Leita í fréttum mbl.is

Ég er nú að missa trú á mörgum stjórnmálamönnum!

 Til að byrja með þá finnst mér það ódýrt trix hjá mönnum eins og Bjarna Ben að segja að það þurfi ekki að skattleggja fólk núna. Og nefna svo í framhaldinu inngreiðslur í lífeyrissjóði. Sem eru nú hvort sem mönnum líkar það betur eða verr skattar sem leiða til þess að greiðslur út lífeyrissjóðum í framtíðinni verða að vera kynslóðaskiptar. Þar sem að fólk leggur þá minna inn til ávöxtunar. Eins þá þyrftu þessir peningar að vera afmarkaðir þar sem búið er að greiða skatta af þeim ekki öðrum.

Síðan segir hann og kórinn í kring um hann að það eigi ekki að hækka almennaskatta. Heldur eigi að örva atvinnulífið og þar með auka tekjur ríkisins. Það væri nú auma fjárlagafrumvarpið þar sem öll tekju hliðin væri:

- Hugsanlegar tekjur sem koma ef að við fáum fjárfesta. En því miður vitum ekki enn hvaða tekjur eða hversu miklar! Þetta mundi engin kaupa sem ábyrg fjárlög.

- Eins veit hann mæta vel að það er ekki hægt að hefja hér verulegar framkvæmdir sem kosta gjaldeyri nema að lánshæfi okkar aukist aftur. Og þá á alveg eftir að koma í ljós hverjir og hvaða tekjum þetta skilar í ríkissjóð. Og sennilega verður það ekki há upphæð á næsta ári.

Eins hefur verið bent á að t.d. tryggingargjald sem atvinnurekendur og Sjálfstæðisflokkur  hafa barið í gegn að verði hækkað frekar en umhverfisskattar og auðlindagjöld leggst verst á ríkið sjálft, sveitarfélög og minni fyrirtæki sem eru með marga starfsmenn sem og einyrkja. Því að þetta er aukning á launakostnaði. En fyrir t.d. álver skiptir þetta litlu máli því launakostnaður þeirra er svo lág % af útgjöldum. Auðlindagjöld og Umhverfisskattar mundu leggjast jafnt á þessi fyrirtæki eftir því hversu mikið þau menga og örðum forsendum

Og Bjarna er bara leyft að bulla svona athugasemdalaust. Og af hverju er Sigmundur Ernir kallaður í alla viðtalsþætti núna. Maður sem er búinn að vera 5 mánuði á þingi? Af hverju sér maður suma þingmenn aldrei þarna hjá Agli?

 


mbl.is Segir vel hægt að spara meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er einfalt, íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekkert annað en skipulögð glæpasamtök sem hafa það eitt að markmiði að koma sér og sínum í allar valdastöður og sölsa undir sig eigur þjóðarinnar.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 18:31

2 identicon

Sammála. Mér blöskrar þegar ég heyri vellíðunarstunurnar í stjórnarliðum. Vikulokaþáttur var dæmi. Þetta fólk lifir í eigin heimi. Gaman á þingi og helst ef maður fær að ráða.

Gagarýnir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bjarni Ben er bara að tala uppí eyrun á þjóðinni. Heldur með því að fylgið muni streyma yfir til Íhaldsins.

Ég veit ekki betur en inngreiðslur til Lífeyrissjóðanna hafi verið þær sömu (hlutfall af launum) áður en hætt var að skattleggja þær fyrir nokkrum árum. Ef eitthvað annað er uppi í teningnum nú, eru það nýjar fréttir fyrir mig.

Ég hef skilið málið þannig að skattlagning heildartekna (með iðgjaldi til Lífeyrissjóðs inni í upphæðinni) væri óháð iðgjaldinu. Það er að iðgjaldið héldi sér óbreytt sem það hlutfall af launum sem kjarasamningar segja til um og væri greitt óskert til viðkomandi sjóðs. Launagreiðandinn greiddi skattinn og hann drægist frá útgreiddum launum. Hef verið fylgjandi þessari breytingu.

Séu þessar tillögur settar þannig fram að skattleggja eigi sjálfa inngreiðsluna og skerða þannig framlagið til sjóðanna, horfir málið allt öðruvísi við.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.11.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband