Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Déskoti ætla þessir hvalir að verða okkur dýrir!!!!

Var að glugga í þetta á ruv.is:

300 m.kr. í landkynningu vegna hvalveiða

Svona myndir þykja ekki
vel til landkynningar fallnar
Ferðamálaráð vill að framlög til landkynningar erlendis verði aukin um 300 miljónir króna. Þá vill ráðið að könnuð verði áhrif hvalveiða á viðhorf ferðafólks til Íslands.

Ferðamálaráð vill að fé til landkynningar verði aukið um 300 miljónir króna á ári. Ráðið leggur einnig til að gerð verði viðhorfskönnun erlendis þar sem spurt er um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands í hugum útlendinga. Könnunin gæti kostað 30 miljónir króna.

 

Þetta eru dýrar skepnur sem við veiðum eða um 90 til 100 hrefnur og 9 langreiðar sem gera þá í kring um 3 milljónir á hvern skrokk. Verður þessum 300 milljónum kannski varið í að kenna fólki út um allan heim að borða hvalkjöt.  Hverning veit ferðamálaráð að það þarf 300 milljónir í verkefnið? Er þetta eins og venjulega að við slettum einhverjum peningum fram? Síðan eru misvitrir frömuðir sem eyða þessu í  oft gjörsamlega vonlaus og misheppnuð verk sem skilja lítið eftir sig. Væri ekki réttara að gera markvissar áætlanir og reikna svo út hvað þær kosta?

Eða væri það ekki ódýrara að koma fram og segja að við höfum látið af hvalveiðum um óákveðin tíma. Við áskyldum okkur samt rétt til að taka þær upp síðar. Við værum búin að sjá að heimurinn væri ekki tilbúinn til að meðtaka okkar málstað að sinni. Þetta mundi kosta okkur lítið.


Ætli hvalirnir séu að svara fyrir sig?

Frétt af mbl.is

  Togari á leið í land með tundurdufl
Innlent | mbl.is | 3.11.2006 | 12:53
Óðinn varðskip Landhelgisgæslunnar Íslenskur togari fékk tundurdufl í vörpuna fyrir utan Vestfirði


mbl.is Togari á leið í land með tundurdufl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar hættar. Í bili eða alveg?

Mér finnst skýringin sem gefin er fyrir að hætta nú heldur ódýr. Afhverju geta menn ekki bara sagt þetta eins og er. Að menn eru orðnir hræddir.

Svo er Kristján Loftsson fengin til að segja:

NFS, 03. Nóvember 2006 07:45
Hvalveiðum hætt vegna veðurs

Hvalveiðum var hætt í gær þrátt fyrir að tveir hvalir séu óveiddir af níu hvala kvóta. Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals að dagsbirtu njóti æ skemur á hverjum degi, og við bætist rigningarsuddi og slæm spá næstu daga, en ekki er hægt að veiða hval nema í góðu skygni.

 

Og um hrefnuveiði er sagt:

Hrefnuveiðimenn halda einnig að sér höndum eftir að hafa veitt eina hrefnu, og ætla ekki að hafast frekar að fyrr en sala á afurðunum til útlanda, verður tryggð

Bíddu voru þeir ekki með yfirlýsingar um að það væri ekkert mál að selja þessar afurðir.

Ætlar Einar K Guðfinnson að halda því fram að undirbúningur að þessum veiðum hafi verið góður. Ef svo er þá er hann ekki starfi sínu vaxinn.


mbl.is Hvalur 9 hættur veiðum, tvær langreyðar óveiddar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ástæðan fyrir því að leyfðar voru hvalveiðar?

Af www.jonas.is

02.11.2006
Mótmæla prófkjörspriki
Þá er kjaftshöggið komið. Tuttuguogfimm vestræn ríki og Evrópusambandið hafa mótmælt sameiginlega hvalveiðum Íslendinga. Þessu fylgja að vísu engar hótanir um framhaldið, enda er Evrópa friðarálfa. En þetta sýnir pólitíska samstöðu vestrænna ríkja gegn Íslandi í máli þessu. Samstöðu, sem rýrir virðingu Íslands á fjölþjóða vettvangi. Til hvalveiða var stofnað fyrirvaralítið í haust. Það var án samráðs við mikilvæga aðila og án undirbúnings af hálfu ráðuneytis og Hvals. Einar K. Guðfinnsson ráðherra var bara að ná sér í prik á Vesturlandi og Vestfjörðum fyrir prófkjörið.

Þetta finnst mér alveg ágætis skýring á þessu.


Svo mælir Björn Bjarnason:

Af www.bjorn.is

Egill Helgason og Jónas Kristjánsson hafa komist að þeirri niðurstöðu á vefsíðum sínum, að ómaklegt sé hjá mér að tala um „andstæðinga“, þegar ég ræði um þá, sem styðja mig ekki í stjórnmálum. Jónas kallar það „vænissýki“, að ég skuli nota þetta orð.

Þessar aðfinnslur í anda pólitísks rétttrúnaðar styðja aðeins þá kenningu mína, að framlag svonefndra álitsgjafa til stjórnmálaumræðna hér á landi sé hjákátlegra en annars staðar. Kannski er þetta einhver tegund af póst-módernisma, þar sem allt er lagt að jöfnu og flatneskjan ein virðist mega móta umhverfið.

Mér finnst það merkilegt að með þessum og fleiri ummælum er Björn að slá um sig og þykist betri, fróðari og merkilegri en aðrir. Spurning ef honum finnst þetta um stjórnmálaumræðuna hér, þá ætti hann kannski bara að fara til Bandaríkjana þar sem að kosningabarátta snýst að mestu um auglýsingar sem halda því fram að andstæðingar séu barnamoðingjar, dópistar og hvað eina sem hægt er að ljúga um. Þetta finnst honum væntanlega málefnalegra.


Þetta er það sem eldriborgarar kusu yfir sig

Það er nú gamalkunn staðreynd að eldra fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn. Enda var Sjálfstæðisflokkurinn við völd í áratugi hér áður í Reykjavík. Því er nú hægt að segja ykkur var nær:

NFS, 02. Nóvember 2006 19:03
Hækkun gjalda vegur að eldri borgurum

Félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík eru æfir vegna hækkunar þjónustugjalda sem samþykkt var af borgarráði og gerir í einu vetfangi að engu einu hækkun á kjörum þeirra á 11 árum.

Borgarráð samþykkti nýverið að hækka þjónustugjöld til eldri borgara um tæplega 9%. Hækkunin nær til heimaþjónustu, félagsstarfs, fæði og veitinga í félagsstarfi og þjónustugjalda fyrir þjónustuíbúðir aldraðra.

Í sumar tók gildi leiðrétting á kjörum aldraðra. Sú hækkun kom til vegna verðbólgu og mun hverfa samstundis vegna þessarar hækkunar á gjaldskrá segir Félag eldri borgara í Reykjavík.

Ólafur Ólafsson hjá landssambandi eldri borgara segir hækkunina koma verulega á óvart og ganga þvert á það sem borgarráð hefur gefið til kynna í málefnum aldraðra. Hann segir enn og aftur vera vegið að öldruðum sem í 70% tilfella eru lágtekjufólk, jafnan með mikla skattbyrgði.

Mómæli hafa verið send til borgarráðs og munu félagsmenn funda frekar um málið á næstu dögum


Ég deili þessum áhyggjum með borgarfulltrúanum

Stefn Jón segir í viðtali við Útvarpið:

......Einnig bendir Stefán Jón á að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi lýst því yfir að einkavæða beri Landsvirkjun og landsfundur flokksins hefur ítrekað ályktað í þá átt. Á það geti Samfylkingin ekki fallist.

Ég deili þessu áhyggjum með honum. Sérstaklega þar sem að Landsvirkjun hefur gert samninga við áverin og fleiri um sölu á stærstum hluta orku sinnar á mjög hagstæðu verði. Og því finnst mér líklegt að einkaaðilar kæmu til með að velta á okkur hærra orkuverði til að hafa af fjárfestingunni almennilegan arð. Álverin eru jú með fasta samninga næstu áratugina.


Er þessar refsiaðgerðir nokkuð að virka?

Frétt af mbl.is

  Fundað um refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu í næstu viku
Erlent | AP | 2.11.2006 | 19:05
Norður-kóreskir hermenn standa vörð við landamæri landsins... Tveir háttsettir embættismenn bandaríska utanríkisráðuneytisins munu funda með japönskum, kínverskum, rússneskum og suður-kóreskum embættismönnum varðandi útfærslu á þeim refsiaðgerðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að beita Norður-Kóreu

Ég hef verið að velta fyrir mér refsiaðgerðum. Er þær að virka? Þeim hefur verið beitt áður eins og í Írak í áratugi. Eina landið þar sem þetta virkaði eitthvða var Lýbía en þar voru menn með svo mikinn auð í olíu að þeir á endanum sömdu við alþjóðasamfélagið. Í Noður Kóreu er þegar nærri hungursneið þannig að þeir þola ekki allsherjar viðskiptabann. Mig rekur minni til að þetta eigi að vera bann við að selja þeim efni og áhöld sem þeir gætu notað í sprengjur, en er hræddur um að þeir séu búnir að koma sér upp þannig búnaði nú þegar.

Því er það að ég efast um þessar aðgerðir gagnvart þjóð sem leyft hefur verið að þróast þannig að hún er einangruð frá samfélagi þjóðana og stjórnað af einvaldi.

Ef að aðgerðinar eru víðtækar þá Þjappar það bara Norður Kóreubúum á bakvið stjórnvöld og aðgerðir þeirra.

Mín skoðun er að réttara sé að miða við hverning mál eru að þróast í Kína. En þar eru mál sífellt að þróast í átt að meiri mannréttindum og samskiptum við aðrar þjóðir. Þetta var gert með því að þjóðir sóttust eftir að eiga samskipti, viðskipti og önnur tengsl við þá.


mbl.is Fundað um refsiaðgerðir gagnvart N-Kóreu í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar! Þeir gætu kannski borgað Kristjáni Loftssyni

Frétt af mbl.is

  Engar heimildir fyrir því að kaupa hvali líf að sögn sjávarútvegsráðherra
Innlent | mbl.is | 2.11.2006 | 11:53
Hvalur verkaður í Hvalfirði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir engar lagalegar heimildir hér á landi til þess að greiða íslensku ríkisstjórninni fyrir að veiða einni langreyði minna, eins og dýraverndarsamtökin WSPA hyggjast gera og safna nú fyrir hvalnum á eBay uppboðsvefnum.

Það er jú hann sem er eini aðilinn sem veiðir stórhvali í atvinnuskyni  hér við Atlandshaf. Ríkistjórnin veiðir engan hval og hefur varla af þessu tekjur.


mbl.is Engar heimildir fyrir því að kaupa hval líf að sögn sjávarútvegsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvönduð fréttamennska?

Er þetta ekki dálítið óvandað:  

Frétt af mbl.is

  Ari Edwald segir sameiningu 365 miðla og Skjásins skynsamlega hugmynd
Innlent | mbl.is | 2.11.2006 | 11:57
Ari Edwald. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að sameining Skjásins og 365 sé ekki í spilunum eins og málin standa, en á bloggi sínu fullyrðir Sævar Ólafsson blaðamaður og fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2 að leynilegar viðræður hafi átt sér stað á milli fyrirtækjanna

Til að byrja með heitir bloggarinn Steingrímur Sævarr Ólafsson. Og var m.a. síðast upplýsingafulltrúi Halldórs Ásgrímssonar. Og langt er síðan að hann var fréttamaður. (Uppfært sé núna 14:30 að það er búið að laga nafnið hans)

En hann hefur oft verið fyrstur með fréttirnar og þær oft reynst réttar.

 

En ef satt er þá eigum við ekki von á góðu. Þá hækka afnotagjöldin hjá þessum miðlum væntanlega upp úr öllu valdi. Mér líst alls ekki á þetta hjá þeim


mbl.is Ari Edwald segir sameiningu 365 miðla og Skjásins skynsamlega hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband