Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Sunnudagur, 5. nóvember 2006
Nú held ég að fjöldi manna á Suðurlandi sé að fara á límingunum!!!
Frétt af mbl.is
Talningu atkvæða frestað til kl. 14 á morgun
Innlent | mbl.is | 5.11.2006 | 19:32
Yfirkjörstjórn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi ákvað á fundi kl. 18:30 að fresta talningu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið var laugardaginn 4. nóvember
Fjöldi mannas búið að leggja nótt við dag í prófkjörsbaráttu. Og loks í dag þegar árangurinn átti að koma í ljós þá er ekki hægt að telja. Ég gæti trúað að það séu ýmsir sem séu að nálgast það stig að fá taugáfall af spennu við að bíða eftir því að sjá hvernig gekk
Talningu atkvæða frestað til kl. 14 á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. nóvember 2006
Markaðsvirði skráðra félaga á Aðallista Kauphallar Íslands nam 2.218
Frétt af mbl.is
Markaðsvirði félaga í Kauphöll hefur aukist um 403 milljarða á árinu
Viðskipti | mbl.is | 3.11.2006 | 18:25
Markaðsvirði skráðra félaga á Aðallista Kauphallar Íslands nam 2.218 milljörðum króna í lok október sem er um 6 milljörðum lægra en það var í lok september. Aftur á móti hefur markaðsvirðið aukist um rúma 403 milljörðum króna frá áramótum og ef horft er 12 mánuði aftur í tímann þá hefur það aukist um tæplega 651 milljarð króna
Ég er nú svo vitlaus. En 2.218 milljarðar! Hvenær í ósköpunum geta þessi fyrirtæki skilað það miklum hagnaði að þau standi undir þessari fjárfestingu. Því að það hlýtur að vera það sem endanlega á að standa undir þessu.
Fyrirtæki eru kannski milljarðavirði á hlutabréfamarkaði en skila aldrei arði. Þannig að allt virði þeirra er að einhver kaupir bréf í þeim og selur öðrum á hærra verði. Þannig að hlutabréfamarkaður er í mínum augum oft viðskipti með papír sem á endanum er ekkert á bakvið.
Markaðsvirði félaga í Kauphöll hefur aukist um 403 milljarða á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. nóvember 2006
Því miður held ég að Magnús Þór Hafsteinsson mæli fyrir mun margra Íslendinga
Það er ekki bara í Silfri Egils sem maður heyrir þetta um að stemma eigi stigu við straumi útlendinga hingað.
Þetta er að stórum hluta komið til vegna þess að við erum ekki undirbúinn. Við leyfum fyrirtækjum að flytja inn starfsmenn í stríðum straumum án þess að standa almennilega vörð um réttindi þeirra og leyfum hálfgert þrælahald.
Við gerum lítið til að aðstoða fólk að blandast okkur.
Og nú er kominn hópur Íslendinga sem horfa á nýbúa sem vandamál. Og rasiskar skoðanir eru faranar að heyrast. Þetta er ekki gott
Við erum lítið ríkt land og hefði því verið í auðvelt að vera betur undirbúin. Annars vísa ég hér í eldri færslu um sama mál.
Sunnudagur, 5. nóvember 2006
Guðmundur Steingríms í baráttusæti ?
Það kemur skemmtilega á óvart hversu hátt Guðmundur Steingrímsson náði á lista Samfylkingarinnar.
2 konur í efstu 4 sætunum er líka sterkt en hefði kannski verið enn sterkara ef Þórunn hefði náð 1 sæti.
En nú reynir á Gunnar að yfirfæra árangur Samfylkingarinnar í Hafnafirði yfir á SV kjördæmi.
Gunnar sigraði í Suðvesturkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. nóvember 2006
Frambærilegur stjónmálamaður Valgerður Bjarnadóttir
Eftir að hafa lesið pistil Egils Helgasonar í dag þá leiddi hann mig á heimsíðu Valgerðar Bjarnadóttur. Og þar held ég að sé komið efni í fínann liðsmann fyrir Samfylkingunna. Hér að neðan eru nokkar tilvitnanir í http://valgerdurbjarnadottir.bloggar.is
- Viðhorf mitt til verkefnisins - þ.e. viðhorf mitt til stjórnmála, sem ég tel ekki atvinnugrein heldur hlutverk eða verkefni. Eftirlaunaósóminn sem ég kalla svo er til marks um hvernig stjórnmálamenn hafa misskilið hlutverk sitt, haldið að þeir séu stéttarfélag og skammtað sér eftirlaunakjör sem ekki eru einu sinni fjarskyld eftirlaunakjörum annars fólks í landinu.
- Algjört óþol fyrir misskiptingunni í landinu, sem orðið hefur til vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum sérstaklega. Til að eyða misskiptingunni þarf að breyta skattastefnunni.
Og á öðrum stað segir hún:
Ég býð mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 11. nóvember. Stjórnmál skipta máli. Stjórnmálamenn ákveða leikreglurnar í þjóðfélaginu sem við búum í.
Nú um stundir eru leikreglurnar þannig að þær leiða til misskiptingar sem ég sætti mig ekki við. Um leið og staðinn er vörður um markaðsþjóðfélagið sem hér varð til þegar EES samningurinn var gerður og við tókum upp viðskiptareglurnar sem gilda innan Evrópusambandsins, er okkur skylt að sjá til þess að þeim ójöfnuði sem fylgt hefur hagsældinni verði eytt.
Þau sem fara með völdin hér á landi, hafa gert það lengi. Löng valdaseta er vandmeðfarin og synd væri að segja að valdhafarnir hafi verið þeim vanda vaxnir. Á undanförnum árum hefur fólk á stundum veigrað sér við að láta skoðanir sínar í ljósi, af ótta við að þær þóknist ekki valdhöfunum. Það er óþolandi ástand. Þau sem fara með völdin hvort heldur er á þingi eða í ríkisstjórn verða á átta sig á því að þau eru starfsfólk fólksins í landinu ekki yfirboðaðar.Lýst vel á hana! Held að hún veði bróðurbetrungur. En hún er eins og margir vita systir Björns Bjarnasonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.11.2006 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 4. nóvember 2006
Til hamingju með 5 sætið Kidda!
Þó að ég kjósi alls ekki framsókn þá eru þau þarna búin að velja kröftuga konu í 5 sæti. Til hamingju Kidda!!!
Frétt af mbl.is
Kristbjörg Þórisdóttir í 5. sæti og Hlini Jóngeirsson í því 6.Innlent | mbl.is | 4.11.2006 | 13:34
Sex manna framboðslisti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar er nú ljós. Í 5. sæti lenti Kristbjög Þórisdóttir
Kristbjörg Þórisdóttir í 5. sæti og Hlini Jóngeirsson í því 6. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 4. nóvember 2006
Nú er nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að fara að tala einum rómi
Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr túlkun á þjóðarpúlsi Capacent sem ég fann á ruv.is. Þar sést að vaxandi fylgi er við Vinstri græna. Þetta er náttúrulega fólk sem er að flykkjast til þeirra vegna umhverfisstefnu þeirra. Samfylkingin minn flokkur talar aftur á móti út og suður um þessi mál. Kjósendur eiga ekki möguleika á að sjá hvar flokkurinn stendur í þessum málum. Það er sett fram einhver stefnuskrá en þingmenn tala bara út og suður of finnst þeir auðsjáanlega ekkert bundnir af þessu. Þetta verður að breytast og það strax!
Af ruv.is
Síðast uppfært: 04.11.2006 12:52
Könnun: Framsókn kemur hvorki að manni í Kraganum né Reykjavík
Vinstri grænir bættu við sig flestum þingmönnum ef kosið yrði til Alþingis nú samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent. Framsóknarflokkurinn tapaði flestum en Frjálslyndir kæmu ekki manni á þing.
Vinstri grænir bættu við sig 8 þingmönnum en Frjálslyndir næðu ekki manni á þing ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 29 þingmenn en Framsóknarflokkurinn 5. Samfylkingin tapaði 4.Samkvæmt könnuninni er fylgi Sjálfstæðisflokksins 42,9% á landsvísu, Samfylkingarinnar 25,1% og vinstri grænir fá 20,1% fylgi. Framsóknarflokkurinn fær 8,3% en Frjálslyndir 3,5%. Fréttastofa Útvarps fékk Ólaf Þ Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, til að reikna út skiptingu þingsæta eftir flokkum og kjördæmum, miðað við þessa könnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. nóvember 2006
Hvernig væri nú að heimurinn tæki sig til og tæki völdin af báðum aðilum
Væri ekki réttast að alþjóðaher væri settur í að skilja þessar þjóðir að? Hann væri settur þarna á milli og færi ekki fyrr en að komið yrði á varanlegum friði. Báðar þjóðir yrðu settar í viðskiptabann og Bandaríkin hættu að senda fé og stuðning til Ísraela. Þannig yrðu þeim séð fyrir nauðsynjum en fengju hvorug meira fyrr en þær settust að samningaborði, þar sem komið yrði á varanlegum frið.
Mér sýnist að Ísrael sé farið að líta á sig sem stórveldi sem líðist allt sem þeir gera gagnvart Palestínumönnum. Palestínumenn eru búnir að þróa með sér hatur á Ísraelum það ásamt því hvernig þeim er haldið í heljargreipum af Ísraelum elur á því hatri og börnin fara að meðtaka það með móðurmjólkinni og verður að markmið þeirra að koma höggi á Ísrael.
Þessar þjóðir semja aldrei frið hjáparlaust og þurfa mikin þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að friður sé hugsanlegur.
Abbas ítrekar ákall sitt til alþjóðasamfélagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 3. nóvember 2006
Prófkjör Samfylkingarinnar í SV kjördæmi MInnislistinn minn:
Eftirfarandi listi er eins og ég ætla að raða á mínum atkvæðaseðli á morgun
1. Þórunn eða Gunnar get ekki alveg ákveðið mig (Finnst samt góð rök fyrir Þórunni að hún er sitjandi þingmaður og sterkt fyrir Samfylkingu að tefla konu fram sem oddvita í næst stærsta kjördæminu.
2 Katrín
3 Magnús Nordal/þórunn/Gunnar
4. Gunnar Axel
5 Anna Sigríður
6. Tryggvi Harðar
7 Guðmundur Steingríms
8. Er laust fyrir þann sem þarf að víkja ú eftir sætum þegar ég er endanlega búinn að ákveða mig.
Svona hafa vangaveltur mínar leitt mig áfram. SJá fyrri færslu um þetta mál
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2006 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 3. nóvember 2006
"Bandaríkin vilja taka við stjórn friðargæslu S.þ." /Þá fer að versna í því lagsmaður
Ég bara trúi því ekki að þeir nái þessu embætti. Af öllum þjóðum í heiminum eru þeir líklegastir til að klúðra þessu starfi SÞ eða misbeita því
NFS, 03. Nóvember 2006 19:19
Bandaríkin vilja taka við stjórn friðargæslu S.þ.
Bandaríkin vilja taka yfir stjórn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna þegar Ban Ki-Moon tekur við embætti framkvæmdastjóra S.þ. um mánaðamótin. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir háttsettum bandarískum embættismanni sem ekki vill láta nafns síns getið. Frakkar stýra friðargæslunni eins og er.
Embættismaðurinn segir að Bandaríkin styðji kröfu sína með þeim rökum að þau leggi til rúman fjórðung fjármagns til friðargæslunnar. Bandaríkjamenn leggja hins vegar enga hermenn til friðargæsluliðsins, þar hafa Frakkar vinninginn. Franskir hermenn í Líbanon eru 1500 talsins og auk þess heldur franski herinn úti 4000 hermönnum í sérstöku friðargæsluverkefni á Fílabeinsströndinni. Bandaríkjamenn leggja friðargæslunni til 239 lögreglumenn í Kosovo og 48 lögreglumenn á Haiti.
Bandaríkjamenn studdu Ban Ki-Moon til embættis framkvæmdastjóra með ráðum og dáð. Nokkrir sendiherrar við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar lýst áhyggjum sínum af því að friðargæslan muni fyrir vikið litast um of af áherslum Bandaríkjamanna.
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson