Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Til þeirra sem voru óhressir með ummæli mín um Ísrael hér fyrir neðan

Eftirfarandi segir finnst mér allt:

www.ruv.is

  • » Fréttir
  • » Frétt
  • Ísraelar gegn tillögum þingnefnda BNA um M-Austurlönd

    Ísraelsstjórn hafnaði í morgun nýjum tillögum Íraksnefndar beggja flokka á Bandaríkjaþingi um að friðarsamningar verði hafnir í Mið-Austurlöndum. Tony Blair forsætisráðherra Breta, kemur til Washington í dag til að ræða niðurstöður nefndarinnar.

    Íraksnefndin ráðleggur Bush Bandaríkjaforseta að breyta stefnu sinni í Mið-Austurlöndum. Ástandið í Írak versni stöðugt og tími til aðgerða sé að renna út. Áhersla er lögð á að Bandaríkjamenn lýsi yfir að þeir ætli ekki að leggja undir sig olíuauðlindir í Írak. Nefndin telur að Bandaríkjastjórn geti ekki náð markmiðum sínum í Mið-Austurlöndum án þess að friður verði saminn milli Ísraela og Palestínumanna.


Fjarstýrðir byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum

Þetta er alveg furðulegt:

Af www.visir.is 

Byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum

Fjarstýrðir byggingakranar geta ruglað fjarstýringar í bíllyklum og orðið til þess að lyklarnir afkóðist. Eitt slíkt mál kom upp nýlega fyrir utan Bílanaust. Eigandinn kom bílnum ekki í gang og þurfti maðurinn að fá nýjan kóða í lykilinn til að geta ekið honum út af bílastæðinu.

Sjá nánar


Frábær teikning

Verð aftur að benda á teikningu eftir Halldór Baldursson þar er hann að sýna Vilhjálm í ljósi allra gjaldskrárhækkana sem boðaðar eru í Reykjavík

2_246krot

Jæja ég hélt að það lægi nú ljóst fyrir

Hélt löggan í London að hann hefði bara tekið pólónium inn upp á grínið.

Ég verð líka að bæta við að ef þetta var Rússneska leyniþjónustan þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir. Drepa mann með eitri sem hefur svona augljós einkenni og virkar svona hægt. Hefði haldið að það væri mun meira "Pro" að láta mannin hverfa eða eitthvað þannig. Held frekar að þetta sé einhverskonar mafía eða einhver samtök/hópur sem starfar ekki undir stjórn yfirvalda.

Frétt af mbl.is

  Breska lögreglan rannsakar lát Lítvínenkós sem morð
Erlent | AP | 6.12.2006 | 19:59
Breskir lögreglumenn við breska sendiráðið í Moskvu í dag. Lögreglan í London fer með rannsóknina á láti Alexanders Lítvínenkós, fyrrverandi KGB-njósnara, eins og morðmál, að því er greint var frá í dag. Fram að þessu hefur lögreglan litið á andlát Lítvínenkós sem „óútskýrt“, og aldrei talað um að hann hafi verið myrt


mbl.is Breska lögreglan rannsakar lát Lítvínenkós sem morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarlegt fyrir yfirfangavörðinn

Gæti trúað að hann væri með móral:

Vísir, 06. des. 2006 22:48


Týndi lyklunum sem allir vildu eiga

Rheinbach-fangelsið í Þýskalandi var fært á hæsta öryggisstig í tvo daga eftir að yfirfangavörðurinn týndi masterlyklinum sem gengur að hverri einustu skrá í byggingunni. Verðirnir voru á sólarhringsvöktum og fangarnir lokaðir í klefum sínum þar til lykillinn fannst, - í sófanum inni í búningsherbergi fangavarðanna.

Flestir hefðu kannski fljótlega leitað í sófanum að lyklinum týnda en fangelsisstjórinn vildi ekki kenna yfirfangaverðinum um yfirsjónina: "Þetta var bara óheppni, þetta gæti komið fyrir hvern sem er."


Steingrímur Sævar Ólafsson og Pétur Gunnarsson í boði framsóknar?

Rakst á þett inn á vef blaðsins Ísafold

Framsóknarpenni bloggar

Kenningar eru uppi um að bloggararnir Steingrímur Sævar Ólafsson og Pétur Gunnarsson sem hvorugur er opinberlega á vinnumarkaði séu með einhverjum hætti styrktir af Framsóknarflokknum til að halda á lofti sjónarmiðum flokksins fram að kosningum. Steingrímur á fortíð í störfum á borð við þau að bjarga tímaritaútgáfunni Fróða og tryggja Halldóri Ásgrímssyni áferðarfallega og áfallalausa setu á forsætisráðherrastóli. Steingrímur hefur þrætt fyrir að vera á launum hjá flokknum eða á hans vegum. Blaðið rekur þetta ofan í hann í dag þegar upplýst er að hann situr í hagræðingarnefnd á´vegum Reykjavíkurborgar og er ætlað að koma skikk á stjórnsýsluna. Ekkert hefur verið upplýst um laun hans í því þarfaverki en í Ráðhúsinu spenna menn greipar og biðja þess að betur takist til þar en með Fróða og forsætisráðherrann ....

Ég náttúrulega veit ekkert um þetta en miðað við hverning þeir skrfia þá er ljóst að framsókn er þeirra flokkur. Hann fær a.m.k. vægilegri meðferð hjá þeim


Hverning á nokkur ellilífeyrisþegi að skilja þetta?

Eftirfarandi er úr frétt af aðgerðum ríkisstjórnarinar til að draga úr skerðingu vegna vinnu ellilífeyrisþega:

ruv.is

Ríkisstjórnin ætlar að leggja það til við heilbrigðis og tryggingamálanefnd, að frumvarp um almannatryggingar og málefni aldraðra verði breytt. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra sagði á blaðamannafundi í dag, að lagt yrði til að elli og örorkulífeyrisþegar gætu dreift fjármagnstekjum sínum, og tekjum af séreignalífeyrissparnaði, sem greiddur er út í einu lagi, í allt að tíu ár. Dreifingin skerðir síður bætur lífeyrisþega frá Tryggingastofnun ríkisins.

 Þetta er nú heft eins flókið og hægt er og leysir ekki úr því sem rætt hefur verið um. Þ.e. útfrá dæmi öryrkjans sem tók út séreignarlífeyrir sinn og átti eftir skerðingar um 9 þúsund eftir af 400.000.

Og síðar kemur:

Að auki leggur ríkisstjórnin til að elli- og örorkulífeyrisþegar geti valið á milli 300.000 króna frítekjumarks atvinnutekna, og þess að láta 60% atvinnutekna koma til skerðingar við útreikning á tekjutryggingu. Áður hafði Siv kynnt að gildistöku 300.000 króna frítekjumarks atvinnutekna lífeyrisþega yrði flýtt, svo þeir gætu frá áramótum unnið sér inn 25.000 krónur á mánuði áður en bætur þeirra tækju að skerðast

Jú það er hægt að stauta sig í gegnum þetta með herkjum. En afhverju þarf alltaf að hafa hlutina svona flókna?


Bíddu hvað eru þeir að réttlæta?

Það er með ósköpum að Ísrael sé að réttlæta morð sín á Líbönum með því að halda því fram að hluti þeirra hafi verið Hizbollah liðar. Eru þeir búnir að gleyma því að þeir hófu árásir á Líbanon vegna þess að einhverjir hriðjuverkamenn tóku Ísraela til fanga. Þannig að skv. þeim þá drápu þeir um 403 saklausa borgara og það þá bara allt í lagi samkvæmt þeim.

Eins þá er umhugsunarvert hverning að „..... liðsmenn Hizbollah hafi dulbúið sig sem óbreytta borgara og með því brotið alþjóðalög um framgöngu í hernaði" Hvernig gátu liðsmenn Hizbollah  dulbúið sig sem óbreytta borgara Libanon.

Frétt af mbl.is

  Ísraelsk stofnun sakar Hizbollah um stríðsglæpi
Erlent | mbl.is | 6.12.2006 | 15:48
Ísraelsk rannsóknarstofnun, sem starfar í nánum tengslum við leyniþjónustu Ísraelshers, segir í skýrslu sem birt var í morgun að 650 af 1.084 einstaklingum sem létu lífið í stríðinu í Líbanon í sumar og líbönsk yfirvöld segja að hafi verið óbreyttir borgarar, hafi í raun verið liðsmenn Hizbollah samtakanna. Þá er því haldið fram í skýrslunni að liðsmenn Hizbollah hafi dulbúið sig sem óbreytta borgara og með því brotið alþjóðalög um framgöngu í hernaði. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.


mbl.is Ísraelsk stofnun sakar Hizbollah um stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samanburður milli áratuga er náttúrulega kjaftæði

Þegar ráðherrar eru að tala um hversu mikið þjónusta ríkisins hefur aukist þá taka þeir oft mið af stöðunni fyrir kannski svona 30 árum í bestafalli fara þeir 5 ára aftur í tíman og ræða um hversu mikið staðan hefur batnað síðan þá. Þeir benda á að fleiri milljónum sé varið í þennan eða hinn málaflokkinn og því sé þjónustan betri.

En þeir gleyma oft að reykna með því að okkur hefur fjölgað stórlega á viðmiðunar tímanum og því er bara til að viðhalda því þjónustusigi sem var mun dýrara. Þetta man ég ekki til að sé rætt í þessum samanburðarfræðum.

Er ekki betra að miða við að t.d. hvað  biðtími eftir þjónustu er langur. Hversu margir þurfa þjónustu? Og hvað þarf til að biðtími hverfi.

Ef að barnið mitt biði eftir þjónustu Greiningarstöðvarinnar þá væri ég alls ekki sáttur að bíða í nærri ár. Og það í einu ríkasta landi í heimi sem er til í að eyða minnst 500 milljónum til að komast í Öryggisráð SÞ.

Eins er þetta með Barna- og unglingageðdeild LSH

Vísir, 06. des. 2006 14:30

 

Á þriðja hundrað barna bíður eftir greiningu

71 barn á leikskólaaldri og 124 börn á grunnskólaaldri bíða eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins samkvæmt svari sem Magnús Stefánsson gaf á Alþingi í dag við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

Fram kom í máli ráðherra að meðalbiðtími leikskólabarna eftir greiningu hjá stöðinni væri 257 dagar en hann hefði verið allt að 574 dagar eða hátt í tvö ár. Þá er meðalbiðtími grunnskólabarna 235 dagar en dæmi væri um að börn hefðu þurft að bíða eftir greiningu í yfir 1200 daga sem er á fjórða ár. Ásta Ragnheiður sagði ástandið algörlega óþolandi en ráðherra benti á að tilvísunum til ráðgjafarmiðstöðvarinnar hefði fjölgað úr 150 árið 1999 í um 250 á þessu ári og starfsemi stöðvarinnar hefði þegar verið styrkt með auknu fjármagni. Til að mynda myndi starfsfólki fjölga í 43 á næsta ári en þeir hafi verið 31 árið 2003.


Mannréttindi mega bara eiga sig? Við viljum græða!

Ég get alveg tekið undir með ASÍ þegar þeir undrast að við skulum vera að reyna að fá fríverslunarsamning við Kína.

Við vitum náttúrulega að nú þegar eru Íslensk fyrirtæki farin að láta framleiða þarna fyrir sig. Því að þar er launakosnaður aðeins brota brot af verðlagi hér. Nú síðast kom í ljós að nokkuð stór hluti Jólabóka okkar prentaður þar.  Þetta væri í sjálfssögðu gott ef þetta yrði til að mannréttindi ykjust þar en þau láta á sér standa. Því ættum við kannski að staldra við og sjá hvort að réttindi fólk heldur áfram að batna áður en við skrifum undir fríverslunarsamning við þá.

Af textavarp.is

 ASÍ: Fríverslunarumræður undarlegar   
Alþýðusamband Íslands furðar sig á því
að íslenskir ráðamenn vilji hefja     
fríverslunarviðræður við Kína vegna   
þeirra mannréttindabrota sem framin séu
í landinu. ASÍ telur mjög vafasamt að 
hefja slíkar viðræður við ríki þar sem
ríkisrekin stéttarfélög hafi einkaleyfi
til starfsemi, forystumenn frjálsra   
stéttarfélaga eru fangelsaðir og      
verkföll eru bönnuð.                  
                                       
Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-    
ráðherra undirritaði viljayfirlýsingu á
fundi með aðstoðarráðherra            
utanríkisviðskipta Kína í gær þar sem 
ríkistjórnir landanna ákváðu að hefja 
fríverslunarviðræður í byrjun         
næsta árs.                     


mbl.is ASÍ furðar sig á viðræðum við Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband