Leita í fréttum mbl.is

Biði ekki í það ef að snillingarnir í stjórnarandstöðunni hefðu annarst Icesave málið!

Var reyndar búinn að blogga um þetta áður. En bara verð að itreka þessa línu:

Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar,  að birta álitið þremur dögum fyrir jól

Þetta er snillingarnir

Ásbjörn Óttarsson 1, NV, S, 

Höskuldur Þórhallsson 6, NA, F, 
 
Kristján Þór Júlíusson 4, NA, S, 
 
Ólöf Nordal 2, RS, S, 
 
Þór Saari 9, SV, Hr, 

Sem öll hafa haldið langar ræður allt þetta ár um hvað samningnefnd, embættismenn og starfsmenn ráðuneyta hafa verið ömurlegir samningamenn. Sem og að öll gögn eigi að vera opinber. Alveg sama þó það hafi verið sagt að sum gætu skaðað hagsmuni okkar væru þau gerð opinber.

Nú hundsa þau ráðleggingar lögfræðistofu sem þau þó virðast hafa sérstaklega beðið um að gerði skýrslu um málið.

Og svo les maður þetta:

Ítarlegt álit bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya um Icesave fyrir fjárlaganefnd Alþingis var birt rétt fyrir jól þrátt fyrir að lögmennirnir vöruðu eindregið við því. Þeir höfðu lagt áherslu á það í álitum sínum og minnisblöðum að þar séu trúnaðarmál sem gætu gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Í fréttinni segir að lögmennirnir hefðu ítrekað bent á þetta, meðal annars í tölvubréfum til Alþingis dagana fyrir jól. Fjárlaganefnd ákvað hins vegar, að kröfu stjórnarandstöðunnar,  að birta álitið þremur dögum fyrir jól.

 

Ég biði ekki í hvernig staða okkar væri ef þetta fólk hefði verið að semja fyrir okkur. Eða stjórnað samningaviðræðum okkar.
 


mbl.is Vöruðu við því að birta álitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Magnús, fyrst að þú tekur þennan pól í hæðina þá neyðist þú til að segja okkur frá því hvaða stjórnarliðar í fjárlaganefnd samþykktu birtinguna. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar eru ekki með meirihluta atkvæða í nefndinni fremur en í öðrum fastanefndum og geta ekki einir og sér hafa klárað málið.

Að vísu virðist mér þetta hafa verið mjög vafasöm ákvörðun hjá fjárlaganefnd en rökin frá nefndarmönnum munu vonandi heyrast í fjölmiðlum strax í dag.

Sigurður Hrellir, 27.12.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Það er ekker að því að birta þetta. En er þetta réttara en eitthvað annað sem er á hinn veginn, með fullri virðingu þá hef ég misst allan trúverugleikann á þinginu það er hreint og beint orðið til skammar og mér til mikkilla vonbrigða varðandi þetta mál, ekki koma með eitthvað sjálfstæðis eða farmsókanar ofstæði þetta lið er allt á rassgatinu og talr með því líka. 

Stefán Óli Sæbjörnsson, 27.12.2009 kl. 01:07

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju þurftu þeir að ítreka þetta? Var þeim svarað?

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2009 kl. 01:42

4 identicon

Hvað er svona flókið?  Það voru fjármálaráðherra Steingrímur J. og Guðbjartur Hannesson sem birtu þetta efni sem breska lögmannaskrifstofan ráðlagði þeim að gera ekki.  Það er afturámóti hið besta mál, því að ekki halda þá lengur rökleysur stjórnvalda að einhver trúnaður er þess valdandi að ekki er hægt að birta leyniskjölin 23 sem eru geymd í lokuðu herbergi þar sem þingmenn getað aðeins fengið að lesa þau yfir undir eftirliti og eru bundnir trúnaði um innihaldið.  Skj0lin sem Hreyfingar þingmenn hafa ítrekað farið fram á að verði aflétt trúnaði af.  Eitt leyniskjalanna það 24. var um svívirðu Steingríms J. og Indriða með að véla með AGS um að birta ekki skýrslur sínar fyrr en eftir kosningar og að vera í sambandi í prívat e-mail svo betur væri hægt að villa um fyrir þjóðinni hverslags skúrkar eru við völd.

http://www.amx.is/stjornmal/12842/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 02:14

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Byði ekki í það ...

Bjóða, bauð, buðum, boðið. < byði !

Jón Valur Jensson, 27.12.2009 kl. 02:52

6 identicon

Mikið er ég sammála þér. Ég hugsa til þess með skelfingu ef Bjarni Ben og Sigmundur færu með stjórn landsins. Fæ hroll !

Ég treysti Steingrími og Jóhönnu til að gera það sem best er fyrir Ísland. Þau hafa setið lengst á þingi og þegar svona alvarlegir atburðir skekja þjóðina þá þarf fólk með reynslu þroska og þekkingu við stjórnvölinn. Óánægjan og lætin eru mest á blogginu. Úti í þjóðfélaginu er fólk að sinna sínu og treystir stjórnvöldum fyrir því að leiða þjóðina út úr hremmingunum. Þekki marga sem kusu VG. Þeirra traust á Steingrími hefur ekkert minnkað. Og ég treysti Jóhönnu og mun gera það áfram.

Ína (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 08:32

7 identicon

Það er einn vinkill á þessu sem ég er ekki alveg að ná. Sá er, að lögmansstofan ályktar að samningurinn sé ósanngjarn og ekki ýkja góður fyrir okkur.

Hvernig getur það komið sér illa fyrir okkar málstað?

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband