Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Gott framtak hjá Hafnarfirði
Önnur sveitarfélög og ríkið gætu tekið Hafnarfjörð sér til fyrirmyndar. Enda er ég mjög fylgjandi íbúalýðræði og þjóðarlýðræði. Á móti því að misvitrir fulltrúar fái að taka stærstu ákvarðanir fyrir sveitrarfélög og ríksins. Það ætti að vera auðveldara nú á tímum tækninnar að gera atkæðagreiðslur um stór mál að tiltölulega auðveldu ferli.
Er ekki hrifinn af því hvernig þingræðið er komið út í að framkvæmdarvaldið ákveður málin og svon er Þingið bara afgreiðslustofnun í skóli meirihluta.
Frétt af mbl.is
Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars
Innlent | mbl.is | 24.1.2007 | 10:24
Allt útlit er fyrir að íbúakosning um deiliskipulag á Alcan-svæðinu í Hafnarfirði fari fram þann 31. mars næstkomandi en bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram tillögu um það í gær að atkvæðagreiðslan fari fram þann dag. Í tillögu þeirra er einnig lagt til að niðurstaða kosninganna verði bindandi og muni því ráða því hvort fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði formlega sett í auglýsingu samkvæmt skipulags- og byggingalögum.
Af www.visir.is
Tillögunni var frestað til næsta fundar bæjarráðs en í henni er bæjarráði jafnframt gert heimilt að styrkja samtök sem leita eftir fjárhagslegum stuðningi til að kynna sjónarmið er lúta að kosningunum.
Íbúakosning í Hafnarfirði 31. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Evran - Ef við bíðum of lengi með að ræða þetta þá höfum við ekkert um það að segja
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að við höfum afsalað okkur stórum hluta að ákvörðunum um efnahagslífið okkar til atvinnumarkaðarins. Nú eru stóru fjármálafyrirtækin komin hvert og eitt í þá stöðu að þau gætu farið að leika sér með gengi krónunar. Þau geta bæði fellt krónuna og eins styrkt hana á einum degi. Því er það mín skoðun að við þurfum að verða hluti af stærri mynnt og þá hugnast mér evran best. En helst vill ég að þessi málefni séu skoðuð af alvöru áður en það verður fjármálamarkðaurinn taki þessa ákvörðun fyrir okkur án þess að við höfum nokkuð um það að segja.
Þetta las ég á www.visir.is
Markaðurinn, 24. jan. 2007 06:15Þingið áhrifalaust varðandi gengismál
Margar stefnumarkandi ákvarðanir í peningamálum þjóðarinnar hafa verið teknar án frumkvæðis eða skilnings stjórnmálamanna, að sögn Vilhjálms Bjarnasonar aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Vilhjálmur velti upp spurningunni um hvort svo kynni einnig að fara í tengslum við umræðu um kosti og galla evrunnar sem gjaldmiðils hér í stað krónu í erindinu Þrautir þingsins, sem hann flutti í hádeginu í gær í málstofu viðskipta- og hagfræðideildar. Hann segist þó ekki ætla að spá neinu um hver þróunin verði, en segir merkilegt að sjá hvernig þingið hafi í gegnum tíðina yfirleitt staðið frammi fyrir orðnum hlutum þegar kæmi að ákvörðunum um gengi, verðtryggingu og vexti.
Spurningin er kannski sú hvort fyrirtækin velji sér mynt hvert og eitt eins og heimild er fyrir í lögum um ársreikninga þar sem þau geti ekki búið við það að sveiflur í gengi krónunnar séu 10 til 15 prósent innan árs." Vilhjálmur bendir á að fyrirtæki færi mörg hver þegar bókhald sitt í erlendri mynt, að þrír fjórðu útlána bankanna séu það líka um leið og mikið af fjármálastjórn fyrirtækja fari í gjaldmiðlastýringu.
Og svo má nefna þetta úr ágætri samantekt Friðriks Þórs Guðmundssonar á viðtali Egils Helgasonar og Guðmundar Ólafssonar í Silfri Egils:
"1. (Útláns)vextir á Íslandi eru þeir mestu í heimi - mestu okurvextir "í sögu mannsandans".
2. Bankarnir eru böl - þeir eru frekir á fóðrum.
3. Krónan er mjög tæpur/hæpinn gjaldmiðill. Ástandið er óeðlilegt og krónan er viðskiptahindrun.
4. Íslensk fyrirtæki hafa vanist við að ríkið bjargi þeim (með gengisfellingum og slíku) - tími kominn til að "einkavæða einkareksturinn".
5. Verðlag á Íslandi er okur - við búum við hæsta verðlag í heimi. Landbúnaðarvörur veita "verðleiðsögn" - toga upp verðlag á annars óskyldum vörum"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Staðan í skoðanakönnun um hvaða flokk fólk ætlar að kjósa
Tók saman stöðu þingsæta eftir skoðanakönnun minni hér á síðunni þegar 1000 hafa kosið.
Hvaða flokk kýst þú? | |||
% | merkt við | Þingsæti skv könnun | |
Framsókn | 11.6% | 116 | 7 |
Sjálfstæðisflokkinn | 32.0% | 320 | 21 |
Samfylkingu | 27.4% | 274 | 17 |
Vinstri Græna | 20.8% | 208 | 13 |
Frjálslynda | 8.2% | 82 | 5 |
1000 hafa svarað | Samtals | 1000 | 63 |
En ég miða reyndar við jafnt atkvæðavægi sem er ekki alveg rétt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.1.2007 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Finnst málflutningur Magnúsar Þórs ekki til fyrirmyndar
Hlustaði/horfði á Kastljós í kvöld þar sem hann var í umræðum á móti Margréti Sverrisdóttur. Það voru nokkur atriði sem slógu mig:
- Hann gat ekki fallist á það að ásjóna flokksins væri nokkuð einsleit. Þegar Margrét var að benda á að hann og Guðjón væru náttúrulega menn sem hafa barist gegn kvótakerfinu og fleira þá vantaði konur og þeirra mál og málflutning inn í framvarðasveit flokksins.
- Mér fannst það ekki merki um lýðræðishugsun þegar Magnús Þór fór að vísa í að honum og Guðjóni hafi ekki litist á þetta eða hitt. Talaði eins og þeir 2 og svo Sigurjón ættu að ráða málum í flokknunm af því að peningar kæmu inn í flokkinn frá ríkinu út af þeim
- Þá fannst mér ömurlegt þegar hann gerð lítið úr árangri Frjálslyndra í Reykjavík af því að Margrét hefði ekki komist þar inn og að flokkurinn hefði ekki náð að komast í meirihluta. Um leið og hann eignaði sér allan árangur af því að hafa komið manni inn á Akranesi.
- Þá fannst mér hann gera hreinlega á sig þegar hann fór að gera lítið úr Margrét fyrir árangur hennar í síðustu Alþingiskosningum. Jafnvel þó hún benti á að hún hefði fengið mun fleiri atkvæði en hann og það væri vægi atkvæða sem hefði ráðið því að hann komst inn á þing.
Mér finnst leiðinlegt að sjá að flokkur sem hefur verið svona duglegur í 3 ár sé að líða fyrir fýlu og frekju manna sem láta eins og þeir ráði þessum flokki einir. Þeir virðast vera búnir að gleyma að formenn flokka starfa í umboði flokksmanna og eiga að framfylgja vilja flokksmanna.
Annars ætti ég bara að vera feginn. Því að aldrei mun ég kjósa frjálslynda.
Margrét Sverrisdóttir býður sig ekki fram til formanns Frjálslyndra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Þar fýkur fylgi Frjálslyndra
Samkvæmt minni tilfinningu hefur fylgi frjálslyndra verið töluvert hjá þessum hópum. Þannig að nú held ég að næstu skoðanakannanir verið athyglisverðar.
Frétt af mbl.is
Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar
Innlent | mbl.is | 23.1.2007 | 20:50
Fólk úr hópi aldraðra og öryrkja hafa sammælst um að stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar, en aðalmarkmið framboðsins er að bæta kjör og aðbúnað eldra fólks og öryrkja auk þess að vinna að öðrum framfaramálum í íslensku þjóðfélagi.
Aldraðir og öryrkjar stofna til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Ekki glæsilegur rekstur á Rúv hjá Páli Magnússyni
Var óvart að hlusta á útvarp frá Alþingi áðan þar kom fram að menntamálaráðherra var að leggja fram svör við fyrirspurnum um fjárhagsstöðu Rúv.
Þar kemur m.a. fram að:
Áríð 2004 var Rúv rekið með 50 milljóna halla
Árið 2005 var hallinn 200 milljónir
Fyrstu 6 mánuði ársins 2006 var hallinn 450 milljónir sem bendir til að hallinn verði um 800 milljónir fyrir allt árið 2006.
Þetta styrkir mig í þeirri trú að fljótlega eftir ohf breytingunna verði farið að selja eignir Ruv t.d. rás 2 og síðan restinn.
Mér finnst líka þetta vera ótrúlegur halli á rekstri án þess okkur hafi verið sagt frá honum. Einhverjir ekki að standa sig þarna
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Ekki líklegt að japanir kaupi hvalkjöt af Kristjáni
Eftirfarandi frétt er af www.visir.is og segir allt sem ég vill segja um þetta mál að svo komnu í dag
Vísir, 23. jan. 2007 12:17Hvalkjöt í hundamat
Birgðir af illseljanlegu hvalkjöti hafa hlaðist upp í Japan og hafa aukist um tvö þúsund tonn á tveimur árum. Greenpeace telur að með þessu séu brostin öll rök fyrir hvalveiðum Íslendinga. Benda samtökin á að Japanar séu farnir að nota hvalkjöt í hundamat.
Náttúruverndarsamtökin Greenpeace hafa bent á að það sé tæpast röklegt að halda hvalveiðum áfram. Samtökin benda á mótmæli hvalaskoðunarfyrirtækja og mögulegan skaða sem hvalveiðar geta valdið þessari ferðaþjónustu. Þá hafi Bretar ákveðið að hefja baráttu gegn hvalveiðum þar sem Tony Blair forsætisráðherra hefur tekið málið í fóstur.
Ofan á þetta bætist að afar takmarkaður markaður er fyrir hvalkjöt. Í morgun bentu samtökin á opinberar tölur frá japönskum stjórnvöldum sem sýna að byrgðir af hvalkjöti hlaðast upp. Birgðirnar námu 2700 tonnum í lok árs 2004 en um síðustu áramót voru þær komnar í 4700 tonn. Nokkur hundruð tonn frá Íslandi muni einfaldlega leggjast ofan á þessar illseljanlegu birgðir.
Frode Pleym, talsmaður Greenpeace segir að það séu einfaldlega engin gild rök fyrir hvalveiðum. Japansmarkaður sé svo vonlaus að þar sé byrjað að selja hvalkjöt sem hundamat og í skólamötuneyti. Sala hvalaafurða skili því einungis smáaurum miðað við tapið af því að hefja hvalveiðar.
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Eru þessi fyrirtæki ekki bara að flytja vandamálið annað?
Datt í hug þegar ég las þessa frétt um þessa forstjóra að þeir eru að pressa á Bush að setja lög og grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að þau eru flest að flytja starfsemin sína meira og meira frá Bandaríkjunum. Afhverja hvetja þau hann ekki til að skirfa undir Kyoto samkomulagið. Jú kannski af því að þau ná árangri í USA með því að reisa stóriðjurnar annarsstaðar.Eins og á Íslandi.
Frétt af mbl.is
Forstjórar hvetja Bush til aðgerða í loftslagsmálum
Viðskipti | mbl.is | 23.1.2007 | 8:59
Forstjórar nokkurra bandarískra stórfyrirtækja hafa skrifað George W. Bush, Bandaríkjaforseta, bréf og hvetja forsetann til að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Það er kominn tími til að stjórnmálaleiðtogar landsins taki af skarið," sagði Jim Rogers, forstjóri Duke Energy, á blaðamannafundi í gærkvöldi. Álfyrirtækið Alcoa er eitt fyrirtækjanna níu.
Forstjórar hvetja Bush til aðgerða í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
"Út í veður og vind"
Þetta býður náttúrulega upp á fullt af útúrsnúningum. Eins og að "þyrla upp molviðri yfir þessu" og "Fuku peningarnir út í veður og vind."
En ef maður les fréttina þá verður manni bumbult. Það er þetta með mútur og makk sem þrífst innan þessara alþjóðastofnanna. Og að peningar geta keypt atkvæði fulltrúa þróunarríkjana. Sem leiðir til þess að ákvarðanir þessara stofnana mótast eftir vilja þeirra sem bera nóg fé í þessa fulltrúa.
Er það ekki það sem við förum að gera til að ná kosningu til Öryggisráðsins.
Frétt af mbl.is
Milljónir franka horfnar úr sjóðum Alþjóðaveðurstofnunarinnar
Erlent | AFP | 22.1.2007 | 19:49
Milljónir svissneskra franka hafa horfið í fjársvikamáli sem tengist Alþjóðaveðurstofnuninni (WMO) að því er fram kemur í alþjóðlegri endurskoðunarskýrslu. Frá þessu greindu svissneskir fjölmiðlar í dag.
Milljónir franka horfnar úr sjóðum Alþjóðaveðurstofnunarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Af mbl.is
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson