Leita í fréttum mbl.is

Egill Helga aðeins að skjóta á Dabba seðil

Ég var að tala um í fyrrifærslu að stóriðjan væri að hækka fyrirdráttarlánin mín. Einhverjir settu í athugasemd að verðbólgan væri ekki stóriðjunni að kenna. EN Egill er samt á því eins og ég:

Silfur Egils

Sem seðlabankastjóri er Davíð alveg jafn mikið á móti evrunni og sem stjórnmálamaður. Sagði hann ekki eitt sinn að fyrr myndi hann dauður liggja en að við gengjum í Evrópusambandið? En það þýðir ekki lengur að segja að við getum ekki tekið upp evruna vegna þess að hagsveiflan hér sé öðruvísi en annars staðar - hagsveiflan hérna er fyrst og fremst af völdum stjórnmálamanna, síðast vegna alltof mikilla stjóriðjuframkvæmda og líka vegna þenslu á húsnæðismarkaði sem skapaðist vegna skyndilegs framboðs af lánsfé. Þetta kemur fiskveiðum sama og ekkert við. Hlutur þeirra í þjóðarframleiðslunni fer sífellt minnkandi. Þetta er líka spurning um hversu lengi við viljum búa við verðbólgu og ofurvexti. Hvernig stendur á því að gengi krónunnar lækkar sama dag og tilkynnt er um enn eina vaxtahækkunina í Seðlabankanum?

Og svo kemur smán skot á Davíð

En það er þessi yfirlýsing Davíðs Oddssonar sem vekur mesta athygli. Þið máttuð gera þetta en þið máttuð samt ekki gera þetta - svo segir frá í frétt hér á Vísisvefnum:

"Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, telur þá ákvörðun Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka, að telja fram í evrum í stað krónu óheppilega. Þetta kom fram á Fréttamannafundi vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Davíð sagði að þegar lögin hafi verið sett um að fyrirtæki gætu gert upp í evrum, þá hafi ekki verið gert ráð fyrir að fjármálafyrirtæki nýttu sér þá heimild. Þau hafi ekki formlega verið undanþegin í lögunum, en engum hafi heldur dottið það í hug að þetta gæti gengið til þeirra. Sérfræðingar óttast að fleiri bankar kunni að fylgja fordæmi Straums, sem gæti veikt stöðu krónunnar."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband