Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Nú snúum við viðskiptum okkar til Skipholts- og Garðsapóteka.

 

Frétt af mbl.is

  Allt að 45% hækkun á lausasölulyfjum á einu ári
Innlent | mbl.is | 31.10.2006 | 22:21
Mynd 412731 Verð á lausasölulyfjum hefur hækkað umtalsvert síðastliðið ár að því er fram kemur í verðsamanburði á verðkönnunum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lyfjabúðum nú í október og könnun sem gerð var í nóvember 2005. Meðalverð á algengum lausasölulyfjum hækkaði um allt að 45% milli kannana en flestar tegundir sem skoðaðar voru hækkuðu á milli 10% og 20%.

 Mesta hækkun var í Apótekinu þar sem verð á 14 tegundum lausasölulyfja hækkaði um meira en 10% milli kannana og þar af 10 tegundir yfir 20%. Í Lyfju hækkuðu 12 tegundir um meira en 10% og þar af 8 yfir 20%. Í Apótekaranum og Lyfjaval hækkuðu 10 tegundir yfir 10% og þar af voru 8 yfir 20%

Skipholtsapótek hafði oftast lækkað verð á milli kannana eða á 13 lyfjum af 21 og Garðsapótek næst oftast eða í 8 tilvikum.

Makalaust að það skuli vera minnstu apótekin sem eru að veita ódýrustu lyfin. Maður hefði haldið að stóru apótekin nýttu stærðina til að auka hagkvæmni. EN nei þau bara okra á okkur. Svo nú koma svo allir næst í Skipholtsapótek eða Garðs. Við verður að verðlauna gott framtak. Og sýna Lyfju o Lyf og heilsu sem og Apótekinu að við látum ekki bjóða okkur svona.


mbl.is Allt að 45% hækkun á lausasölulyfjum á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf Reykjavík þá ekki álver og stórvirkjun

Frétt af mbl.is

  Fleiri flytja frá Reykjavíkur en til hennar
Innlent | mbl.is | 31.10.2006 | 20:26
Mynd 179800 Fleiri hafa flutt frá Reykjavík en til hennar síðustu 5 ár

Þarf ríkið ekki að bregðast við þessu og gera jarðgöng og byggja álver og virkjun fyrir Reykvíkinga?

Bara svona að velta þessu fyrir mérÞögull sem gröfin


mbl.is Fleiri flytja frá Reykjavíkur en til hennar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metójöfnuður á Íslandi?

Ef þetta skildi hafa farið framhjá einhverjum:

 af ruv.is

Metójöfnuður á Íslandi?

Skattastefna stjórnvalda á Íslandi er höfuðorsök þess að ójöfnuður eykst hér hraðar en á valdatíma einræðisherrans Augustos Pinochets í Chile. Þetta segir Stefán Ólafsson prófessor í viðtali við Fréttablaðið í dag. Stefán staðhæfir að ójöfnuður hafi aukist hraðar á Íslandi en í nokkru öðru vestrænu ríki undanfarna þrjá áratugi, og segir nýjar tölur frá Efnahags-og framfarastofnuninni, OECD, staðfesta þetta.

Þá er vitnað í fyrirlestur sem Stefán flutti á ársfundi Alþýðusambands Íslands um bág lífeyriskjör alþýðu manna hérlendis, þar séu Íslendingar undir meðaltali OECD þótt þeir séu fimmta til sjöunda ríkasta þjóð á Vesturlöndum. Stefán segir launþegahreyfingar nauðsynlegri en áður í hnattvæðingarumhverfi til að tryggja lífskjör almennings. Þrjú verkefni séu öðrum brýnni hér á landi: Að tryggja styttingu vinnutímans, að gjörbreyta skattastefnunni og bæta kjör lífeyrisþega.


Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Nú í dag og í gær er verið að fjalla um mann sem hlaut dóm fyrir að nauðga þroskaheftri konu. Nú er farið að tala um þetta sem "Bjarkarásmálið"

Mér er svo gjörsamlega misboðið með þessari framsetningu. Vissulega vann maðurinn þar og konan sótti vinnu/þjálflun þangað. EN atburðurinn gerðist algjörlega utan þess staðar.  Það sem fréttamenn gleyma er m.a. að í Bjarkarás koma um kannski um 50 einstaklingar á dag til að vinna og hljóta þjálfun. Það er ekki gaman að fyrir þau að skynja að vinnustaður þeirra er kominn með svona stimpil á sig.

Þetta var atburður sem gerðist á Hjálpræðishernum. Afhverju er þetta ekki kallað "Hjápræðishersmálið"

Þetta væri eins og að kalla einhverja nauðgun. "Ríkisútvarpsmálið" Af því að þau hefðu einhvern tíman hist þar í andyrinu.

Það er nauðsynlegt að fjölmiðlar vandi sig við að flytja fréttir af svona hörmungarmálum. Þroskahamlað fólk vill vera stolt af sínum vinnustað eins og aðrir og þetta hjálpar ekki.

(Smá viðbót. Sá þessa frétt nú hér á mbl.is og þar er fjallað um þetta mál og gert alveg eins og best verður á kosið. Ekki getið um vinnustaðinn og þetta er flott. EN skaðinn er skeður því að það er frétt á ruv.is sem ég sá fyrst og þar er talað um "Bjarkarásmálið" og eins á visir.is )


Óskaplega er þetta niðurdrepandi staðreynd

Frétt af mbl.is

24 karlmenn og níu konur frömdu sjálfsvíg í fyrra

Það að 33 einstaklingar skuli ekki sjá aðrar lausnir fyrir sig en að taka eigið líf. Það er þó aðeins skárra að heldur hefur dregið úr tíðni sjálfsvíga. Voru t.d. um 50 árið 2000. Það eru þó sennilega mun fleiri tilfelli ef allt er skoðað. Atvik þar sem ekki er hægt með vissu að úrskurða að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Það er held ég staðreynd að vestrænt samfélag er sífellt að verða ómanneskjulegra. Kröfurnar um velgengni, lífsgæðakapphlaup og stress tekur sinn toll. Sérstaklega á þeim sem eru ekki sterk fyrir og geta tekið á þessu.

 


mbl.is 24 karlmenn og níu konur frömdu sjálfsvíg í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var verið að tala um sóðalega kosningabaráttu hjá Sjálfsstæðisflokknum?

Lesið þá þetta

ruv.is

  • Fyrst birt: 30.10.2006 07:58
  • Sóðaleg kosningabarátta vestra

    Þingkosningar eru í Bandaríkjunum eftir viku og útlit er fyrir stórsigur Demókrataflokksins. Repúblikanar eru á barmi algjörrar örvæntingar segir Independent í dag og beita ómálefnalegum og sóðalegum kosningaáróðri í varnarbaráttu sinni.

    Sjónvarpsauglýsingar eru sem fyrr helsta vopnið í kosningabaráttunni vestan hafs. Þar eru þingmannsefni demókrata borin þungum sökum af andstæðingum sínum. Einn er sagður vilja gefa börnum fóstureyðingartöflur, öðrum er borið á brýn að hringja í klámlínur, sá þriðji er sagður vilja eyða fóstrum blökkumanna, sá fjórði er sagður vinur barnanauðgara, og svo framvegis. Yfirstjórn Repúblikanaflokksins er sögð verja 90% fjárins í kosningasjóði flokksins í auglýsingar í þessum dúr.

Það er náttúrulega ekkert eðlilegt við aðferðir Repúblikanaflokksins sem er systurflokkur Sjálfsstæðisflokksins


Hvernig væri nú að stórveldin spöruðu við sig hernað og vopnakaup og snéru sér að þessu

Ég á ekki til orð nema að við eins og aðrir eyðum frekar hundruð milljóna til að komast inn í Öryggisráð SÞ frekar en að eyða þeim í draga úr þessu vandamáli.

Frétt af mbl.is

  Heiminum að mistakast í baráttunni við hungursneyð
Erlent | mbl.is | 30.10.2006 | 21:02
Norður-kóresk börn borða mat sem Matvæla- og... Lítið hefur áunnist í baráttunni við hungursneyð í heiminum þrátt fyrir skuldbindingar leiðtoga heimsins um að fækka hinum vannærðu í heiminum um helming, en þetta segir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO).

Værum við ekki sáttari við skattana okkar ef við vissum að kannski 1 til 2% af þeim færu í raunverulega þróunaraðstoð, ekki NATÓ verkefni heldur raunverluega aðstoð við þjóðir eins og mataraðstoð, uppbyggingu á þeirra forsendum (ekki verið að reyna að gera þau eins og vestrænt ríki). Ég væri minnstakosti sáttari við skattana mína ef þeir færu í þetta.


mbl.is Lítið hefur áunnist í baráttunni við hungursneyð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Njósnir og hleranir og furðulegir hlutir

Eftirfarandi frétt fann ég inn á www.morgunhaninn.is  En það er þáttur Jóhanns Haukssonar á útvarpi Sögu. Þessi þættir oft ágætir hjá honum. En hér kemur fréttin:

Forsetinn beittur þrýstingi?

30.október 2006 - kl. 10:24
Ritari Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Íslands, óskaði eftir því 1984 að ekkert yrði sagt frá móttöku á Bessastöðum sem forsetinn hélt friðarráðstefnugestum síðsumars það ár. Jafnframt var þess farið á leit að ekki yrðu birtar myndir frá móttökunni. - Þetta kom fram í viðtali Morgunhanans við Vigfús Geirdal, sagnfræðing, í morgun. Vigfús var á þessum tíma virkur herstöðvarandstæðingur og tók þátt í að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu frjálsra friðarhreyfinga hér á landi. Vigfús segir svo frá að á mánudagsmorgni, eftir að ráðstefnan var haldin, hafi forsetaritari hringt í sig og beðið sig um að hafa móttökuna í þagnargildi. Hið undarlega hefði gerst í miðju samtalinu, að inn á símalínuna hefði komið þriðji aðili, María Þorsteinsdóttir, sem þá var ábyrgðarmaður frétta frá Sovétríkjunum. Vigfús kveðst hvorki hafa skýringar á erindi og beiðni Halldórs Reynissonar, forsetaritara, né heldur hvers vegna samtalið rofnaði með áðurgreindum hætti. - Vigfús rifjaði jafnframt upp þau atvik þegar Jón Múli Árnason, Stefán Ögmundsson og fleiri fengu dóm og voru sviptir kjörgengi og kosningarétti eftir róstur á Austurvelli árið 1949 við inngönguna í NATO. Stuðningsmenn, sem vildu færa þeim borgaraleg réttindi sín aftur, söfnuðu 27 þúsund undirskriftum og afhentu stjórnvöldum. Vigfús telur víst að þessar undirskriftir hafi allar komist í hendur bandarískra stjórnvalda. Þar hefðu bæði móðir hans og móðursystir verið á skrá, sem báðar höfðu tekið þátt í undirskriftasöfnuninni, þótt ekki teldust þær vinstrimenn. Bróðir þeirra systra hefði nánast þurft að sverja af sér tengsl við þær þegar hann fór um þetta leyti erinda til Bandaríkjanna.
Á www.morgunhaninn.is er hægt að hlusta á viðtalið við Vigfús Geirdal í heild.

Er Guð í verki með Bush í Írak

Bush1Samkvæmt því sem ég best veit er Bush heittrúaður og frelsaður kristinn maður. Hann hefur lýst því yfir að hann sé í góðu sambandi við Guð og sæki ráðleggingar sínar þangað. Því er ég að velta fyrir mér er það Guð hans sem vill að ástandið þarna sé eins og það er? Ætli það sé Guð sem vill fljúga með menn til Gunatanamo og halda þeim þar jafnvel saklausum án dóms og laga? Ætli það sé Guð sem segir honum að berjast fyrir því að sem flestir Bandaríkjamenn eigi byssur og að þar deyji börn og saklaust fólk í umvörpum í skotárástum? Ætlir það sé á Guðsvegum sem Bandaríkin fara um heiminn ógnandi ríkjum og arðrænandi þau?bush2

Ef ekki afhverju heyrist þá ekki frá sannkristnum? Þar sem þeir mótmæla því að þetta sé Guðsvilji.

Og hver er þess umkominn að segja að þetta sé ekki akkúrat það sem Guð vill. Kannski er Bush enn ein spámaðurinn að breyta skilningi ykkar trúuðu á Biblíunni.

 bush3

 

Kross

Bara svona pæling dagsins.


Arngrímur að kaupa aftur hluta af Avion

Atlanta sem breytti um  varð að Avion með kaupum á fleiri flugfélögum og var síðan selt er nú að hluta til á leið aftur til fyrri eiganda. Þ.e. hluti þess. Er nema von að maður sé hættur að skilja nokkuð í þessu. Arngrímur selur með hagnaði, Avion selur með hagnaði og Arngrímur kaupir aftur.

Af ruv.is

Verðmæti Avion Aircraft Trading byggir fyrst og fremst á samningum um kaup á flugvélum sem afhendast á næstu árum. Kaupendur eru Hafþór Hafsteinsson, stjórnarformaður Avion Airvcraft Trading, og Arngrímur Jóhannsson, stofnandi Air Atlanta, ásamt lykilstjórnendum félagsins. Þeir kaupa 51% hlutafjár í félaginu. Hafþór lætur af störfum sem forstjóri flugþjónustusviðs Avion Group samhliða kaupunum.

 

Þetta er svipað og þegar Iceland air var selt því breytt í FL grup og það selt. Síðan er Iceland Air selt út úr FL grup með 25 milljarða hagnaði. Það er ekki nokkur leið til að skilja hvaðn allir þessir milljarðar koma inn í þessi dæmi. Þessi fyrirtæki skila ekki nema hugsanlega að meðaltali um milljarði í hagnað á ári skv. uppgjörum þannig að maður undrast hvar fjárfestar fá fjármagn til að standa undir öllum lántökunum sem hljóta að fylgja þessu. Eru það kannski peningarnir sem skatturinn sér ekki og Ekstrablaðið er að tala um


Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband