Leita í fréttum mbl.is

Þeir eiga væntanlega báðir eftir að dvelja nokkra mánuði upp í sveit.

Heyrði í Íslandi í bítið að þessir menn sem réðust að lögreglunni hefðu ekki komist í kast við lögin áður. Árástin hefði verði án allra fyrirvara og mig minnir að þessir menn hefðu ekki verið þeir sem lögreglan var upprunalega að tala við. Alveg makalaust að fullorðið fólk skuli láta svona. Nú veit ég að það er farið að taka harðar á svona árásum á lögreglu og þessvegna mega þeir búast við að eyða góðum parti af næsta ári eða árum í fangelsi.

Vísir, 28. des. 2006 07:04

Lögreglumenn slasaðir eftir árás

Tveir lögreglumenn meiddust og voru fluttir á Slysadeild, eftir að þeir urðu fyrir fólskulegri líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Þeir höfðu verið kallaðir að fjölbýlishúsi vegna hávaða af skoteldum, sem verið var að skjóta úr einni íbúðinni. Þegar þeir komu á vettvang réðust tveir menn skyndilega á lögreglulmennina, óviðbúna, og slógu annan þeirra í barkann.

Slík högg geta verið lífshættuleg og flokkast undir mjög grófa árás. Til harðra átaka kom uns lögreglumennirnir náðu að yfirbuga árásarmennina og kalla á liðsauka. Árásarmennirnir voru handteknir en lögreglumenirnir voru útskrifaðir af slysadeild, eftir að búið var að gera að sárum þeirra.

Ráðist á lögreglumenn í Rvk

Ráðist var á tvo lögreglumenn í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í morgun. Þeir voru  kallaðir voru út vegna hávaða frá flugeldum. Árásarmennirnir voru tveir og taldir vera ölvaðir. Þeir voru báðir handteknir og bíða yfirheyrslu. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er  málið litið  alvarlegum augum.

 


mbl.is Ráðist á lögreglumenn í Reykjavík í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband