Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Óskapleg fífl eru þetta.

Afhverju keyrðu þau ekki bara niður að Litla Hrauni og bókuðu sig bara inn þar sjálf.

Frétt af mbl.is

  Þjófarnir teknir í bólinu
Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 11:27
Fjórir innbrotsþjófar voru bókstaflega teknir í bólinu í sumarbústað við Eyrarvatn í Svínadal í gær. Komið var að þeim sofandi í bústaðnum sem þeir höfðu brotist inn í, og voru þeir með nokkuð af þýfi og fíkniefnum í fórum sínum er þeir voru handteknir.


mbl.is Þjófarnir teknir í bólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju er heimurinn svona upptekinn af þessu fólki

Ég skil ekki afhverju við þurfum að vita allt um þessa stelpu. Við fáum nær daglega fréttir af henni sem í raun eru samt engar fréttir. Við fáum upplýsingar um að hún fer út að skemmta sér, hún fær botlangakast, hún fer í meðferð, hún með átröskun, hún að reyna við einhvern mann sem hefur verið með annarri frægri konu. Svona er þetta líka með Brittney. Hversvegna ættum við hér á Íslandi að hafa áhuga á þessu. Þær báðar hafa jú lítið gert merkilegt?  Eru að því virðist ósköp venjulegar, og dálítið einfaldar.  EN samt þá les maður þetta.

Frétt af mbl.is

  Lohan óttaðist að botnlanginn úr sér yrði seldur
Veröld/Fólk | mbl.is | 25.1.2007 | 9:54
Lindsay Lohan. Lindsay Lohan var svo hrædd um að botnlanginn úr sér yrði seldur á eBay að hún geymdi hann í frystikistunni sinni.

[fyrirsögn breyt úr "þessari konu" yfir í "þessu fólki" eftir ábendingu frá artboy]


mbl.is Lohan óttaðist að botnlanginn úr sér yrði seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðar upplýsingar um fjármögnun fyrirtækja í útrásinni.

Var að lesa athyglisverðar vangaveltur dr. Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag. Greinin heitir:

Eiga eða leigja?

Í greininni er hann að velta fyrir sér muninum á að eiga húsnæði og tæki eða leigja þau, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. En það sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir er eftirfarandi:

Þessi sjónarmið skipta máli, þegar mat er lagt á ástand og horfur sumra þeirra fyrirtækja, sem mikið hefur kveðið að hér heima undangengin ár. Þau hafa sum snúið gömlu reglunni við. Þau kaupa fyrirtæki, selja utan af þeim húsnæðið, taka það síðan á leigu til að geta haldið starfseminni áfram á sama stað og nota féð, sem þau losuðu með eignasölunni, til að kaupa ný fyrirtæki og bréf og þannig koll af kolli. Þetta er einföld leið til að taka lán og losa fé og getur verið vænleg með lækkandi vöxtum, en hún er vafasöm eins og nú háttar með hækkandi vöxtum.

Þessi lausafjáröflunaraðferð þætti ekki heldur vænleg í venjulegum heimilisrekstri. Fæstir myndu selja húsið sitt upp úr þurru, taka það síðan á leigu til að geta búið þar áfram og festa féð, sem þeir losuðu við söluna, í álitlegum fyrirtækjum og hlutabréfum. Framsýnt fólk hættir helzt ekki meira fé en það hefur efni á að tapa. Fæstir hafa ráð á að missa húsið sitt, en þeir geta braskað með sumarbústaðinn eins og þeim sýnist. Bankar varast jafnan að veita þeim húsakaupalán, sem ætla sér að braska með lánsféð, enda eru veðin í húsunum þá ekki lengur til staðar.

Hvers vegna lána bankar þá fyrirtækjum, sem stunda tvísýn verðbréfaviðskipti? Eru þeir þá ekki í reynd að veita lán til áhættusamra hlutabréfakaupa? Hvernig er veðum háttað í slíkum viðskiptum? Kannski eru þessi fyrirtæki bara að braska með fé, sem þau mega við að missa. Kannski ekki. Bankarnir mættu gera meira að því að upplýsa almenning um starfshætti sína. Þeir mættu byrja á að skýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvers vegna gamla varúðarreglan um eignarhald á húsnæði fyrirtækja er ekki lengur í fullu gildi.

Það er að bankar eru að lána þessu fyrirtækjum sem síðan selja húsnæðið nota söluandvirðið og leigja það síðan aftur af nýjum eigendum. Það er eðlilegt að hann velti fyrir sér veðum bankanna ef að illa fer að ganga hjá þessum fyrirtækjum.


Við tökum upp evruna fyrr en seinna.

Hef verið að lesa ummæli  dr.Jóns Þórs Sturlusonar um þetta mál og er allaf að sannfærast frekar og frekar um að evran kemur hér innan einhverra ára hvort sem við erum með eða á móti því í dag.

úr fréttinni á mbl.is  

Evruvæðing eðlileg

 

Jón Þór dró fram margvíslegan efnahagslegan ávinning af því að taka upp evruna, m.a. á verðlag, umfang viðskipta og samkeppni. Hann tók þó fram að ávinningurinn yrði enn meiri ef Bretland, Danmörk og Svíþjóð tækju upp evruna. Jón Þór sagði ókostinn m.a. felast í missi sjálfstæðrar peningastefnu og hægari aðlögun raunlauna að aðstæðum hverju sinni en benti jafnframt á að árangur af peningamálastefnu hér væri ekki góður og það hefði komið fram í mikilli verðbólgu og miklum sveiflum í framleiðslu.

www.morgunhaninn.is

Endum með evru í Evrópusambandinu

24.janúar 2007 - kl. 12:03
"Nú reynir mjög á slæmar afleiðingar þess að hafa krónu. Flökt á genginu er talsvert og vextir háir. Það er eðlilegt að viðskiptalífið líti til annarra kosta og þar er undiraldan mikil," segir dr. Jón Þór Sturluson hagfræðingur. Hann segir slæman kost ef samfélagið verði "evrulægt" án þess að um það hafi verið tekin skynsamleg ákvörðun. - "Fólk er í auknum mæli farið að vinna á fleiri stöðum en hér á Íslandi og almenningur á viðskipti víða á ferðalögum sínum." Jón Þór segir ekki ótítt að kjósendur eða "þjóðin" fylgi ekki viðskiptalífinu, en ný könnun Fréttablaðsins bendir til þess að meira en 6 af hverjum 10 séu hvort tveggja á móti evru og umsókn um aðild að Evrópusambandinu. "Við erum á þeim tímapunkti þar sem stjórmálamenn og viðskiptalífið eru ekki lengur samhljóma." Jón Þór gagnrýnir óhamin útgjöld ríkis og sveitarfélaga og segir þjóðinni dýrt að beita þeim tækjum sem felist í firna háum vöxtum. "Við verðum að komast út úr núverandi vanda áður en við ræðum um evruna. En við endum með evru inni í Evrópusambandinu."

 


mbl.is Hlutafé í evrum rökrétt framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatvísi Magnúsar Þórs veldur vandræðum

Skil vel að Ólafur og fólkið í borgarstjórnarflokki Frjálslynda hafi ekki verið hresst með fullyrðingar Magnúsar Þórs í Kastljósi um árangur flokksins í Reykjavík. Þegar hann gaf í skyn að það hefði verið þeirra klaufaskapur að þau komust ekki í stjórn:

Innlent | mbl.is | 25.1.2007 | 06:57

Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt“

Í fréttatilkynningu frá Ólafi F. Magnússyni í gær segir: „Að gefnu tilefni skal ítrekað að borgarstjórnarflokkur Frjálslyndra og óháðra stendur heill og óskiptur á bak við framboð Margrétar Sverrisdóttur til varaformanns Frjálslynda flokksins.“

Ennfremur segir Ólafur í tilkynningunni:

„Einnig er mótmælt fullyrðingum um að borgarstjórnarflokkurinn hafi klúðrað tækifæri til myndunar meirihluta í borgarstjórn sl. vor, eins og varaformaður flokksins hélt fram í Kastljóssþætti í gær. Til viðræðna milli Frjálslyndra og Sjálfstæðisflokksins var aldrei efnt af heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það er afleitt að vegið sé að flokkssystkinum með slíkum hætti og lítið gert úr störfum þess fólks sem af alúð hefur haldið á lofti málstað Frjálslyndra í borginni með miklum árangri á undanförnum árum.“


mbl.is „Ósannindum um borgarstjórnarflokk Frjálslyndra mótmælt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegt vinnuaðstaða á sjúkrahúsum ?

Eftirfarandi frétt var á www.visir.is þetta vekur spurningu um hverning ástandið eru hér:

Fréttablaðið, 25. jan. 2007 01:00

Veiktust vegna geislunar


Átta hjúkrunarfræðingar á hjartadeild háskólasjúkrahússins í Haukeland í Noregi hafa verið greindir með krabbamein. Ástæðan er talin vera geislun á vinnustað.

Haukeland-sjúkrahúsið er það stærsta og fullkomnasta í Noregi. Að mati sérfræðinga í vinnutengdum sjúkdómum við Háskólann í Björgvin bendir allt til að ófullnægjandi umgengni um geislun hafi haft þessar afleiðingar í för með sér fyrir starfsfólkið.

Stjórnendur deildarinnar hafa alls skráð sextán tilfelli krabbameina meðal starfsfólksins. Í skýrslu er því slegið föstu að fyrir átta þessara starfsmanna séu mestar líkur á að vinnuumhverfið á deildinni sé orsök sjúkdómsins. Þrír þeirra eru þegar látnir.

Hjúkrunarfræðingarnir sem greinst hafa með krabbamein unnu við röntgenrannsóknir á Haukeland-sjúkrahúsinu á tímabilinu 1980 til 1995. Tækjabúnaður sjúkrahússins hefur síðan verið endurnýjaður.

Bente Slaatten, formaður Félags norskra hjúkrunarfræðinga, segir ábyrgð stjórnenda spítalans mikla og hjúkrunarfræðingar spyrja hvort tæki á norskum sjúkrastofnunum séu fullnægjandi. Einnig er gagnrýnt að þrjú ár liðu frá því að grunur vaknaði fyrst á tengslum krabbameins við geislameðferð sjúkrahússins og þar til skýrsla um málið var birt.


Er málflutningur frjálslyndaflokksins í innflytjendamálum - Rasismi ?

Hef verið að velta fyrir mér málflutningi Frjálslyndra nú undanfarið í málefnum innflytjenda og þeirra sem hingað hefur komið til að vinna. Þeir sverja af sér allan rasisma en samt finnst mér ekki mikill munur á því hvernig þeir tala og svo t.d. málflutningi þjóðernissinna t.d. í Frakklandi.

Jean-Marie Le Pen  og Þjóðar- Fylkingin eru náttúrulega öfga rasistar en þeirra boðskapur hefur mildast nú síðustu ár og má kannski taka saman í:

 Að frá upphafi hefur Le Pen barist gegn gyðingum og vilja þá og aðra innflytjendur burtu úr Frakkalandi en með árunum hefur það breyst í að sumir innflytjendur megi vera áfram en hvítir frakkar ættu að hafa forréttindi.

Magnús Þór og Guðjón töluðu báðir í upphafi þannig að þeir vildu ekki að múhameðstrúar fólk flytti hingað. Nefndu að þeir hefðu engan áhuga á að hér kæmu Bræður Múhameð sem eru öfgatrúarmenn og að hér flytti inn fólk sem færi að stunda "Heiðurs morð" minnir mig að það sé kallað þegar einhver ver heiður ættar sinnar með því að myrða einhvern sem hefur gert á hluta hennar.

Mér fannst þetta nú alltaf skrýtin rök því að þetta er náttúrulega aðeins tíðkað meðal öfgatrúarmanna.  Svona svipað og engin frá Bandaríkjunum mætti flytja hingað þar sem að líkur á því að þá fyllist  allt af morðingjum sem kæmu þaðan.

Jón Magnússon talaði um Ísland fyrir íslendinga. Sem er það sama og Le Pen sagði í Frakklandi.

Síðan þetta var hefur málflutningur þeirra mildast eðlilega og nú eru þeir farnir að tala um að ekki megi vera óheftur flutningur af fólki hingað sem taki vinnu frá íslendingum og lækki hér laun. En þeir gleyma að hér er í dag nær ekkert atvinnuleysi og að vöxturinn hér á landi yrði nær enginn ef að þetta fólk kæmi ekki til. Það eru um 20. þúsund erlendir starfsmenn í vinnu hér mest í byggingarvinnu. Þetta kemur til af því að það voru ekki til iðnaðarmenn og verkamenn hér á landi til að sinna þessu. Iðnaðarmenn voru farnir að rukka laun langt uppfyrir taxta og hefði væntanlega samkvæmt reglum um framboð og eftirspurn leitt til þess að íbúðarverð væri í dag mun hærra því að vinna þeirra hefði orðið enn dýrari.

Auðvita á að tryggja að hér fái allir borgað samkvæmt kjarasamningum og öll réttindi séu varin. Ég er næsta viss um að þegar og ef þensla hér á landi minnkar og þar af leiðandi eftirspurn eftir vinnuafli þá leita þessir menn annað, þar sem að hér er dýrt að búa og leiga er mjög há og því lítið fyrir þá að græða á því að vera hér áfram.

Auðvita þarf að vera hér skýr stefna varðandi innflytjendur og útlendinga í störfum hér. Það þarf að standa vörð um réttindi þeirra og skyldur sem og að þeir sem ætla að vera hér um lengri tíma þurfa sannanlega að læra íslensku og á íslenskt samfélag. En hagur okkar af þeim sem hingað koma er alveg gífulegur. Fólk hér á höfuðborgarsvæðinu sér þetta t.d. í Fatahreinsunum, þvottahúsum, ræstingum, búðum og á fullt af stöðum. Þar er þetta fólk að sinna störfum sem við erum hætt að fást í. Út á landi hefur þetta fólk haldið heilu frystihúsunum gangandi.

Ég held að það væri rétt fyrir fólk í flokknum að athuga að Margrét Sverrisdóttir hefur mótmælt þessum málflutningi.


mbl.is Gefur kost á sér til embættis ritara Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristinn gerist frjálslyndur?!

Fann þetta á vef Ísafoldar

24.01.2007 

 Kristinn H Gunnarsson mun á næstunni tilkynna ákvörðun um að snúa baki við Framsóknarflokknum.

Allt bendir til þess að Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, snúist á sveif með Frjálslynda flokknum á næstu vikum og þingflokkur Guðjóns A. Kristjánssonar verði því fimm manns. Til skoðunar er að Kristinn taki efsta sæti á lista flokksins og þá jafnvel í Norðvesturkjördæmi þaðan sem tveir þingmanna flokksins, Guðjón Arnar og Sigurjón Þórðarson, koma. Gangi það eftir að Kristinn taki fyrsta sætið mun Guðjón fara fram í öðru Reykjavíkurkjördæminu en Sigurjón væntanlega taka slaginn sem efsti maður í Norðausturkjördæmi. En þetta skýrist væntanlega eftir landsfund flokksins um helgina þar sem skorið verður úr um það hvaða stöðu Margrét Sverrisdóttir skipar innan forystusveitarinnar ...

Þetta gengur ekki lengur

Okkur var lofað að verðtrygging væri timabundin aðgerð fyrir 24 árum en nú draga allir lappirnar þegar þrýs er á endurskoðun. Þetta verður náttúrulega til þess að fleiri og fleiri fara að taka erlendlán. Eins þá fannst mér hann gefa í skyn að þetta gæti tekið áratugi. Það gengur ekki. Þetta kerfi er bara til að tryggja hag bankana. Þetta er löngu hætt a snúast um okkur lántakendur.

Frétt af mbl.is

  Viðskiptaráðherra: Afnám verðtryggingar erfitt í framkvæmd
Innlent | mbl.is | 24.1.2007 | 13:54
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að ljóst sé að afnám heimildar til verðtryggingar lánssamninga gæti verið afar flókið í framkvæmd. Stærsta vandamálið væri líklega það, að tugir þúsunda verðtryggra lánssamninga eru í gildi og verða áfram í hálfan fimmta áratug. Því myndi afnám heimildar til verðtryggingar aðeins eiga við um ný lán og því yrði tvöfalt lánakerfi í gildi næstu áratugi.


mbl.is Viðskiptaráðherra: Afnám verðtryggingar erfitt í framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið - Það talar enginn um það lengur.

Hef verið að velta fyrir mér hvort að allir séu orðnir svo samgrónir þessu kerfi að enginn hafi lengur áhuga á að breyta þessu. Maður heyrir svona reglulega af því að einhverjir sérlundaðir menn minnast á þetta en almennt heyrist ekki neitt.

Þó eru nokkur atriði sem  ég hef fiskað úr umræðunni síðustu vikur sem hafa vakið mig til umhugsunar.

  • Veðsetning á kvóta: Um árið þegar opnað var á framsal með kvóta hófst í raun eignarmyndun á kvótanum. Kvótaeigendur geta selt eða leigt kvóta frá sér nærri eins og þeir vilja. Og upprunalegir kvótaeigendur eru löngu búnir að selja hann frá sér. Þetta eru orðin nokkur fyrirtæki sem eiga mest af þessu og græða á tá og fingri að leigja hann frá sér. En það sem er náttúrulega komið fram er að bankar eru náttúrulega farnir að nýta sér þann möguleika að taka veð í óveiddum fiski. Og nú á síðustu tímum jafnvel erlendir bankar. Og því er það möguleiki að innan einhverja ára vöknum við upp við að við eigum ekki kvótan lengur þjóðin. Og þá eru rök þeirra sem eru á móti ESB náttúrulega farin fyrir lítið.
  • Þjöppun á kvótaeigendum og fyrirtækjum til Reykjavíkur. Þetta er náttúrulega afleiðing af því að stærstan hluta aflans er farið að vinna í skipum út á rúmsjó og þar af leiðandi blæðir rótgrónum fiskveiðibæjarfélögum sem jafnvel urðu til út af fiskveiðum. Og þar með eru þau búin að missa kannski stærsta hluta tilgangs síns og fara því að leita að nýjum tilgang sbr. Álver.
  • Það átti á þessu kjörtímabili að setja í Stjórnarskrá hélt ég að fiskurinn væri auðlind í eigu þjóðarinnar en ekkert bólar á því.
  • Það eru allar líkur á því að í raun séu kannski svona 10 menn eða fjölskyldur sem eiga 80% af öllum fiski í okkar lögsögu.
  • Það var einhver sem sló á að verðmæti kvótans sé um 900 milljarðar.

En stóra spurningin er afhverju ræðir enginn um þetta?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband