Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Héldu menn að hann léti Rumsfeld og Cheney fara

Það var nú vitað mál að þegar Bush komst til valda þá kallaði hann einmitt í Rumsfeld og Cheney  vegna þess að þeir í hópi öfgahægrimanna höfðu einmitt sett fram í skýrslum og ritum þessa leið að fara með hernaði gegn völdum Asíuþjóðum til að knýja á að þær tækju upp lýðræði að hætti Bandaríkjamanna. Þeir höfðu einmitt haldið því fram að þessu væri hægt að koma í kring á stuttum tíma. Þeir áttuðu sig alls ekki á að í þessum löndum er menning og skipulag sem oft hefur verið í mótun frá því löngu áður en Bandaríkin urðu til. Og eins að það finnst kannski ekki öllum að Bandaríkin séu fyrirheitna landið.
mbl.is Bush: Rumsfeld og Cheney munu starfa áfram í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögðu Bandaríkamenn varnarsamningnum upp?

Var að lesa frétt á ruv.is. Þar er Valgerður að tjá sig um að henni finnist að Bandaríkjamenn geti ekki verið með leiðindi í viðskipasamningum við okkur, því við hefðum brugðist svo vel við þegar þeir sögðu Varnarsamningnum upp einhliða. EN bíddu við sögðu þeir honum upp? Ég hélt að þeir hefðu bara farið burtu með þotur og liðið. Var ekki verið að skrifa undir viðauka við samninginn nú um daginn? Kannski er ég bara svona vitlaus! En svona hljómar fréttin á ruv.is

Ráðherra: Efi um að hvalveiðar hafi áhrif á samninga við BNA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra trúir því ekki að hvalveiðar Íslendingar hafi áhrif á fríverslunarsamninga Íslands og Bandaríkjanna þótt þeim mislíki. Skilja má á ráðherranum að Íslendingar eigi betra skilið af hálfu Bandaríkjamanna eftir að hafa sýnt kurteisi við einhliða uppsögn varnarsamnings þjóðanna.

Valgerður segist ekki trúa því að Bandaríkjamenn láti hvalveiðar Íslendinga bitna á viðskiptasamningum milli þjóðanna, þótt þeir styðji ekki ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja veiðarnar á ný. Íslenska ríkisstjórnin hafi ekki látið einhliða ákvarðanir Bandaríkjamanna í varnarmálum bitna á samstarfi landanna og hún væntir þess að Bandaríkjamenn sýni samskonar afstöðu gagnvart ákvörðun sem Ísland hafi tekið nú. Ýmislegt getur komið upp í samstarfi þjóða, segir ráðherrann.

Kannski eru þetta mistök ruv manna! Sennilega hún virðist ekki segja að samningi hafi verið sagt upp.

En einhvernveginn finnst mér það að Bandaríkin fari með her í burtu frá okkur og semja svo um aðrar varnir sé sambærilegt við það að villja ekki gera fríverslunarsamning við okkur. Hún gleymir að forseti USA hefur leyfi skv. lögum til að beita okkur viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða.


Kemst Jón Sig. á þing?

Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups þá er famsókn með um 5% í hvoru Reykjavíkurkjördæmi. Það yrði nú agalegt ef að formaður flokksins kæmist ekki á þing. Á von á því að kosningamaskína framsóknar verði sett snemma í gang þennan vetur og gangi á fullu.

Þetta verður að venju fjölmiðlafár þar sem að frambjóðendur framsóknar fara til stílista og brosa meira í vetur en þeir hafa gert alla ævina hingað til. Við munum fá nokkrar velvaldar lækkanir og gjafir frá ríkisstjórninni þennan vetur en þó sérstaklega þeir sem búa þar sem að atkvæðin vega meira.

Það eru nú ýmsir sem hafa notið góðs af framkvæmdum framsóknar og sjálfstæðisflokksins. Og því held ég að fjármagn streymi til þeirra fá þeim sem fengu banka og tryggingarfélög nærri gefins. Það verður ekki tugum heldur í hundruðum milljónirnar sem fljúga úr Framsóknarbatteríunu í vetur. En skildi það skila einhverju? Við Íslendingar höfum jú gullfiska minni. Því er auðvelt að slá ryki í augu okkar.


Ég hef nú aldrei smakkað svona bjór.

NFS, 01. Nóvember 2006 19:23
"Bjór með blóðbragði" í Ekstrabladet

 

Þetta gæti nú verið úr bók eftir Þráinn Bertelsson:

Mafíustríð á bjórmarkaði" er yfirskrift opnugreinar Eklstrabladed í dag. Rifjað er upp launmorðið á áhirfamiklu þingkonunni Galinu Starovojtovu árið 1998 en hún var skotin í hnakkann fyrir utan heimili sitt. Ráðgjafi hennar greindi frá því fyrir rétti, segir Ekstrabladet, að skömmu fyrir morðið hafi menn frá Björgólfi Thor leitað ásjár hjá henni vegna þvingana sem þeir hafi orðið fyrir.

Árið eftir var komið að keppinautum íslendinganna en þá myrtu leigumorðingjar Aslanbek Gallojev um hábjartan dag en hann var tengdur Baltika bjórverksmiðjunni, helsta keppinauti Björgólfsfeðga. Aðstoðarforstjóri sama fyrirtækis Ilja Weisman hlaut sömu örlög árið 2000.

Tengir Ekstrabladed síðan þessi blóðugu mafíuátök við pólitíska spillingu. Er því svo slegið fram að þrátt fyrir þetta stríð hafi Björgólfur Thor "sloppið" - eins og það er orðað - frá Rússlandi með 400 milljónir Bandaríkjadala í vasanum. Er vísað til sölu á Bravó verksmiðjunni til Heiniken, en fyrir afraksturinn gátu feðgarnir og Magnús byggt upp veldi sitt.


Enn er Björn með sleggjudóma um menn sem eru ekki sammála honum!

Var að lesa síðunna hans Björns Bjarnasonar. Í færslu dagsetri 31.11 er hann að fjalla um niðurstöður prófkjörsins og skylur ekki að hann skuli vera stimplaður sem sá sem tapað slagnum. Hann sé nú í 3 sæti og margir hafi farið meira niður.

Hann gleymir því kannski að hann var að falast eftir því að leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu en var hafnað af flokksmönnum.

Síðan fer hann að henda skít í allt og alla sem tjá sig um stjórnmál á Íslandi. Hann gefur í skyn að hann hafi nú greint kosningaúrslit um allan heim og viti auðsjáanlega allt betur en aðrir. Hér kemur smá kafli:

Ég gef ekki mikið fyrir skýringar stjórnmálafræðinga úr háskólunum, hvort sem þeir eru í Háskóla Íslands eða Háskólanum á Akureyri. Ég veit til dæmis ekki, hvaðan Birgir Guðmundsson á Akureyri hefur vitneskju sína um mál innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur aldrei leitað skýringa á neinum málum, sem mig varða, hjá mér. Hvaða heimildir hefur hann fyrir niðurstöðum sínum? Ég hef aldrei lesið neina fræðilega grein eftir hann um stjórnmál, þar sem getið er heimilda. Skyldi hann hafa ritað slíka grein? Þá veit ég ekki, hvernig Gunnar Helgi Kristinsson við Háskóla Íslands getur dregið einhver pólitísk skil á milli mín og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar - hvar hafa þau birst honum? Byggist þessi niðurstaða á einhverjum rannsóknum, sem ekki hafa verið birtar opinberlega?

Ég held að það sé einmitt svona viðbrögð sem fólk er orðið þreytt á hjá honum. Þetta minnir á endalaus skrif hans um Baug og það fólk sem tengdist því fyrir nokkrum misserum.


« Fyrri síða

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband