt að það væri búið að gera samning við Bresku og Hollensku ríkisstjórnirnar um Icesave hörmungina og að okkar ríkisstjórn ætti "bara" eftir að fá Alþingi til að samþykkja ríkisábyrgðina sem tengist samningnum margumtalaða?
Agla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:52
Alveg rétt hjá þér Magnús. Við eigum að samþykkja þessa samninga óbreytta. Þetta andskotans kommalið í VG sem ekki gerir sér grein fyrir að einhver endurskoðun gæti stórskaðað okkur í umsókninni um ESB. Það þyrfti að senda þetta lið á hlýðninámskeið. Svo gasprið í Evu Joly og þessum Ragnari Hall, sem allt þykist vita, frekar hlusta ég á hann Magga þroskaþjálfa. Það er maður að mínu skapi. Ekki að flækja hlutina. Bara kíkt á skilaboðin frá flokknum reglulega, ekki eyða tímanum í að velta hlutunum fyrir sér. Tala fyrst, hugsa ekki.
Ef taka þarf upp þessa samninga vil ég fá Magnús Helga Björgvinsson sem formann samniganefndar. Bjórinn fyrst og síðan er bara að skrifa undir.
Sigurður Þorsteinsson, 7.8.2009 kl. 18:29
Sigurðu slakaðu á! Og ég ætla að biðja þig ekki að gera lítið úr minni menntun! Óþarfi að vera alltaf að hamra á henni. Eva Joly er bara ekkert inni í greiðslugetu Íslands. Hún er þingmaður á Evrópuþingi og rannsóknarsaksóknari í málum er tengist efnahagsbrotum. Ragnar Hall heldur fram einni skoðun en það eru aðrir sem mótmæla hans túlkun m.a. þeir sem við erum að semja við, sem og nær öll þau lögfræðiálit innlend og erlend sem hægt er að skoða m.a. inn í www.island.is .
Enda hafa þessir menn ekki sagt hvernig t.d. að megi koma þessu máli fyrir dóm.
En svona málflutningur eins og þinn hefur jú verið málflutningur Sjálfstæðismanna. Þ.e. að segja að þetta og hitt gangi ekki, gera lítið úr fólki sem er að vinna að lausn mála en koma svo ekki með neinar lausnir. Minni þig t.d. á að Tryggvin Þór sagði á þingi að við yrðum að samþykkja þennan samning með fyrirvara um að greiðslur færu ekki upp fyrir vist mark. Aðra fyrirvara nefndi hann ekki og hann skildi vel þann þrýsting sem var á okkur sl. haust og neyddu okkur inn á þessa braut samnnga.
Magnús Helgi Björgvinsson, 7.8.2009 kl. 18:50
Steingrímur fær prik frá mér fyrir kastljósið í gær. Þetta var sannarlega ekkert drottningarviðtal hjá Sigmari.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.8.2009 kl. 23:29
Magnús á fótboltavellinum eru dómhörðustu aðilarnir yfirleitt staðsettir í áhorfandastúkunni, og eiga yfirleitt það sameiginlegt að hafa lítið spilað fótbolta, þekkja lítið til knattspyrnulaganna og hafa yfirleitt enga þekkingu á þjálfun. Þetta eru svona sjálfskipaðir sérfræðingar. Á blogginu eru líka svona sérfræðingar, sem vita betur en þeir sem eru menntaðir á viðkomandi sviðum. Þú hefur alveg örugglega þekkingu á málefnum þroskaheftra og ég ber mikla virðingu fyrir þekkingu og reynslu sem þú hefur á því sviði. En að þú getir fullyrt að Eva Jolý hafi ekki þekkingu á greiðslugetu Íslands, er fráleitt. Þá slær útí fyrir þér. Það sem þú hefur látið hafa eftir þér um einn okkar virtasta lögfræðing Ragnar Hall, gerir bara lítið úr þér. Ég fullyrði að þar ert þú að fjalla um mál sem þú hefur ekki hundsvit á. Umfjöllunin lyktar af flokkssauðahætti.
Sigurður Þorsteinsson, 7.8.2009 kl. 23:37
Sigurður þú ert semsagt einn af þeim sem heldur því fram að ríkisstjórnin sé vísvitandi með öllum þeim sérfræðingum sem hún hefur haft sér til aðstoðar að gera samning sem kostar okkur mörghundruð milljarða meira en við hefðum þurft að borga. Kjaftæði.
Minni þig á að fyrir mánuði kom fram lögfræðingur Magnús Thoroddsen og hélt því fram að með samningnum værum við að leggja stjórnarráðið og Alþingishúsið að veði fyrir þessum samning. Og menn gripu það hrátt upp og bloggheimar loguðu með yfirlýsingum um að við værum búin að opna leið fyrir Hollendingar og Breta að taka yfir allar opinberar fasteignir og fleira. Síðan koma 2 lögfræðingar og segja að við séum ekkert ábyrg fyrir þessum icesave skuldum. Án þess að segja okkur hvernig við eigum að fara að því að reka þetta mál fyrir nokkrum dómstól. Síðan kemur einn og segir að fara eigi með þetta mál eins og þegar tryggingarsjóður launa gerir upp mál. En aðrir lögfræðingar sem vinna mikið við gjaldþrot fyrirtækja benda á að þessi rök hans eða þeirra standist ekki.
Ég hef fullt leyfi til að mynda mér skoðun á þessu máli. Það eru allir aðrir að gera það. Og ég leyfi mér að treysta því að menn sem hafa unnið að þessum samningi hafi náð eins góðum samningi og hægt var á þeim tíma. Það eru gallar í þessum samning eflaust en það kemur til líka af því að viðsemjendur okkar voru að gefa eftir líka.
En ég bendi þér líka á Sigurður að það eru mörg þúsund bloggarar sem hafa tjáð sig um þetta mál. Og ég leyfi mér að fullyrða að innan við 1% af þeim hafi menntun eða þekkingu til að fjalla um þetta en þeir leyfa sér samt að hafa skoðun. Og um þá skoðun er hægt að rökræða en að stimpla þá alla aumingja og vitleysinga er algjörlega út úr kú. Þetta eru þeirra skoðun.
Menn töluðu nú ekki svona fallega um Ragnar Hall þegar hann var einn af aðallögfræðingum Baugs. Og einnig vil ég minn þig á að það eru lögfræðiálit sem ganga gegn hans áliti. Sem og að með og í samninganefndinni störfuðu reyndir lögfræðingar. M.a.
Peter Dyrberg, forstöðumaður
Peter Dyrberg hefur gegnt stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík frá árinu 2005. Hann hefur víðtæka starfsreynslu á sviði Evrópuréttar og hefur auk þess flutt fjölda erinda og fyrirlestra tengdum Evrópurétti við ýmis tækifæri.
Þá voru allir nema Svavar og Indrið í nefndinni lögfræðingar með reynslu af samningum. Þá voru enskar lögfræðisstofur sem unnu með nefndinni einnig voru innlendar lögfræðistofur og lögfræðingar kallaðir til. Þá hefur Alþingi kallað til tugi eða hundruð lögfræðinga. Heldur þú að nefndirnar væru ekki búinar að henda út þessu máli og hafna því ef að það væri 100% skilningur allra að við værum vegna mistaka að borga hundruðum milljörðum meira en við þyrftum?
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.8.2009 kl. 00:33
Nei Magnús ég held ekki að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að gera slæman samning. Nokkru áður en Svavar fór út sagði Steingrímur að þeir væru ekki að fara út til þess að gera samning. En saminganefnin kom heim með slíkan. Ég held að ríkisstjórnin eða e.t.v. frekar Steingrímur hafi ekki vandað sig við valið á nefndarmönnum og þess vegna var niðurstaðan klúður.
Þú hefur fullt leyfi til þess að mynda þér skoðun á Icesave samningum, og þú hefur fullt leyfi til þess hafa skoðun á góðum fótbolta. Þú hefur hins vegar að öllum líkindum jafn lítið vit á hvort tveggja. Flokkssauðir éta það upp sem flokksforystan ropar upp úr sér og rökstuðningurinn er þá yfirleitt enginn.
Sigurður Þorsteinsson, 8.8.2009 kl. 00:44
Æ nú er ég gjörsamlega hættur að nenna þessu. Ég hef engan áhuga á að vera kallaður "Flokkssauður" Ég spilaði knattspyrnu í 10 ár hér áðurfyrr og handbolta líka. Var m.a. 1 ár í stjórn HK og rak tómstundamiðstöðu fyrir ÍK. En hvað veit ég. Ég var með dómararéttindi í Knattspyrnu. En það er náttúrulega ómögulegt að ég hafi nokkurt vit á þessu. Ég les þau gögn sem ég finn á netinu og í sambandi við Icesave þá hef ég aðgang að fullt af gögnum.
En nú nenni ég þessu ekki lengur enda náttúrulega að til lítils að rökræða við snilling eins og þig.
Magnús Helgi Björgvinsson, 8.8.2009 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.