Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Kveðjur til Valimars Leó

Ég er hjartanlega sammála ungum jafnaðarmönnum í kveðjur þeirra til Valimars. Sérstaklega því sem að ég set annann lit á:

Af politik.is

[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn harma ákvörðun þingmanns Samfylkingarinnar

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, Valdimars Leó Friðrikssonar, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi.

Ungir jafnaðarmenn beina því til allra þeirra rúmlega 70 einstaklinga sem gáfu kost á sér í prófkjörum flokksins er fram hafa farið undanfarnar vikur að virða niðurstöður þeirra og val flokksfélaga og stuðningsmanna Samfylkingarinnar. Frambjóðendunum er gáfu kost á sér samþykktu um leið þær reglur og fyrirkomulag sem viðhaft var við val á forystusætum flokksins í öllum kjördæmum landsins. Kemur á óvart að forystumaður í íþróttastarfi skuli ekki kunna að taka tapi betur en raun ber vitni og sjái ekki sóma sinn í því að láta af þingmennsku fyrst hann telji sig ekki eiga lengur samleið með flokknum.

 

 


mbl.is Harma ákvörðun Valdimars um úrsögn úr Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi uppfæra þau þá síðunna sína oftar

Hafði aldrei heyrt um þau áður og fór því á heimasíðunna þeirra. Þar segir að markmið með félaginu sé:

Markmið félagsins eru:

  • að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við samtök Sameinuðu þjóðanna
  • að samræma starf þeirra félagssamtaka sem leggja vilja lið sitt til að framkvæma hugsjónir Sameinuðu þjóðanna
  • að stuðla að samvinnu allra þjóða heims
  • að vinna að því að treysta alþjóðafrið og öryggi
  • að vinna að því í samvinnu við blöð, útvarp, sjónvarp og skóla að kynna Íslendingum hugsjónir og starfsemi hinna sameinuðu þjóða.

Þau hafa fengið 900 þúsund á ári frá ríkinu og fá nú eftir þennan samning um 4 milljónir. Mér finnst nú lámark frá félagi sem hefur að markmiði að kynna okkur SÞ að uppfæra síðunna endurm og eins.

Nýjustu færslur eru frá 3 janúar 2005 þannig að peningarnir hafa ekki farið i að setja þar inn efni. En eitthvað hafa peningarnir ekki skilað sér í að maður heyri af þeim. Aftur á móti hefur maður heyrt í Mannréttindaskrifstofunni en hana getur ríkið ekki styrkt.

Frétt af mbl.is

  Félag Sameinuðu þjóðanna fær 4 milljónir árlega frá ríkinu
Innlent | mbl.is | 19.11.2006 | 18:42
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra Utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, greindi frá því í dag á sextíu ára afmælishátíð Félags Sameinuðu Þjóðanna að framlög ríkisins til félagsins verði stóraukin. Var ritað um samkomulag þar að lútandi í dag en samkvæmt því verður árlegur styrkur ríkisins fjórar milljónir króna í stað 900 þúsund króna.


mbl.is Félag Sameinuðu þjóðanna fær 4 milljónir árlega frá ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnst að Hvítahúsið hafi áður neitað öllu, en síðan orðið að éta það ofan í sig aftur

Eitthvað veldur því að ég kýs ávallt að trúa reyndum blaðamönnum frekar en spekingunum í Hvítahúsinu

Frétt af mbl.is

  Hvíta húsið segir ekkert hæft í fullyrðingum Hersh um Íran
Erlent | AFP | 19.11.2006 | 15:51
Mynd 410599 Talskona Hvíta hússins, Dana Perino, sagði í dag að ekki stæði steinn yfir steini í væntanlegri grein blaðamannsins Seymours Hersh í tímaritinu New Yorker um stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran.


mbl.is Hvíta húsið segir ekkert hæft í fullyrðingum Hersh um Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bless Valdimar Leó Friðriksson

Ég hef verið að velta fyrir mér möguleikum Valdimars nú þegar hann hefur sagt sig úr Samfylkingunni eftir að hafa lent í 14 sæti í prófkjöri.

Manni finnst það skrítið þegar þingmenn og þingmannsefni geta fundið sér farveg í öðrum flokkum. Þá fer maður ósjálfrátt að velta fyrir sér hvort að flokkar séu svo keimlíkir að það skipti ekki máli hvar maður fer það sé allstaðar sama hugmyndafræði og lífsskoðanir. Ég held ekki. Ég held að þó margt sé líkt þá sé samt áherslumunur á því sem flokkarnir standa fyrir.

T.d. má taka þjónustu við borgarana:

  • Vinstri Grænir vilja að sem mest af því sé veitt beint frá hinu opinbera.
  • Samfylking vill að þessi þjónusta sé öllu tryggð óháð efnahag en er opin  fyrir því að einkaaðilar annist hana ef það er betra fyrir þá sem þyggja og skilvirkara
  • Framsókn hefur verið í óðaönn að koma þessu til einkaaðila og helst vina sínna.
  • Sjálfstæðisflokkurinn vill að þeir sem njóta þjónustunar greiði fyrir. Og þessi í stað séu skattar lækkaðir og fólki falin sú ábyrgð að sjá um sig sjálft. Dæmi um þetta er t.d. aukin gjaldtaka á sjúkrahúsum og þannig.

Það sem ég er að fara með þessu er að þegar hann er að opna á að leita annað, er hann þá að boða það að hann hafi skipt um lífsskoðun?  Eða líta menn bara á flokka sem tæki til að klýfa upp metorðastiga og komast á þing. Hvernig er þá með hinn almenna flokksmann sem vinnur í flokknum af því að hann trúir á stefnu hans, er hann þá að vinna að framgangi hina ýmsu manna sem eru bara þarna til að vinna að þeim málum sem þeir hafa áhuga á, óháð stefnu flokksins? Hverning á þá fólk að geta kosið ákveðinn flokk, ef að hann vinnur ekki eftir þeirri stefnu og óskum flokksmanna?

Þetta vekur líka spurningar um kosningafyrirkomulag hér. Við sem kusum Samfylkingu í síðustu kosningum vorum að kjósa lista. Er það ekki móðgun við okkur og okkar atkvæði þegar að maður getur bara sagt sig úr flokknum og starfað sjálfstætti?  Það kaus engin þennan einsmanns flokk.


mbl.is Þingmaður Samfylkingar segir sig úr flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki viss um að þjóðinni henti að hafa Sturlu sem samgöngumálaráðherra.

Nú þegar ljóst er að Sturla leiðir lista Sjálfstæðismanna í NV kjördæmi finnst mér en nauðsynlegra að Sjálfstæðismönnum verði komið frá völdum hið fyrsta.

Ég gæti talið upp nokkur atriði þar sem hann hefur klúðrað málum.

  • Man fólk eftir því hvernig hann beytti samgönguráðuneyti þegar að Reykvíkingar voru að kjósa um Reykjavíkurflugvöll
  • Hverning hann hagaði sér í samskiptum við Reykjavík þegar að Reykjavíkurlistinn réði ríkjum. Þar voru hlutir dregnir og verkum frestað um leið og hann kom ítrekað fram og kendi stjórnvöldum í Reykjavík um. Sérstaklega var þetta áberandi í kring um kosningar í Reykjavík.
  • Nú síðasta dæmið er klúður í samskiptum við flugumferðastjóra. Nú er búið að stofna opinbert hlutafélag um flugumferðastjórn og stór hluti flugumferðastjóra vill ekki ráða sig hjá nýju félagi þar sem gleymdist að hafa samráð við þá um þau réttindi sem þeir hafa. Ásamt því að ég sé ekki tilganginn  með því að breyta flugumferðastjórn í hlutafélag.
    Svo leyfir Sturla sér að segja í fréttum eitthvað á þá leið að hann hafi nú engar áhyggjur því að flugumferðastjórar geti ekki ráðið sig hjá öðrum þar sem að þetta sé eini vettvangur fyrir þá. En næsta frétt  á eftir segir frá því að það vanti um 2000 til 3000 flugumferðastjóra í Evrópu. Þetta ber nú ekki vott um skynsamleg vinnubrögð þegar verið er að reyna að ná sáttum.

 


mbl.is Sturla efstur á lista Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk! Ferkar vildi ég fá Norðmenn til að verja okkur

Held að þetta væri mun skynsamlegra. Gera varnarsamninga við Norðmenn. Við eigum jú sömu hafsvæði að verja og þeir. Það væri svo NATÓ sem mundi ábyrgjast frekari varnir.

Frétt af mbl.is

  Norðmenn bjóða orrustuþotur og eftirlitsflugvélar
Innlent | mbl.is | 18.11.2006 | 17:51
Bandarísk Orion kafbátaleitarvél á Keflavíkurflugvelli. Norsk stjórnvöld eru reiðubúin að senda bæði orrustuþotur og eftirlitsflugvélar til Íslands með reglulegu millibili til að styrkja varnir landsins. Norðmenn telja æskilegt að slíkt fyrirkomulag væri innan ramma Atlantshafsbandalagsins, en eru reiðubúnir að teygja sig langt til að koma til móts við Íslendinga.

Þetta hugnast

Kristinn telur að fylgi Framsóknaflokksins muni dala

Ég er ekki frá því að hann hafi rétt fyrir sér. Ég persónulega hef haft gaman að honum sem þingmanni. Hann hefur óhikað tekið afstöðu þvert á stefnu stjórnar. 
NFS, 18. nóv. 2006 12:36

Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala

Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið.

Magnús fékk 883 atkvæði í fyrsta sætið. Herdís Sæmundsdóttir fékk 979 atkvæði í 1.-2. sætið en Kristinn hafnaði í því þriðja með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum.

Kristinn hefur ekki ákveðið hvort hann þiggur sætið. Hann segir niðurstöðuna þá að Framsóknarmenn í kjördæminu vilji fylgja algjörlega þeirri stefnu sem forysta flokksins hefur fylgt á þessu kjörtímabili. Aðspurður um hvort hann hyggi á sérframboð segir hann ekki skynsamleg að taka þá ákvörðun nú.

Kristinn segir skipulega hafa verið unnið gegn sér innan flokksins síðastliðin tvö ár og augljóslega hafi verið unnið gegn honum í prófkjörinu. Þannig hafi margir þeirra sem kusu Magnús og Herdísi sniðgengið hann algjörlega. Magnús telur að niðurstaða prófkjörsins komi til með að draga úr fylgi flokksins.

Ók undir áhrifum á ljósastaur

NFS, 18. nóv. 2006 10:15

Ók undir áhrifum á ljósastaur

 

Er bannað að aka ljósstaurum undir áhrifum?


Enn verð ég að benda á síðunna hans Jónasar K

Mér finnst þetta alveg stórskemmtilegt lesefni. Hann skefur ekki af hlutunum nú þegar hann skrifar bara í eigin nafni. Og nú um stundir eru það hinir trúuðu (frelsuðu) sem verða fyrir barðinu á honum. Sbr.

 

18.11.2006
Endir á morgun
Trú á yfirvofandi heimsendi dreifist hratt. Fjórðungur Bandaríkjamanna hefur tekið þá trú, sem stíft er boðuð hér á landi af Krossinum og Omega og fleiri innheimtustofnunum tíundar. Heimsendir hefst með stríði á mærum Ísraels, þar sem rammkristnir menn flykkjast til stuðnings við hina útvöldu þjóð. Heimurinn mun farast í syndum sínum, en sannkristnir verða dregnir upp í himnaríki. Þessi rammpólitíska trú knýr bandarískan stuðning við Ísrael og áhugaleysi bandarískra stjórnvalda á vistkerfi jarðar. Það er víst óþarft vegna aðvífandi ragnaraka.


Staðan þegar 1300 atkvæði hafa verið talin

af http://www.krokur.is/framsokn/

18.11.2006 Staðan þegar búið er að telja 1.300 atkvæði.

1. Magnús Stefánsson með 699 atkvæði 1. sæti Kristinn H. Gunnarsson er með 526 atkvæði í það sæti.

2. Herdís Sæmundardóttir með 769 atkvæði í 1.-2. sæti. Næstur henni er Kristinn með 599 atkv.

3. Kristinn H. Gunnarsson er með 682 atkvæði í 1.-3. sæti. Valdimar Sigurjónsson kemur næstur honum með 576 atkvæði í fyrstu þrjú sætin.

4. Valdimar Sigurjónsson með 800 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Inga Ósk Jónsdóttir með 909 atkvæði í 1.-5. sæti.

Í sjötta sæti er G. Valdimar Valdimarsson, í því sjöunda er Albertína Elíasdóttir og í því áttunda Heiðar Þór Gunnarsson.


mbl.is Magnús í 1. sæti þegar helmingur atkvæða var talinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband