Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Æ góðu bestu það trúir ykkur enginn.

Nema kannski einhverjir á trúarofstækisstöðinni Omega

Shomrat sagði eftir fund sinn með Valgerði í dag að Ísraelar séu mjög slegnir vegna atburðanna í Beit Hanoun. Það hafi ekki verið ætlun Ísraela að skaða palestínska borgara.

Þetta er skritin skýring frá þjóð sem er búin að drepa Palestínumenn í tugum þúsunda. Í nærri hverri árás þeirra eru myrt eða slösuð börn og konur. Þeir bera fyrir sig árástir Palestínumanna en mér skilst að tölfræðin síðustu ár sé að á móti hverjum Ísraela sem hefur orðið fyrir árás séum milli 30 og 40 palestínumenn myrtir af Ísraelsher.

Svo segir hún í viðtali við visir.is

Hún sagði að Ísraelsmenn hefðu tekið því mjög alvarlega sem gerðist í Beit Hanoun og skildu að vinir þeirra litu atvikið alvarlegum augum. Hún lagði samt áherslu á að gagnstætt því sem haldið er fram og gagnstætt því sem Palestínumenn gera, að ráðast af ásettu ráði á ísraelska borgara, réðist ísraelski herinn ekki viljandi á palestínska borgara og sagði síðan að þetta hefðu verið mistök. Ennfremur tók hún fram að mistökin hefðu ekki verið af mannlegum toga, heldur hefðu rafeindatæki bilað.

Er ekki lægi með þetta fólk. Það eru aðeins lítill hópur Palestínumanna sem tilheyrir herskáum. Þeir eru að skjóta rörasprengjum á Ísrael sem skaða engan nema lenda í hausnum á þeim. Miðað við viðtal sem var við Gyðing sem staðhæfði að sprengja hefði fallið aðeins nokkrum metrum frá honum í síðustu viku. Það sá ekki á honum.


mbl.is Sendiherrann segir Ísraela ekki ráðast vísvitandi á óbreytta borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þorir að kaupa af þeim skuldabréf?

Það eru auðsjáanlega einhverjir enn sem hægt er að sækja peninga til . Þeir gáfu út svona skuldabréf fyrir 130 milljónir Bandaríkjadala fyrir 3 árum og nú aftur. Gama að vita hvaða veð þeir eiga eftir fyrir þessu
mbl.is deCODE gefur út breytanleg skuldabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kannski óhæft fólk á launum við forvarnir?

Eftirfarandi frétt fann ég inn á ruv.is.  Þetta vekur einmitt hjá mér spurningar um hverning það getur verið að allar forvarnir sem hafa verið reyndar hér á Íslandi hafa ekki virkað. Getur verið að þeir sem hafi verið að berjast fyrir að ungt fólk byrji ekki að drekka og dópa hafi bara ekki verið starfi sínu vaxin. Það er búið að eyða fleiri fleiri milljónum í að eitthvað sem ekkert hefur þróast síðan að ég var lítill nema kannski að neyslan er að minnstakosti sú sama ef ekki meiri. Þó var það þó hér í Kópavogi að unglingadrykkja var nokkuð mikil milli 1975 og 1980 og ég tók minn þátt í því.

Afhverju ekki að reyna eitthvað mun rótækara. Það er að ef fólk undir 18 er tekið drukkið þá komi til ferils sem gengur út á:

  1. Fyrsta skipti þá eru foreldrar látnir sækja viðkomandi um leið og hann fær viðvörun
  2. Annað skipti þá eru foreldrar látnir sækja viðkomandi um leið og þeir ábyrgjast sektargreiðslu upp á 20.000 kr.
  3. Þriðja skipti þá verður sektargreiðslan 50.000 kr sem unglingurinn verður að borga eða leggja fram vinnu til samfélagsins allt að 40 stundum.

Þetta er aðferð sem ætti að vekja foreldra og unglinga hressilega.

En mér finnst ekki að hægt sé að skella skuldinni svona beina á foreldra þegar að það er ríkið sem er einokunar fyrirtæki í sölu á víni. Þá er það eðlilegt að það veiti líka öllum hagnaði af sölu áfengis í að vinna gegn skaðlegum áhrifum þess fyrir suma.

En hér er fréttin af ruv.is: 

 

„Forvarnir hérlendis virka ekki”

Árni Einarsson, framkvæmdastjóri fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum, segir að endurskoða þurfi allt forvarnarstarf hér á landi. Uppalendur sýni of mikla linkind gagnvart áfengisneyslu ungra barna og vímuefnaneysla þeirra aukist.

Árni segir að vímuefnaneysla mjög ungra barna sé að aukast. Hann telur að foreldrar séu of jákvæðir gagnvart áfengisneyslu ungra barna. Krakkarnir geri síðan ekki endilega greinarmun á áfengi og ólöglegum vímuefnum og sé því hættara til að fara út í slíka neyslu. Í raun virki forvarnir ekki að hér á landi.

Árni segir að það sé mjög mikið af fíkniefnum í gangi í samfélaginu og ungmenni fari ekki varhluta af þeirri þróun. Hann leggur til að foreldrar, skólar og í raun allir þeir sem sinni ungmennum á einn eða anna hátt þurfi að marka heildstæða stefnu í forvörnum.



Kveðjur til Guðrúnar fyrir vel unnin störf. EN samt!!!!

Ég hef verið að hugsa síðan að Anna þingmaður Norðurlands Vestra sagði að hún gæti ekk sagt til um hvort hún ætlaði að taka 3 sætið og nú þegar Guðrún hættir, um ástæður fólks fyrir að taka þátt í pólitík.

Ég hélt hér áður að það væri satt sem fólk segði að það væri að taka þátt í pólitík þar sem það stæði fyrir ákveðna pólitíska sanfæringu og hugmyndafræði og vili vinna henni brautargengi.

En með árunum hefur maður orðið aðeins vitrari og sér að stór hluti þingmanna ganga að mestu til þessara starfa eins og hverri annarri vinnu. Þó er það misjafnt. Þannig má sjá suma nota hvert tækifæri sem þeir fá til að koma sínum sjónamiðum á framfæri á meðan aðrir sjást ekki nema þegar nálgast kosningar. Það þarf að fylgjast vel með sjónvarpi frá þingi til að sjá nokkuð stórann hóp sem annars sést ekki. Þau mæta bara í vinnuna og sitja nefndarfundi en sjást að mestu ekki þess á milli. Þau skrifa lítið í blöð og almenningur heyrir því ekkert frá þeim. Þó eru þau kannski að vinna starfið sitt vel og af kosgæfni en bara ekki af eldmóði þess sem telur sinn málstað þann rétta.

Dæmi um menn sem eru duglegir að koma sínum málstað á framfæri eru t.d. Pétur Blöndal, Mörður Árnason, Össur, Ögmundur, Steingrímur og svo með hléum t.d. Magnús Þór eins og við höfum tekið eftir síðustu vikur. Hefur fólk t.d. tekið eftir að Drífa hafi verið áberandi síðustu ár? Eða Guðjón Vestmanneyingur (nema fyrir einhver axarsköft). Árni Johnsen var frægur fyrir það að hann hafði svo mikið að gera sem sendisveinn fyrir vini sína í Vestmannaeyjum að hann fékk vin sinn Matthías til að greiða atkvæði fyrir sig. Jón Gunnarsson man ég ekki eftir að hafa séð. Og svona væri hægt að týna til fjölda þingmanna. Sumir sjást eða heyrast bara ekki og skapa sér engan vettvang til þess. Þó hafa þau tækifæri til þess: Þau geta tjáð sig á þingi, skrifað í blöð, komið sér í fjölmiðla og gert eins og margir gera notað sér netið.

Því er ég á því að ég mundi dást að fólki sem kæmi illa út úr prófkjöri að það væri sko alls ekki hætt heldur mundi vinna að hugsjónum sínum og hagsmunum flokks síns með öllum þeim ráðum sem biðust. Þó ekki sé um þingsæti lengur að ræða.  Það væri sterkara.

Annað finnst mér vera að gefa í skin að fólk sé í þessu fyrir peninga og status.  En að sjálfssögðu hafa allir rétt á að hætta. Þá væri réttara að gera það fyrir prófkjör!


mbl.is Guðrún hættir afskiptum af stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eru nú stundum dálítið seinir þykir mér

Eru menn fyrst núna að fatta þetta? Ég er búinn að vita þetta í nokkur ár Og sennilega allir nema Bandaríkjamenn:

Frétt af mbl.is

  Lausn Palestínudeilunnar lykill að bættum samskiptum íslams og Vesturlanda
Erlent | AFP | 13.11.2006 | 12:43
Annan við setningu fundar Menningabandalagsins í Istanbúl í dag. Lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna er lykillinn að bættum samskiptum íslams og Vesturlanda, að því er fram kemur í skýrslu fjölþjóðlegs hóps fræðimanna, stjórnmálamanna og trúarleiðtoga, er afhent var Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Istanbúl í dag.


mbl.is Lausn Palestínudeilunnar lykill að bættum samskiptum íslams og Vesturlanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllum hækkunum auðsjáanlega velt yfir á okkur- Er engin samkeppni lengur?

Í dag hefur verið haft eftir talsmanni Iceland air að það sé ekkert óeðlilegt samráð á milli Iceland Express og Iceland air. Þessi mikla hækkun á flugvallarsköttum og gjöldum (um 150% minnir mig) hjá báðum sé komið til vegna hækkana á eldsneyti og fleiru.

af mbl.is í dag:

„Hagnaður Icelandair Group fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) fyrstu níu mánuði ársins nam 5.720 milljónum króna. Á þriðja ársfjórðungi nam EBITDA 4.421 milljónum króna og er í samræmi við væntingar. Afkoma Icelandair Group fyrir skatt fyrstu níu mánuði ársins var 3.939 milljónir króna. Afkoma þriðja ársfjórðungs var 3.056 milljónir króna fyrir skatt." 

Þannig að það virðist ekki koma niður á hagnaði þeirra þessar hækkanir.

Athygli vekur að Sterling er hinsvegar rekið mð miklu tapi. Kannski eitthvað virkari samkeppni á þeim svæðum. Kannski að við séum að greiða niður samkeppni og tap fyrir Sterling.

Hver veit!


mbl.is Hagnaður FL Group 11 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð bara að segja: Er nema von að þeir séu reiðir?!!!

Frétt af mbl.is

  Palestínsk stjórnvöld harðorð í garð Bandaríkjastjórnar
Erlent | AFP | 12.11.2006 | 14:24
Palestínsk kona situr fyrir framan hús sem eru rústir einar... Palestínsk stjórnvöld hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkjanna að beita neitunarvaldi gagnvart ályktun, sem var kynnt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þar sem árásir Ísraelshers á Gaza sl. miðvikudag eru fordæmdar. Alls létust 19 manns í árásunum.

Þetta vekur líka upp spurningu um hversvegna aðrar þjóðir en þessar 5 sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu eigi að sætta sig við að Bandaríkin eru sífellt að beita neitunarvaldi sínu á allar tillögur er finna að framferði Ísraelsmanna?

Af hverjur er þetta neitunarvald ekki tekið til endurskoðunar?

Væri ekki réttara að miða við aukin meirihluta t.d. 3/4 fulltrúa eða eitthvað svoleiðis?

Afhverju eiga þessar 5 þjóðir að hafa öll mál á sínu valdi og geta hafnað þeim þrátt fyrir að meirihluti mannkyns sé fylgjandi málinu?


mbl.is Palestínsk stjórnvöld harðorð í garð Bandaríkjastjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má sjá að prófkjörið í Suðurlandi setur Sjálfstæðismenn i vanda.

Var að lesa bloggið hans Andrésar Magnússonar blaðamanns. EN hann hefur nú aldrei farið leynt með að hann fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum. Í blogginu hans kemur fram að hann telur að sig geta orðið í vandræðum með að kjósa flokkinn í vor því að atkvæði greitt í Reykjavík getur tryggt manni af Suðurlandi uppbótar þingsæti.

Hann segir svo m.a. í bloggi sínu:

„Úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna á Suðurlandi komu mér að mörgu leyti í opna skjöldu. Drífa Hjartardóttir á Keldum húrraði niður listann og Guðjón Hjörleifsson sömuleiðis. Ég fæ ekki séð að það hafi verðskuldað fall hjá þeim. Eins finnst mér verra að Gunnar Örlygsson hafi ekki fengið betri útkomu í prófkjörinum, þó ekki væri nema vegna þess að ég tel að við eigum að fagna týndum sauðum."

Þarna finnst mér hann fljótur að gleyma. Gæti ekki verið að Vestmanneyingar séu enn sárir eftir að í ljós kom að Guðjón sólundaði miklu fé í gegnum Þróunarfélag Vestmanneyja til að kaupa fyrirtæki (Íslensk matvæli ef ég man rétt) sem kom síðan í ljós að gat aldrei borið sig og fór á hausinn á innan við 2 árum. Voru það ekki um 200 milljónir sem töpuðust þar. Eins voru einhver vafasöm hlutafjárloforð í þessu líka hjá Guðjóni. Og með Gunnar Örlygsson þá byrjað hann síðasta kjörtímabil á því að sitja af sér fangelsisdóm. Eitthvða með akstur og eins eitthvað í sambandi við kvótaviðskipti sem tengdurst honum.

Annars er þetta ágætar pælingar hjá honum. Sjá bloggið


Fer að halda að þetta sé sniðug leið.

Held að prófkjör séu að ganga sér til húðar.

Ég held að einhverskonar uppstilling sé ferkar betri. Eða þá að að fólk fengi bara að raða á listann um leið og það kýs.

Prófkjör í sinni verstu mynd eru gróðrastía fyrir allskonar hagsmunatengsl. Þegar frambjóðendur þurfa að safna milljónum til að koma málstað sínum á framfæri.


mbl.is VG stillir upp í Norðvesturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisfólk á Suðurlandi hafna tengslum við landbúnað

Það vekur athygli að sjálfstæðisfólk virðist ekki hafa áhuga á atkvæðum frá bændum. Því þeir sparka einum af fáum bændum sem hafa verið á þingi þ.e. Drífu Hjartardóttur. Þeir kannski líta svo á að Dýralæknirinn Árni Matt og garðyrkjufræðingurinn (held að hann sé það) Kjartan séu næg tengsl. Þá setja þeir tughúslim á milli sem þurfti sérstaklega uppreisn æru til að mega bjóða sig fram.

Ætli það verði þá Guðni Ágústsson sem græðir á öllu saman.


mbl.is Kjartan endaði í þriðja sæti í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband