Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Árni á þing!!! Er ekki allt í lagi með fólk á Suðurlandi?

Nú liggur fyrir að Árni Johnssen er kominn í framboð aftur og það í 2 sæti á Suðurlandi. Þetta finnst mér alveg makalaust.

Þarna er fólk í Sjálfstæðisflokknum að stilla upp fyrirverandir þingmanni sem hefur verið dæmdur fyrir að sólunda almannafé í sína þágu.

  • Hann fékk sérstök lán til að byggja einbýlishúsið sitt í Vestmannaeyjum. Það var veitt með því að það væri tilrauna hús. Lánið sem  hann fékk var margfallt það sem aðrir gátu fengið á sínum tíma.
  • Hann var duglegur að skaffa vinum sínum í Ístaki störf t.d. við byggingar á Grænlandi. Þeir byggðu svo fyrir hanni gestahús við einbýlishúsið hans í Vestmannaeyjum.
  • Hann keypti svo ýmislegt til framkvæmdanna við húsið og garðinn sinn á kostnað Þjóðleikhúsins þegar hann var formaður Þjóðleikshúsins.
  • Hann fékk annann þingmann til að greiða fyrir sig atkvæði á Alþingi.

Þetta eru bara nokkur atriði. Við tölum ekki um þegar hann hefur verið að slá til fólks eins og Páll Óskar sagði frá og fleiri.

Þetta er auðsjáanlega maður sem ekki hafði nokkurn skilning á siðferði í stjónmálum og braut lög án þess að hika.

Þetta er maður sem Sjálfstæðisflokkurinn vill að komist inn á ALþingi til að setja lög og sjá um að þeim sé framfylgt. Maður sem hefur verið dæmdur fyrir að fylgja ekki lögum sjálfur.

Fólk getur sagt að hann hafi tekið út sína refsingu og fengið uppreisn æru frá Dómsmálaráðuneyti. EN mundi fólk sætta sig við að t.d. Lögga sem hefði verið vísað úr starfi fyrir ofbeldi væri ráðin aftur þegar hún hefði tekið út sinn dóm.

Held ekki


mbl.is Árni Johnsen í 2. sæti í prófkjöri í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki ávísun á gott, þegar sömu flokkar stjórna ríki og borg

Það skapar ávallt grunn að vafasömum viðskiptum þegar að sömu flokkar sitaja í bæði í stjórn Ríkisins og Borgarinnar. Þetta eru jafnvel sömum menn sem sitja báðum megin við borðið í samningum þar á milli. Þetta getur t.d. orðið til þess að plott um eitthvað sem almenningur vill ekki komist í gang. Dæmið sett upp þannig að við áttum okkur ekki á því hvað er að gerast fyrr en allt er afstaðið.

  • Nú er t.d. komið í ljós að ríkið fær nærri því að borga hlut borgainnar eftir mynni og verðið getur orðið langt undir raunvirði nú.
  • Um leið og ríkið eignaðist LV þá var rokið út í að gera Rarik og Orkubú Vestfjarða að dótturfélögum.

Við vitum að á Íslandi eru mjög sterkir hópar fjárfesta sem hafa orðið ríkir á því að hafa fengið ríkisbankanna gefins. Annar hópurinn er tengdur við sjálfstæðisflokkinn og hinn S hópurinn er tengdur framsókn. Þessir hópar eru örugglega meira en til í að eignast fyrirtæki sem hefur nærri einokunaraðstöðu á rafmagni á landinu.


mbl.is Vilja að samningar um sölu Landsvirkjunar verði teknir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessu komum við af stað með Bandaríkjamönnum

Við erum jú ein af þessum staðföstu þjóðum:

Frétt af mbl.is

  Heilbrigðisráðherra Íraks segir 150.000 óbreytta borgara hafa látið lífið
Erlent | mbl.is | 10.11.2006 | 12:12
Íraskir drengir leika sér á götu í Bagdad en öll umferð... Ali al-Shamari, heilbrigðisráðherra Íraks, segir að 150.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásum og átökum í landinu frá innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak en það er þrefalt hærri tala en yfirvöld í Írak hafa hingað til viljað staðfesta. Shamari, sem er ráðherra flokks sem er andvígur veru Bandaríkjahers í landinu, segir þessa tölu byggða á því að hundrað lík séu daglega flutt í líkhús landsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.


mbl.is Heilbrigðisráðherra Íraks segir 150.000 óbreytta borgara hafa látið lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkissjóður ætlar að taka risalán

Bíddu var ekki verið að segja okkur að skuldi ríkisins væru lágar og það væri nauðsynlegt vegna aukinna skulda fyrirtækja. Svo er tilkynnt um þetta allt í einu í dag. Daginn eftir að ríkissjóður fær Lánsmat hjá Fitch Ratings. Takið sérstaklega eftir rauðletraðu orðunum 

Ruv.is

 Fréttir » Frétt
 
Fyrst birt: 10.11.2006 07:43Skjaldamerki
Síðast uppfært: 10.11.2006 11:16
Lánshæfismat ríkissjóðs staðfest
Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn ríkissjóðs en telur horfur fyrir matið neikvæðar.
Fitch bendir á að íslenska hagkerfið sé enn mjög skuldsett. Stóriðjuframkvæmdir hafi reynt mikið á þjóðhagslegan stöðugleika og breytingar á húsnæðismarkaði hér hafi enn aukið vandann. Þá hafi hröð útrás íslenskra banka og annarra fyrirtækja, með skammtímalánum á erlendum mörkuðum, einnig haft áhrif.
Fitch telur að enn sé nokkuð í að jafnvægi náist í íslenska hagkerfinu og bendir á að Ísland sé hið skuldugasta þeirra landa sem fyrirtækið metur lánshæfi hjá. Það, ásamt miklu ójafnvægi í hagkerfinu geri landið berskjaldað fyrir ytri áföllum, eins og vaxtahækkunum erlendis og viðhorfsbreytingum erlendra fjárfesta. Hins vegar sé hér pólitískur stöðugleiki, staða ríkisfjármála sterk og hér sé flotgengi. Það búi hagkerfið betur undir ágjöf en ella.
Síðan í dag kemur þetta:

Ríkissjóður ætlar að taka risalán

PeningarRíkissjóður hyggst á næstu vikum taka stærsta lán í sögunni til að verja hagkerfið áföllum. Erlendir fjölmiðlar hafa túlkað lántökuna á þann veg að Seðlabankinn búist við efnahagskreppu. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri vísar slíkum túlkunum á bug.

Seðlabankinn hefur falið þremur alþjóðlegum bönkum, Barclays Capital, Citigroup og Dresdner Kleinwort, að annast útgáfu á íslenskum skuldabréfum sem gefin verða út í evrum. Útgáfunnar er vænst síðar í þessum mánuði. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað verðmæti skuldabréfanna verður en ætlunin er að allt að tvöfalda gjaldeyrisforða Seðlabankans. Hann nemur nú jafnvirði um 70 miljarða króna. Skuldabréfaútgáfan yrði því stærsta lán sem ríkissjóður hefur tekið segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri.

Hagfræðingar sem fréttastofa Útvarps ræddi taka undir orð Eiríks og segja að geysileg stækkun íslenska fjármálageirans á undanförnum árum krefjist þess að gjaldeyrisforðinn verði aukinn. Góð gjaldeyrisstaða geti forðað hagkerfinu frá áföllum.

Nokkrir erlendir fjölmiðlar hafa þó hent fréttir af skuldabréfaútgáfunni á lofti og talið hana til marks um það að Seðlabankinn búist við efnahagskreppu á Íslandi og snúist nú til varnar. Eiríkur segir það af og frá.

Athygli vekur að Seðlabankinn skuli taka stærsta lán í sögu ríkissjóðs á sama tíma og matsfyrirtækið Fitch Ratings varar við því að skuldir Íslands nemi nú rúmlega þreföldum erlendum tekjum landsins. Eiríkur segir hins vegar að skuldastaða ríkissjóðs sé góð, og aukinn gjaldeyrisforði verði aðeins til að auka trú fjárfesta á íslenska fjármálakerfinu..
Ég bara skil þetta ekki. Held samt að eitthvað mikið búi þarna undir. Einhverjir fyrirsjáalegir atburðir eins og að einhverjir séu kannski að fara innleysa eitthvað af þessum peningarbréfum sem útlendingar hafa verið að kaupa fyrir hundruð milljarða.


Þarna kom það!

Þetta sýnir hversu gjörsamlega Bandaríkin eru háð því að eiga fasta óvini. Eftirfarandi er haft eftir Rumsfeld í dag:

Baráttan við öfgahyggju meðal múslima krefjist þolinmæði og úthalds, rétt eins og baráttan við kommúnismann í kalda stríðinu.

Þannig að nú eru það múslimar sem þeir hafa valið sem nýja mótherja! Það á semsagt að útrýma ákveðnum hóp múslima. Hann gleymir að með hegðun sinn hafa Vestrænar þjóðir kallað yfir sig viðbrögð frá öfgahópum og með svona baráttu eins og við stundum þá köllum við yfir okkur sífelda endurnýjun í þeirra hóp.

Bandaríkjamenn eru búnir að gleyma að kommúnismim dó út um leið og ríki fóru að hafa eðlilegri samskipti sín á milli. Án þess að vera með kröfur um þetta og hitt. Munurinn er að nú eiga Bandarísk og Evrópsk fyrirtæki hagsmuna að gæta þar sem að þau hafa plantað sér í mörg af þessum löndum Asíu og hafa náð miklum peningum til sín frá misvitrum einvöldum. Fólkið finnur sér í Bandaríkjunum verðugan óvin og tengja þá við allt sem miður fer hjá sér.


mbl.is Rumsfeld segir að ekki hafi gengið nógu vel í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér?

Hef verið að fylgjast með fréttum í dag þar sem er kynntar hugmyndir nefndar um Ísland sem miðstöð alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Þar kemur fram ýmislegt sem mér finnst mótast nokkuð af því hver a.m.k. leiðir nefndina:

Af ruv.is:

. Meðal annars er lagt til að skatthlutfall fyrirtækja verði áfram 18% en skatthlutfall lækki í 10% á þeim hagnaði umfram 15 miljónir króna. Það eigi að koma í veg fyrir að stór fyrirtæki flytji rekstur úr landi og um leið að laða fyrirtæki til landsins. Þá er einnig lagt til að fjármagnsgreiðslur milli landa verði almennt undanþegnar skattskyldu en það gæti haft gríðarleg áhrif.

Það sem sérstaklega vekur alltaf athygli mína þegar ég les svona er sú staðreynd að tekjuskattar eru hærri allstaðar í kring um okkur nema kannski í Monakó og Kýpur. Og þangað flykkjast millarnir í Evrópu til að sleppa að borga til samfélagsins sem er að skapa þeim hluta af þessum auð.

Nefndin er semsagt að reyfa að við verðum svona land þangað sem fyrirtækin flýja til með því að stofna skúffufyrirtæki hér til að sleppa við skatta. Sé samt ekki á þessu Karbískueyjum sem eru skattaskjól að almenningur bú neitt sérstaklega vel. Enda eru peningarnir aðeins geymdir þar að nafninu til og notaðir annarrstaðar.

Meira af ruv.is

Einnig er lagt til að efnameiri einstaklingum verðu auðvaldað að flytja skattalega heimilisfesti sína til landsins.

Þetta er eðlileg tillaga frá nefnd þar sem formaðurinn er með yfir 20 milljónir í laun á mánuði.

Þetta hlýtur að vekja upp spurningar hjá fleirum en mér. Er þetta hugsunin um að við verðum að vera góð við þá sem eru ríkir því að þá gætum við fengið smá mola af borði þeirra? Og síðan mundu þeir heimta meira innan tíðar, því annnars færu þeir. Og á endanum yrði hér stétt milljarðamæringar sem ekkert legðu til samfélagsins. Sannkölluð yfirstétt.

Er það svona sem viljum? Nei held ekki!


mbl.is Alþjóðleg fjármálastarfsemi hér gæti skapað miklar tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er verið að sameina fyrirtækin?

Get ekki gert að því, að það læðist að mér óþægilegur beigur. Af hverju eru Rarik og Orkubú Vestfrjarða sameinuð Landsvirkjun nú strax og ríkið hefur eignast Landsvirkjun. Það er sagt að þau eigi að vera sjálfstæð dótturfélög, en mér finnst einhvern veginn að sé verið að tengja þau við orkurisan LV til að þau fylgi örugglega með í pakkanum þegar LV verður selt.

Ekki er hægt að beita hagkvæmnis skýringu ef að það á reka þessar einingar áfram sjálfstæðar. Þetta minnir mig óþægilega á bankasölu og síma þegar að síðustu árin sem ríkið rak þessar stofnanir voru hin ýmsu fyrirtæki sameinuð þeim sem urður svo að skiptiminnt þegar þau voru seld einkavinum.

Þannig var Búnaðrbankinn seldur með óútleystum hagnaði sem nýjir eigendur gátu leyst út nokkrum mánuðum seinna og greitt megnið af bankanum með.

Eins var með Landsbankan og VIS sem var notað til að liðka fyrir sölunni.

Við látum ekki einkavæða LV án baráttu!!!!!!

Því það þýðir alveg ábyggilega hærra rafmagnsverð til okkar almennings. Það hefur verið reynslan um alla Evrópur


mbl.is Telja að gengið hafi verið frá nýju verðmati á Landsvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var lagið!

Það er ekki oft sem ég hrósa núverandi ríkistjórn hér á landi. EN nú geri ég það:

ruv.is
Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gazaströnd í Skjaldamerkigærmorgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að taka málið upp við sendiherra Ísraels sem væntanlegur er til landsins í næstu viku og afhenda honum formleg mótmæli. Árás Ísraelsmanna í gær og endurteknar árásir þeirra á óbreytta borgara árum saman voru ræddar á Alþingi í morgun. Frjálslyndir tóku málið upp en eins og fram kom í gær afboðaði Guðjón Arnar Kristjánsson formaður flokksins fund með sendiherranum í næstu viku, vegna framferðis Ísraelsmanna


Hversu lengi getur Decode tapað peningum?

Frétt af mbl.is

  Tap deCODE yfir 4 milljarðar
Viðskipti | Morgunblaðið | 9.11.2006 | 5:30
Tap deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 62,2 milljónum Bandaríkjadollara. Það svarar til um 4,2 milljarða íslenskra króna. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 41,6 milljónir dollara.

Decode hefur tapað peningum frá því að það var stofnað. Það hefur held ég alltaf numið milljónum. Mér er því spurn: Hversu lengi getur svona gengið? Er enn verið að nota fjármagn sem var platað út úr almenningi hér á landi í upphafi? Eða eru þetta peningar sem þeir eru með að láni? Er öruggt að Ísland og íslendingar eru ekki í ábyrgðum fyrir þetta batterí sem aldrei virðist ætla að skila hagnaði?


mbl.is Tap deCODE yfir 4 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Ingi farinn að skjóta á aðra. Bara að hann skjóti sig ekki í fótinn

Í færslu á bloggsíðu sinn er hann að skjóta á Róbert Marshall sem sagð eftir prófkjörið að næsta verkefni væri að fella ríkisstjórnina.

Björn Ingi segir:

Róbert er þannig enn að. Síðast þegar hann ætlaði að fella ríkisstjórnina var hann fréttamaður á Stöð 2 og stóð fyrir framan Stjórnarráðið og sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ljúga til um tímasetningu og tilurð stuðnings ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak. Þetta var fyrsta frétt og greinilegt, að reitt var hátt til höggs.

Seinna kom í ljós að fréttin var einn allsherjar misskilningur hjá Róberti, hann hafði ruglast illilega á tímabeltum í yfirlestri á erlendum fréttaskeytum og neyddist til að segja af sér.

Vissulega gerði Róbert mistök þarna. En ólíkt Halldóri og öðrum í ríkisstjórn Íslands þá axlaði hann ábyrgð og sagði upp vinnu sinni sem fréttamaður. Halldór og Davíð létu sér í léttu rúmi liggja þó að þeir gerðu okkur að virkum þátttakendum í þessu stríði við Írak á lognum forsendum um gereyðingarvopn.

Og ef við skoðum þeirra langa feril í stjórn þá má nefna að Halldór og framsókn stóðu vörð um hagsmuni gömlu vina sinna úr Sambandinu og gáfu þeim banka og svoleiðis. Halldór sett upp fiskveiðikerfi sem tryggði fjölskyldu hans milljarða. Aldrei leit hann svo á að hann væri vanhæfur.

Davíð bar upp á fyrirtæki að það hefði boðið honum mútur. Hann lét ekki einusinni rannsaka það.

Svo að ég held að Björn ætti að horfa sér nær svo hann skjóti sig ekki í fótinn og detti í fúlan Lækinn þegar hann er búinn að opna hann í Lækjagötu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband