Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Var einhver að tala um jöfnuð
Svona er það sem margir frjálshyggjumenn villja sjá heiminn:
Frétt af mbl.is
2% ríkustu manna heims eiga helming allra eigna á jörðinni
Erlent | AFP | 5.12.2006 | 13:512% þeirra einstaklinga sem eiga mest í heiminum eiga um helming allra auðæfa heimsins en helmingur jarðarbúa á aðeins 1% þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Misskipting auðs er meiri en misskipting tekna, að því er fram kemur í skýrslunni en hún heitir The World Distribution of Household Wealth og nær yfir árið 2000.
![]() |
2% ríkustu manna heims eiga helming allra eigna á jörðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Jæja þið sem kusuð sjálfstæðisflokkinn nú fáið þið að borga
Það er ekki hækkað um 1 eða 2% Nei nei það eru 8,5% hækkun
Af visir.is
Vísir, 05. des. 2006 12:30Gjaldskrár borgarinnar hækki um 8,5 prósent
Fjármálasvið borgarinnar hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,5 prósent til að mæta auknum kostnaði á næsta ári. Gjöld fyrir börn á frístundaheimilum í Reykjavík hækka um tæp níu prósent um áramót og hafa þá hækkað um næstum fimmtán prósent á einu ári.
Gjald fyrir barn á frístundaheimilum borgarinnar er í dag 7500 krónur en verður 8160 krónur frá 1. janúar. Dvalargjald fyrir þá daga sem börnin eru ekki í hefðbundinni kennslu, milli klukkan átta og tvö á daginn, hækkar úr 800 krónum á dag í 870 krónur. Sömuleiðis hækkar gjald fyrir síðdegishressingu um 170 krónur.
Bolli Thoroddsen, fulltrúi sjálfstæðismanna í Íþrótta- og tómstundaráði, segir þetta gert að tilmælum fjármálasviðs borgarinnar sem hefur lagt það til við öll svið borgarinnar að hækka gjaldskrár um 8,8 prósent til að mæta auknum kostnaði á árinu 2007.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Athyglisverð grein eftur Valgerði Bjarnadóttur
Rakst á þessa grein inn á visir.is og langar til að birta hérna hluta hennar. En í greininni er Valgerður að fjalla um lífeyrismál og skeriðingar TR. Og þetta borið við réttindi bæjarstjórans á Akureyri og svo svo loks efturlaunagreiðslur Alþingismanna.
....Konan fékk bréf frá lífeyrissjóðnum sínum fyrr á árinu. Bréfið færði henni skemmtilegar fréttir og var í leiðinni svolítið montbréf sem stofnunum þykir gjarnan gaman að senda út eða birta. Af því að stjórn sjóðsins hafði staðið sig svo vel í störfum sínum var ávöxtun lífeyrissjóðsins svo góð að greiðslur til konunnar úr sjóðnum mundu hækka um 7 prósent, sagði í bréfinu. Ánægjulegar fréttir - ekki satt?
Vissulega var þetta ánægjulegt fyrir konuna, en svo kom að framkvæmdinni. Þegar almannatryggingarnar okkar komust að því að greiðslur til konunnar höfðu hækkað þá lækkuðu greiðslurnar til hennar úr þeim sjóðum sem hækkuninni nam, konan skildi þetta ekki og ég skil þetta ekki. Það virðist búið að ákveða það að þeir sem búa við skerta starfsgetu hafi enga möguleika til hækka í tekjum, því það virðist búið að sameina almannatryggingakerfið og lífeyriskerfið í eitt.
Svo er sagan af hjónunum sem ætluðu að láta laga hjá sér þakið. Frúin átti 400.000 kr. í séreignalífeyrissjóði og ætluðu þau hjónin að nota þessa peninga til þakviðgerða í stað þess að taka lán á þeim vondu vaxtakjörum sem bjóðast hér á landi. Þegar búið var að taka af skatta og lækka greiðslur til hennar og eiginmannsins úr almannatryggingum þá áttu þau eftir 9.000 kr - ég endurtek níu þúsund krónur. Aftur virðist sem lífeyrissjóðir og jafnvel þeir sem kallaðir eru séreignasjóðir og almannatryggingar séu orðin eitt og hið sama. Ég þykist hafa fylgst frekar vel með á vettvangi þjóðmálanna, ekki hafði ég samt gert mér grein fyrir þessu.
Viðbrögð stjórnmálamanna við þessari lífreynslu fólksins voru líka svolítið skrýtin fannst mér. Þeir komu allir af fjöllum, enginn þeirra virðist frekar en við hin hafa áttað sig á hvernig þetta virkar, enda þurfa þeir ekki að leggja í neina séreignasjóði, þakka skyldu þeir sjálfum sér. Lífeyrir þeirra er gulltryggður, engin óvissa á þeim bæ.
Loks er það sagan af bæjarstjóranum sem ákvað að fara á þing. Það verður sko ekkert skert af greiðslum sem hann fær úr opinberum sjóðum. Enda maðurinn hvorki gamall né býr hann við skerta starfsorku. Hann fór í prófkjör og eftir því sem ég kemst næst gat hann sinnt því ati í vinnunni, eins og reyndar allir stjórnmálamenn. Honum gekk vel í prófkjörinu og allar líkur eru á því að hann fari á þing eftir kosningarnar til Alþingis í vor.
Hann ætlar að segja upp vinnunni sinni, í staðinn ætlar hann að verða formaður bæjarstjórnarinnar held ég, og hann ætlar í kosningabaráttu. Af fréttum að skilja ætlar hann meðan á þessu stendur að þiggja rúma milljón á mánuði úr opinberum sjóðum Akureyringa. Honum finnst það sjálfsagðasti hlutur í heimi af því samningarnir hans eru þannig.
Biðlaun eru réttindi fólks ef það missir skyndilega vinnuna. Þegar fólk missir skyndilega pólitískan stuðning og um leið vinnuna má vel vera sjálfsagt og eðlilegt að það fái biðlaun. Þegar fólk á hinn bóginn segir upp vinnunni sinni af því að það ætlar að fara að gera eitthvað annað á það ekki rétt á biðlaunum í mínum huga. Svo ég tali nú ekki um ef það ætlar að vera í annarri vinnu á meðan.
Siðferði þeirra sem gegna opinberum störfum er hins vegar orðið þannig að þegar gerðar eru athugasemdir af því tagi sem ég hef gert hér, þá segja opinberu starfsmennirnir með þjósti að það sé alltaf til fólk sem vill upphefja sjálft sig með rausi af þessu tagi. Ég mun halda áfram að rausa, ég lofa því.
Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Flott gein hjá Valgerði og hana má sjá hér í heild
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 5. desember 2006
Skrítið að þeir skildu ekki trúa honum
Alveg dáist ég að þessum manni. Hann er sko virkilega að reyna að redda sér út úr vandanum:
ruv.is
Fyrst birt: 04.12.2006 16:16Síðast uppfært: 04.12.2006 16:20Sveppaáhugamaður fær skilorðsbundið
Hálffimmtugur karlmaður hefur í Hæstarétti verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn í fyrrahaust.
Við húsleit heima hjá manninum fundust kannabisefni í ýmsu formi, marijúana, plöntur og fræ, einnig meira en tvö kíló af fíknisveppum. Þetta var undir skáp, úti í glugga, inni í ísskáp, ofan í skúffu og upp á hillu.
Ekki dugði manninum að tíunda alla þá vinnu sem hann hefði lagt í sveppatínslu sína og rannsóknir. Hann væri nefnilega að skrifa bók um sveppi. Þá tók Hæstiréttur ekki tillit til þess að maðurinn sagðist vera með slæmsku í hné og reykti þess vegna stundum hass.
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 4. desember 2006
Þetta er neyðarlegt.
Láta fólk býða eftir þessu og svo gengur ekkert. Ætli borarnir sé kannski bara alls ekki að mætast?Kannski langt á mill? Hver veit?
Frétt af mbl.is
Gegnumbroti frestað til morguns
Innlent | mbl.is | 4.12.2006 | 20:56Það varð ljóst um kl. 17 síðdegis að ekki myndi takast að bora síðasta berghaft aðrennslisganga Kárahjúkavirkjunar í dag eins og til stóð. Höfðu um 70 manns beðið í ríflega þrjár klukkustundir 180 metrum undir yfirborði Fljótsdalsheiðar og yfir 12 km inni í borgöngunum eftir því að risaborinn TBM3 tæki að hreyfast
![]() |
Gegnumbroti frestað til morguns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. desember 2006
Klúður í Árborg
Þó svo ég sé feginn að minn flokkur sé aftur kominn að stjórn Árborgar verð ég að segja að þetta er klúður:
ruv.is
Fyrst birt: 04.12.2006 22:02Síðast uppfært: 04.12.2006 22:12Þrír bæjarstjórar á launum í Árborg
Sérkennileg staða er komin upp í Árborg því að þrír einstaklingar þiggja laun sem bæjarstjórarí desember. Ragnheiður Hergeirsdóttir er nýr bæjarstjóri og tekur við af Stefaníu Katrínu Karlsdóttur. Hún rétt á tólf mánaða biðlaunum.
Þriðji bæjarstjórinn á launum er síðan Einar Njálsson. Hann gegndi stöðu bæjarstjóra fyrir kosningar í vor og starfaði síðan í mánuð að loknum kosningum til að koma Stefaníu inn í starfið. Hann átti rétt á sex mánaða biðlaunum og verður því á launum til áramóta. Líklega eru fá dæmi þess að svo margir bæjarstjórar séu á launum á sama tíma.
Reyndar virðist mikill hiti í mönnum eftir að nýr meirihluti var myndaður. Ásakanir ganga á báða bóga og hyggjast sjálfstæðismenn boða til borgarafundar á Hótel Selfossi á fimmtudagskvöld. Þar á meðal annars að ræða ásakanir sem komið hafa fram um það að sjálfstæðismenn hafi gengið erinda Eyþórs Arnalds vegna afgreiðslu tillagna í skipulagsnefnd bæjarins.
En það er allt hægt í Árborg. Manni skilst að uppúr hafi slitnað vegna mismunandi viðskiptahagsmuna varðandi lóðir í miðbæ Árborgar. Við slíku hlítur maður að segja oj bara. Þið fólk sem eruð að bjóða ykkur fram til þjónustu fyrir bæjarbúa hafið engan rétt til að vera að s"kara að eigin köku."
En það er skrítin pólitík á Suðurlandi sbr. brandaran sem gekk hér fyrir nokkrum vikum:
Nýtt leikrit sem enginn má missa af
Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist "Glæpagengið" eftir Davíð Oddson.
Leikritið fjallar um hóp manna sem fer rænandi og ruplandi um héruð, og kenna síðan öðrum um ef upp kemst.
Leikarar eru Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson, Gunnar Örlygsson og gestaleikari er enginn annar en Eggert Haukdal.
Góða skemmtun (ps. sætaferðir frá Tuborg, bílstjóri er Eyþór Arnalds).
Athugið !
Vegna tæknilegra mistaka vantar nokkrar gangstéttarhellur við inngang Þjóðleikhússins ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2006
SMS er þarfaþing
Þetta fer að verða algengasta leiðin við sambandsslit.
Frétt af mbl.is
Vanhanen sagði kærustunni upp með sms-skilaboðum
Erlent | mbl.is | 4.12.2006 | 11:00Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands sem jafnan er kallaður kynþokkafyllsti maður Finnlands, sagði upp fyrrverandi kærustu sinni, Susan Kuronen, með sms-skilaboðum. Vanhanen kynntist henni á netinu. Kuronen segir frá þessu í finnskir útgáfu bandaríska tímaritsins Us Women.
![]() |
Vanhanen sagði kærustunni upp með sms-skilaboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2006
Óvönduð vinnubrögð
Ég er alveg gáttaður á því hvað mikið er farið að bera á því að frumvörp frá ráðuneytum eru övönduð. Hér fyrir neðan er frétta af visir.is um frumvarpið um Ríkisútvarpið. Síðan má nefna Áfengislögin, Breytinga á vaxtabótum og margt fleira. Þetta eru að mínu mati merki um óvönduð vinnubrögð þar sem að ráðherrrar og starfsfólk ráðuneyta kasta til höndunum við vinnu sína.
Vísir, 04. des. 2006 08:15
Frumvarp um RÚV á skjön við samkeppnislög
Samkeppniseftirlitið virðist telja frumvarp um Ríkisútvarpið ohf, eins og það er núna, fela í sér samkeppnislega mismunun, með tilliti til þess að RÚV eigi áfram að starfa á auglýsingamarkaðnum og jafnframt njóta ríkisstyrkja.
Þetta kemur fram í áliti Páls Gunnars Pálssonar forstjóra eftirlitsins, sem lagt var fyrir Menntamálanefnd við vinnslu frumvarpsins. Páll Gunnar bendir á tvær leiðir til að koma í veg fyrir mismunun, en hvorug leliðin er farin í frumvarpinu.
Í áliltinu segir meðal annars að rök standi til þess að þáttaka RÚV á auglýsingamarkaði hafi haft þau áhrif að ekki starfi fleiri aðilar á markaðnum en raun ber vitni.
Mánudagur, 4. desember 2006
Vinnumiðlunin Framsókn
Varð bara að setja þetta hér inn frá www.jonas.is . Þetta er snildar lýsing á miðstjórnarfundinum þeirra.
Endurfæðing
Þung var orðin staðan hjá vinnumiðluninni, þegar formaðurinn hóf ræðuna. Í einu vetfangi braust sólin fram úr skýjum. Gamlir menn gripu andann á lofti, þegar Jón Sigurðsson leysti upp syndir Framsóknar. Þingflokksformaðurinn fékk nánast hjartastopp af fögnuði. Hann og hinir gamlingjarnir voru skyndilega leystir undan ábyrgð á morðum tuga og hundraða þúsunda manna í Írak. Nýi formaðurinn hafði með handayfirlagningu leyst þá undan syndum þeirra. Sama er, hvert óhæfuverk þeirra er, allir fylgja því á leiðarenda, unz lausnin kemur af himnum ofan. Í þessu tilviki frá forstjóra vinnumiðlunarinnar.
Sunnudagur, 3. desember 2006
Hvað þarf fólk að ræða svona lengi?
Hefði einhvernvegin haldið að flokkar sem voru búnir að ræða saman í vor, væru nokkurnvegin með á hreinu hvað þyrfit til að þeir gætu starfað saman. Vona fyrir þeirra hönd að það séu ekki laun og vegtillur sem draga viðræður á langin. Einhvernvegin finnst mér að flokkar eigi að vera að reyna að komast að í stjórnum sveitafélaga til að koma sínum stefnum og markmiðum í framkvæmd. EN ekki að vera tæki fyrir framapotara til að komast á jötu sveitarfélagsins.
Frétt af mbl.is
Viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg munu standa fram á kvöld
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 17:26
Jón Hjartarson, oddviti Vinstri grænna, segir viðræður enn standa yfir við oddvita Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins um myndun nýs meirihluta í stjórn sveitarfélagsins Árborgar. Þær muni standa fram á kvöld og ekkert hægt að segja frekar af þeim viðræðum.
![]() |
Viðræður um myndun nýs meirihluta í Árborg munu standa fram á kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson