Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Sunnudagur, 3. desember 2006
Borgarastríð í Írak
Var að lesa eftirfarandi á www.visir.is
Vísir, 03. des. 2006 17:48
Það geisar borgarastríð í Írak -Kofi Annan
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það geisi borgarastríð í Írak og að Írakar séu verr settir núna en þeir voru undir stjórn Saddams Hussein.
Í viðtali við BBC sjónvarpsstöðina, sem birt verður á morgun, segir Annan að átökin í Líbanon, og víðar hafi verið kölluð borgarastríð og ástandið í Írak sé miklu verra.
Framkvæmdastjórinn telur að hinn almenni íraski borgari hafi haft það betra undir stjórn Saddams Hussein. Víst hafi hann verið hrottalegur einræðisherra, en þeir hafi þó getað gengið um götur sínar. Þeir hafi getað farið út og sent börn sín í skóla án þess að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmu aftur.
![]() |
Lögfræðingar Saddams áfrýja dauðadómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. desember 2006
Hvenær er nóg komið?
Ég hef hér áður talað um skrítna forgangsröðunn í samgöngumálum okkar íslendinga. Það er verið í óða önn að borga í gegnum fjöll hér um allt land nema á SV horninu. Þar hafðist eftir áratugabaráttu að fara í tvöföldum Reykjanesbrautar og fer nú að sjá fyrir endan á því. En Suðurlandsvegur sem er einn af umferðamestu þjóðvegum landsins er búið setja sífellt í salt og ekkert gert. Jú það voru byggð mislæg gatnamót við Þrengslaveg og svo hefur smá hluti verið gerður 2x1. Annarstaðar í heiminum væri þessi vegur löngu orðinn 2x2 og kominn jarðgöng undir Hellisheiði. Það er með ósköpum að það þurfi að kosta mannslíf til að vekja ráðamenn. Og svo segir Vegagerðin að það þurfi ekki 2x2 heldur nægji að gera þetta með hangandi hendi og notast við eins ódýrar bráðabyrgða lausnir og hægt er.
Ég minni þessa karla á að hvergi er eins mikil umferð af vörubílum og þarna því að aðal malarnámur Höfuðborgarinar eru við Þrengslaveg. Þetta margfaldar líkur á framúrakstri og þar af leiðandi slysa hættu. Ég legg til að það verði engin jarðgöng byggð á landinu fyrr en að búið er að tvöfalda Suðurlandsveg til Selfoss og helst að gera göng undir Hellisheiði til að losna við Kambana. Suðulandsvegur eru búinn að taka allt of mörg mannslíf.
Frétt af mbl.is
Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 12:43
Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur að aðskilja verði umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi í ljósi tíðra umferðarslysa þar. Tvennt lést í banaslysi þar í gær hjá Bláfjallaafleggjaranum og fimm voru fluttir á sjúkrahús. R
Skil vel bæjarstjóran í Hveragerði.
Fyrst birt: 03.12.2006 17:58Síðast uppfært: 03.12.2006 20:00Suðurlandsveg verður að tvöfalda
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir mikla reiði meðal bæjarbúa í kjölfar banaslyssins sem varð á Suðurlandsvegi í gær. Ekki sé hægt að búa við þetta ástand lengur, að vera ekki örugg á leið um Suðurlandsveginn yfir Hellisheiði. Tvöfalda verði veginn milli Reykjavíkur og Selfoss, annað verði ekki liðið af hálfu Sunnlendinga.
Aldís kveðst hafa orðið vör við mjög öflug viðbrögð meðal fólks eftir að slysið varð. Aldís segir að lokun vegasambands milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands í tvær klukkustundir vegna slyssins auki á reiði fólks.
![]() |
Telur að skilja verði að umferð úr gagnstæðum áttum á Suðurlandsvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 3. desember 2006
50 milljón brjálaðar bílskúrshurðir
Þetta er nú bara sniðugt:
Vísir, 03. des. 2006 10:4150 milljón brjálaðar bílskúrshurðir
Í Cheyenne fjalli í Kólóradó, í Bandaríkjunum, er stjórnstöð bandaríska flughersins. Þaðan er auðvitað mikið um fjarskipti og meðal annars hefur herinn sérstaka tíðni sem hann notar til þess að láta æðstu embættismenn vita ef eitthvað er í uppsiglingu.
Gallinn er sá að á þessari sömu tíðni eru um 50 milljón bílskúrshurðir. Sem verða alveg brjálaðar þegar flugherinn sendir frá sér einhver skeyti. Opnast og lokast, opnast og lokast, opnast og lokast. Flugherinn er að reyna að finna lausn á vandanum.
Sniðugt | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. desember 2006
Hvað er eiginlega að gerast?
Ég hef nú aldrei skilið hversvegna sumt fólk er að drekka. Menn sem eiga þetta til að rjúka upp í reiði og rugl ættu nú bara að láta það vera að drekka. Það hlýtur að vera leiðinlegt að vakna upp í fangaklefa og vera síðan mynntur á að áður en menn fengur fría gistingu í fangaklefa þá:
- Bitu þeir eyrað af einhverjum í slagsmálum út af engu.
- Stungu einhvern í slagsmálum sem byrjuðu út af litlu sem engu.
Ég held að það sé yfirleitt ljóst að þeir sem ganga vopnaðir ganga með það í maganum að ætla einhvernvegin að nota vopnið. Því finnst mér að árás með t.d. hníf eigi undir nær öllum aðstæðum að meðhöndlast sem tilraun til morðs. Alvarlegar barsmíðar eiga líka að meðhöndlast sem tilraun til morðs. Það á að taka hart á þessum mönnum. Það á ekki að skilorðsbinda dóma þó þetta sé kannski fyrstu brot. Það er oft heppni að fórnalömbin lifa af. Það þarf oft ekki nema eitt högg til að drepa mann.
Frétt af mbl.is
Eyra bitið af manni í miðborg Reykjavíkur
Innlent | mbl.is | 3.12.2006 | 8:41Annasamt var hjá lögreglunni í Reykjavík fram eftir nóttu þrátt fyrir að ölvun var mun minni í nótt heldur en aðfararnótt laugardags, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talsverður mannfjöldi í miðborginni í nótt. Sex líkamsárásir voru tilkynntar í nótt, flestar minniháttar nema ein en málavextir voru þeir að maður stöðvaði annan í Pósthússtræti til að spyrja til vegar viðskiptum þeirra lauk með áflogum þar sem hluti af eyra spyrilsins var bitið af.
![]() |
Eyra bitið af manni í miðborg Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. desember 2006
Simma í Idol boðið öruggt þingsæti
Mér finnst þetta síðasta sort. Ef þetta er algengt þá skilur maður áhugaleysi sumra þingmanna sem bara aldrei sjást. AÐ draga menn í framboð sem hafa bara ekki ætlað sér það. Og um leið að drulla yfir alla þá sem hafa unnið á fullu um áraraðir í flokkunum.
En nú verður Framsókn að tjala öllu til og príða sig fjöðrum þó þær séu kennski svona hálf óekta.
Fréttablaðið, 02. des. 2006 16:00
Simma í Idol boðið öruggt þingsæti
Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál," segir Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem grallarinn og spaugarinn Simmi í Idol.
Fréttablaðið hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að Simma hafi verið boðið öruggt þingsæti fyrir næstu kosningar. Simmi hefur látið til sín taka í tengslum við ýmis verkefni fyrir Framsóknarflokkinn í gegnum tíðina;
Laugardagur, 2. desember 2006
Chelsea traktórar
Væri þetta ekki sniðugt kerfi hér. Væri hægt að nota tekjurnar til að lækka gjöld á þá sem nota almenningssamgöngur:
Vísir, 02. des. 2006 20:07
Dýrt að fara í vinnuna á Range Rover
Breska samgönguráðuneytið íhugar að hækka gjöld á þá sem aka bílum sínum í höfuðborg landins. Þeir þurfa þegar að borga fyrir að aka í miðborginni, en það gæti hækkað verulega á næstu árum.
Ráðgjafanefnd hefur skilað skýrslu til ráðuneytisins og þar er lagt til að menn verði skattlagðir fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna. Skatturinn verði reiknaður bæði út frá vegalengdum og þeim tegundum bíla sem menn ækju.
Dýrast yrði að vera á því sem bretar kalla Chelsea traktórar. Það eru jeppar eins og Range Rover og Porche, sem auðmenn í uppahverfinu Chelsea halda mikið uppá. Ef tillögur ráðgjafanefndarinnar ná fram að ganga gætu upparnir þurfa að borga um 3.500 krónur á dag, fyrir að fara á bílum sínum í vinnuna.
Sniðugt | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. desember 2006
Bandaríkin að verða eins og Austur Þýskaland?
Var að lesa eftirfarandi frétt á ruv.is. Ég held að það fari að verða fá ríki sem fylgjast eins mikið með bæði borgurum sínum og gestum eins og USA. Þá hef ég lesið einhverstaðar að hlustunar og hlerunarkerfi þeirra sé því líkt að tölvur sem notaðar eru til að vingsa úr öllu því sem þeir nema, þurfi svipað vatnsmagn og meðal virkjun í kælingu. Þetta fer að minna mann á Austur Þýskaland þegar það stóð sem hæst.
ruv.is
- » Fréttir
- » Frétt
Fyrst birt: 02.12.2006 18:23Síðast uppfært: 02.12.2006 18:45BNA: Ferðamenn vaktaðir
Embættismenn í landamæraeftirliti í Bandaríkjunum hafa á undanförnum árum skráð víðtækar upplýsingar um nær alla ferðamenn sem koma og fara frá landinu, þar á meðal bandaríska ríkisborgara.
Þetta kerfi var sett á laggirnar eftir hryðjuverkaárásirnar í september árið 2001 en til þessa hafa fáir vitað af tilvist þess. Það var fréttastofa Associated Press sem sagði frá þessu kerfi á fimmtudaginn. Það kallast á ensku ATS, eða Automated Targeting System. Þessi gagnabanki safnar þannig upplýsingum um nær alla þá sem fara yfir landamæri Bandaríkjanna; t.d. upplýsingum um vegabréf, brottfararstað, greiðslumáta farseðla, ökuferilsskrá, og jafnvel hvernig mat viðkomandi einstaklingur hefur pantað á flugferðum; allir fá nokkurs konar einkunn sem gefur til kynna hættumat.
Þessar upplýsingar eru síðan geymdar í gagnabanka í einni af byggingum heimavarnarráðuneytisins í Virginíu ríki og eru virkar í 40 ár, samkvæmt frétt Associated Press, og það er engin leið fyrir almenning, Bandaríkjamenn eða aðra, að sjá sínar upplýsingar, til dæmis til að fara fram á leiðréttingu. Opinberir aðilar sögðu frá tilvist þessa kerfis í síðasta mánuði í því sem kalla mætti lögbirtingablaðið vestra, en söfnun þessara upplýsinga og einkunnagjöf hefur farið fram undanfarin fjögur ár.
Um 400 miljón manns fara yfir landamæri Bandaríkjanna á hverju ári, þar af tæplega 90 miljónir um flugvelli landsins. Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort hryðjuverkamenn hafi náðst með notkun þessa kerfis en í fréttum AP kemur fram að á hverjum degi sé um 45 manns snúið við á landamærum Bandaríkjanna.
Talsmenn samtaka ferðamanna vestra og fulltrúar stofnana sem fjalla um persónuvernd hafa undanfarna daga mótmælt þessari söfnun upplýsinga og sérstaklega því að einstaklingar geti ekki fengið aðgang að upplýsingum um sjálfa sig. Og einn af leiðtogum demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Patrick Leahy, sem verður formaður dómsmálanefndar deildarinnar í janúar, hefur lofað auknu eftirliti með þessari starfsemi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 2. desember 2006
Landsvirkjun ekki hagkvæm fyrir okkur eigendur hennar.
Hef verið að hugsa um það að við sem eigum Landsvirkjun fáum lítinn aðrð af öllum þeim framkvæmdum sem hún stendur í. Við almenningur notum brota brot af allri þeirri orku sem framleidd er og um 90% fer til stóriðju sem skaffar svona 3 til 4000 manns laun. Annar arður af þessum verksmiðjum fer að mestu til útlanda.
En þrátt fyrir allar þessar framkvmdir þá virðist aldrei koma til þess að þeir geti lækkað verðið til okkar. Verksmiðjurnar fá rafmagn sem sveiflast með markaðsverði á hráefnis sem þeir framleiða. EN hjá okkur hækkar bara verðið. Það væri gaman að vita hversu mikið af tekjum Landsvirkjunar kemur frá verksmiðjunum miðað við orku sem þær kaupa og svo hvað okkar hluti er miðað við það magn sem við almenningur og lítil fyrirtæki nýtum. Að minnstakosti finnst mér að ef það er bullandi hagnaður af þessu þá ættum við að njóta þess í lægra verði.
Frétt af mbl.is
Segir verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegla kostnaðarhækkun OR
Innlent | mbl.is | 1.12.2006 | 17:42
Orkuveita Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu vegna tilkynningar Landsvirkjunar þar sem dregið er í efa, að 2,4% boðuð hækkun á gjaldskrá OR sé eingöngu vegna vegna 10% hækkunar á raforku í heildsölu frá Landsvirkjun á undangengnum tveimur árum. Segir OR, að verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegli ágætlega kostnaðaraukningu, sem orðið hafi á tímabilinu.
![]() |
Segir verðhækkanir Landsvirkjunar endurspegla kostnaðarhækkun OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 2. desember 2006
Í tilefni "Rauðanefsdagsins"
Ég mannaði mig upp í kvöld og gerðist "Heimsforeldri". Hafði lengi hugsað mér að gera það en hef ekki komið því í verk hingað til.
Í framhaldi af þessu kvöldi þá fór ég að hugsa um eftirfarandi:
- Ef að þjóðir heims færu nú almennt að taka við sér og færu að takast á við örbirgð þá sem er víða í heiminum, þá væri svo auðvelt að leysa úr þeim hörmungum sem þetta fólk býr við.
- Ef við hugsum um alla þá peninga sem Vestrænarþjóðir eyða í stríðsrekstur þá verður maður hugsi:
- Hvað ef þessum fjárhæðum heði frekar verið eytt í aðstoð við almenning í þessum löndum. Væri það ekki mun virkara til að koma í veg fyrir hryðjuverk gegn vestrænum þjóðum. Með aðstoð og stuðningi við hinn almennaborgara þá mundu skæruliðar missa neistan sem hvetur fólk til að ganga til liðs við þá.
- Ef þessar fjárhæðir færu til t.d. Afríku til að leysa úr menntunarskorti, tæknivæðingu og svo náttúrulega til fæða þau sem svelta, þá yrði ekki lengur um hungursneið að ræða. Þetta gildir náttúrulega um aðra staði í heiminum.
- Ef að þessar fjáhæðir væru notaðar til að draga úr eða eyða skuldum þessara ríkja þá yrðu þær í mun betri stöðu til að verða sjálfbjarga.
- Hvað hefur stríðsrekstur skilað Vesturveldum nú síðustu áratugi nema sífellt fleiri þjóðir og þjóðfélög þar sem Vesturlönd eru hötuð og tengd arðránum og kúgun fyrir þetta fólk sem þarna býr.
- Mundi ekki verða mun friðsælla í heiminum ef að þjóðir sameinuðust um að óháð stjórnvöldum væri það æðsta markmið að tryggja að allir íbúar jarðar byggju við aðstæður þar sem grunn þörfum er fullnægt. Því að stríð og óáran bittnar nær eingöngu á óvopnuðum, saklausum almenning.
- Ef það yrði friðsælla í heiminum yrði ekki eins mikil þörf fyrir vígbúnað - þannig að þetta er sparnaður til lengri tíma.
Föstudagur, 1. desember 2006
Smokkur sem er spreyjað á
Það er þá eins gott að menn séu ekki að paufast við þetta í myrkinu. Og ég sem er með 10 tumalputta gæti lent í vandræðum. Má varla við fleiri mistökum! Svona "Tæknileg mistök"
Vísir, 01. des. 2006 22:00
Smokkur sem er spreyjað á
Þýskir kynfræðslukennarar áætla að þróa smokk sem verður spreyjað á kynfæri karlmanna og á hann að passa á allar stærðir þeirra. Jan Vinzenz Krause frá þýsku Smokkastofnununni, sem er ráðgefandi aðili um notkun smokka, að varan ætti að hjálpa fólki að lifa einfaldara og öruggara kynlífi.
"Við erum að reyna að þróa hinn fullkomna smokk sem á að passa fullkomnlega á alla karlmenn" sagði hann og tók ennfremur fram "Okkur er full alvara."
Hópur Krause vinnur að því að þróa spreybrúsa sem viðkomandi myndi setja getnaðarlim sinn inn í, þvínæst ýta á hnapp utan á honum og myndi þá smokkurinn spreyjast á.
"Þetta virkar þannig að latexi er spreyjað frá öllum hliðum - við köllum þetta 360° ferlið. Þetta er ekki ósvipað bílaþvotti."
Sniðugt | Breytt 2.12.2006 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
Augnablik - sæki gögn...
DV
Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
Augnablik - sæki gögn...
Pressan
Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson