Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Laugardagur, 18. nóvember 2006
Kristið fólk lætur ekki að sér hæða
Þetta er nú alveg dæmigert fyrir Bandaríkin. Þarna er fólk sem virkilega trúir þessu. Og fyrir okkur er ekki gott að vita af því að sumar af þessum hetjum fá að láta dæluna ganga á Omega og eru fyrirmyndir þeirra um margt.
Tekið af www.jonas.is
16.11.2006
Rammkristin fræði
Rammkristin fræði Rammkristnir menn í Bandaríkjunum opna senn kristinfræðisafn um sögu mannsins frá því er guð skapaði heiminn fyrir um það bil sexþúsund árum að mati safnsins. Safnið er við Cincinnati og kostar hálfan annan milljarð króna. Stephen Bates við Guardian skoðaði safnið og sá þar eftirlíkingar af risaeðlum, sem safnið telur hafa verið uppi skömmu fyrir píramídanna við Cairo. Hægt er að heyra á bandi, hvernig tvö eintök af öllum dýrum jarðarinnar komust fyrir í örkinni hans Nóa. Það eina, sem vantar í safnið, er sönnun þess, að jörðin sé flöt og að um hana snúist sólin.Bendi síðan á greinina sem Jónas er að vitna í hún er ótrúleg.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Alltaf hressandi að lesa skrif Jónasar Kristjánssonar.
Það getur verið alveg stórkostlegt að lesa www.jonas.is . Í dag fann ég þetta m.a.
17.11.2006
Kross, fáni, þjóðsöngur
Ted Haggard prédikaði eld og brennistein í ofsatrúarsöfnuði í Bandaríkjunum. Hann réðist grimmt á homma og fékk sér karlhóru eftir vinnu. Hann er gott dæmi um, að afbrigðilegt fólk felur sig bak við sterk kennileiti á borð við kross eða fána eða þjóðsöng. Því ákafar, sem menn berja sér á brjóst sem trúarleiðtogar og þjóðarleiðtogar, þeim mun líklegra er, að eitthvað sé bogið við þá. Sérkenni George W. Bush og Tony Blair hefur lengi verið, að þeir eiga í samræðum við guð og telja sig hafa vald sitt frá honum. Þeir eru báðir geðveikir eins og Haggard.
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Ríkisstjórnin ætti kannski að fara á fyrirlestur Al Gore
Mér finnst það með afbrigðum skrítin fullyrðing hjá Jóni Sigurðssyni þegar hann segir að Ríkisstjórnin hafai ekkert með stóriðujumál lengur að gera, heldur séu þetta mál sveitarfélaga, orkufyrirtækja og þeirra sem vilja byggja álver. Það vill nú svo til að ríkisstjórnarflokkarnir hafa meirihluta í öllum orkusölu fyrirtækjum, bæjarfélögum sem vilja álver. Því væri þeim í lófa lagið að standa á brennsum á öllum sviðum þessa máls.
Það að byggja fleiri álver hér þrátt fyrir að orkunar sé aflað með aðferðum sem menga kannski minna en kola-/olíu knúin orkuver er minnkar samt ekki útblásturinn fá álverunum sjálfum. Því er það sú mengun sem við erum að auka.
Í Suður Ameríku og fleiri stöðum eru jú byggðar vatnsaflsvirkjanir líka til að skaffa svona álverum orku. Og þar hafa þær þjóðir þó þær afsakanir að þær þurfa nauðsynlega á tekjum og atvinnumöguleikum að halda til að draga úr fátækt.
Því má færa rök fyrir því að hvert álver byggt hér, dragi úr möguleikum annarsstaðar að draga úr fátækt.
Al Gore hélt fyrirlestur á ráðstefnu Kaupþings banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. nóvember 2006
Hagnaður Atorku 129 milljónir króna
Hér viðra ég fáfræði mína:
Nú hagnast Atorka group um 129 milljónir. Reyndar er þetta víst dótturfélag einhvers annars fyrirtækis. Segjum svo að þetta væri samt sjálfstætt félag í eigu fjárfesta. Þeir hefðu keypt þetta á kannski 5 milljarða. Það hefðu þeir tekið allt að láni. Reiknum með að afborganir af því væru kannski um 300 milljónir á ári. 129 milljóna hagnaður skilar kannski 12 milljónum í arð. Hvernig er hægt að segja að menn hagnist á þannig kaupum. Eru það væntingar og brask með hlutabréf sem skila þessu til fjárfesta. Eða eru skuldirnar við kaupinn þeirra færðar inn í fyrirtækin. Því það geta ekki allir verið fagfjárfestar sem geta beðið í ár og áratugi eftir að fá féið aftur til baka með vöxtum.
Bæði í framhaldi á þessu pælingum og þeim sem ég var með hér á undan bendi ég á það sem Steingrímur Sævarr er að pæla í sambandi við Avion Group
Hagnaður Atorku 129 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Er komið að niðursveiflu Dagsbrúnar?
Hef verið að pæla í viðskipatalífinu hér á Íslandi. Það virðist vera öll viðskiptaveldi rísi og falli á svona 10 áratímabili. Sum reyndar hraðar. Þá kemur oft í ljós að þau stóðu á brauðfótum
Ég man þegar að Pizza 67 virtist ætla að verða að stórveldi og opnaði staði hér um allt land og fór erlendis. Það eru fáir staðir eftir nú.
Stórveldi félagana í Skjá 1 virtist ætla að taka yfir allan skemmtana iðnað landsins en hrundi svo eins og spilaborg.
Þegar að sambandið fékk mikilmennskuæði og stofnaði Miklagarð og fleiri þannig fyrirtæki og dó út nokkrum árum seinna.
Þegar að Steinar virtist ætla að ná öllum plótu og afþreyingarmarkaðnum undir sig og nokkru síðar var það horfið.
Þegar að Jón Ólafs virtist ætla að eignast hálft Ísland. En síðan hurfu eignir hans hér eins og dögg fyrir sólu. Honum tókst þó að koma hluta eigna sinna til útlanda.
Hafskip sem óx og óx en þoldi svo ekki aðförina að þeim og var gert gjaldþrota.
Þannig að ef málin eru skoðuð þá eru flest stórveldi í dag tiltölulega ung að minnsta kosti eigendahópurinn ekki sá sami og fyrir 10 árum.
Ætli þetta sé ekki oft vegna þess að ef einhverjum gengur vel í viðskiptum þá er þessi tilhneiging að ekkert geti misheppnast og því eru teknar ógurlegar áhættur í lokin sem valda því að ekkert má utaf bregða til að allt hrynji eins og spilaborg.
Nú eru mörg af þessum fjárfestingarævintýrum að verða 10 ára. Hvað gerist?
Bara svona að pæla í þessu
Dagsbrún sendir frá sér afkomuviðvörun - selur móðurfélag Wyndeham press Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Nei bíðið við nú er hann á móti álveri!!!!!!!!!
Var að lesa bloggið hans Ómars R. Valdimarssonar sem eftir minni bestu vitund er talsmaður Impreglio hér á landi. Mig langar bara að stelast til að birta hana í heild:
16.11.2006 | 20:07
Norsk Hydro vill reisa álver hér
www.ruv.is » Fréttir » Frétt
Fyrst birt: 16.11.2006 14:33
Norska álfyrirtækið Hydro hefur áhuga á að reisa allt að 600.000 tonna álver á Íslandi. Stjórnendur fyrirtækisins vonast til þess að álframleiðsla geti hafist á árabilinu 2010 til 2015. Álverið yrði 250.000 tonnum stærra en álver Fjarðaáls á Reyðarfirði.Það kemur líklega fáum á óvart að ég sé harður stuðningsmaður Kárahnjúkavirkjunar, fyrir margra hluta sakir. En ég þyrfti að fá að hugsa mig tvisvar, jafnvel þrisvar, um áður en ég væri tilbúinn til þess að segja já við þessu...
(Og fyrir utan öll rök með og á móti, höfum við ekki lært sitt hvað af samskiptum okkar við þetta fyrirtæki?)
Það er nú fokið í flest skjól þega hann varar við þessu. Hann hefur staðið í fylkingarbrjósti fyrir virkjunarframkvæmdum og um leið álverinu í Reyðarfirði.
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Kristinn H Gunnarsson á sér öflugan stuðningsmann
Var að lesa pistil Egils Helgasonar á visir.is þar segir hann m.a.
Það mætti halda af skrifum á sumum bloggsíðum að Kristinn H. Gunnarsson sé vandi framsóknarmanna. Það held ég ekki. Ég held að vandi Framsóknar sé miklu frekar skoðanalitlir þingmenn sem spila alltaf með liðinu, flokksfélagar sem líta á flokkinn sem vinnumiðlun og flokksmenn sem hafa verið að auðgast á gráa svæðinu milli stjórnmála og viðskipta - óhreinskilni flokksins og óvissa um hvað hann stendur fyrir.
Ég vona að Kristinn fái góða kosningu í prófkjöri í Norðvesturkjördæmi. Ég veit heldur ekki betur en að afstaða hans til stórra mála eins Íraks og fjölmiðlafrumvarpsins eigi miklu meiri hljómgrunn hjá þjóðinni en það sem forysta Framsóknarflokksins var að baksa.
Nú ef Kristinn verður felldur, þá hlýtur hann að finna sér annan flokk. Frjálslynda? Liggur ekki straumurinn þangað núna?
Og ég verð að segja að ég er sammála honum.
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Jæja kannski að koma smá samkeppni í fluginu aftur
Var að lesa fréttina um að SAS er að byrja aftur að fljúga hingað. Þarna virðist kominn möguleiki á að hugsanlega verði hægt að komast út á góðum verðum aftur. Því ef ég þekki Íslensku félögin munu þau lækka sig niður úr öllu valdi þangað til SAS gefst upp. Eins og þegar tryggingarfélög hafa flæmt héðan lággjalda tryggingar, olíufélöginn þegar Kanadísku Irwin bræður ætluðu að koma og svo framvegis. Svo um leið og erlendu félögin fara er verðið hækkað svo um munar til að ná öllu því sem þeir töpuðu í verðstríðinu.
Frétt af mbl.is
SAS boðar beint flug milli Íslands og Svíþjóðar
Innlent | mbl.is | 16.11.2006 | 16:13
SAS Sverige ætlar að hefja beint flug á milli Íslands og Svíþjóðar 27. apríl á næsta ári. Félagið ætlar einnig að hefja beint flug milli Svíþjóðar og München í Þýskalandi, Mallorca og Malaga á Spáni og Glasgow í Skotlandi.
SAS boðar beint flug milli Íslands og Svíþjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Það á að passa sig að fá nú einhver atkvæði frá ellilífeyrisþegum
Ekki það að þeir eigi þetta skilið þó meira væri. Þetta eru jú ekki mema svona 25.000 kr á mánuði sem þau meiga hefa í tekjur. EN lyktar það ekki af kosningavetri að flýta þessu um 3 ár. Nú er bara spurning hvað verður í jólapakkanum frá ríkinu til okkar hinna sem erum ekki komin á lífeyri. Kannski svona eingreiðsla upp á 100 til 200 þúsund sem verði borgaðar út 1. maí 2007, (rétt fyrir kosningar til að þurfa ekki að treysta á gullfiskamynni okkar.). Þetta finnst mér góð hugmynd og kem henni á hér á framfæri.
Frétt af mbl.is
300 þúsund króna frítekjumark ellilífeyrisþega tekið upp um áramót
Innlent | mbl.is | 16.11.2006 | 16:22
Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að tillögu Árna Mathiesens, fjármálaráðherra, og Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að leggja til að gildistöku 300 þúsund króna frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verði flýtt um þrjú ár.
300 þúsund króna frítekjumark ellilífeyrisþega tekið upp um áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 16. nóvember 2006
Alltaf sami nánasarhátturinn í vegamálum á SV horninu
Afhverju fáum við ekki göng í gegn um Hellisheiði. Og það tvíbreið. Ætili dagumferð um Hellisheið sé ekki u.þ.b. sú sama og ársumferð sem verður um Héðinsfjarðargöng.
Og afhverju er ekki ráðist strax í 2 akreinar í hvorta átt. Þetta 2+1 er eiithvað fyrirkomulag sem mér líkar ekki. Nú vill ég að þingmenn Höfuðborgarinnar, Suðurlands og Kragans taki í taumana og láti gera þessi verk almennilega. Þ.e. Suðulandsveg, Vesturlandsveg, og það sem á eftir að klára á Reykjanesbraut m.a. við Garðabæ.
Frétt af mbl.is
Vegagerðin kynnir breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein
Innlent | mbl.is | 16.11.2006 | 17:48
Vegagerðin birti á heimasíðu sinni í dag tillögu að breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein í svokallaðan 2+1 veg, frá gatnamótum við Þorlákshafnarveg og Hveragerði að gatnamótum við Hafravatnsveg. Þá lýkur lagningu 2+1 vegar alla leiðina frá Hveragerði að Hafravatnsvegi.
Vegagerðin kynnir breikkun Suðurlandsvegar um eina akrein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson