Leita í fréttum mbl.is

Athugið bloggspekingar! Hann er EKKI að segja:

Daniel Gros er ekki að segja að við þurfum ekki að borga Icesave! Hann er hinsvegar á því að við hefðum átt að fá lægri vexti! Hann hefur áður sagt að hann telji að Bretar og Hollendingar hafi sýnt fram á greiðsluskildu okkar vegna jafnræðis milli innistæðueigenda. Enda segir hann:

„Íslendingar þurfa að greiða eitthvað vegna Icesave.

Mér finnst reyndar að furðulegt að hann telur að við eigum að fá sömu kjör á lánið frá Bretum og Hollendingum og Bretar veita sínum innistæðutrygginarsjóð. Það er furðulegt í ljósi þess að t.d. Lán sem Breska stjórnin tekur í dag bera rúmlega 3% vexti sem eru breytilegir. Þó þeir láni síðan eigin sjóð með lægri vöxtum. Hefði haldið að við mundu veita okkar innistæðutryggingarsjóð betri kjör en við mundum rukka af sambærilegum sjóð sem við mundum lána í öðru landi.

Eins þá finnst manni líklegt að þeir vextir eigi eftir að hækka. Síðan horfir hann finnst manni lítið til þess að Bretar og Hollendingar eru að lána innistæðurtrygginarsjóð sem er nánast gjaldþrota. Þeir eru að lána inn í ástand þar sem óvíst er enn hvort að neyðarlög standist. En allra helst þá horfir hann ekkert til þess að öll önnur lán sem við fáum bera í dag 6,7% vextir t.d. við AGS.

Og hann eins og aðrir horfir ekki til þess þegar hann metur greiðslur af Icesave að við byrjum strax að greiða niður höfuðstól lánsins með eignum sem eru að innheimtast. Þannig eru nú tiltækir um 180 milljarðar og til viðbótar 120 milljarðar í búi gamla Landsbanka. Og á næstu árum verða lán að greiðast upp og þ.l. beint inn á höfuðstólinn.

En fyrir alla muni munið hann er ekki að segja að við þurfum ekki að borga Icesave.


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kynntu þér nú málið betur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég er alltaf að því! Ingibjörg. En þú?

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 10:01

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann er hagfræðingur, ekki lögfræðingur, það er málið.

Hann er nánast að segja: Þið komizt ekki hjá því að borga eitthvað. Það er reyndar rangt hjá honum, en rétt ef hann tekur mið af hugrekkisstigi núverandi ráðamanna okkar.

Og segðu okkur svo: Vilt þú gera kröfu um það til Icesave-stjórnarinnar, að hún farið að ábendingum hans um rétt okkar (vegna jafnræðislaga EES) til 1,5% vaxta í stað 5,55%? Sú breyting skilmálanna gæti munað okkur milli 185 og 240 milljörðum króna og raunar ennþá meira. STYÐUR ÞÚ ÞAÐ? Viltu þá vera með í áskorun til Alþingis um það atriði?

Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 10:06

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

350 milljarðar króna til frádráttar höfuðstól koma beint úr ríkissjóði – það er "sniðug" aðferð Ísgríms til að láta Icesave-skuldabréfs-afborganirnar virka minni en þær eru.

Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 10:10

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Fyrst er nú  að fá úr því skorið hver okkar greiðsluskylda er, ef nokkur. Síðan er að athuga með vaxta prósentu.  Ég get ekki séð að Bretar séu að gefa okkur nokkuð þegar ég skoða Libor vexti, sjá meðf. slóð.

http://www.bankrate.com/rates/interest-rates/libor.aspx

Kjartan Sigurgeirsson, 11.12.2009 kl. 10:11

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér sýnist ekki að þú (Ingibjörg) hafir kynnt þér málið almennilega sbr:

Þetta voru Einka-bankar með enga ríkisábyrgð með sér, Bretar Hollendingar sem og aðrar þjóðir áttu að vita það. Breskir, Hollenskir sem og aðrir ráðamenn þessara landa hljóta að vita upp á sig vítavert gáleysi, gáleysi vegna þess að allt eftirlit frá þessum löndum vantaði. Ljóst er á öllu líka að eitthvað var búið að klóra þarna í bakkann af yfirvöldum elendis gagnvart þessari stöðu, en því ekki fylgt betur eftir hjá þessum ráðamönnum og vangá þeirra látin bitna á okkur

Þú veist væntanlega að þessir bankar störfuðu bæði hér og erlendis á starfsleyfi frá okkur. Og skv. því bar okkur eftirlitsskylda á þeim. Og eins þá stofnuðu þeir Icesave með leyfi frá FME sem bar að sjá til þess að þessir bankar yrðu ekki stærri en þeir réðu við. Ríkið stofnaði með lögum innistæðutryggingarsjóð og skipaði alla fulltrúa í stjórn hans. Þó sumir væru frá bönkunum þá voru þeir skipaðir að ráðherra. Og allstaðar í heiminum hafa innistæðutryggingsjóðir og/eða ríkisvald í langi viðkomandi banka bjargað innistæðueigendum. Breska stjórnin t.d. lánar sínum innistæðutrygginarsjóð og Daniel Gos sagði fyrir mánuði síða að Bretar og Hollendingar hefðu sýnt fram á að við þyrftum að greiða innistæðutryggianr vegna jafnræðissjónamiða. Hann er bara að tala um að honum finnist við eiga að greiða lægri vexti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 10:11

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo má líka nefna að icesave vandinn varð vegna þess að Landsbankinn var á leiðina í gjaldþrot hér á Íslandi og var yfirtekinn af ríkinu og sett neyðalög. Við það hrundu útibúin erlendis því þau voru aðskilinn frá Landsbankanum með neyðarlögum og sett i gamla landbanka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 10:19

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Valur það haf innheimts um 180 milljarðar vegna afborgana og uppgreiðsna á lánum Landsbankans. Megnið af þeim liggur á reikningum í Breska seðlabankanum. Það eru nefnilega útistandandi eignir sem eru að skila tekjum og gera það áfram. Það þarf jú að leggja inn í nýja Landsbankan töluvert meira en í hina bankana og hann þarf að greiða Gamla Landsbankanum fyrir eignir sem hann yfirtók. En ég hef heyrt lægri upphæð en þú er að nefna. Var ekki verið að tala um 180 milljarða um daginn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 10:23

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Magnús í guðs bænum ekki missa þig. Var ekki verið að samþykkja Ríkisábyrgð á þessa reikninga ICESAVE núna í sumar....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 10:29

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Svo mikið veit ég Magnús að það gilda þau lög og þær reglur sem voru í gildi þegar viðkomandi atburður gerist. Í þessu tlifelli þá væntanlega þegar þessir ICESAVE reikningar voru stofnaðir.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 10:37

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað rík heldur þú að sætti sig við ábyrgð sem gengur út á að við ætlum að ábyrgast lán. "En þó ætlum við ekki að ábyrgast lánið ef að það verður ekki að fullu greitt eftir 15 ár vegna þess að við viljum að greiðslubirgði miðist við hagvöxt hjá okkur. Þannig ef að hagvöxtur verður ekki nægur þá viljum við ekki að lánið lengist heldur að það falli niður eða við semjum aftur um restina. En við viljum ekki semja um restina núna. " Það væri svona svipað og ég tæki lán hjá banka og í því væri greiðsluþak þannig að upphæð afborgana færi eftir þróun launa hjá mér. Held að engin banki gæfi mér svo bara það sem yrði eftir eftir lánstímann ef að launahækkanir mínar dygðu ekki til að greiða það. Heldur fengið ég harmónikku lán sem lengdist sem þyrfti til að lánið yrði greitt upp.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 12:37

12 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið anskoti væri sá banki vitlaus sem lánaði þér vitandi að þú gætir ekki borgað frá upphafi, nema að þú gætir lagt fram það góða veðsetningu ..  Svo hvað erum við að sjá hér. Kannski er lagalegi rétturinn okkar meiri en okkur er sagt.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 13:15

13 identicon

Evrópusambandið gaf út skýrslu árið 2007 er varðaði innistæðutryggingakerfi Evrópu sem bar heitið:

Scenario Analysis: Estimating the effects of changing the funding mechanisms of EU Deposit Guarantee Schemes..

Með þessari skýrslu fylgdi viðauki þar sem eiginleikar Innistæðutryggingasjóða mismunandi landa voru bornir saman..

http://ec.europa.eu/internal_market/bank/docs/guarantee/annex3_en.pdf

Í þessum viðauka er kafli fyrir tryggingasjóði hvers lands sem ber heitið: Other contributions/borrowing og er skipt í 3 liði..Tökum nokkur dæmi..

Danmörk:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Já, Fjármálaráðherra má veita ríkisábyrgð á lánum sjóðsins.
Leyfi til lántöku: Já

Þýskaland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Frakkland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Austurríki:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Já
Leyfi til lántöku: Já

Holland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Nei

Bretland:
Framlög frá ríkisstjórn: Nei
Ríkisábyrgð: Nei
Leyfi til lántöku: Já

Eins og sjá má er þetta fyrirkomulag mismunandi milli landa. Þetta sýnir þó svart á hvítu að dírektív 94/19/EEC gerir ekki sjálfkrafa ráð fyrir ríkisábyrgð ef sjóðurinn tæmist, einfaldlega vegna þess að í löndum á við Frakkland, Bretland og Hollandi er það beinlínis bannað...

Önnur lönd, til að mynda Ísland, Danmörk og Austurríki GETA ákveðið að veita ríkisábyrgð ef þau vilja..Þeim er það EKKI SKYLT..
Það að veita ríkisábyrgð upp á hálfa landsframleiðslu er þó sennilega eitthvað sem varla yrði tekið í mál bæði í Danmörku og Austurríki, enda gersamlega glórulaust bull þegar ríkið ber til þess enga skyldu..

Hættum nú þessu bulli og færum málið þangað sem það á að vera..fyrir dómsstólum..

TBR (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 13:27

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

TBR þetta kerfi gerir heldur ekki ráð fyrir að það sé ekki ríkisábyrgð. Og þetta getur ekki verið réttur listi hjá þér því að að Daniel Gros vitnar í að innistæðutrygginarsjóður Breta fái lán frá Bresku ríkisstjórninni með 1,5% vöxtum.

En tilskupun EES frá 94 segir fyrir að hverju ríki sé skylt að koma upp kerfi sem tryggi innistæður upp að ákveðinni upphæð 20 þúsund evrum. Það er svo hverri þjóð heiilt að ráð hvernig kerfið er uppsett. Síðan hafa nær öll ríki ábyrgst inniræður langt umfram trygginar með yfirlýsingum .

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 14:09

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og síðan bendi ég þér á að við hlupum frá fyrsta gerðardóm um þetta mál þar sem fulltrúar EFTA og ESB voru. VIð sögðum okkur frá honum. Önnur ríki fara væntanlega ekki með milliríkjadeildu fyrir Íslenskan dómstól. Og því eru aðeins EFTA og ESB dómstóll mögulegur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 14:13

16 identicon

Skoðaðu skjalið..listinn er ekki rangur. Hvað varðar lán breska ríkisins til FSCS, þá er það einmitt það...LÁN sem er ekki það sama og ríkisábyrgð. FSCS þarf að greiða hvert einasta pund til baka..

"The compensation payments have been made in the first instance by the UK Government. Part of such payments have been in the form of a loan to the FSCS, which currently amounts to £18.7 billion. The principal of the loans will not become due until September 2011 by which time it is hoped that there will have been substantial recoveries from the assets of the failed banks. However, it is likely that a significant proportion of the £18.7 billion will still be outstanding. Although there may be some rescheduling of the loans, the principal will still need to be repaid and will need to be met by the FSCS levies on the industry."

http://www.theyworkforyou.com/whall/?id=2009-03-10b.27.0

Tilskipun EES frá 1994 gerir ráð fyrir því að tryggingasjóður innistæðueigenda geti tekið lán ef ekki er nægt fjármagn í honum til að standa skil á lágmarksinnistæðum..Gott og vel, það er sennilega flestum sama um það að íslenski sjóðurinn taki lán til að mæta þessum skuldbindingum en það er algerlega fráleitt að hægt sé að krefja íslenska ríkið að ábyrgjast það sem út af mun standa..sér í lagi þegar slíkt er beinlínis ólöglegt um mest alla Evrópu og sérstaklega sökum þess að hér er um hálfa landsframleiðslu að ræða..

Ég nenni ekki einu sinni að kommenta á þennan svokallaða gerðardóm sem sem átti að setja málið í..Bæði Ingibjörg Sólrún og Kristrún Heimis hafa farið grúndíkt yfir það hvers konar djók það var..

Bretar og Hollendingar sækja bara sinn rétt fyrir íslenskum dómstólum ef þeir telja sig hafa kröfu á hendur okkur..svo einfalt er það..

TBR (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 20:02

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, TBR, frábær þessi innlegg þín.

Ég er of syfjaður til að svara Magnúsi í bili!

Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 20:20

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

TBR þú getur teygt þetta og togað eins og þú villt. En ég minni þig á að Bretar sem og allar aðrar þjóðir hafa dælt í bankana alveg ógurlegum upphæðum, tekið banka yfir og selt sparistjóðakerfið til annarra banka m.e. Hollenskra og Spánskra bara til að vernda innistæður. Enda sagði í skýrslu Franska seðlabankans þar sem því var lýst að innistæðutrygginarkerfið mundi í flest öllum löndum hrynja við kerfishrun, að í þeim tilfellum þyrftu Seðlabankar og/eða ríkisstjórnir að koma að málunum.

Við lýstum því yfir sl. haust að við mundum styðja innistæðutrygginarstjóð við að afla lána til að standa við Icesave. Og hvað er það annað en að veita þeim ábyrgð?

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 21:24

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og jú það þarf að samþykkja ríkisábyrgð á Alþingi en nú hafa 3 af 5 flokkum á Alþingi lýst þessu yfir á meðan þeir voru í stjórn. Og aðeins flokkar sem hafa 13 þingmenn samtals ekki verið í stjórn á meðan þessar yfirlýsingar voru gefnar. Enginn þingmaður mótmælti þessu yfirlýsingum.

Geri það stundum að gamni mínu að birta hér yfirlýsingar frá því sl. haust af því fólk virðist gleyma því:

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008

Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.

Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.


Reykjavík 11. október 2008


Sameiginleg yfirlýsing
11.10.2008

Fulltrúar Íslands og Bretlands áttu vinsamlegan fund í Reykjavík til að ræða sameiginleg hagsmunamál í tengslum við yfirstandandi neyðarástand á fjármálamörkuðum, með það að markmiði að ná niðurstöðu sem er ásættanleg fyrir báða aðila.

Verulegur árangur náðist um meginatriði fyrirkomulags sem miðar að því að flýta fyrir greiðslum til sparifjáreigenda í Icesave. Fulltrúar ríkjanna ákváðu að vinna náið saman að lausn annarra viðfangsefna á næstu dögum.


Reykjavík 11. október 2008

Tilkynning frá forsætisráðuneytinu
13.11.2008

Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að íslensk stjórnvöld hafa engar áætlanir uppi um að falla frá áformum um að tryggja innstæður á bankareikningum hérlendis. Orðrómur um að íslensk stjórnvöld muni gefa þessi áform eftir í samningum við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn er rangur. Innstæðueigendur þurfa ekki að óttast um fjármuni sína sem geymdir eru á bankareikningum innlánsstofnana hérlendis. Í þeim efnum hefur ekkert breyst frá því að þessu var fyrst lýst yfir af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Reykjavík 13. nóvember 2008

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008

Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.

Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
 

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 21:35

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

TBR var aðeins að hugsa þetta með listann sem þú settir inn um mismunandi innistæðutryggingar milli landa. Þetta er eiginlega beggja blands því hér hefur því verið haldið fram að með því að koma upp innistæðutryggingarsjóð þá sé ríkð stykkfrí skv. tilskipun EES frá 1994. En hún segir ekkert um að ríkið sé þar með laust undan ábyrgð. Og sumar þjóðir eru meira að segja með ríkisábyrgð á þessu.

Þá var ég að skoða fjárlög fyrri ára um daginn og datt þá niður á það að innistæðutrygginarsjóður er á D hluta fjárlaga. Og hann er víst rekinn sem skúffa í Seðlabanka. Stórnarformaður hans er fulltrúi viðskiptaráðherra og ráðherra skipar alla í stjórn hans eftir tilnefningar frá bönkum og fjármálfyrirtækjum suma.

Þá er líka búið að benda á að innistæðutrygginarsjóður hefði ekki einusinni ráðið við að borga innistæðutrygginar hjá bara einum banka af þessum þremur sem hrundu og hvað þá Icesave. Sem sýnir að við vorum ekkert að fylgjast með að innistæður væru nægjanlega tryggðar. Þetta kemur til með að valda okkur vandamálum í málaferlum. Við gættum ekki að því að það væri lögbundin trygging á innistæðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.12.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband