Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
Þriðjudagur, 23. janúar 2007
Bandaríkin og mannréttindi fara bara ekki saman
Var að lesa frétt um það að bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur birt reglur um starfsemi dómstólanna sem eiga að dæma í málum fanganna í Guantanamo.
Í reglunum kemur m.a. fram: Við réttarhöldin megi styðjast við og nota óstaðfestan orðróm. Sem og að notast megi við upplýsingar sem fengnar eru með pyndingum. Eins má halda sönnunargögnum leyndum fyrir sakborningi.
Er þá hægt að kalla þetta réttarhöld? Væri ekki bara betra að lýsa því yfir að þeir ætli aldrei að sleppa þessu fólki hvort sem það er saklaust eða ekki?
Er ekki kominn tími til að Bandaríkin fari að taka til heima hjá sér og koma einhverjum til valda sem hafa snert af skynsemi og geta komið viti fyrir starfsmenn ráðuneyta þar.
Mánudagur, 22. janúar 2007
Skoðanarkönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkana
Það hafa verið skrifuðu ófá blogg um hversu illa samfylkingin kemur út úr þessari könnun. En ég hef mínar efasemdir um hversu marktæk þessi könnun er:
Fyrir það fyrsta þá eru ekki nema svona um 450 sem gefa upp afstöðu sína. Sem þýðir að það er rétt rúmlega helmingur aðspurðra. Um 42,7% gefa ekki upp afstöðu sína sem er alveg merkilega mikið.
Eins finnst mér merkilegt hversu lítið er gert úr því að Framsókn er orðin minnsti flokkur landsins. Framsókn hefur tapað um 60% af fylgi sínu miðað við þetta. Síðan bendi ég á að hér til hliðar er skoðunarkönnun hjá mér á síðunni og ég held að hún gefi mun réttari mynd af stöðunni í dag. Hún er þó byggð á 970 atkvæðum. Fréttablaðið hefði líka átt að gera meira úr því hversu margir eru óákveðnir. Og geta um það hvort að svarhlutfall sé 100% eða hvort þetta er byggt á þeim sem svöruðu.
Annars bendi ég á bloggið hennar Guðríðar Arnardóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvernig hún lítur á stöðu Samfylkingar skv. þessari skoðanakönnun
Og svo var ég að lesa bloggið hans Árna Rúnars Þorvaldssonar forseta bæjarstjórnar á Hornafirði. EN þar segir hann m.a.
Um fátt er meira rætt nú um mundir í bloggheimum sem og öðrum heimum en meint fylgisleysi Samfylkingarinnar. Ótrúlega margir spekúlantar finna sig knúna til þess að útskýra stöðu Samfylkingarinnar. Flestir spekinganna virðast vera sammála um að kenna megi formanni flokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um slakt gengi flokksins.
Sömu spekinga vil ég minna á það að eitt sinn var fylgi Samfylkingarinnar undir stjórn Össurar Skarphéðinssonar komið niður í 11% og raddir urðu háværar um að skipta þyrfti um forystu í flokknum. En í stað þess hlaupa á eftir skoðanakönnunum flykktu menn sér á bak við formanninn sinn og studdu hann með ráðum og dáð. Upp úr fylgislægðinni vann flokkurinn sig svo í síðustu kosningunum með eftirminnilegum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2007 kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Þessar fréttir segja sitt um ástandið í Palestínu
Frétt af mbl.is
Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum
Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 8:58
Javier Solana, sem fer með utanríkismál innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist sleginn yfir því hversu mikil uppbygging hefur orðið í byggðum gyðinga á Vesturbakkanum að undanförnu. Þá hvetur hann Ísraela til að hætta stækkun og uppbyggingu þeirra og til að hætta byggingu aðskilnaðarmúrsins. Solana kveðst jafnframt vonast til þess að þessar framkvæmdir Ísraela muni ekki stand í vegi fyrir samkomulagi um stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Þetta kemur fram á fréttavef Haaretz.Erlent | mbl.is | 22.1.2007 | 09:09Ísraelsher uppvís að lygum
Ísraelsher hefur viðurkennt að 44 moldarvirki sem herinn hefur sagst hafa fjarlægt á Vesturbakkanum að undanförnu hafi ekki verið fjarlægð þar sem þau hafi ekki verið þar. Herinn lýsti því yfir á þriðjudag að 44 virki, sem hafi verið reist til að hindra umferð á milli þorpa Palestínumanna á Vesturbakkanum, hefðu verið fjarlægð. Þetta kemur fram á fréttavef Haaretz.
Með þessu kvaðst herinn hafa uppfyllt loforð Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, við Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, um að draga úr aðgerðum sem hindruðu ferðir Palestínumanna um Vesturbakkann.
Talsmaður hersins hefur nú staðfest að umrædd virki hafi annað hvort verið rifin áður en Olmert gaf Abbas umrætt loforð eða þá að Palestínumenn hafi rifið þau og herinn ákveðið að endurreisa þau ekki.
Áður höfðu starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á Vesturbakkanum mótmælt staðhæfingum Ísraelshers um að virkin hefðu verið fjarlægð í kjölfar fundar Olmerts og Abbas í desember en Ísraelsher hefur reist um 400 slík virki á milli palestínskra þorpa á undanförnum árum.
Solana brugðið yfir útbreiðslu byggða gyðinga á Vesturbakkanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. janúar 2007
Þörf á breyttum áherslum við ofbeldi.
Mér ofbýður gjörsamlega allt þetta ofbeldi sem kemur orðið upp nær daglega hér á landi. Ég held að það sé full þörf á því að breyta áherslum í lögum og dómum varðandi þetta.
- Mér finnst að ofbeldi þar sem fólk er slegið með áhöldum, þar sem fólk er kýlt og sparkað í höfuð þess eigi oftar að vera skilgreint sem tilraun til manndráps, og dæmt eftir því.
- Mér finnst að það eigi ekki að líðast að menn sem beita aðra ofbeldi séu bara látinir ganga lausir og sagt að lögreglan viti hverjir þar voru.
- Mér finnst að ofbeldismenn eigi að vera dæmdir sem fyrst í fangelsi þar sem þessir menn eru gjarnan líklegir til að beita aðra ofbeldi áður en dómur gengur í fyrra máli.
- Mér finnst að samfélagið eigi að taka hart á öllu ofbeldi og þannig að fólk geri sér grein fyrir að afleyðingar ofbeldis sé nokkurra ára fangelsi.
- Ég veit að oft eru þetta handrukkanir en það afsakar ekki ofbeldi enda eru þar verið að rukka fyrir ólögleg viðskipti t.d. með eiturlyf.
Það er gjörsamlega óþolandi að hér sé ofbeldi orðið viðloðandi og fólk orðið hrætt að fara um að kvöldlagi.
Frétt af mbl.is
Ráðist á sofandi mann
Innlent | mbl.is | 22.1.2007 | 12:51
Ráðist var á mann snemma í gærmorgun þar sem hann hafði lagst til svefns í húsi í Þorlákshöfn þar sem hann var gestkomandi. Manninum var hent út úr húsinu á nærfötunum og gengið í skrokk á honum en árásarmennirnir yfirgáfu manninn þar sem hann lá hreyfingarlaus á jörðinni.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi stóð maðurinn upp, eftir að árásarmennirnir voru farnir, og fór inn nærliggjandi hús þar sem hann greindi frá því hvað fyrir hann hafði komið. Maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem í ljós kom að hann var með brotnar tennur.
Lögreglan segir málið í rannsókn en vitað sé hverjir árásarmennirnir eru.
Um kl. sjö á sunnudagsmorgun var ráðist á tvo menn þar sem þeir voru á ferð á bak við hús Kaupþing við Austurveg á Selfossi. Fjórir menn úr Reykjavík réðust að þeim með þeim afleiðingum að annar hlaut skurð og aðra minni háttar áverka í andliti. Málið er í rannsókn.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 22. janúar 2007
Vaxtaokur íslenskra banka, okurverð á matvælum og ónýt króna
Var að horfa á Silfur Egils í kvöld og viðtal hans við Guðmund Ólafsson hagfræðing. Þetta var skemmtilegt viðtal og skýringar Guðmundar þannig að maður skildi þær. Nokkur atrið sem ég man sérstaklega eftir:
- Vaxtaokrið: Guðmundur sýndi fram á að bankarnir hér á landi orkra alveg svakalega. Og vaxtamunur hér á landi er með því hæsta sem gerist. Þannig var munur á innlánsvöxtum og útlánsvöxtum að meðaltali um 8,5% sem er alveg svakalegt.
- Skattlagning ríkisins þar sýndi Guðmundur fram á hvernig að ríkð hefur með aðgerðum og aðgerðaleysi í raun og veru komið á þessari auknu stéttskiptingu hér á landi. Hann talaði um að þar sem að skattleysismörk hafa ekki fylgt vísitölu þá er ríkið sífellt að taka til sín hærri og hærri hluta í skatttekjur.
- Matarverð: Þar talaði hann um nokkra hluti eins og:
- Hvernig að fyrirtæki eins og Hagar og hvað þau heita hafa sífellt verið að auka álagningu sína. Og hvernig þau geta falið hagnað af smásölu með því að vera með sér félag um húseignir, annað fyrir innflutning og þriðja fyrir smásölu og fela svo hagnað af smásölu með því að færa hagnaðinn til með því að láta félagið um húseignir rukka verslunina um okur leigu. Þannig gætu þeir sýnt fram á tap á smásölunni.
- Eins ræddi hann um tolla og tollskráningu og sagið að í raun væru þar hundruð manna í vinnu við að tryggja okurverð til okkar.
- Þá ræddi hann líka um að smásalan væri að fá afslætti hjá byrgjum sem skiluðu sér ekkert til okkar neytenda.
- Um krónuna sagið hann: Að krónan væri svo veikur gjaldmiðill að hann væri nær sá eini í heiminum sem þyrfti hjálpartæki til að hægt væri að nota hann. Þ.e. verðtryggingu. Þá kæmi svo óstöðugur gjaldmiðill í veg fyrir að erlend fyrirtæki hefðu áhuga á að koma til landsins. Eins væri hann til trafala í viðskiptum erlendis, því að þar væru menn ekki alveg að fatta uppgjör og bókhald íslenskra fyrirtækja þar sem að þarf alltaf flóknar leiðréttingar vegna verðtryggingar.
Hann sagði að eina leiðin til að draga úr vaxtaokri og orki almennt hér væri að opna landið fyrir viðskiptum og taka upp annan gjaldmiðil. Ef fólk vildi ekki ganga í ESB þá yrði að leita annað.
Sjá samtalið þeirra Egils og Guðmundar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Bíddu Bjarni Ármannsson er þér farið að langa í Landsvirkjun?
Ég verð nú að segja að maður trúir þessu rétt mátulega þegar bankastjóri talar sem er nýbúinn að stofna með öðrum orkufyrirtæki eða fyrirtæki til að fjárfesta í orkugeiranum hér og erlendis.. Og fer svona tala um að það að einkavæða orkugeiran yrði til þess að betra skikk kæmist á málin. Eins finnst mér að bankastjóri sem helti sér út í íbúðarlánabrjálæðið fyrir nokkrum árum og hjálpaði þessari verðsprengju á húsnæði af stað sem og verðbólgu sé í slæmri stöðu að ráðleggja varðandi stóriðjuframkvæmdir þó það sé eins og hann segir rétt að bíða.
Fyrst birt: 21.01.2007 14:04Síðast uppfært: 21.01.2007 14:06Bíða með stóriðjuframkvæmdir
Forstjóri Glitnis efast um að tímasetning fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda sé rétt vegna mikillar þenslu í hagkerfinu. Hann telur rétt að færa orkugeirann til einkaaðila.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir ljóst að hagkerfið þurfi að ganga í gegnum ákveðna aðlögun áður en hægt verði að fara út í miklar fjárfestingar í samfélaginu. Þetta sé eins og svo margt annað spurning um tímasetningar og hann telur tímabært að ræða það að færa orkugeirann meira í hendur einkaaðila.
Þannig verði ákvarðanir um fjárfestingar teknar afmarkað og sjálfstætt út frá þeirra forsendum og önnur sjónarmið blandist þar ekki inn í. Síðan sé það stjórnvalda og peningamálayfirvalda að vinna úr þeirri stöðu sem skapast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Ahyglisverðar kosningar framundan á suðurlandi.
Nú er framundan annsi skrautleg kosningabarátta á Suðurlandi. Hvað ætla suðurnesjamenn að kjósa. Þeir eiga ekki marga fulltrúa í sætum sem líkleg eru til að verða þingsæti.´
- Með því að greiða Sjálfstæðismönnum atkvæði sitt þá hjálpa þeir Árna Johnsen inn á þing.
- Með því að kjósa Framsókn þá velja þeir 2 menn frá Árborg sem aðallega tala máli landbúnaðar og málefna dreifbýlis.
- Vg þar er Reyknesingur í 3 sæti en gjörsamlega óreynd í stjórnmálum (Heiða í Unun)
- Með því að sameinast um að kjósa Samfylkingu þá gæti náðst inn 4 maður þeirra sem er Guðný Hrund Karlsdóttir 35 ára viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
- Með því að kjósa Frjálslynda er verið að kjósa ? Flokk sem er samsafn af fólki sem ekki hefur fengið brautargengi í öðrum flokkum, Nýju afli, og flokk sem daðrar við að veiða atkvæði með hræðsluáróðri gegn útlendingum.
Frétt af mbl.is
Frambjóðendur af Reykjanesi eiga erfitt uppdráttar að sögn Björns Inga Hrafnssonar
Innlent | mbl.is | 21.1.2007 | 21:32
Brotthvarf Hjálmars Árnasonar út úr stjórnmálum leiðir hugann að stöðu Reykjaness í hinu nýja Suðurkjördæmi. Frambjóðendur þaðan áttu erfitt uppdráttar í prófkjörum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og hið sama gerist nú hjá Framsókn, enda þótt Hjálmar hafi óspart hvatt sveitunga sína til dáða.
Frambjóðendur af Reykjanesi eiga erfitt uppdráttar að sögn Björns Inga Hrafnssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 21. janúar 2007
Auðmenn koma til með að losna við RUV nefskattinn
Var að lesa frétt á visir.is að til að nýja frumvarpið um RUV gerir ráð fyrir að þeir sem hafa eingöngu tekjur í formi fjármagnstekna koma ekki til með að borga nefskattinn fyrirhugaða sem á að taka upp í tengslum við oHf væðingu RUV. Það er nú ekki hægt að láta þá borga of mikið. Þeir gætu flutt úr landi.
Fréttablaðið, 21. jan. 2007 05:15Auðmenn borga ekki nefskatt
Fólk sem eingöngu hefur fjármagnstekjur verður undanþegið nefskattinum sem greiddur verður til Ríkisútvarpsins, samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra um RÚV ohf. Í því er aðeins gert ráð fyrir að greiðendur tekjuskatts borgi nefskattinn.
Um 2.200 manns töldu aðeins fram fjármagnstekjur samkvæmt skattskrám frá síðastliðnum ágústmánuði.
Jóhanna Sigurðardóttir Samfylkingunni benti á þetta í umræðum um Ríkisútvarpsfrumvarpið og hefur staðfestingu nefndasviðs Alþingis á þessum skilningi. Mér finnst þetta skelfilega óréttlátt. Enn einu sinni er verið að ýta undir ójöfnuðinn í samfélaginu og hygla auðmönnum," segir Jóhanna og bendir á að hinir sömu 2.200 séu einnig undanþegnir greiðslum í Framkvæmdasjóð aldraðra sem nema um sex þúsund krónum á ári.
Miðað er við að nefskatturinn verði rúmar 14.500 krónur á ári. Samtals eru þetta því um 20 þúsund krónur á ári.
Skattleysismörk eru um 90 þúsund krónur og segir Jóhanna að þeir sem hafi örlítið hærri tekjur, til dæmis 95 þúsund á mánuði, þurfi að greiða RÚV-skattinn sem og í Framkvæmdasjóðinn af fullu. Í þessu felist fullkomið óréttlæti. Fyrir þetta þarf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að svara áður en umræðum lýkur," segir Jóhanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Þetta eru arabískir furstar og milljarðamæringar í Rússlandi að gera líka
Ég veit að þau hjónakornin voru að gefa milljarð í velgjörðarsjóð, en ég verð að segja að fólk sem hefur efni á að kaupa skemmtikraft í afmælisveislu upp á tugi ef ekki hundruð milljónir borgar ekki nóga skatta. Þar sem að hann er í fjárfestingum borgar hann Ólafur bara 10% skatt. Ég heyrði að hann ætti eignir upp á um 100 milljarða. Og megnið af hans auðæfum væri komið frá því að hann fékk Búnaðrbankan gefins sem og Vís. Það er náttúrulega ljóst að einstaklingar og fyrirtæki sem hafa efni á svona bruðli borgar ekki nóg til samfélagsins.
Ég bara trúði þessu ekki fyrr en ég sá myndirnar af Elton John koma úr flugvélinni.
Eftirfarandi er af síðu Steingríms Sævarrs
Einfaldar staðreyndir.
Klukkan 19:00 - veisla ársins í húsnæði Samskipa þegar Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, heldur upp á 50 ára afmæli sitt, sem reyndar er ekki fyrr en næsta þriðjudag.
Það er leitun að flottari afmæli ef út í það er farið. Það byrjar með gjöf upp á 1.000.000.000 krónum til barna í Afríku að morgni.
Nokkrum klukkutímum síðar hefst glæsiveisla þar sem bestu innlendu og erlendu kokkar og matreiðslumenn bjóða upp á líklega það besta sem sést hefur á íslenskum borðum.
Elton John stígur á svið klukkan 21:00 og flytur afmælisbarninu nokkur lög.
Í kjölfarið. Stórsveit Reykjavíkur og Björgvin Halldórsson og Bubbi Morthens í fyrsta skipti saman á sviði og með þeim Kristín Stefánsdóttir.
Matur, Elton, Bó og Bubbi.
Frétt af mbl.is
Elton John á Íslandi
Veröld/Fólk | mbl.is | 20.1.2007 | 18:49
Breski söngvarinn Elton John er staddur á Íslandi en hann mun syngja fyrir gesti í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, í kvöld, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Ólafur Ólafsson vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins nú síðdegis.
Elton John á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 20. janúar 2007
Páll Vilhjálmsson er bara ekki alveg í lagi.
Ég var að lesa bloggið hans Páls Vilhjálmssonar um þessa frétt. Hann náttúrulega eins og aðrir hrósar þeim og ekkert með það því það gera allir og ég líka. Frábært framtak hjá þeim.
En síðan gengur hann bæði fram af mér og í raun aftur úr mér með eftirfarandi klausu:
Bloggari býr í annari sveit, Seltjarnarnesi, og þar hafa ónefndir feðgar þann sið að sletta smápeningum hingað og þangað en gæta þess ávallt að fá auglýsingu á móti. Þar er ekkert heilagt. Í haust auglýsti safnaðarpresturinn verslun þeirra feðga í barnamessu.
Maðurinn er svo reiður út í Baug að hann getur ekki talað um neitt nema að tengja það Baugi. Ég veit ekki hversu velstæður hann er en 300 milljónir til Barnaspítala, kaup á alskyns tækjum til spítalns, styrkir til Fölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar og fleira og fleira eru bara engir smápeningar í mínum augum. Það er t.d.komið í ljós að Byrgið hefur fengið mat frá Baugi um áraraðir án þess að það væri auglýst.
Ég hef ekki heyrt að Hannes Smárason, Sigurður Einarsson og þeirra fyrirtæki hafi gefið stórar summur.
Maður verður bara veikur af því að lesa svona.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson